Alþýðublaðið - 30.07.1988, Side 13
Laugardagur 30. júlí 1988
13
FRETTIR
Aðalskipulag Reykjavíkur
STAÐFEST AÐ MÖRKUM REYKJAVÍKUR OG KÓPAVOGS
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra staðfesti skipulag í Fossvogsdal einungis að mörkum
lögsagnarumdœmanna.
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmáiaráðherra hefur stað-
fest uppdrátt að aðaiskipu-
lagi Reykjavíkur 1984-2004 en
þó er skipulag í Fossvogsdal
einungis staðfest að mörkum
lögsagnarumdæma Reykja-
víkur og Kópavogs vegna
ágreinings milli þessara bæj-
arfélaga.
Bæjarfélögin tvö hafa skip-
að nefnd sem beitir sér fyrir
lausn á þessari deilu sem ris-
ið hefur upp vegna fyrirhug-
aðrar Fossvogsbrautar. Eru
uppi hugmyndir um að braut-
ina megi færa austar og
leggja hana þá í Kópavogsdal
i stað Fossvogsdals.
Agreiningur ríkir vegna
skilnings á samkomulagi
sem Reykjavik og Kópavogur
gerðu sín á milli um breyt-
ingu á mörkum kaupstað-
anna. í þessu samkomulagi
kveður á um að rísi upp
ágreiningur um framkvæmd
samningsins þá skuli hann
lagður fyrir geröardóm.
Jóhanna Sigurðardóttir telur
þvi af þessum sökum að það
sé ekki á valdi félagsmála-
ráðuneytisins að úrskurða
um þennan ágreining. Ráð-
herra hefur af því tilefni ritað
bæjarstjórn Kopavogs bréf er
greinir frá þessari niðurstöðu
hennar.
Bæjarstjórn Kópavogs
fagnar þessari ákvörðun fé-
lagsmálaráðherra og segir
hana staðfesta að þaö geti
ekkert sveitarfélag skipulagt
inn í land annars. Davið
Oddsson segir hins vegar að
úrskurður ráðherra geri ekki
annað en að hafna kröfu
Kópavogskaupstaðar um að
ráðuneytið úrskurði í deilu
sveitarfélaganna.
Verði ekki fundnar neinar
leiðirtil samkomulags i þess-
ari deilu og ekki verður fallist
á neinar tillögur nefndarinnar
hvaö varðar breytingar á stað-
setningu Fossvogsbrautar
mun málið sennilega fara
fyrir gerðardónn.
VIRÐI
Deilan stendur einungis
um að Kópavogsbœr
standi við okkar samn-
ing. Ef ekki fer málið
fyrir gerðardóm segir
Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson borgar-
stjóri segir að hugmyndir um
að leggja braut í Kópavogs-
dal i stað Fossvogsdals sé
ekki lausn á deilunni, og hafi
ekki verið borin fram sem til-
laga frá þeirri nefnd sem
skipuð var af Reykjavíkurborg
og Kópavogskaupstað til að
vinna að lausn i deilunni um
Fossvogsdalinn.
„Það hefur ekki heyrst í
þessari nefnd þannig að það
sé neitt innlegg I málið. Það
hefur ekkert verið rætt af
neinni alvöru um þetta enda
er þetta lausn sem er lítils
eða einskis virði. Það hafa
verið viðræður í gangi milli
þessara sveitarfélaga og það
hefur ekki staðið á borginni
hún hefur komið með margar
hugmyndir, en við erum með
samning við Kópavog sem
viö viljum að þeir standi við.
Deilan stendur bara um það,
málið snýst ekki um neitt
annað. Lausn deilunnar felst
þvl ekki I neinu samkomulag
um staðsetningu brautarinn-
ar — málið fer þá bara fyrir
gerðardóm" sagði Davlð
Oddsson.
Vandinn verður
leystur á annan
veg ef ekki
verður af
Fossvogsbraut
Stefán Thors skipulags-
stjóri ríkisins var inntur eftir
því hvað honum fyndist um
hugmyndir þær sem uppi eru
um að leggja braut í Kópa-
vogsdal í stað Fossvogsdals.
„Það yrði að skoðast í
samhengi og ef ekki verður
af Fossvogsbraut þá þarf að
leysa umferðarvandann á ein-
hvern annan hátt. Ef Foss-
vogsbraut verður ekki lögð
þá þarf að breikka Miklubraut
og gera þennan Suðurhlíðar-
veg I Kópavogsdalnum. En á
þessu stigi málsins get ég
ekki sagt til um hvort þetta
sé vænlegt eða ekki, það
þarfnast nánari athugunar og
við þurfum að átta okkur á
hvað það felur í sér“ sagði
Stefán Thors.
Davíð Oddsson borgarstjóri LAUSN SEM ■ 1.1
ER EINSKIS I ágústj
ÞU HAGNAST
Á EIGIN SKIIVÍSI
Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað
af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað.
Þú getur notað peningana þína til
mun gagnlegri hluta, til dæmis í að:
Flísaleggja
baðherbergið
jiJ* :'Æ 'S iaaaf 'mSSÍ 333
-yrs rJBtm 30W . Og I
-jn .30 »»»
a i TO arm » xa xa ■
■ 3» M wr sr ar **■-
eða eignast nýjan
borðbúnað.
Eindagi lána með lánskjaravísitölu.
Eindagi lánameö bygginganisitöiu
Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum
lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns
inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu.
SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM
Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna
af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
GYLMIR/SlA