Alþýðublaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 1
Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva: LANDBÚNAÐAR- RAÐUNEYTI AÐGERÐARLAUST Skollaeyrum skellt við upplýsingum um vanda seiðaeldis. Friörik Sigurösson fram- kvæmdastjóri Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva segir ummæli fjár- málaráðherra um botnlaust stjórnleysi í fiskeldismálum vera rétt og séu fiskeldis- menn mótfallnir þvi að land- búnaöarráðuneytið fari með þeirra mál. Furðulegt sé að engin úttekt hafi verið gerð á greininni og samkeppnis- stöðu hennar. Hálft ár sé siðan Ijóst var að ekki yrði unnt að selja þau seiöi sem framleidd hafi verið, en land- búnaðarráðuneytið hafi skellt við skollaeyrum þar til allt var komiö í óefni. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra sagði í sam- tali við Alþýðublaðið í gær, að stjórnleysið í fiskeldismál- um væri botnlaust. „Ég er honum sammála í því að hér ríki stjórnleysi, en vil árétta við fjármálaráð- herra, að við höfum aldrei beðið um það að landbúnað- arráðuneytið veitti þessum málaflokki forystu í ríkis- stjórninni, og höfum löngum talað um það að fá að kom- ast undan því. Mér er mein- illa við það að okkur sé blandað saman við önnur út- gjöld landbúnaðarráðuneytis- ins,“ segir Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Lands- sambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva í samtali við Al- þýðublaðið. Friðrik segir að ekki sé verið að biðja um styrk úr ríkissjóði heldur sé verið að biðja um að heimildir fyrir lántökum verði veittar. Ánægjulegt sé að fjármála- ráðherra skuli sjá það, að varla hafi verið markmiðið að framleiða seiði fyrir sam- keppnisaöilana, en vegna þess hve lánafyrirgreiðslan, sérstaklega rekstrarfjárfyrir- greiðslan er lltil, hafi menn gripið til þess örþrifaráðs að framleiða seiði til útflutnings til að skapa sér einhverjar tekjur svo hægt væri að taka næsta skref. í greinargerð starfshópsins sem skipaður var til að gera úttekt á stööu fiskeldis segir, að hann telji brýnt að fiskeldi standi jafnfætis erlendum keppinautum hvað starfsskil- yrði áhræri, og er lagt til að sérstök úttekt verði gerð á samkeppnisstöðu þess. „Manni finnst dálítið skrýt- ið að landbúnaðarráðuneyt- inu sem fer með yfirstjórn þessara mála í landinu, skuli aldrei hafa dottið í hug að gera úttekt á atvinnugreininni og hvernig búið er að at- vinnugreininni hjá samkeppn- isaðilunum, þannig að ég tek fyllilega undir gagnrýni fjár- málaráðherra um stjórnleysi af hálfu stjórnvalda." Segir Friðrik aö furðulegt sé að þegar eigi að fara að byggja upp nýja atvinnugrein, skuli það ráðuneyti sem á að fylgja henni úr hlaði, ekkert gera til að kanna hana og athuga samkeppnisstöðuna í öðrum löndum. „Mér finnst þetta bara sýna það, að landbúnaðar- ráðuneytinu sé tæpast treyst- andi fyrir málaflokknum, miðað við þetta.“ Varðandi þau ummæli fjár- málaráðherra, að undarlegt sé að þessi nýja atvinnugrein sem hljóti að byggja á mati á markaösstöðu og fyrirhyggju, lendi í þeirri stöðu með nokk- urra vikna fyrirvara að seiða- eldi sé langt umfram sölu- möguleika, segir Friðrik að þetta hafi verið Ijóst fyrir hálfu ári síðan. „Þá var samin árleg skýrsla Veiðimálastofnunar um fram- leiðslu í fiskeldi árið 1987 og var send landbúnaöarráöu- neyti og fleirum. Þar kom fram að framleidd yrðu 12 milljón gönguseiöi, og starfs- menn Veiðimálastofnunar hafa sent a.m.k. tvö bréf til landbúnaðarráðuneytisins frá því að skýrslan kom út og varað við offramleiðslu á seiðum og erfiðleikum í seiðasölu. Þessu er að sjálf- sögðu stungið ofan í skúffu og skellt við skollaeyrum, þangað til allt er komið í óefni, eins ogi hinum hefð- bundna landbúnaði. Ef að landbúnaðarráðuneytið hefði haft manndóm í sér, hefði verið tekið á þessu máli fyrir löngu síðan.“ Að loknum rikisstjórnarfundi. A-mynd/Róbert. SAMVINNUMENN SKODA HLUTAFÉLAGSFORMIÐ r Valur Arnþórsson stjórnarformaður SIS segir samvinnumenn rœða breytingar á skipulagi hreyfingarinnar og að uppi séu hugmyndir um að opna farvegi fyrir aukið fjármagn frá félagsmönnum. Valur segir t.d. málefni hvers og eins kaupfélags og Sambandsins hversu mikið eigi að beita hlutafélagsforminu. Sjá viðtal við Val á blaðsíðu 5.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.