Alþýðublaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.06.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. júní 1988 ÚTLÖND o Umsjón: Ingibjörg ' IgpÉ Árnadóttir HIANN! Konur á framabraut virðast hrœða karlmenn svo þeir forða sér. Margaret Kent, er orðin forrík á því að kenna kynsystrum sínum að, finna þann útvalda, góma hann og sigra hann án nokkurar miskunnar. „Selurinn fær fisk í verðlaun fyrir að leika listir sinar, apinn fær banana og ikorninn fær hnetu. Við eigum einn- ig að verðlauna eiginmann eða unnusta, ef hann gerir eitthvað skemmtilegt“ segir Margaret Kent, með sinn útvalda við hliðina á sér. Nú virðast 400.000 þús. konur reyna að gera það sem hún segir! Það virðist vera hægt að græða á mannaveiðum. Margaret Kent, lögfræðingur frá Miami USA er orðin drottning hjúskaparmiðlara. Konur í giftingarhug geta far- ið á námskeið, sem stendur í 60 daga, þar læra þær listina að ná sér í mann. Námskeið- ið kostar litla 1000 dollara og komast færri en vilja á hvert námskeið sem Margaret Kent kallar „Man Plan“! Hún fullyrðir, að hún geti hjálpað konu á framabraut, til að veiöa eiginmann ( gildr- una. Fram að þessu hafa yfir 400 bandariskar konur látið tilleiðast að reyna, því áhætt- an erengin ábyrgð fylgirl: Hjónaband eða endur- greiðsla! í nýútkominni bók (How to Mariy the Man of your Choice), sem byggð er á námskeiðum Margaret Kent, geta einstæðar konur á framabraut, allt frá Japan til Jerúsalem, lært, hvernig þær eigi að lokka draumprinsinn í netið. „Ég hef alltaf vitað, að það væri stór markaöur fyrir nám- skeið handa þessum dugnað- ar og glæsikonum, þar sem þær gætu lært eitt og annað til að flýta fyrir giftingu" seg- ir Margaret Kent, en bók hennar flýgur upp listann yfir bandarlskar metsölubækur. „Maður getur fylgst með því, hvað það er auðvelt fyrir „venjulegu Villu áskyndibita- staðnum" að ná I drauma- prinsinn, meöan menntuð glæsikona á framabraut get- ur átt i verulegum erfiðleik- um við það sama. Bókin er skrifuð fyrir þessar konur. Menn eru börn Með rólegri mjúkri röddu ráðgjafans, segir hún blaða- manni frá Det fri Aktuelt, að vandamála kvenna (ógiftra) á framabraut sé ímynd þeirra, menn óttist hana, og þar er það sem „Man Plan“ kemur að notum...? Hún segir að innst inni sé karlmenn eins og óttaslegnir 6 ára drengir, jafnvel þó þeir hafi baráttukraft. „Jú vist eru þeir svona“, segir þessi framsetta kona og baðar út handleggjum, sem virðast betur fallnir til erfiðisvinnu en viðkvæmrar ráðgjafar. „Karlmaður getur verið ákveðinn og frekur i viðskipt- um, hann myndi kannski hætta lífi slnu fyrir vin sinn, eryfirleitt hugrakkur i sam- bandi við allt — nema konur. Hann er hræddari við okkur en harðasta andstæðing sinn. Þess vegna verður kon- an að hafa frumkvæðiö og sigra“! Þessi furöulegi kvenmaður lýsir því hvernig konan á að vefa sinn kvenlega könguló- arvef: Einangra hann þegar hann er kominn í vefinn, laða hann að sér — og yfirheyra hann um hvort hann sé ekki f giftingarhugleiðingum! Og enn ráðleggingar. „Heilsaðu öllum karlmönnum þar sem þú býrð, vinnur, gerir innkaup og yfirleitt þar sem þú átt erindum að gegna“, ráðleggur Margaret Kent. Mótsstaðir sem mælt er með: Kjörbúðir, biðstofur lækna (ekki kvenlækna eða fæðingarlækna) — og kvöld- verðarboö eins og það sem frú Kent hitti núverandi eigin- mann sinn, Robert Fein- schreiber sem er sérfræðing- ur I skattamálum. Frúin var þá nýorðin ekkja. „Hafi þér tekist að fanga einn, leggðu þá áherslu á hvað þú sért hreykin af hon- um. Hlustaðu á hann og griptu aldrei fram i fyrir hon- um. Segðu nafn hans aðra hverja mínútu, það er uppá- haldshljóð hans“! Frú Margaret Kent, lög- fræðingur á Miami með hjónaskilnaði sem sérgrein heldur áfram: „Spurðu hann, án allra kaldhæöni, hvenær honum hafi fyrst orðið Ijóst hvað hann sé stórkostlegur"! Ef manni finnst hið mynd- arlega yfirvaraskegg og karl- mannlegur kroppur frú Kent ekki koma heim og saman við hennar kvenlegu heim- speki, verður maður að gefa henni að hún „praktiseri það sem hún predikar11. Hún við- urkennir að hafa spurt Robert hreint út, hvort hann væri til í hjónaband. Það er engin ástæða til að eyða tímanum og það tekur þó dálitinn tíma að beita göldrum! Það er á hreinu að Robert hlýtur að hafa verið beittur göldrum, þar sem hann situr og strýk- ur hendur húsfreyju sinnar, en draumaprins allra kvenna er hann nú ekki! Sé ástin meiri en sjálft lífið, er hann meiri en jafnvel kona hans, sem er þó allvel útilátin! Vel vaxin varta prýðir myndarlegt kartöflunefið. „Það er augljóst að útlitið hefur sitt að segja", lýsir frú ♦ Kent yfir. „Fólk er sem dáleitt þegar það hittir hann, enda hlýtur að vera eitthvað sér- stakt við hann, þegar kona eins og einmitt ég hef valið hann sem draumaprins! Karlmenn — selir Þar sem þetta furðulega mikiö auglýsta par situr og hjalar hvort við annaö, veltir maður því fyrir sér, hvort þeirra sé ömurlegra. Á bak við kvenlegan boðskap frú Kent leynist fyrirlitning á þeim mönnum sem láta snara sig. „Selur gerir kúnstir ef hann fær fisk i verölaun, api ef hann fær banana, ikorni ef hann fær hnetu“, segir frú Kent í fúlustu alvöru — „og maður á einnig að verðlauna mann sinn, ef hann gerir eitt- hvað skemmtilegt! Það má heita furðulegt, að annar eins boðskapur skuli vera tekinn svo alvarlega, og það af konum „á framabraut1', að þúsundir dollara skuli renna til þess sem ber slikan boðskap á borð. Kannski hefurfrú Kent „kona á framabraut“, viðskipti við góða auglýsingastofu? (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.