Alþýðublaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 8
MMBUBLOIB Fimmtudagur 11. ágúst 1988 Skipaútgerð ríkisins undir smásjána STUÐNINGUR RÍKISINS BREYTIST í SAMRÆMI VIÐ FLUTNINGATÆKNI — segir m.a. i bráðabirgðaskýrslu Byggðastofnunar um ríkisstyrkta strandflutninga. Skipaútgerð ríkisins er i mikium vanda stödd. Rekstr- artap fyrirtækisins á árunum 1981—1987 nam 259 milljón- um króna á sama tíma og fjárlög gerðu ráð fyrir 120 milljón króna hagnaði. Heild- arskuldir Skipaútgerðarinnar eru nú 630 milljónir, sem er tæpum 113 milljónum króna umfram eignir. Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra hefur falið ráðgjafarfyrirtækinu Stuðli að framkvæma athug- un á rekstri Skipaútgerðar ríkisins með það fyrir augum að kanna hvort og að hve miklu leyti sé unnt að draga úr tilkostnaði ríkissjóðs vegna rekstrar fyrirtækisins, miðað við mismunandi rekstrarforsendur. Athugun Stuðuls er hluti af heildarúttekt á skipulagi og rekstri strandsiglinga sem nú stendur yfir í samgönguráðu- neytinu. í sama skyni hefur Byggðastofnun verið að vinna að könnun á flutning- um um landið, samkvæmt beiðni samgönguráðuneytis- ins. AD JAFNA STÖDU BYGGÐARLAGA í bréfi til Byggðastofnunar frá ráðuneytinu er m.a. farið fram á að kannað verði flutn- ingsmagn til einstakra lands- hluta og flutningarnir sundur- greindir eftir tegundum flutn- ingatækja og tegund flutn- ings. Þá er farið fram á að könnuð verði þörfin fyrir þjónustu Skipaútgerðarinnar og annarra strandsiglinga sem njóta ríkisstyrkja, og metið hvaða staðir á landinu Skipaútgerð ríkisins rekur þrjú skip sem sigla reglulega til 36 hafna á landinu. Esjan er eitt þessara skipa og hér sést hún á siglingu um Eyjafjörðinn. komist ekki af án sjóflutn- inga, en ekki sé líklegt að veröi sinnt án ríkisstyrkja eöa annarrar opinberrar aðstoðar. Þar er fyrst og fremst átt við staði á Vestfjörðum og á Norður- og Austurlandi. Byggðastofnun var einnig falið að spá um þróun þess- ara flutninga í náinni framtíð og meta áhrif bættra land- samgangna þar á. Byggðastofnun hefur sent frá sér bráðabirgðaskýrslu um málið og þar segir meðal annars, að framkvæmdir und- anfarinna ára til að bæta vegakerfi landsins hafi orðið til þess að landið hafi skroppið saman. Síðan segir orðrétt: „Svo mikið átak sem nú stendur yfir i varanlegri vega- gerð hlýtur að bæta rekstrar- skilyrði landflutninga miðað við sjóflutninga. Með því að hið opinbera styrkir hluta sjó- flutningaen skattleggur landflutninga er ekki óeðli- legt að náið sé fylgst með því hvort framlög hins opin- bera jafna aðstöðu byggðar- laga á hagkvæman og áhrifa- ríkan hátt. Forsenda þess að ríkið rekur strandflutninga- fyrirtæki og styrkir önnur er sú að jafna aðstöðu byggðar- laga sem annars fengju ekki aðflutninga nema meó afar- kjörum. Ef einhverjar þær breytingar verða á flutninga- tækni og öðrum samgöngum að þær breyti þessari að- stöðu er mjög mikilvægt að stuðningur ríkisvaldsins breytist til samræmis." HVAÐ EF...? í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um flutningakerfi landsins kemur fram að það eru einkum þrír aðilar sem stunda vöruflutninga á sjó hér á landi, Skipaútgerð ríkis- ins, Eimskipafélag íslands og Skipadeild sambandsins. Á nokkrum stöðum eru reknir sjóflutningar þar sem öðru verður ekki viö komið, eins og til Vestmannaeyja og Hrís- eyjar, og þangað er siglt á Herjólfi og Hríseyjarferjunni. Vöruflutningar á landi eru stundaðir af á fimmta tug fyrirtækja á þeim stöðum sem könnunin náði til. Lang- flest fyrirtækjanna eru rekin á þéttbýlisstöðum lands- byggðarinnar og í flestum til- vikum er um sjálfstæðan rekstur að ræða. Kaupfélögin úti um landið reka þó einnig eigin landflutningafyrirtæki. Um flutningsþörfina segir bráðabirgðaskýrsla Byggða- stofnunar að hún mótist annars vegar af þörfum at- vinnulífsins á hverjum stað og hins vegar af þörfum íbú- anna sjálfra. „Hið opinbera hefur á und- anförnum áratugum talið sér skylt að reka strandflutninga- þjónustu. Ástæður til þess eru að nauðsynlegt er talið að tryggja hverjum þéttbýlis- stað nauðsynlegar rekstrar- vörur og almennar neyslu- vörur. Á þeim tíma hafa átt sér stað ýmsar breytingar á því umhverfi sem þjónustan er rekin í. Landsamgöngur hafa batnað verulega, enda þótt enn sé alllangt í land með að gera vegakerfið full- komið. Strandsiglingar á vegum einkaaðila hafa aukist enda þótt það flutningafram- boð frá höfuöborgarsvæðinu til þéttbýlisstaða landsbyggð- arinnar sem þannig hefur orðiö til sé ef til vill ekki full- nýtt. Við umfjöllun um hlut einkaaðila í samgönguþjón- ustu við landsbyggöina verð- ur að taka tillit til þess að hann hefur þróast til hliðar við þjónustu hins opinbera ög því er ekki hægt að segja fyrir um hvernig þjónustan mundi verða ef ríkisrekstur- inn væri ekki,“ segir í skýrsl- unni. HORN í SÍÐU Helstu niöurstöður könnunarinnar eru eftirfar- andi: 1. Flutningar þeir sem fram fara með ströndum lands- ins eru mest til og frá höfuðborgarsvæðinu, og þaðan kemur langmestur hluti þeirrar vöru sem flutt er út um landið, jafnvel þótt hún sé erlend. Út- flutningsvörum þjóðarinn- ar er einnig að miklu leyti umskipað á höfuðborgar- svæðinu. 2. Flutningar á landi eru að taka við af sjóflutningum innanlands og fer sá hluti landsins stækkandi sem það gildir um. Það á við um þjónustu frá höfuð- borgarsvæðinu við Suður- land og vestur á Snæfells- nes og hluta Norðurlands vestra. Bætt vegakerfi og notkun frystigáma á þar stóran hlut aö máli. Hraði i flutningum og tíðni ferða skipta æ meira máli og eftir því sem atvinnustarf- semi í landinu verður fjöl- breyttari verður þörfin fyrir flutninga margþættari. 3. Þrátt fyrir umbætur á vegakerfinu eru margir þéttbýlisstaðir það langt frá höfuðborgarsvæðinu að flutningar til og frá þeim verða að mestu sjó- leiðis. Þetta eru staðir á Vestfjarðakjálka, Norð- austurlandi og á öllum Austfjörðum. Flutninga- magn til þessara staða er líka það mikið að það rétt- lætir sjóflutninga. Almenn verslunarvara verður þó í vaxandi mæli flutt land- leiðina. 4. Þeirri sþurningu verður ekki auðsvarað hvort nauðsynlegt sé að styrkja þá flutninga sem þessir staðir þarfnast af al- mannafé. Ekki er hægt að segja til um hvernig þjón- ustan við þessi byggðar- lög væri ef Skipaútgerðar- innar nyti ekki við, þar sem samgöngur við þau hafa þróast samhliða þjónustu Skipaútgerðar- innar. 5. Könnunin leiðir í Ijós að flutningafyrirtækin hafa horn í síðu ríkisstyrkjanna og kvarta margir yfir því að skipafélögin, og þá einkum Skipaútgerð ríkis- ins, stundi undirboð á flutningum til Reykjavíkur í skjóli ríkisstyrkja. í því samhengi er þungaskattur á bílum oft nefndur. Lokaskýrsla Byggðastofn- unar er væntanleg með haustinu og þá ætti sam- gönguráðuneytið að geta lagt raunhæft mat á framtíð þeirra strandflutninga sem styrktir eru af ríkissjóði og hvort unnt sé að sinna þeim með ódýrari hætti en verið hefur, og draga þar með úr framlögum ríkissjóðs. Það er jú allra hagur. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.