Alþýðublaðið - 28.05.1988, Side 21
Laugardagur 28. maí 1988
21
Á SVIÐI OG UTAN
Eyvindur Erlendsson
skrifar
Björk litla leikur ágætlega í Glerbroti, segir Eyvindur, en hvað er að hrósa þvi þótt fagmenn kunni sitt fag, og
„Hið islenska kvikmyndaævintýri" er lítið annað en svona barnaleg nútímatæknitilgerð.
Káfað í
yfirborðið
Kalífi einhver I austurlönd-
um átti sér höll fulla af auð-
æfum og þaulskreytta þús-
und ára handverki þjóðar
sinnar. Þar var meðal dýr-
gripa Ijósahjálmur einn mik-
ill, kertiberandi, gerður af
skornum kristal, perlum og
dýrum steinum. Þessi kalifi,
eða sheik átti olíulindir sem
hann lifði á, ásamt ríki sínu.
Oft þurfti hann að taka á
móti viðskiptavinum frá Evr-
ópu og Ameríku og til þess
að halda sér til fyrir þessum
voldugu mönnum úr nútíma-
menningunni lét hann hengja
rafmagnsperur I Ijósahjálm-
inn mikla og kveikja á þeim í
sólskininu. Þetta átti að sýna
að hann væri enginn ómennt-
aður, tæknilaus villimaður.
Menn hlógu að þessu inn-
ani sér en upphátt hló eng-
inn af því þeir þurftu olíuna.
Kalifinn stendur því enn í
þeirri trú að þessar Ijósa-
perur séu stolt og prýði hall-
ar sinnar.
íslenskir sjónvarps-
og kvikmyndamenn
finna upp Ijósaperuna
Satt best að segja er „Hið
íslenska kvikmyndaævintýri1'
lítið annað en svona barnaleg
nútímatæknitilgerð, líkt og
hjá kalifanum góða. Það sem
háir að úr verði alvöru kvik-
myndir er ofvaxinn áhugi á
tækninni, áhrifsatriðum og
listrænum brellum meðal
kvikmyndamannanna en aftur
á móti lítið auga fyrir hinum
huglægu atriðum, eðlilegri
frásögn, mun á raunveruleik
og skáldskap og sjálfu hinu
listræna innihaldi.
Að ekki sé nú talað um
hinn dýpri tilgang: að höf-
undurinn eigi eitthvert erindi
við aðra menn sem telja megi
brýnna en það eitt að gera
kvikmynd, láta til sín taka
meö fyrirferð, mannmörgum
leiðöngrum, miklum fjár-
munum og skipulagslegum
transaxjónum út um allan
heim, í gegnum fjölda síma.
Þetta má ég segja að hafi
vantað i allar okkar myndir
nema þá fyrstu og fátækleg-
ustu: Land og synir. Hún var
einföld og óbrotin. Saga
sögð án effekta og brellna,
einföld hið ytra en margbrot-
in og stór hið innra. Skilin
milli veruleika og skáld-
skapar voru þar skýr: Einföla
og sönn veruleikalýsing, gerð
af höfundi sem þekkti um-
fjöllunarefnið en lyft örlítið
upp yfir hversdagsfrásögn
(án lýsingarorða) þannig að
hún náði því að verða skáld-
leg liking. Því miður er þessi
fyrsta kvikmynd Ágústs Guð-
mundssonar jafnframt hans
besta, — hefur hann þó kom-
ist hvað næst því, íslenskra
kvikmyndamanna, að gera
góðar myndir. Þetta stafar
sjálfsagt af því að í Landi og
sonum hafði hann með sér
höfund sem kann að segja
sögu og einnig að sjá í ein-
földum örlögum eins manns
líkingu margfaldra örlaga
allra manna, — jafnvel þjóða.
Lögmál frásagnar, — hvað
sem nútímalegir kvikmynda-
menn segja, — eru nefnilega
ætíð hin sömu, hvort heldur
saga er sögð á bók, í ræðu, á
leiksviði eða í kvikmynd. Sér-
hæfðir „effektar" eða „mögu-
leikar“ hverrar greinar um sig
breyta sáralitlu um þetta
meginatriði, sem er þó, þegar
upp er staðið, ef til vill það
eina sem máli skiptir.
Og svo var það að sagan
sé yfirleitt þess virði að vera
sögð!
Óðal feðranna
og Sjónvarpið
Sjónvarpiö reyndi svolitið
að guma af islensku efni i
hvítasunnudagskrá sinni. Eft-
ir að hafa skoðað þetta verð-
ur að játast að maður skilur
betur hið margfræga „skiln-
ingsleysi stjórnvalda" gagn-
vart þessu efni. Fólkiö sem
tekur við peningum hins op-
inbera virðist því miður ekki
þess umkomið að gera úr
þeim verðmæti. Meðan svo
er láta stjórnvöld ekki, fremur
en aðrir, fjármuni af hendi
með Ijúfu geði. Ekkert fremur
smáar upphæðiren stórar.
Það sem kemur til með að
fást verða þvi áfram smáupp-
hæðir, dregnar með fanta-
skap undan blóðugum nögl-
um fjárveitingavaldsins, rétt
nóg til að láta það heita eitt-
hvað. Og þeir sem koma til
með að ná peningunum
verða, eftir sem áður fyrst og
fremst „dugnaðarmenn" lítt
íþyngdir sjálfsgagnrýni og
ekkert endilega mjög glöggir
á skilsmun sanninda og til-
gerðar í listum.
Mynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar „Óðal feðranna" verður
að flokkast undir stílæfingar
nemanda. Sagan sjálf er að
inntaki sú sama og i Landi
og sonum, — mikið þynnt og
einfölduð en hlaðin kvik-
myndalegum áhrifameðulum,
aðfengnum úr ýmsum áttum
þar sem þau hafa kannski
einhverntíma tengst verðugu
innihaldi. Þó þarf það ekki að
vera, því það er mjög til efs
að þeir meistarar sem Hrafn
gengur í smiðju til séu nokk-
urrar eftirbreytni verðir. Ég
leyfi mér að efast um djúp-
tækt gildi Bergmans (nema í
Fanny og Alexander og þá
bara kannski) og ég veit ekki
hvort Fellini er annað en glúr-
inn loddari sem spilar á fá-
fengileik síns samtíma. Fass-
binder? Ég veit sannarlega
ekki. Eða þessi ítalski káboj-
myndasmiður sem ég nenni
ekki einu sinni að muna nafn
á. Leone kannski? Ég yrði
ekkert hissa þótt allir þessir
menn hyrfu úr kvikmyndasög-
unni, hver og einn, óðar en
jaröarförin verður afstaðin.
Meðal annarra orða; hvað
varð um Antonioni? Einu
sinni þóttist vestræn menn-
ing ekki geta komist af án
hans. Allir stældu hann. Og
eru menn ekki meira og
minna farnir að sjá í gegnum
fídusa Bunuels? En Eisen-
stein blifur. Og Charlie Chap-
lin, þótt hann þekkti ekki
dolbýið.
Áhrifameðul og möndl
Menn geta rifjað upp með
sjálfum sér allt það sém þeir
halda að geri sig í kvikmynd
og sett saman sögu utanum
það. Svoleiðis gera þeir í
Ameríku og lukkast vel. En
nóta bene: þar eru langþjálf-
aðir fagmenn og rótgrónar
verksmiðjur að verki, með
þaulræktuð verslunarsam-
bönd og ætla sér ekki annað
en gera myndir undir meðal-
lagi, pottþétta söluvöru fyrir
afþreyingarmarkað. Ekki verð-
ur séð að okkar menn verði
nokkurntíma samkeppnisfær-
ir í þeim bransa. Ekki heldur
sýnileg nein ástæðatil að
fara út í slíka starfsemi, frem-
ur en t.d. niðursuðu á mar-
hnút, sem mér er tjáð að
gæti verið ágætur bíssniss.
Óðal feðranna hefur flest
þessara gangnúmera sem
menn halda að séu: islenskt
landslag, nauðgun, gelding,
aulalega sveitamenn sem
ekki kunna fótum sínum for-
ráð, fésýslumenn sem beita
Ijótum klækjum, lausláta yfir-
stéttardóttur í sundlaugar-
svalli o.s.frv. Gallinn er sá að
þetta verður falskt. Sagan
stendur ekki undir því, hvorki
sem veruleikalýsing eða órar.
Höfundurinn þekkirekki
þann veruleik „líf fólks úti á
landi“ sem hann læst vera að
lýsa, — allt verður því ótrú-
verðugt, — og órarnir eru
heldur ekki nógir til þess að
maður láti heillast af þeim.
Útkoman verður þvi áhrifa-
meðul og möndl utanum ekk-
ert. Sem skóla verkefni væri
þetta allt í lagi en sem verk
manns sem tekur til sín
meirihluta alls þess litla fjár-
magns sem ríkið leggur í list-
greinina og hefur auk þess
heistu stofnum landsins í
bransanum, Sjónvarpið, til
fullra afnota fyrir sig og sína
er það alls ekki i lagi. Þetta
er því verra sem ekki verður
annað séð en Krummi hafi
skáldskaparæð, jafnframt
kappinu og framkvæmda-
seminni. Einhverra hluta
vegna virðist þessi skáld-
skapargáfa hans sífellt vera
að ká utaní hluti sem honum
eru ekkert hjartfólgnir i raun
og verða, þar af leiðandi, ekki
áhorfendum hans heldur.
Kannski kemur þetta með
nýju myndinni í sumar. Það
má varla seinna verða.
Glerbrot Sjónvarpsins
Þessi mynd stansar við
sama punkt og allar hinar;
fingraæfingar stutt kominna
fagmanna utanum sögu sem
er ekki þess virði að vera
sögð. Þar að auki illa sögð.
Þetta var á sínum tíma til-
raun Matthíasar Jóhannes-
sen til þess að gera hvell í al-
menningsálitinu út af skand-
ala sem svo reyndist enginn
skandali og allt fór niður á
miðri leið. Sagan hefurekkert
batnað með tímanum. Hún
er, eins og saga Hrafns, alltof
ágrips- og ágiskanakennd til
að vera raunsönn, en afturá-
móti ekki nógu órafengin til
þess að verða viðurkennd
sem ímyndarveik hryllings-
saga, eins og Spielberg gerir
og aðrir þvílíkir. Dómar verða
því: Björk litla leikur ágæt-
lega, engu síður en atvinnu-
mennirnir (sem er fjarri
sanni), lýsing var með ágæt-
um, hljóðsetning hnökralaus
(allt heyrðist og var í sínki),
sviðsetning einmanaleikans i
sólargeisla einangrunarklef-
ans áhrifarík, hugmyndarík
leikstjórn o.s.frv. fastir liðir
eins og venjulega.
En hvað er að hrósa því
þótt fagmenn kunni sitt fag?
Er ekki nokkurnveginn sjálf-
sagt að kvikmyndatökumaður
kunni að taka myndir, hljóð-
maðurað hljóðrita, klippari
að klippa o.s.frv.? Er það ekki
jafn sjálfsagt og að bifvéla-
virki kunni að setja saman
mótor, jafnvel aó fá hann til
að ganga „af listfengi"? Hef-
ur þetta fólk ekki allt verið í
löngu skólanámi vegna
þessa? Þakka skyldi því.
Gallinn er bara sá að öll
kunnátta er einskis virði þeg-
ar skáldskapurinn er hnoð.
Ég hef litla trú á að Kristín
hafi tekið þessa sögu fyrir
ástar sakir á henni. Miklu
fremur „tekið hana að sér“ til
þess að komast i góðan fé-
lagsskap. Hún ætti, eins og
Hrafn, að leita uppi eitthvað
sem henni er í alvöru hug-
þekkt. Eða er þess ekki von
að slfk afstaða til hlutanna
nái viðurkenningu? Sé svo þá
get ég sagt ykkur það að allt
bjástur við þessa hluti er
vonlaust hvort eð er og jafn-
gott að láta þá eiga sig.
Um Daniels Bruuns þátt
Baldurs Hermannssonar gild-
ir hið sama: Tilgerð. Illa dul-
búin auglýsing fyrir Örn og
Örlyg sem að vísu eiga allt
gott skilið fyrir að hafa kom-
ið myndum Daníels á prent.
Baldur ætti að fara í nokkurra
ára lýsingarorðabindindi ef
hann ætlar að semja fleiri
svona texta. Skáldlegheit og
hástemmdar tilfinningar, í
orðum, geta verið ágæt en
umfjöllun um hversdagshluti
eins og vatnsvirkjanir eða
danskar rannsóknir á fjallveg-
um og fatnaði verður slíkt
pínlegt.
Sem sagt: Allt minnir þetta
óþægilega á kalífann góða
og stertimennsku hans með
rafmagnsperuna. Átti þó svo
ágæta hluti til að vera stoltur
af.