Alþýðublaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 10. júní 1988
SMÁFRÉTTIR
19. júní er
kominn út
Út er kominn 19. j.únf, ársrit
Kvenréttindafélags íslands.
Ritiö flytur að venju efni um
baráttumál kvenna og aö
þessu sinni er megináhersla
lögð á dagvistunarmálin. Lit-
ið er á hvernig búið er að
börnunum í samfélagi þar
sem foreldrar vinna i auknum
mæli báðir utan heimilis.
„Hvar eiga börnin að
vera?“ er spurt i grein sem
fjallar um þá kosti sem for-
eldrum gefast til að fá gæslu
fyrir börn sín þegar bæði
starfa utan heimilis daglangt
og sveitarfélögin bjóða börn-
um þeirra aðeins leikskóla
þegar best lætur. Bent er á
nýstárlega lausn sem felst í
því að hafa börn í gæslu hjá
dagömmu og ata, kost sem
gæti hentað vel eldra fólki
sem hefur nægan tíma og
orku aflögu.
Þá er fjallað um þróun dag-
vistunarmála i Reykjavík allt
til ársloka 1987. „Dagur í dag-
mömmuskóla" nefnist grein
sem einnig lýsir kjörum dag-
mæðra og eftirliti með starf-
semi þeirra. Nokkur börn
segja frá reynslu sinni af
ýmsum tegundum dagvistar
auk þess sem litið er á veröld
leikfanganna þar sem stúlk-
um og drengjum er beint í
tvo gerólíka heima.
Hverjir bera ábyrgð á börn-
unum, fjölskyldan eða sam-
félagið? Þessu svara konur
og karlar úr stjórnmálalífinu.
Auk þess eru í blaðinu viðtöl
og greinar sem tengjast
þessu meginefni á margvis-
legan hátt.
Viðtal er við Jóhönnu Sig-
urðardóttur ráðherra jatnrétt-
ismála þar sem hún talar
hreinskilnislega um „strák-
ana“ í ríkisstjórninni, um „að
bíta frá sér eða dröslast
með“, um kvennabyltingu og
margt fleira.
Af öðru efni er að nefna
umfjöllun um karla og ný-
fæddan áhuga þeirra á feg-
urðarsamkeppni, tiskufatn-
aði, snyrtivörum og fleiru af
þeim toga. Er hér ef til vill
kominn árangur 80 ára jafn-
réttisbaráttu?
Þórhildur Jónsdóttir ann-
aöist útlit en myndir tók Rut
Hallgrímsdóttir. Ritstjóri er
Jóntna Margrét Guðnadóttir.
Blaðinu verðurdreift um
land allt, en fæst auk þess í
áskrift hjá skrifstofu KRFÍ að
Túngötu 14, s. 18156.
Styrkur veittur
úr minningar-
sjóði Jóns
Jóhannessonar
prófessors
Nýlega var veittur styrkur
úr Minningarsjóði dr. phil.
Jóns Jóhannessonar prófess-
ors. Styrkinn hlaut að þessu
sinni Margrét Eggertsdóttir
B.A. Hún er nú að semja
kandídatsritgerð um viðhorf
Hallgrims Péturssonar til
dauðans eins og það birtist í
sálmum hans og kvæðum
um þetta efni. Annars vegar
vinnur Margrét að textafræði-
legri útgáfu á nokkrum sálm-
um Hallgríms um þettaefni.
Hins vegar fjallar hún frá
bókmenntalegu sjónarmiði
um efnistök skáldsins, hug-
myndir og viðhorf.
Minningarsjóður dr. phil.
Jóns Jóhannessonar prófess-
ors er eign Háskóla íslands.
Vaxtatekjum sjóðsins er varið
til að veita stúdentum eða
kandídötum í íslensku og
sagnfræði styrk til einstakra
rannsóknarverkefna er tengj-
ast námi þeirra.
Bókaklúbbur
AB gefur út
Bilun eftir
Diirrenmatt
Aprílbók Bókaklúbbs Al-
menna bókafélagsins var
sagan Bilun eftir svissneska
höfundinn Friedrich Durren-
matt í þýðingu Baldurs
Ingólfssonar.
Sagan kom fyrst út árið
1956. Bilun segir frá vefn-
aöarvörusalanum Alfredo
Traps. Hann verður fyrir því
að bíll hans bilar þegar hann
er á leið til heimabæjar síns
úr söluferð. Hann leitar
skjóls i húsi nokkru og hittir
þar fyrrverandi saksóknara,
verjanda og dómara. Og svo
er þarna einnig böðull til
staðar. Traps þiggur kvöldboð
og fellst á að taka þátt í leik
með gömlu mönnunum þar
sem þeir eru allir í sömu
hlutverkum og þeir tókust á
við i lífinu en hann i hlutverki
sakbornings. Fram fer réttar-
hald, sókn og vörn og kemur
þá ýmislegt skuggalegt í Ijós
sem vefnaðarvörusalinn hafði
lítt gert sér grein fyrir áður.
Titill verksins vlsar til
vélarbilunarinnar f upphafi
bókarinnar og að sjálfsögðu
einnig til vitskertrar, bilaðrar
veraldar. Bókin ervel skrifuð
og spennandi, með næmum
umhverfis- og persónulýs-
ingum. Þá er fingert skop-
skyn hötundarins aldrei fjarri
í verki.
Friedrich Durrenmatt er
heimsþekktur höfundur bæði
sem leik- og sagnaskáld.
Meðal leikrita hans sem sýnd
hafa verið á íslandi eru:
Eðlisfræðingarnir, Sú gamla
kemur í heimsókn, Loft-
steinninn og Rómúlus mikli.
Bókin er unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf.
Aðalfundur
Hins íslenska
þjóðvinafélags
Á aðalfundi Hins íslenska
þjóðvinafélags sem haldinn
var í síðasta mánuði var kos-
in ný stjórn til tveggja ára.
Bjarni Vilhjálmsson, fyrrver-
andi þjóðskjalavörður, sem
kosinn var forseti fyrir tveim-
ur árum, andaðist í mars
1987. Einar Laxness, fram-
kvæmdastjóri Menningar-
sjóðs, og dr. Guðrún P.
Helgadóttir, fyrrverandi skóla-
stjóri, báðust undan endur-
kjöri. í stjórn félagsins voru
kjörin: Jóhannes Halldórsson
cand. mag., forseti, dr. Jónas
Kristjánsson, forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússon-
ar, varaforseti, dr. Guðrún
Kvaran orðabókarritstjóri,
Heimir Þorleifsson mennta-
skólakennari og Ólafur Ás-
geirsson þjóðskjalavörður.
Endurskoðendur voru kjörnir
Halldór Ásgrimsson sjávarút-
vegsráðherra og Ólafur Ólafs-
son deildarstjóri.
Guðrún Helgadóttir alþing-
ismaður tók til máls og hvatti
til að Alþingi sinnti þessu
aldna félagi meir en verið
hefði. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, forseti sam-
einaðs Alþingis, tók undir
þau orð og gat þess, að fyrir-
hugað væri að forsetar þings-
ins tækju það mál til með-
ferðar.
Frú Lára
Seyðisfirði
Þriðjudaginn 7. júní stofn-
uðu konur á Seyðisfirði hluta-
félag sem hlaut nafnið Frú
Lára. Tilgangur félagsins er
að stuðla að aukinni félags-
þjónustu og auknum atvinnu-
tækifærum kvenna á Seyðis-
firði. Konurnar hafa þegar
fest kaup á gömlu húsi þar
sem skapa á aðstöðu fyrir
hinarýmsu þjónustugreinar,
léttan iðnað, smásöluverslun
og kaffisölu. Einnig hafa þær
í huga að skapa aðstöðu fyrir
ýmiss konar félagsstarf.
Starfsemin verður sniðin
að þörfum kvenna og getur
breyst og þróast eftir áhuga-
sviðum kvenna og þörfum
bæjarbúa. Stofnfélagar að
hlutafélaginu voru 130 og
hlutafé orðið yfir 1 milljón
króna. Enn sem komið er hef-
ur hlutafé nær eingöngu ver-
ið safnað á Seyðisfirði þar
sem nú búa um þúsund
manns. Konurnar hafa að
undanförnu unnið að viðgerð-
um á húsinu sem næst sínu
upprunalegu formi. Húsið
verður opnað formlega 10.
júni, en þá hefði frú Lára
Bjarnadóttir orðið 95 ára, og
verður m.a. á boðstólum
afmælisterta með 95 kertum.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur veröur lokaö frá
kl. 13.00, e.h., föstudaginn 10. júní 1988
vegna útfarar fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Gunnars J. Möllers, hrl.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
AUGLYSING
um lögtök fyrir fasteigna- og
brunabótagjöldum í Reykjavík
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í
Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðn-
um 6. þ.m. verða lögtök látin fara fram tií tryggingar
ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöld-
um 1988.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum,
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dög-
um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði
þau eigi að fullu greidd innan þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 6. júní 1988.
Laus staða
Staða deildarbókavarðar í Listasafni íslands er laus
til umsóknar. Um er að ræða 70% stöðugildi.
Umsækjendur hafi háskólapróf í bókasafns- og
upplýsingafræði og er áhugi á myndlist æskilegur.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneyt-
inu fyrir 6. júlí næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið, 6. júní 1988.
Dregið hefur verið í vorhappdrætti krata,
upp komu eftirtalin númer.
13949
2319
4138
733
5638
14984
6787
51
10760
7566
360
13387
1902
720
2862
3362
Vinninga skal vitja á skrifstofu Alþýðu-
flokksins, Hverfisgötu 8-10, opið kl. 10-16,
alla virka daga.
Alþýðuflokkurinn uPPi. / Síma 29282
Feröaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast
farþegar, sérstaklega börnin. Eftir 5 til lOminútnastanságóöum
stað er lundin létt. Minnumst þess að reykingar í bílnum geta
m.a. orsakaö bílveiki. m|umFERÐAR
Uráð