Alþýðublaðið - 30.07.1988, Side 5
5
Laugardagur 30. júlí 1988
FRÉTTIR
Landakotsmálið
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra og Guö-
mundur Bjarnason heilbrigð-
isráðherra eru sammála um
að vísa á bug mótmælum yf-
irstjórnar Landakotsspítala,
við skýrslu ríkisendurskoðun-
ar um gangrýni á rekstur spit-
alans. Ráðherrarnir segja
gagnrýni rikisendurskoðunar
réttmæta í öllum meginatrið-
um. Þessi niðurstaða var
kynnt yfirstjórn spítalans i
gær jafnframt því að ráðherr-
arnir ákváðu að setja á fót
gæslusveit sem hafa mun
eftirlit með rekstri spítalans.
Gæslusveitin verðurskip-
uð þremur aðilum, fulitrúa
fjármálaráðuneytis, fulltrúa
heilbrigðisráðuneytis og full-
trúa yfirstjórnar spítalans.
Þessi ákvöiðun er staðfest-
ing á niðurstöðum skýrslu
ríkisendurskoðunar þar sem
segir meóal annars að stjórn-
endur spítalans breyti ekki
áformum sínum í samræmi
vió fjárlög, umfang rekstrar
og stofnkostna'ðar hafi verið
aukin langt umfram heimildir
fjárlaga, keyptar hafi verið
fasteignir fyrir fé rfkissjóös
án þess að nokkurra heimilda
væri leitað. Þar segir einnig ' *
að rekstur rannsóknarStofú, ■■
lyfjabúrs og styrktarsjóðs sé
mjög ámæiisverður, en yfir-
læknir rannsóknarstofunnar
virðist samkvæmt bókhaldi
hafa þegið um 18 milljónir
króna í laun á slðasta ári.
Óljós hluti af þeirri upphæð
er rekstrarkostnaður.
Sérfræðingar spítalans
greiða Landakoti 35% af
reikningum þeim sem þeir
sjálfir senda til Trygginga-
stofnunar eða sjúkrasamlags
vegna aukaverka eða svokall-
aðra „ambúlanta“ sem þeir
taka í meðferð á spítalanum.
Læknarnir fá greitt sem verk-
takar samkvæmt einingum,
en stimpilklukka er ekki fyrir
hendi á spltalanum. Ríkis-
endurskoðun gerði athuga-
semd við það, að í eftirlits-
nefnd með reikningum lækna
eiga sæti tveir yfirlæknar,
sem þýðir með öðrum orðum
að þeir fara sjálfir yfir eigin
reikninga og samþykkja þá.
í svarskýrslu yfirstjórnar
Landakotssþítala frá 24. júlí
erásökunum ríkisendurskoð-
unar svarað á almennum nót-
um. Stjórn spítalans vill vekja
athygli á því að í allri þeirri
gagnrýni sem fram hefur
komið á starfsemi spítalans
hefur engin gagnrýni komið
fram á faglega starfsemi
hans. Stjórnin bendir á að í
86 ára sögu spitalans hafi
hann ávallt átt við fjárskort
að stríða. Orsök rekstrarhalla
spitalans sé fyrst og fremst
sú að framlög hafi ekki verið
í samræmi við þá starfsemi
sem ætlast hafi verið til af
spítalanum. í skýrslu stjórn-
arinnar segir að spítalinn hafi
greitt hærra álagshlutfall fyr-
ir vaktir og ytirvinnu ofan á
föst laun, en Fjárlaga- og
hagsýslustofnun telur nauð-
synlegt. í öðru lagi sé ágrein-
ingur á milli spítalans og
stofnunarinnar um hverjar
hafi verið eðliiegar verð-
hækkanir á milli ára, bæði að
því er varðar laun og önnur
rekstrargjöld. Stjórnin bendir
á að miðað við sambærilega
starfsemi er kostnaður
Landakots ekki meiri en
hinna spítalanna. Hins vegar
sé Ijóst að framlög í fjárlög-
um til hans eru mun lægri en
þeirra, og þar af leiðandi hall-
inn meiri. Þar sem um sjálfs-
eignarstofnun sé að ræða tel-
ur stjórnin aö fjárlög séu
ekki sá rammi sem spítalan-
um beri að starfa eftir, þar
sem fleiri þættir spili þar inn
í svo sem sjálfstæðar tekjur
fyrir selda þjónustu.
Fjármálaráðherra og heil-
brigðisráðherra vísa báðir á
bug mótmælum yfirstjórnar
og telja Landakotssþítala
skylt að starfa innan ramma
fjárlaga, þó um sjálfseignar-
stofnun sé að ræða. Framlag
hins opinbera til reksturs
spítalans er einungis fjórum
prósentum lægri en til Borg-
arspítalaog Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Þvi sé allt
tal um frelsi gagnvart fjárlög-
um út í hött.
í gær tilkynntu ráðherrarnir
yfirstjórn Landakotsspítala
að þeir teldu gagnrýni rikis-
endurskoðunar réttmæta i
öllum meginatriðum og kom-
ið yrði á fót gæslusveit
þriggja aðila sem hafa mundi
yfirumsjón með stjórn spítal-
ans og veita honum aðhald.
Þessi niðurstaða er í raun
dómur yfir stjórn spítalans
þess efnis að hún sé óhæf til
að fara með yfirstjórn spítal-
ans. Skýrsla ríkisendurskoð-
unar er þungur áfellisdómur
yfir einkarekstri í heilbrigðis-
geiranum og vekur upp
spurningar hvort réttast væri
að sameina rekstur Landa-
kotsspítala rekstri ríkisspítal-
anna. I skýrslu ríkisendur-
skoöunar eru gerðar tillögur
til úrbóta, einmitt í þá áttina.
Þar stendur meðal annars:
Sjálfseignarstofnunin afsali
ríkissjóði öllum fasteignum
sem keyptar hafa verið án
heimilda, kannað verði hvort
hægt sé að leggja þvottahús
niður og taka upp viðskipti
við þvottahús Ríkisspitala. í
skýrslunni er einnig lagt til
að rekstur rannsóknarstofu í
núverandi mynd verði lagður
niður, að komið verði á fót
sérstakri rekstrar- og fjár-
málastjórn yfir spítalann sem
tryggi að hann verði rekinn
innan fjárheimilda hverju
sinni. En til hvaða aðgerða
ætla ráðherrar fjármála og
heilbrigðis að grípa?
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra: „Við höfum
gengið frá samkomulagi milli
fjármálaráðuneytis og heil-
brigðisráðuneytis um aðgerð-
ir í fimmtán liðum. Innihald
þessa samkomulags verður
ekki gert opinbert fyrr en
stjórn spítalans hefur fengið
það í hendur og látið álit sitt
í Ijós.
Hlutverk þessarar eftirlits-
nefndar, eða gæslunefndar er
að hrinda í framkvæmd þeim
aðgerðum sem við höfum
komið okkur saman um.“
— Er Landakotsmálið og
nú skipun gæslunefndar,
ekki pólitiskur áfellisdómur
yfir einkarekstur í heilbrigðis-
geiranum?
„Þessu er ekki hægt að
svara með einföldu jái, ein-
faldlega vegna þess að mað-
ur verður að setja gæsalappir
utan um þennan einkarekst-
ur. Eigum við ekki frekar að
kalla þetta pilsfaldakapítal-
isma? Þessi stofnun hefur
verið rekin í skjóli ríkiskerfis
og á kostnað sameiginlegs
sjóðs landsmanna."
— Eru þá ekki iinur hrein-
astar ef Landakotsspítali er
færður alfarið inn i kerfi ríkis-
spitalanna?
„Að svo miklu leyti sem
þeir byggja afkomu sína á
fjárveitingu hins opinbera og
afgreiðslu fjárlaga, þá verður
að minnsta kosti að gera þá
kröfu aö þeir reki sig á sama
grundvelli og sitji viö sama
borð og aðrar slíkar stofnanir.
Þungur áfellisdómur yfir einkarekstri í heilbrigðisgeiranum.
Pilsfaldakapítalismi, segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra.