Alþýðublaðið - 30.07.1988, Side 19

Alþýðublaðið - 30.07.1988, Side 19
Laugardagur 30. júlí 1988 (NÚMER) SEX Enn einu sinni hefur hin kynæsandi kvikmynda- stjarna, Emmanuelle, gert sitt besta á hvíta lakinu — og er þvi mætt aftur á hvfta tjald- inu í París. Myndin heitir „Emmanuelle 6“ og allar likur benda til þess aö hún verði ekki síöur gróðavænleg en þær fyrri. Hin erótísku fíflalæti Emmanuelle-myndanna hafa hingað til reynst algjörlega óbrigðul söluvara. Ævintýri „söguhetjunnar“ hafa fært aðstandendum hennar600 milljónir dollara í aðra hönd, eða hvorki meira né minna en um 27 milljarða íslenskra króna. Slikur gróði er líka alveg einstakur í þessum geira kvikmyndalistarinnar. HVÍT ÞRÆLASALA Hin spengilega franska leikkona, Nathalie Uher, leik- ur Emmanuelli í nýjustu myndinni, sem gerist í frum- skógum Venezuela. Eins og forverar hennar þjáist hin þokkafulla kona af ákveönu minnistapi, sem hún reynir aö yfirvinna með „kynrænni örvun“. Þó gefst henni einnig tími til að gerast söluvarning- ur hvítra þrælasala. Kvikmyndahúsgestir í meira en eitthundraö löndum vilja ólmir fylgjast með þess- ari „kynrænu örvun“ aöal- persónunnar. Strax og fyrsta Emmanuelle-myndin leit dagsins Ijós áriö 1974 lét fjöldi Grikkja sig t.d. hafa þaö að skrópa í vinnunni til þess aö þurfa ekki að fara úr bið- rööinni fyrir framan miðasöl- una. Það var í þá daga, þegar Sylvia Kristel lék aðalhlut- verkið. Á þeim tima fóru spænskir aðdáendur hins vegar í bið- röð til að kaupa rútumiða yfir landamærin til Frakklands. Þangað náðu áhrif kvik- myndaeftirlits Francós nefni- lega ekki. Nýverið fengu kvikmynda- hússgestir í Suður-Kóreu líka tækifæri til þess að fylgjast með ævintýrum hinnar létt- klæddu Emmanuelle. Og um þessar mundir standa þar að auki yfir samningaviðræður við dreifingaraðiia á Indlandi, svo hróður hinnar kynþokka- fullu stjörnu fergreinlega víða. Yfirvöld í Kína Albaníu, Sovétrikjunum og í flestum múhameðstrúarlöndum eru þó þeirrar skoðunar, að kvik- myndahússgestir geti vel þraukað án þessarar tegund- ar bíómynda. Það kemur hins vegar ekki I veg fyrir grósku- mikið svartamarkaðsbrask með Emmanuelle-myndir í Rússlandi. KYNLÍFSMYNOIR. SEM ÞOLA DAGSINS UÓS „Pabbi“ Emmanuelle, kvik- myndaframleiðandinn Alain Siritzky, telur þessar myndir neysluvöru, sem hæfi til heimabrúks. Þær hafi haft þau áhrif að fólk þori nú að horfa á djarfar kvikmyndir í stofunni heima hjá sér, án þess að skammast sín. Sú tíð sé því liðin, að menn verði að bretta upp kragann og laumast inn í kvikmyndahús eftir að Ijósin hafi verið slökkt. Fullyrðir Siritzky þess vegna að Emmanuelle sé al- gjör himnasending fyrir sómakæra heldri borgara, sem aldrei nokkurn tíma hefðu látið sjá sig á kynlífs- mynd í bió. Létt pornó, sem þoli dagsins Ijós. „Erótíkin er ekki lengur í göturæsinu,11 segir framleiðandinn. SÖGUSVIÐID í SOVÉTRÍKJUNUM í næstu Emmanuelle-mynd flytur Siritzky sig um set. Hann fer úr hitamollunni i Venezuela til Sovétríkjanna, þar sem kaldari vindar blása 19 Þessari muna eflaust margir eftir. Emmanuelle i túlkun Sylviu Kristcl i fyrstu myndinni. Blúiu myndirnar, sem m.a.s. broddborgarar geta horft á heima í stofu án þess að skammast sín. Emmanuelle skipar sér á bekk með hetjum eins og James Bond og Rambó. Hún er orðin goð- sögn í yfir hundrað löndum. úti fyrir — þó svo hitnað geti í kolunum innan dyra. Ekki er þó alveg vist að myndatakan fari fram í Rússlandi. Hugs- ast getur að eitthvað annað land verði fyrir valinu, ef þar finnst nægilega Síberíulegt landslag. „Þá getur Emmanuelle blessunin komið inn úr kuld- anum og við getum haft fullt af forarleðju, snjó og þykkum pelsum", segir Siritzky. Seinna meir stendur svo til að kvikmynda ámóta bólfim- leika með Kína og Egypta- land sem sögusvið. Emmanu- elle er því ekkert á þeim bux- unum að draga sig í hlé. Eöa hvað segir framleiðandi myndanna? Hann svarar á þennan hátt: „Emmanuelle er í sama flokki og James Bond, Tarzan og Rambó. Hún er orðin goð- sögn og þess vegna ódauð- leg. (Det fri Aktuelt.) Sjötta myndin um hina þokkafullu Emmanuelle gerist i Venezuela. Þar er pao transka leik- konan Nathalie Uher, sem leikur aðalhlutverkið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.