Alþýðublaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. júní 1988 3 FRÉTTIR Bið eftir búvöruverði: DEILT IIM NIÐURGREIÐSLUR Nýtt heildsöluverð á land- búnaðarvörum átti að taka gildi í gær, en af því gat ekki oröið. Að sögn Hauks Hall- dórssonar formanns Stéttar- sambands bænda er deilt um túlkun á því hvort áhrif sölu- skatts verða greidd niður. „í vetur var sá almenni Bœndur krefjast þess að áhrif söluskatts verði greidd niður að fullu. skilningur, að svo yrði, en ekki bara greitt niöur við hækkunina um síðustu ára- mót. Við teljum auðvitað að standa verði við það, en því miðurtreystu stjórnvöld sér ekki til að ganga frá þessu“. Haukur sagðist vonast til að nýtt verð yrði gefið út í dag, en búast mætti við að það drægist fram yfir helgi. Krafa bænda er að svoköll- uð áhrif matarskattsins verði að fullu greidd niður. „Matar- skatturinn átti að verða til þess að gera kerfið einfald- ara og því teljum við eðlilegt að hægt sé að taka þetta bæði út og inn,“ sagði Hauk- ur. í gær var gefið út nýtt verð til framleiðenda, en það felur í sér hækkun um 7,7 af hundraði á mjólk og 6,4 af hundraði í sauðfjárvörum. Þetta er töluverð hækkun þrátt fyrir að launaliður hækkaði aðeins um 3,4 af hundraði. Haukur sagði hækkunina stafa að mestu vegna áhrifa verðs á áburði, kjarnfóðri og flutningskostn- aðar. Bifreiðaeftirlitið: UMSKRÁNINGAR NÚ ÓÞARFAR í dag tekur gildi breyting á umskráningu bifreiða skv. nýjum lögum þar um. Breyt- ingin er fólgin í því, að nú þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld milli lögsagnarumdæma eða ef eigandi flytur á milli um- dæma. Þetta felur það m.a. i sér að nú þarf t.d. Hafnfirö- ingur, sem kaupir bíl með R-númeri ekki að láta skrá hana á G-númer og Þingey- ingur sem flytur til Akureyrar þarf ekki að skipta um Þ- númerið sitt. Þrátt fyrir að skyldan til umskrgningar sé felld niður verður heimilt að umskrá bif- reiðar til 31. desember n.k. og geta því þeir, sem vilja halda skráningarnúmeri, sem þeir hafa haft, látið flytja það af gamalli bifreið á nýja fram að áramótum. Við nýskráningu bila á eftir sem áður að skrá þá með skráningarbókstaf þess um- dæmis sem eigandi á lög- heimili. Við þessa niðurfell- ingu á umskráningarskyldu sparast bifreiðaeigendum talsverðir fjármunir, en um- skráning kostar nú 1500 kr. ef flutt er milli umdæma eða bifreið er seld í annað um- dæmi og auk þess kosta ný skráningarspjöld 1500 krónur. Flutningur skráningarnúmers milli bifreiða í sama skrán- ingarumdæmi kostar 4300 krónur. Eftir daginn i dag þarf við sölu notaðra bifreiða að senda nákvæmlega útfyllta 24. þing Sjálfsbjargar: ÓFREMDARÁSTAND Á ÝMSUM SVIÐUM sölutilkynningu ásamt eig- endaskiptagjaldi til aðalskrif- stofu Bifreiðaeftirlitsins eða til bæjarfógeta og sýslu- manna utan Reykjavíkur. Frá næstu áramótum verð- ur heimild til umskráningar felld niður og verða þá tekin upp skráningarnúmer í sam- ræmi við fastnúmeraskrá Bif- reiðaeftirlitsins. Mun sama skráningarnúmer þá fylgja ökutæki frá nýskráningu og þar til það verður endanlega tekið úr umferð. Munu bif- reiðaumboðin þá líklega sjá um að setja þau á nýjar bif- reiðar og jafnframt sjá um að tilkynna þær til nýskráningar til þess að spara kaupendum nýrra blla óþarfa snúninga. Stjórn FNSU, sambands ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum, kom saman til fundar i Alþýðuhúsinu i Hafn- arfirði i gær. Tveir fulltrúarSUJ á íslandi eiga sæti i stjórninni, þau Tryggvi Harðarson sem er í miðjunni i fremri röð og Hauður Helga Stefánsdóttir, kvenmaðurinn í efri röðinni. A-mynd Hobert. Ríkisstjórnin: RREYTIR BRÁÐABIRGÐALÖGUNUM Rikisstjórnin breytti ellefu daga gömlum bráöabirgöa- lögunum með setningu bráðabirgðalaga s.l. þriðju- dag. Með þessari breytingu er bönkum og sparisjóðum áfram heimilt að verðtryggja sparifjárinnlán til skemmri tíma en tveggja ára en banka- menn höfðu túlkað lögin frá 16. maí á þá leið að bann á verðbindingu fjárskuldbind- inga til skamms tíma tækju lika til innlána og óttuðust að það leiddi til þess að traust sparifjáreigenda á skipti- kjarareikningum minnkaði og sparifjármyndun í bönkum drægist saman. Eftir leiðréttingu ríkis- stjórnarinnar orðast 8. grein bráðabirgðalaganna nú svo: „Verðtrygging nýrra fjárskuld- bindinga til skemmri tíma en tveggja ára er óheimil frá 1. júli 1988. Með fjárskuldbind- ingum í þessu sambandi er átt við sparifé og lánsfé. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur Seðlabanki íslands að fengnu samþykki viðskipta- ráðherra auglýst reglur, er leyfi innlánsstofnunum að taka á móti sparifé og öðrum innstæðum gegn verðtrygg- ingu til skemmri tíma en tveggja ára.“ Þingið skorar á bœjar- og sveitarstjórnir og fjármálaráðherra að leysa málin. VIN 0G TÓBAK HÆKKAR Áfengi og tóbak hefur hækk- að í dag um 6% að meðaltali. Útsölustaðir Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins voru lokaðar í gær vegna verð- breytinganna. Eftir hækkunina kostar ís- lenska brennivínið um 1000 krónur og Winston sígarett- urnar eru komnar í kr. 145 pakkinn. 24. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaöra, vek- ur athygli á þvi í greinargerð er þingið samþykkti, að ófremdarástand ríki i heimil- ishjálpar- og heimahjúkrunar- málum fatlaðra viða um land. Þingið skorar á bæjar- og sveitarstjórnir og heilsu- gæslustöövar að beita sér fyrir því að úr þessu verði bætt. Þingið samþykkti einn- ig nokkra áherslupunkta er framkvæma á, á næstu tveimur árum, að hrinda af stað samstarfi við önnur félagasamtök um stefnu og kröfugerð í lífeyrismálum, að skora á fjármálaráðherra að skattleggja ekki styrki Trygg- ingarstofnunarinnar og að fela framkvæmdastjórn landssambandsins að gera úttekt á aðgengi fatlaðra á rrioiystum svæoum a isianai. í greinargerðinni segir m.a. að það gangi ekki lengur að fatlaðir á landsbyggðinni verði að flytja í burtu úr sín- um átthögum vegna ónógrar þjónustu. „Straumurinn hefur verið til Reykjavikur þar sem þjónustan er meiri, en sólar- hringstofnanir eru nú yfirfull- ar og því vandfundið að finna fötluðum húsnæði." Þingið telur það því siðferðilega skyldu að gera fötluðum kleift að dvelja á sínu heimili hvar sem er á landinu. Einnig að það sé mun ódýrara fyrir það opinbera að sinna heim- ilishjálp og heimilishjúkrun fyrir fatlaða heldur en að vista þá á sjúkrastofnunum. Og í þriðja lagi segir að það sé mikils virði fyrir hinn fatl- aða að búa heima og njóta þar öryggis og ýmissa gæða er ekki fást annars staðar. Þingið samþykkti enn- fremur að á næstu tveimur árum yrði unnið að fjórum málum: Að farsími verði við- urkennt hjálpartæki í bifreið- um mikið hreyfihamlaðra og sem nauðsynlegt öryggis- tæki. Að tryggt verði í lögum að styrkir Tryggingastofnunar ríkisins til bifreiðakaupa hækki í samræmi við verð- hækkanir á bifreiðum. Að styrkir til þeirra sem kaupa bifreið í fyrsta sinn verði það háir að viðkomandi einstak- lingur greiði ekki meira en sem nemur Vá af verði bif- reiðar i meðalflokki. Og svo í síðasta lagi að fulltrúi frá samtökunum eða félagsdeild- um sitji fundi bygginga- nefnda og nái þannig fram markmiðum stefnuskrárinnar. Þingið ákvað, að fela fram- kvæmdastjórn félagsins að leita nú þegar eftir samstarfi við Ö.B.Í., Þroskahjálp, A.S.Í. og B.S.R.B. um að setja á fót nefnd er mótað gæti stefnu og kröfugerð um lífeyrismál í tengslum við endurskoðun á almannatryggingalögum. Ennfremur skoraði þingið á fjármálaráðherra að sjá um að styrkir Tryggingastofnunar ríkisins vegna bifreiðakaupa verði ekki skattlagðir. Landssambandið ákvað að fela framkvæmdastjórn að láta nú í sumar gera úttekt á aðgengi fatlaðra að þjóðgörð- um og öðrum friðlýstum svæðum á íslandi. Þá úttekt á svo að birta í ferðabækling- um og lýsingum af svæðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.