Alþýðublaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 4
4
FRÉTTASKÝRING
Haukur Holm
skrifar
Fimmtudagur 2. júní 1988
Þörungaplágan:
ÓLEYST RÁÐGÁTA
Fyrir fimm árum síöan fóru
áhugakafarar að segja
óhuggulegar sögur af botnin-
um i Limarfirði. Sögðu þeir
að botninn væri dauður. Síð-
an fór dauðan fisk að reka á
land og líffræöingar urðu
flemtri slegnir. Fiskimenn
sem veiddu inni á fjörðunum
tóku fyrstir eftir því, hvernig
hin stöðuga mengun sjávar-
ins af saltefnum, jók vöxt
þörunga og fiskdauði jókst.
Þeir þögðu lengi, en svo fór
aö þeir fóru að koma fram í
viðtölum í sjónvarpi og víðar.
í lok eins viðtalsins sagði
einn fiskimaðurinn: „Nú get-
um við farið að kalla Limar-
fjörö Dauöa hafið.“
Eitraðir þörungar?
Þörungamir eru heldur betur
í fréttum núna, þeir ógna lif-
.inu I sjónum meðfram
ströndum Noregs sérstak-
lega, en Svíar og Danir fylgj-
ast grannt með, áhyggjufullir.
Ógnvaldurinn, Chryso-
chromulina plylepis, greind-
ist fyrst i smásjá í Englandi á
sjötta áratugnum. Hann er
svo smár, að leggi maður 200
stykki í röð, ná þeir einum
millimetra. Talið er að hann
hafi t.d. alltaf verið til staðar
við norsku ströndina, þótt
hann hafi fyrst greinst þar í
kringum 1970.
í Skagerak hafa fundist 30
milljónir þörunga í einum
vatnslítra, en það er fimmtán
sinnum meira en þarf til að
drepa fiskinn. Lengi vel var
talið að þörungarnir legðust
á tálkn fiska og kæfðu þá, en
nú hefur komið fram sú kenn-
ing að þeir séu eitraðir, og
breytir það auðvitað allri
myndinni. Þar með eru þeir
orðnir að mengun í hafinu,
og allar líkur til að eitrið ber-
ist í mannskepnuna.
Hart er einmitt deilt nú í
Danmörku vegna þess að
norskur lax úr fiskeldiskvíum
er notaður i fiskimjöl í fiski-
mjölsverksmiðju í Hanstholm
á Jótlandi, án þess að fisk-
eftirlitið hafi rannsakað hann
með tilliti til eiturefna. Bana-
mein laxanna var talið eitrað-
ir þörungar. Henrik Kröll
skrifstofustjóri í danska sjáv-
arútvegsráðuneytinu segir í
samtali við Det fri Aktuelt, að
það sé hluti af fjölmiðlafár-
inu að laxinn hafi drepist
vegna eitraðra þörunga, og
engin ástæða sé til að rann-
saka hann. Mjölið verður nú
dýrafóður og á þannig eftir
aö lenda á matarborði
dönsku þjóðarinar sem svína-
flesk eða eitthvað annað góð-
gæti.
Danir, Norðmenn og Svíar
fylgjast vel með hreyfingum
og þróun þörungabreiðunnar.
Ekkert hefur enn fundist af
dauðum fiski við dönsku
ströndina, sem óyggjandi má
rekjatil þörunganna. Eftir
síðustu helgi fundust að vísu
um 200 dauðar rauðsprettur,
en ekki hefur verið sannað að
þörungarnir hafi veriö bana-
meinið.
Norski umhverfismálaráð-
herrann Sissel Rönbeck hef-
ur lagt til, að komið verði á
norrænni samvinnu um rann-
sóknir og varnir í málinu, sér-
staklega er þar átt við Noreg,
Danmörku, Svíþjóð og Finn-
land. Ætlar hún að taka málið
upp á þingi Norrænna
umhverfismálaráðherra í
ágúst n.k.
Matthías Á. Mathiesen
samgönguráðherra hefur fal-
ið siglingamálastjóra, i sam-
vinnu við fulltrúa hlutaðeig-
andi stofnana, eins og t.d.
sjávarútvegsráðuneytisins og
landbúnaðarráðuneytisins, að
fylgjast meö og afla upplýs-
inga hjá norskum stjórnvöld-
um um hugsanlegar orsakir
og afleiðingar þörungamynd-
unarinnar. A sérstaklega að
kanna að hvaða marki megi
hugsanlega rekja ástandið til
aukinnar mengunar í hafinu,
svo sem af völdum köfnunar-
efnis og fofats.
Bœndur sekir
eða saklausir?
Ekki eru allir á eitt sáttir,
hvernig þessi mengun er til-
komin. Orsakirnar hafa verið
taldar stafa af úrgangi frá
iðnaði, áburðarúrgangi frá
Sérfræöingar standa ráöþrota frammi fyrir þeirri ógn sem af eitruðum þörungum stafar. Þessi mynd af dauö-
um laxi i sjóeldiskvi í Noregi birtist í Arbeiderbladet.
, SPARAÐU SP0RIN
ÞU ÞARFT EKKILENGUR
AÐ UMSKRÁ
Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá
bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í
annað eða eigandi flytur á milli umdæma.
Umskráningar verða þó heimilar til 31.
desember n.k.
Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis
að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn-
ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.-
til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og
sýslumanna utan Reykjavíkur.
Dómsmálaráöuneytið