Alþýðublaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.08.1988, Blaðsíða 1
Ríkisstjórnin NIBURFÆRSLA Á LAUNUM, VÖXTUM UG VERDLAGI Niðurfœrsluleiðin virðist œtla að verða ofan á i fyrirhuguðum efnahagsaðgerðum. Beðið verði með gengisfellingu og reynt að ná samkomulagi um stóran pakka frumvarpa og ákvarðana í peningamálum. Á vettvangi ríkisstjórnar- innar er nú unnið að stórum efnahagsmálapakka i tengsl- um við efnahagsráðstafanir fyrir lok mánaðarins og fjár- lagagerð. Margir starfshópar ráðuneyta og stjórnarflokka eru í gangi og er þá ekki ein- göngu einblint á störf ráð- gjafarnefndar forsætisráð- herra sem eina undirbúning efnahagsaðgerða. Ráöherrar munu, skv. heim- ildum Alþýðublaðsins, ekki hafa gengisfellingu á dagskrá næstu dagana en óttast mjög að svipað ástand skap- ist í þjóðfélaginu og ríkti fyrir „myrka miðvikudaginn" í maí þegar gjaldeyrir streymdi út úr bönkunum. Hafa stjórn- völd nú mikinn vióbúnað uppi til að koma i veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Skipun ráðgjafarnefndar- innar hefur mælst misvel fyrir í stjórnarbúðunum þar sem menn óttast að hún ýti undir gjaldeyrisspákaup- mennsku meðal almennings. Nefndarmenn hafa þrátt fyrir tilmæli hvorki viljað játa því né neita að gengisfelling sé meðal þeirra tillagna sem þar „Þaö hafa allar mögulegar leiðir verið settar upp á borð og ég met þetta þannig að það sé fullur vilji nefndar- manna að skila sameiginlegri niöurstöðu." Þetta sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaöur bjarg- ræðisnefndar ríkisstjórnar- innar, þegar hann var spurður um hvaða leiðir væru ræddar til að bæta rekstrarskilyrði útflutnings- og samkeppnis- greinanna. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um störf nefndarinnar, nema hvað hún héldi áætlun. Nokkur gengisfellingarótti greip um sig meðal þjóðar- innar þegar forsætisráðherra skipaði nefndina, sem f eiga sæti fulltrúar atvinnulífsins eru í smíðum, en skv. heim- ildum Alþýðublaðsins var 25—30% gengisfelling eina umræðuefni nefndarmanna i fyrstu en þeir halda nú fundi tvisvar á dag og eru farnir að líta á aðrar leiðir í samvinnu við Þjóðhagsstofnun. Helst virðist mega ætla að ríkisstjórnin ætli sér að fara „niðurfærsluleiðina" til að bjarga atvinnulífinu, en sú leið hefur lítt veriö reynd allt frá árinu 1959. Er talið að hún geti gefið góða raun við að draga úr verðbólgu en er ekki sársaukalaus þar sem hún felur í sér niðurfærslu með handafli á öllum liðum; laun- um, vöxtum og verðlagi. Undanfarið hafa fjármála- ráðherraog utanrikisráðherra átt með sér fundi um leiöir í efnahagsmálum og er ekki talið ósennilegt að þeir kunni að ná samkomulagi. Forsæt- isráðherra er væntanlegur heim frá Bandaríkjunum 20. ágúst og erekki búist við aðgerðum fyrr. Af viðtölum við áhrifamenn í herbúðum stjórnarinnar má ráða að mikil óvissa er uppi um hvort heildarsamkomulag um víð- tækar aðgerðir næst á næstu vikum og er talið að og stjórnmálaflokkanna. Þeg- ar Einar var spurður hvort gengisfelIingarleiðin hefði þokað fyriröðrum leiðum í vinnu nefndarinnar sagði hann, að nefndarmenn hefðu orðið varir við þennan ótta löngu áður en þeir tóku til starfa, og fjölmiðlar hefðu verið farnir að gera þeim upp skoðanir. „Ég sá ekki betur en sum blöð væru búin að segja til um hver niðurstaðan yrði áður en viö hittumst eða fengum tækifæri til aö takast i hendur," sagði Einar Oddur Kristjánsson. Bjargræðisnefndin fundar nú tvisvar á dag og henni er ætlað að skila tillögum sín- um í lok næstu viku. ef ekki næst samkomulag um róttækar aðgerðir séu lík- ur á uppstokkun á stjórnar- heimilinu mjög verulegar. Þingflokkur Alþýðuflokks- ins kemur saman í dag til að meta þau viðfangsefni og leiðir sem nú er unnið að í mörgum starfshópum ráð- herranna. Sjá nánar'fréttaskýringu bls. 5. (Jmmœli Steingríms „EKKI SVARA VERГ „Mér finnst þetta vera yfir- lýsing af því tagi sem ekki er svara verð.“ Þetta sagði Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra um þau ummæli Steingríms Hermannssonar utanríkisráð- herra í DV í gær að sér fynd- ist erfitt að fara í frí núna, eins og Þorsteinn ætlar að gera eftir að opinberri heim- sókn hans til Bandaríkjanna lýkur. Þorsteinn er væntanlegur heim aftur um aðra helgi. Aðspurður um hvort ríkis- stjórnin myndi bíöa heim- komu hans áðuren væntan- legar efnahagsráðstafanir yrðu kynntar sagði Þorsteinn að ekki væri verið aó bíöa með eitt né neitt. „Ég tæki mér ekki fimm daga fri ef það tefði einhver störf heirna," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. „Ánægjulegar viöræður" — segir Þorsteinn Pálsson um fundinn með Reagan Bandaríkjaforseta Vel fór á með þeim Þor- steini Pálssyni forsætisráð- herra og Ronald Reagan Bandarikjaforseta þegar þeir ræddust við i Hvita húsinu í Washington i gær. „Þetta voru mjög ánægju- legar og gagnlegar viðræður, og þær staðfestu það góða andrúmsloft sem nú ríkir í samskiptum þjóðanna," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Alþýðublaðið í gærkvöldi. Þeir Þorsteinn og Reagan ræddu meðal annars við- skipti þjóðanna og í þeim viðræðum kom fram ósk ís- lendinga um að tollar á ullar- vörum sem seldar eru til Bandaríkjanna yrðu lækkaðir eða felldir niður. „Við höfum áhuga á að tryggja hagsmuni okkar til lengri tima og vió vonum að þetta verði tekið til skoðunar," sagði Þorsteinn. Menningartengsl ríkjanna voru einnig rædd og lýstu báðir aðilar yfir áhuga og vilja til að efla þau. Alþjóðamálin gleymdust ekki og Ronald Reagan gerði Þorsteini grein fyrir viðræð- um sínum við leiðtoga Sovét- rikjanna og viðleitni sinni til að ná árangri í viðræðum um fækkun kjarnorkuvopna. Hinn stolti laxveiðimaðursem heldur uppi feng sinum heitirTryggvi Þór Tryggvason. Tryggvi hefur heldur betur ástæðu til að vera hreykinn, þvi þetta er fyrsti laxinn sem hann veiðir um ævina. Mariulaxinn sem varð þessa heiðurs aðnjótandi var í sakleysi sínu á leið upp Elliðaárnar þegar græögin varö honum aö falli. Bjargrœðisnefndin Allar leiðir skoðaðar — segir formaðurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.