Alþýðublaðið - 30.06.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 30.06.1988, Side 7
Fimmtudagur 30. júní 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Birgit Nils- son hefur alltaf sagt að „prímadonn- ur“ eigi heima á sviði, og þar hefur hún sungið þœr allar. GOÐSÖGN í UFANDA LÍFI Hún var farin aö syngja áður en hún gat gengiö. Sænska bóndadóttirin Birgit sem geröi nafnið Nilsson heimsfrægt. Þegar hun var fimm ára gömul átti hún að syngja á jólahátið heima á Skáni. Hún lék sjálf undir á harmonikku, en var ekki ánægð með lófa- klappið, fannst það oft dauft. Þá prílaði hún upp á stól og söng djarfar vísur. Þá brutust út fagnaðarlæti! Birgit Nilsson segir, að þessi atburður hafi kennt henni, hvað það sé áríðandi að vanda val sitt á söngskrá. Þetta hefur henni tekist svo vel, að undravert þykir. „Primadonna assolutá', þ.e. listamaður sem hefur náð svo langt í list sinni að ekki er hægt að gera betur. Orðheppin Árið 1984 hætti Birgit Nils- son að koma fram opinber- lega. Þá má segja að hún hafi verið búin að sigra heim- inn með list sinni t.d. túlkun á kvenhetjum Wagner og Verdi. Hún er einnig þekkt og vinsæl fyrir orðheppni sína og kímnigáfu. Eitt af þeim skemmtilegu tilsvörum henn- ar sem frægt er um allan heim er: „Það allra nauðsyn- legasta þegar maður syngur Wagner er að vera í þægileg- um og skynsamlegum skóm“! Þær eru margar sögurnar um orðheppni hennar og kímni. Ein þeirra er um það, þegar vont var að fá leigubíl fyrir utan óperuhúsið í New York. Hún fór út á götuna í allri sinni stærð og veldi, setti upp í sig tvo fingur og flautaði hátt og ískrandi eins og strákurog bifreiðastjóri næsta leigubíls varð svo undrandi að hann stoppaði eins og skot! Frægt er einnig samband hennar og Herbert von Kara- jan en það var oft hlaðið spennu. Karajan var ekki alltaf til í að vera í sviðsljós- inu og það í þess orðs fyllstu merkingu. í einu tilvikinu vildi hann hafa sviðið al- myrkvað. Birgit Nilsson mætti þá á „general prufu“ Valkyrjunnar með námuhjálm á höfði og Ijósið kveikt — í stað hins hefðbundna hjálms Brunhilde! Birgit Nilsson býr ásamt eiginmanni sínum á föður- leifð hans á Skáni. Hennar Iff og yndi er að dútla í garðin- um og henni þykir æ vænna um sitt eigið land. Árum saman var það hefð að hún söng í Tivoli á hverju sumri. Þetta gerði hún árlega frá 1962 til 1984, er hún dró sig í hlé. Nú syngur hún aðeins „upp á grín“ eins og fyrir tveimur árum, þegar hún birtist sem kirkjusöngvari við brúðkaup ungs vinar, öllum að óvörum! Óþolinmóður hestur Birgit Nilsson hefur alltaf sagt að „prímadonnur" eigi aðeins heima á sviði, en þar hefur hún sungið þær allar! Sjálfri þykir henni notalegt að liggja á bakinu og ráða krossgátur. Hún fær mikla ánægju af þvi að kenna söng. Það gerir hún í New York og kennslustundir hennar eru kallaðar „Meistara tilsögn". Rödd Birgit Nilsson er það sem kallað er á fagmáli „dramatiskur sópran". Það er mikið álag á röddina. Það hafa önnur „dramá' komið upp á en þau sem kennd eru við tónlist. Eins og til dæmis í Sviþjóð árið 1954. Þar var verið að æfa Valkyrjuna, og lifandi hestur var notaður á sviðinu. Til þess að hafa hestinn góðan tók Birgit alltaf með sér sykurmola á hverja æfingu. Þegar kom að frumsýningu gleymdi hún þvi. Hesturinn varð órólegur og elti hana um allt svið. Þegar kom að lokaatriðinu, sem er mjög krefjandi — jafnvel þó ekki sé hestur með í spilinu — var hesturinn orð- inn svo æstur, að Birgit varð að taka fast í beislið og ganga með hann um allt svið, meðan hesturinn reyndi að sparka í hana og alltaf söng hún fullum hálsi! Eftir sýningu kom aðdá- andi til hennar og sagði: „Þetta var stórkostlegt". „Voruð þér ánægður með Brunhilde mína?“ sagði Nils- son. „Nei, mér finnst stór- kostlegt hvað þér hafið mikla stjórn á hestum", var svarið! Birgit hefur einnig góða stjórn á fjölmiðlafólki og á marga góða vini meðal þess. Einn þessara vina er Grimme, fyrrverandi aðalritstjóri Sön- dags-Aktuelt. Grimme er hreykinn af því að vera gjör- samlega laglaus, hreinlega gortar af því. Þetta fannst Birgit Nilsson svo heillandi skemmtilegt, að hún sendi honum tvo aðgöngumiða í óperuna, þar sem hún átti að syngja aðalhlutverkið í Tosca og allir miðar höfðu verið uppseldir fyrir löngu. Grimme afþakkaði á sinn kurteislega hátt og sagði: „Ég held að þessir miðar myndu gleðja einhvern annan miklu meira en mig“! Birgit Nilsson hafði aldrei orðið fyrir öðru eins, og varð svo hrifin, að þau hafa verið bestu vinir síðan. Birgit Nilsson á það sam- eiginlegt með söngvurum eins og Callas og Caruso, að verða goðsögn í lifanda lífi. Birgit Nilsson er sprelllifandi og hélt upp á sjötiu ára af- mælið sitt fyrir skömmu. Hún var „að heiman“ ásamt eiginmanni sínum á uppá- halds hóteli þeirra í Róm. Þaðan fór hún til New York að gefa stórefnilegum söngvurum „Meistara til- sögn“. Hún gæti svo sannar- lega gefið „Meistara tilsögn" í því að notfæra og efla hæfi- leika, en halda jarðsambandi, því í því er hún heimsmeist- ari. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.