Alþýðublaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 2. júní 1988
MÞYÐUBIIÐIÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaður
heigarblaðs:
Blaðamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Rlart hf
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar
Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Þórdls Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
t Áskriftarsíminn er 681866.
Dreifingarsimi um helgar: 18490
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
HAFNARFJÖRÐUR
80 ÁRA
Þessa dagana halda Hafnfirðingar hátíð í tilefni þess að
80 ár eru liðin síðan Hafnarfjörður hlaut kaupstaðarrétt-
indi. Að sjálfsögðu er saga Hafnarfjarðar miklu eldri og
merkilegri en afmælisaldurinn gefur til kynna. Bærinn á
djúpar rætur í menningar- og verslunarsögu íslands. Þrátt
fyrir nálægðina við Reykjavík hefur Hafnarfjörður haldið
sínum séreinkennum og áherslum gegnum tíðina. Þetta á
ekki síst við um þá viðleitni Hafnfiróinga að leysa málin á
félagslegum grundvelli og ef tala máum lífsskoðun Hafn-
firðinga þá tengist hún félagshyggjunni hvar sem menn
annars skipa sér sess í flokkakerfinu. Þetta viðhorf Hafn-
firðinga til lífsins og stjórnunaraðferða má tvímælalaust
rekjatil sterkraáhrifa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði en þar
hafa jafnaðarmenn íslenskir jafnan átt eitt sterkasta vígi
sitt á íslandi. Bærinn og uppbygging hans hafa borið yfir-
bragð jafnaðarstefnunnar gegnum tíðina, þar sem saman
hefur farið krafa um jafnrétti, frelsi og uppbyggingu í takt
við kröfur tímans. Líkt og íslensk jafnaðarstefna, hefur
Hafnarfjörður aldrei einangrast í afturhaldssamri vinstri-
stefnu né látið fagurgala óheftrar markaðsstefnu hægri-
manna villa sér sýn. Hafnarfjörður hefur, og ekki síst á
valdatíma núverandi bæjarstjórnar, borið gæfu til að varð-
veita hin félagslegu viðhorf samtímis sem ráðist hefur
verið í miklar framkvæmdir og nýmæli í atvinnurekstri
eins og fiskmarkað, og lagður grunnur að nútímalegu og
blómlegu atvinnu- og félagslífi.
Þessi viðhorf endurspeglast einkar vel í orðum
Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði í
viðtali sem Alþýðublaðið birti við bæjarstjórann i gær,
miðvikudag. Guðmundur Árni segir meðal annars:
„Bærinn stendur mjög traustum fótum fjárhagslega og
það þykir ekki algengt á þessum síðustu og verstu tímum
hjá sveitarfélögum, en það er engu að síður þannig hjá
Hafnarfjarðarbæ, að við erum á þessu ári með umfangs-
miklar framkvæmdir í gangi þrátt fyrir að lántökur eru í
algjöru lágmarki, og við þær eru raunar ekki bætt frá fyrri
árum.“ Aðspurður um framkvæmdir í Hafnarfirði svarar
bæjarstjóri í viðtalinu við Alþýðublaðið: „Það er mikið í
gangi hjá bænum og bara á þessum síðustu mánuðum
get ég nefnt að fyrirtveimur mánuðum tókum við í notkun
nýja æskulýðs- og tómstundamiðstöð í hjarta bæjarins
sem við köllum Vitann og fyrir mánuði opnuðum við nýtt
dagvistarheimili sem sinnir þörfum 100 barna. Fyrir hálf-
um mánuði opnuðum við glæsilega menningar- og lista-
miðstöð sem ber nafnið Hafnarborg. í ágúst opnum við
nýja heilsugæslustöð, Sólvang og það er allt í fullum
gangi við byggingu nýrrar sundlaugar sem opnar um mitt
næsta ár, úti- og innisundlaug. Á næsta ári verður ráðist
í byggingu nýs íþróttahúss." Tæplega 14 þúsund manns
búai Hafnarfirði. Bærinn ferört stækkandi og ætla máað
um 400 íbúðabyggingar séu nú í byggingu, fjölbýli og ein-
býli. Nýlegavar70 lóðum úthlutað og fengu færri en vildu.
Bæjaryfirvöld leggja nú mikla áherslu að brjóta nýtt land
undir íbúðabyggingar, enda ijóst að margir vilja reisa hús
sitt í Hafnarfirði. Aiþýðublaðiö óskar Hafnfirðingum til
hamingju með 80 ára afmælið og óskar bænum velfarnað-
ar í framtíðinni.
ÖNNUR SJÖNARMIÐ
Einn af postulum gráa fjár-
möngnunarmarkaöarins,
Þóröur Ingvi Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Lindar, ber
á borö ýmis athyglisverð
sjónarmiö fyrir lesendur Tlm-
ans í gær.
Þóröur upplýsir lesendur
Tímans aö sá tími sé löngu
liðinn aö lán til atvinnuvega
séu bónleiðirtil bankastjóra.
Þvert á móti; fjármögnunar-
leigur hlaupi nú um allt land
á eftir atvinnurekendum, ein-
yrkjum í atvinnurekstri jafnt
sem stjórnendum stórfyrir-
tækja til aö selja þeim lán.
Þetta segir auðvitað sína
sögu um samkeppni fjár-
mögnunarfyrirtækjanna á
gráa markaónum en lítum nú
aöeins á þær kröfur sem
Þóröur Ingvi og fyrirtæki
hans gerir til lánþiggjenda
eða lánkaupenda:
„Almenna reglan er su, að
í fyrsta lagi þarf tækið sem
viðskiptavinurinn ætlar að
kaupa að vera auðseljanlegt
og endursöluverð þess hátt
ef segja þarf upp samningn-
um áður en honum lýkur
vegna vanskila fyrirtækisins.
Þvi leigutyrirtækið reynir þá
að koma því í verð eða i leigu
hjá öðru fyrirtæki.
í öðru lagi þarf fjárhagur
fyrirtækisins að vera þannig
að það sé Ijóst að það standi
undir leigugreiðslum. Fyrir-
tækið þarf aö bera arð og
eiginfjárstaða þess þarf að
vera jákvæð. Sú regla er t.d.
hjá Lind, að það er aldrei fjár-
magnað allt eigin fé fyrirtæk-
isins. Þ.e. að sé ákveðnu fyr-
irtæki t.d. boðin vél sem
kostar 2 milljónir þarf eigin-
fjárstaða fyrirtækisins að
vera 4 milljónir að lágmarki.
í þriðja lagi þá þarf
greiöslustaða fyrirtækisins
að vera með þokkalegu
móti.“
En ekki eru gráu fjármögn-
unarfyrirtækin jafn passa-
söm, þvi menn veröa
auðveldlega gráöugir:
„Það er alveg staðreynd að
í þeirri ofsalegu hröðu þróun
sem orðiö hefur á undanförn-
um tveim árum þá hefur ým-
islegt flotiö með og menn
kannski fórnað áhættunni
fyrir græðgina. Því verður
ekki neitað að sum fyrirtæki
ónefnd, hafa lagt á þaö meg-
ináherslu að verða nógu stór,
þ.e. með stór útlán, kannski
á kostnað áhættunnar. Á
móti hafa þau kannski tekið
einhverjar extra tryggingar.
Það er hins vegar ekki eðli-
legt þegar litið er á eðli þess-
ara viðskipta, þar sem trygg-
ingin er fyrst og fremst tæk-
ið sjálft og efnahagsstaða
leigutakans."
Og fasteignir lánþiggjenda
fjúka auöveldlega þegar kem-
ur aö gjalddögum og menn
hafa ekki fjármuni til að
borga hina háu vexti:
„IVIjög margir íslendingar
eiga hús. Og þýðir það þá
ekki aö ef bjarsýnisvonir
manna um rekstur t.d. bíls
eða báts bregðast, að húsin
Þórður Ingvi: Hörkutólin vinna
mikió og lengi fyrir vöxtum af fjár-
mögnunarleigunni.
þeirra eru í hættu?
„Það er tvennt til í þessu.
Annarsvegar er hugsanlegt
að leigusalinn hafi ekki bara
eignarétt á tækinu heldur
líka einhverja extra tryggingu
eða fasteignaveð í húseign.
Þá er vitanlega sú hætta fyrir
hendi, að fáist ekki það verð
fyrir tækið, aö það dugi fyrir
þvi sem eftir stendur af
samningnum þá er gengið á
eignina.
Hins vegar er innbyggt í öðr-
um fjármögnunarsamningum,
þar sem ekki er gert ráö fyrir-
neinum tryggingum á bak við
samninginn, að ef segja þarf
upp samningnum og ekki
fæst nógu hátt verð fyrir
tækið til að greiöa upp eftir-
stöðvar samningsins, þá ber
einstaklingnum að greiða
mismuninn. Og eigi einstakl-
ingurinn aö geta borgöað mis-
muninn, þá þarf hans nettó
eign að vera að lágmarki
helmingur eða 3A af verði
tækisins. Þar er því hugsan-
legt að gengiö verði á hans
einka eignir, þ.e. ef hann hef-
ur þá ekki komiö þeim und-
an“.“
En fjármögnunarfurstinn
Þórður Ihgvi telur þó vextina
ekki háa:
„Vextir í fjármögnunar-
leigusamningum hafa þó
sem betur fer lækkað á und-
anförnum mánuðum vegna
samkeppninnar. Þetta er orö-
ið ódýrara en það var i upp-
hafi.“
T.d. 165-180 þús. kr. á mán-
uði af 5 milljóna króna bil.
— Gera einstaklingar,
sem t.d. byggðu hús sin fyrir
lán með minusvöxtum, sér
alltaf grein fyrir hvaða vaxta-
byrði þeir eru að taka sér á
herðar?
„Flestir held ég að geri
það, þótt eitthvað kunni þar á
að skorta i einhverjum tilfell-
um og láti þá kannski bjóða
sér hvað sem er. En þetta eru
gjarnan hörkutól, sem vinna
lengi og mikið og bjarga sér
þannig fyrir horn.“
Til að gefa dæmi um
greiðslu var Þórður Ingvi
spurður um mánaðargreiðslu
af 1 milljón króna láni til 3ja
ára. Það sagði hann geta þýtt
á bilinu 33-34 þús. og allt
upp í 36 þús. kr. á mánuði,
eða sem svarar frá 3,33%
upp i 3,6% af verði viðkom-
andi leigusamnings. Sumum
þyki 3.000 kr. á mánuði ekki
svo stórt bil, en í raunvöxtum
þegar samningurinn er reikn-
aður upp sé þetta i raun gíf-
urlega mikið vaxtabil, sem
fari að skipta verulegu máli
þegar um sé að ræða
kannski tugmilljóna króna
samning.“
Á sömu blaðsíðu í Tímanum
og viðtalið við framkvæmda-
stjóra Lindar birtist er viðtal
við Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóra landssam-
bands smábátaeigenda, um
lántökur trillukarla og minni
spámanna í útgerð.
Þar koma fram aldeilis
önnur sjónarmið en hjá fjár-
mögnunarfyrirtækjunum. Örn
bendir nefnilega réttilega á
að meðan ábyrgar banka-
stofnanir vari menn við lán-
tökum sem ekki reka fyrir-
tæki sem standi undirvaxta-
greiðslum, hvetji gráu fjár-
mögnunarfyrirtækin menn í
lántökur svo framarlega sem
eignirnar séu veðsettar og
gráu fyrirtækin hafi trygg-
ingu. Skítt með kúnnann. Örn
heldur því fram að smábáta-
eigendur séu með allt veð-
sett í topp.
Örn nefnirdæmi um hvern-
ig útgerð báts stendur erfið-
lega undir leigugreiðslum af
nokkurra milljóna króna báti:
„Miöað við þann litla kvóta
sem skammtaður er á þessa
báta sagðist Örn telja það
meira en hæpiö, nema um
einstaka aflamenn væri að
ræða — og raunar alveg úti-
lokað dæmi, að kaupleigu-
kaup á svona dýrum bát geti
gengið upp öðruvísi en að
viðkomandi leggi fram sæmi-
lega upphæð af bátsverðinu
frá sjálfum sér. Meö lánsfé
eingöngu sé nær útilokað að
kljúfa greiðslurnar miðað við
þann aflakvóta sem skammt-
aður er á þessa báta. Hann
tók sem dæmi að 125 tonna
þorskafli gæfi um 4,7 millj.
kr. aflaverðmæti á ári. Þar af
væri hlutur bátsins í kringum
helmingur, eða 2,4 millj. kr.,
hvar af hálf milljón færi beint
í tryggingu á bát og áhöfn
auk alls annars rekstrarkostn-
aðar. Afgangur upp i afborg-
anir yrði ekki stór þegar allt
væri uppgert.
Örn kvaðst reyndar vilja
nota tækifærið til að vara
menn eindregið við að kaupa
nýja báta, þar sem markaöur-
inn sé mettur. Hann kvaðst
hafa kynnt sé að á bátasölum
sé fjöldi báta undir 10 tonn-
um til sölu. Fyrir þá sem ætli
að eignast slika báta sé mun
hagkvæmara að kaupa þá
heldur en á láta smiða nýja
báta eða kaupa þá innflutta."
Einn
með
kaffinu
Þessi saga er birt án ábyrgðar:
Á síðasta landsfundi Alþýðubandalagsins tókust á tvær
fylkingar um formannssætið eins og kunnugt er, Sigriðar-
menn og Ólafs Ragnarsmenn. ítalskur blaðamaður var stadd-
ur á fundinum og hafði fengið góðan allaballa til liðs við sig
sem þýðandaog leiðsögumann.
Þegar þeir komu í húsið, voru tveir allaballar úr sitt hvorri
fylkingunni í hörkurifrildi í stiganum. Allaballinn skammaðist
sín dálítið fyrir þessar miklu ósættir og útskýrði fyrir ítalan-
um að það væri verið að æfa senu fyrir kvikmynd.
Uppi á stigaganginum stóðu tvær fylkingar í áflogum.
— Þetta verður sena númer tvö, útskýrði allaballinn
stamandi fyrir ítalanum.
Inni í salnum stóð hópur manna og öskraði á ræðumanninn
í púltinu.
— Þetta er hópsena númer þrjú, sagði allaballinn mjóum
rómi og leit vandræðalega á ítalann.
— Hvað á myndin að heita? spurði ítalinn.
— „Sögulegar sættir" datt út úr allaballanum.