Alþýðublaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 11. ágúst 1988 MPYBUBLMin) Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaöur helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaöamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 80 kr. um helgar. FISKELDI - NÝ RÍKISFORSJÁ? Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði þann 24. júní síðastliðinn til að kanna starfsskilyrði fiskeldis hefur nú kynnt niöurstöður sínar og tillögur i fjölmiðlum. Tillögur nefndarinnar eru í stuttu máli þær, að komið verði á ríkis- ábyrgðum á rekstrarlán í fiskeldi sambærilegt við ríkis- ábyrgðir sem Norðmenn veita til fiskeldisfyrirtækja. Auk þess leggur nefndin til að komið verði á fót ábyrgðarfélagi á vegum bankaog sjóða fyrir greinina. Nefndin hefurenn- fremur bent á möguleika fiskeldis og nefnir í því skyni, að miðað við núverandi framleiðslugetu seiðaeldisstööva verði að gera ráð fyrir að a.m.k. 10 milljónir seiða fari að jafnaði í eldi á ári hverju og allt að 5 milljónum seiða í haf- beit. Nefndin hefur ennfremur reiknað út að útflutnings- verðmæti sé a.m.k. 5 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag. Bendir nefndin á í niðurstöðum sínum, að nánast öll aðföng til fiskeldis séu innlend, þannig að um sé að ræða hreina framlegö til gjaldeyristekna. Nefndin hefur enn- fremur borið saman skilyrði fjármögnunar til stofnfram- kvæmda á íslandi og í samanburðarlöndunum og ber þar allt að sama brunni að mati nefndarinnar; skilyrði eru mun óhagstæðari á íslandi en í samanburðarlöndunum. Þá hefur nefndin borið saman aðstöðu til uppbyggingar fisk- eldis og kemst að þeirri niðurstöðu að skilyrðin eru mun betri í samanburðarlöndunum með tilliti til styrkja, hærra lánahlutfalls, niðurgreiddra vaxta, lægri eiginfjárkröfu auk sérstaks lántökuskatts á íslandi sem ekki er að finna erlendis. Niðurstöður nefndar landbúnaðarráðherra eru meðal annars þær að rekstur fiskeldisfyrirtækja verði að teljast mun auðveldari í samanburðarlöndunum, þar eð fiskeldisstöðvar eigi kost á lánum fyrir öllum rekstrar- kostnaði, sums staðar með ríkisábyrgð á rekstrarlánum, og að styrkir auki rekstrarlánamöguleika í samanburðar- löndunum. Þessar niðurstöður nefndar landbúnaðarráðherra eru sumpart eðlilegar, en að hluta til verður að teljast óraun- sætt að bera saman aðstöðu og skilyrði til rekstrar fisk- eldisstöðva á íslandi og víða erlendis. Sú krafa, til að mynda, að rekstur fiskeldis hérlendis verði skilyrðislaust að fá ríkisábyrgð og styrki er ekki haldbær. Fiskeldi er eins og hver annar rekstur fyrirtækja. Menn og fyrirtæki hafa sett á stofn fiskeldisstöðvar í von um ágóða og ef ákveðn- arforsendurhafabrostiðfyrirtekjunumerekkert sjálfsagt að hægt sé að krefja ríkið endalaust um að borga brúsann og veita ríkisábyrgðir fyrir áframhaldandi rekstri sem oft á litla framtíð fyrir sér. Það er hins vegar í sjálfu sér ekki óeðlilegt að komið verði á fót ábyrgðarfélagi á vegum bankaog sjóðatil að réttagreinina við og þá rekstrarerfið- .leika sem við blasa. Það er ennfremur yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar að minnka og fækka ríkisábyrgðum og það hlýtur því að teljast óviðeigandi af landbúnaðarráðherra aó nefnd í hans nafni krefjist nú stórkostlegra ríkis- ábyrgða og mikilla styrkja úr ríkissjóði. Samanburðurinn við útlönd er í þessu tilliti óraunhæfur, til að mynda ríkir ekki það mikla ríkisábyrgðarkerfi í Noregi sem er hérlend- is. Þá má nefna, að fiskeldi í Noregi er hluti af norskri byggðastefnu um framleiðslukerfi í smáum einingum og hefur hlotið sérstaka velvild stjórnvalda af þeim sökum. Það er því ýmislegt sem bendir til að nefnd landbúnaðar- ráðherra um starfsskilyrði fiskeldis verði að treysta meira áeigin mátt fiskeldisfyrirtækjaen ríkisforsjáí framtíðinni. ÖNNUR SJÓNARMTÐ GARRI, góðvinur Alþýðu- blaósins, hefur verið að skrifa að undanförnu um nauðsyn þess að gefa út dag- blað á ensku svo túristar megi lesa allt um landsins' gagn og nauðsynjar þegar þeir drepa hér niður fæti um hásumarið. Garri skilurekk- ert í því að einkaframtaks- menn skuli ekki fyrir löngu ' hafa hlaupið upp til handa og fóta og hrint þessari erlendu blaðaútgáfu í framkvæmd. Því eins og Garri segir: „Ekki þýðir svo sem aö ganga að því sem vísu að þessir útlendu ferðamenn skilji upp til hópa íslensku. Þess vegna er víst meira en tómt mál að tala um að þeir geti lesið Timann eða Morg- unblaðið til þess að fylgjast með því sem er að gerast í heimsmálunum, nú eða hér innanlands, á meðan þeir gista landiö.“ Þarna segir Garri óvart dá- lítið sem gaman er að. Hann heldur nefnilega að Tíminn og Morgunblaðið standi að jöfnu hvað varðar upplýsingar um heimsmálin, innanlands sem utan. Garri er búinn að vera svo lengi á Tímanum að hann er búinn að missa allt Tímaskyn. En hins vegar er það rétt hjá Garra, að það er tómt mál að tala um að erlendir ferða- menn lesi bara Moggann og Tímann. Okkur er mjög til efs að nokkur túristi lesi Mogg- ann, hvað þáTímann. En það eru nokkur sjónar- mið til viðbótar sem eru at- hyglisverð í penna Garra, og túlka vel hugsunarháttinn hjá vinum hans og hinum póli- tíska frændgarði. Garri er nefnilega alveg klár á því að svona blað á ensku fyrir túrista muni standa undir sér. Garri segir að auglýsingatekj- urnar ættu að vera drjúgar og „einhverju myndu sölutekjur einnig skila“. Við á Alþýðublaðinu erum ekki sammála þessu mati Garra. Við teljum að það sé tómt mál að tala um aö gefa út ferðamannablað á ensku fyrir túrista sem skilaði tekju- afgangi. Einhverjar auglýsing- ar slæddust eflaust út í slíkt blað, en það myndi ekki ganga í sölu; i fyrsta lagi vegna þess aö túristar eru of fáir til þess og komur þeirra stopular, þorri þeirra of blankur eða nískur og þar að auki er mikið framboð á er- lendu lesefni og ferðamenn fá sína fræðslu um ísland með öðrum hætti en að lesa íslensk blöð á ensku. Þar að auki er stærstum hluta túr- ista skítsama hvaö er að ger- ast hér innanlands: þeireru fyrst og fremst komnir til að skoða náttúru landsins og lesa í mesta lagi um gengið, sem er jú í sífellu að breyt- ast. En þetta er nú skoðun okkar Alþýðublaðsmanna, sem Garra þykir eflaust ekki upp á marga fiska. Hvað um það. Garri er brattur eins og fyrri daginn og heldur því sem sagt fram að útgáfa ís- lensks blaðs á ensku sé Biað fyrir útlendinga Garri á Timanum heldur þvi fram að útgáfa á íslensku blaði á ensku sé myljandi bissness. Matthias: Steingrimur og efna- hagsvandinn aðalvandamál rikis- stjórnarinnar. Árni: Hverjirhafa kennt íslending- um ofneyslu? myljandi bissness. En ein- hverjai efasemdir fær þó Garri og finnst betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Garri skrifar (hugsi nokkuð): „En hitt er svo annað mál að taki einkaframtakið ekki við sér i þessu máli þá er vist ekki um margt annað að ræða en að horfa til hinnar stóru forsjár rikisins sem margnefnt einkaframtak má annars hvorki heyra né sjá.“ Garri er með öðrum orðum venjulegur pilsfaldakapítal- isti! Fari einkaframtakið á hausinn með hugmyndina, þá kemur ríkið og reddar málun- um. Og vilji einkaframtakið ekki líta við þessari hug- mynd, þá skal ríkið samt koma og framkvæma hana, þó svo að bissnessinn sé af- leitur og allt fari úrskeiðis. Rikiö borgar samt. Hvar skyldi nú hann Garri hafa lært svona hugsunar- hátt? ÞAU sjónarmið Matthíasar Á. Mathiesen i sjónvarps- fréttum í fyrrakvöld, að ríkis- stjórnin ætti við tvenns konar vanda að stríða; efna- hagsvandann og Steingrím JHermannsson, hafa vakið verðskuldaða athygli. Nú er það svo að Steingrímur og Páll frá Höllustöðum voru eitthvað að skensa forsætis- ráðherrann okkar á baksíðu DV en hann er að heilsa upp á forseta Bandaríkjanna þessa dagana. Matthías, sem er forsætisráðherra í fjarvist- um Þorsteins, gat illa setið á strák sínum og sýndi ein- hverja frábærustu framkomu i fréttum sjónvarps sem einn pólitíkus hefur lengi gert, og vitnaði í gömlu ríkisstjórnina þegar Steingrímur var forsæt- isráðherra. Matthías sagði að ekki hefðu menn farið á taug- um eða efnahagsmálin farið í hnút þótt að „Steingrímur hefði stöku sinnum brugðið sér út fyrir landsteinaná1. Eins og þjóðin man var Stein- grímur víðförull og víðsýnn forsætisráðherra og því munu orð Matthíasar hafa verið einkar lymskulega valin, eins konar „understate- ment“ eins og Bretar kalla slíkan húmor. Nú væri bara gaman aó heyra og sjá Steingrím koma á skjáinn og vitna um afrek Matthíasar í fyrri ríkisstjórn, t.d. byggingu flugstöðvarinn- ar, meö sama húmor. Stein- grímur gæti til að mynda sagt, „að Matthías hafi farið stöku sinnum örlítið fram úr fjarlögum". Eða þannig sko. ARNI Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, setur fram þá spurningu í leiðara í gær, hvort það sé ekki alveg eðli- legt að Islendingar eyði um efni fram, þar eð allur auglýs- ingaheimurinn sé stöðugt í fjölmiðlum að nuddast i því að segja fólki að eyða, eyða og eyða: „Við búum í blönduöu hag- kerfi sem svo er kallað, sem hefur i stórum dráttum kapítaliska siðu að leiðarljósi og þeir hafa verið að vinna á að undanförnu. Og í reynd er marglofuð nægjusemi óvinur þeirra siða: fyrirtækin vaxa ekki nóg, gróðinn safnast ekki nógu hratt, nema að fólk sé alltaf óánægt með sitt neyslustig, alltaf undir þrýst- ingi fjölmiðla og auglýsinga- heims um að allir þurfi að breyta og bæta og henda því sem ekki er i tisku og kaupa nýtt strax i gær. Þeir sem eiga landið gefa svo sitt for- dæmi með miklum offjárfest- ingarævintýrum og feikna- lega dýru samkrulli sinnar einkaneyslu og rekstrar fyrir- tækja. Og ríkisstjórnin flýtir fyrir t.d. bilaþrönginni með lækkun aðflutningsgjalda. Ef við tökum miö af því, að menn vaxa ekki upp i tóma- rúmi, að hlutur sem liggur í pækli tekur til sín salt, þá er það satt að segja mjög skrýtið að oddvitar borgara- legra flokka skuli undrast eða hneykslast á því neyslu- mynstri sem hinn íslenski meðalþegn hefur tekið upp eöa stefnir á. Mætti kannski orða það sem svo að ekki farist yfirpúkum að kvarta yfir hitasvækjunni í helvíti.“ Vel mælt. Einn me8 kaffinu Fastur viöskiptavinur á krá einni var vanur að setjast við barborðið, panta drykk, taka síðan frosk úr vasa sínum setja hann á barborðið og horfa á froskinn. Kvöld eitt gat barþjónninn ekki stillt sig lengur og spurði manninn af hverju hann tæki alltaf frosk úr vasanum setti hann á barborðið og starði á hann? Maðurinn svaraði: „Ég horfi á froskinn á meðan ég drekk. Þegar ég sé orðið tvo froska, þá sting ég þeim báðum í vasann og fer heim.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.