Alþýðublaðið - 16.08.1988, Qupperneq 2
2
Þriðjudagur 16. ágúst 1988
MÞYBUBLMB
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaður
helgarblaðs:
Blaðamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar
Friöriksson.
Þórdís Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuói. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 80
kr. um helgar.
HIN GLEYMDA
VELFERÐ
Ríkisstjórnin hefurlegið undir mikilli gagnrýni i fjölmiðl-
um að undanförnu og flest mál talin henni til vansæmdar.
Oftaren ekki ertönnlast áþeirri lummu að nú styttist i fall
ríkisstjórnarinnar og boðun nýrra alþingiskosninga. Þeg-
arverk stjórnarinnareru til umræðu í fjölmiðlum og síðan
manna á meðal er iðulega staglast á tekjuhliðum ríkis-
sjóðs en mun minna talað um útgjaldahliðarnar, sem yfir-
leitt koma skattgreiðendum til góða.
w
I júlílok voru sendar úr 69 þúsund ávísanir frá ríkissjóði
með greiðslu barnabóta, barnabótaauka, húsnæðisbóta
og vaxtaafsláttar til þeirra framteljenda, sem rétt áttu á
þeim samkvæmt staðgreiðslukerfi skatta. Samtals nam
upphæðin 2 milljörðum króna. Ekki er úr vegi að skoða
þessar greiðslur í samanburði við tölur fyrra árs. Á árinu
1987 voru greiddir 1,5 milljarðar króna samtals til barna-
bóta en verða á árinu 1988 2,2 milljarðar. Hækkunin milli
ára nemur 47 prósentustigum. Barnabótaauki var greidd-
ur á árinu 1987 alls 380 milljónir króna en árið 1988 700
milljónir. Hækkunin milli ára er 84 prósentustig. Alls eru
því greiðslur barnabóta á árinu 1987 1.880 þúsundir
milljóna króna en á árinu 1988 2.900 þúsundir milljóna
króna. Ef við bætast húnæðisbætur og vaxtaafsláttur,
sem ekki kom til á fyrra ári, hækka heildargreiðslur ríkis-
sjóðs til handa framteljendum sem rétt eiga á bótum eða
alls í 4 milljarða króna. Af ofangreindum tölum sést að
kostnaður ríkissjóðs vegna greiðslu barnabóta og barna-
bótaauka eykst um 54% milli áranna 1987 og 1988. Til
samanburðar má gera ráð fyrir að almennt verðlag hækki
um 27—28% að meðaltali á sama tíma. Að raungildi nem-
urhækkunin því um21%. Barnabótaaukinn hækkarveru-
lega umfram almennar barnabætur eða um 84%. Barna-
bótaauki nýtist einkum tekjulágum og eignalitlum fjöl-
skyldum. Á árinu féllu til að mynda 42% af barnabótaauk-
anum í hlut einstæðra foreldra. Eins og fram kemur aó
framan greiðir ríkissjóðureinnig vaxtaafslátt og húsnæð-
isbætur á þessu ári eða samtals 4 milljarða króna. Á tíma-
bilinu janúartil júní á þessu ári voru greiddir 1,3 milljarðar
krónaí barnabæturog barnabótaauka. í júlílok komu til út-
borgunar samtals um 2 milljarðar króna. Þar var um að
ræða bæði húsnæðisbætur og vaxtaafslátt, auk barna-
bóta og barnabótaauka. Síðar á árinu, eða í október og
nóvember, verða greiddar út um 700 milljónir króna eða
afgangur barnabóta og barnabótaauka.
Þessar tölur má reikna á ýmsan hátt til samanburðar við
tölur síðan í fyrra. í Ijós kemur að hækkunin milli ára er
veruleg, fjölskyldum í vil. Þannig hækka barnabætur til til
að mynda fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn, annað
yngra en sjö ára, um 48% á mánuði. Vinni báðir aðilar úti
nemur persónuafsláttur þeirra tæpum 30 þúsund krónum
á mánuði að meðaltali á árinu, sem svarar til þess að
mánaðarlaun uþþ að 85 þúsund krónum séu skattfrjáls. Að
teknu tilliti til ofangreindra fjölskyldubóta verða því skatt-
frjáls laun um það bil 100 þúsund krónur á mánuði hjá um-
getinni fjögurra manna fjölskyldu. Þetta er aðeins eitt
dæmi af mörgum. Því miður hafa fjölmiðlar sýnt útgjalda-
hlið ríkissjóðs lítinn áhuga; velferðarhliðin þykirekki sölu-
vænleg í fjölmiðlum. Og ekki má gleyma hinu að fyrsta ári
ríkisstjórnarinnar hefur að miklu leyti verið varið til styrkt-
ar tekjuöflun ríkissjóðs og framhaldið mun því miðast við
að styrkja velferðina enn frekar.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
JÓHANNA S. Sigþórs-
dóttir blaðamaöur ritar stór-
góðan laugardagspistil í DV
um helgina. Jóhanna fjallar
um íslensku nýju útvarps-
stöðvanna, eða réttara sagt
skortinn á rétt töluðu máli.
Jóhanna nefnir mörg dæmi
þess hvernig málshættir eru
brenglaðir og afbakaðir á
„frjálsu" stöðvunum svo
hlustendur sem enn kunna
íslensku vita ekki hvort þeir
eiga að hlæja eða gráta þeg-
ar dellan lekur út úr tækjun-
um.
Siðan ritar Jóhanna:
„Röng notkun á málshátt-
um er þó kannski minnsti
hlutinn af þeirri málsmis-
þyrmingu sem heyrist alltof
oft í útvarpsstöðvunum. Þar
úir og grúir af alls konar
ambögum og klúðri sem
stundum virðist engan enda
ætla að taka. Orð eru vitlaust
beygð og þágufallssýkin
tröllriður hinu talaða orði svo
um munar. Við þetta bætast
svo stundum erlendar slettur
sem eru notaðar til uppfyll-
ingar eftir því sem þurfa þyk-
ir. Það var t.d. ekki dónalegt
viðtalið þar sem dagskrár-
gerðarmaður spurði fórnar-
lambiö hvort „...þér hiakkar
ekki til að fara á tónleikana
með þessari grúppu sem aliir
fíla í dag“?
„Já, mér hlakkar svo sann-
arlega til þess,“ svaraði sá
sem spurður var af engu
minni einurð.
Svona sprettir eru býsna
algengir á stöövunum, raunar
svo algengir að einhverjum
gæti dottið í hug að stjórn-
endur væru einfaldlega að
gera sér leik að því að
brengla máliö á sem kátbros-
legastan hátt. Eða hver
hrekkur ekki i kút þegar eitt-
hvað er haft eftir þeim „Jóni
Hannibali" eða „Jóhönnu
SigurðardóttiH eins og kom
fyrir á dögunum."
Jóhanna heldur því fram
að ástandið sé mun betra á
Ríkisútvarpinu og dagskrár-
gerðarmenn og fréttamenn
leggi sig mun meira fram við
að tala rétta íslensku.
Og áfram skrifar Jóhanna:
„Hinir eru fleiri sem láta
vaða á súðum og buna hverri
vitleysunni út úr sér á fætur
annarri. Og það versta er að
stór hluti þjóðarinnar hlustar
á þetta dag eftir dag. Víða, til
dæmis á fjölmörgum stórum
vinnustöðum, tíðkast það
nefnilega að láta útvarpið
glymja frá morgni til kvölds
og það er nú einu sinni svo
að sé sama vitieysan sögð
nógu oft fer fólk að trúa
henni. Má nærri geta hver
áhrif slíkt hefur á málkennd
barna og unglinga sem eru
viðkvæm fyrir hvers kyns ut-
anaðkomandi áhrifum í þess-
um efnum.“
Greinarhöfundur nefnir
dæmi um þetta:
„Það mun til dæmis ekki
hafa verið tregt gáfnafar sem
olli þvi að tiltekinn strák-
pjakkur harðneitaði þeim til-
mælum foreldra sinna að
segja: „mig langaH í stað
„mér langar“. Þegar deilan
stóö sem hæst heyrðist
Jóhanna: Ljósvikingar kunna ekki
islensku.
skyndilega rödd eins Ijósvík-
ingsins í hemilisviðtækinu:
„Og næst langar mér til að
spila fyrir ykkur lags sem
nýtur mikilla vinsælda þessa
dagana." Þá áttu yfirvöldin á
heimilinu bága stund en
stubburinn stóð uppi sem
sigurvegari.“
Ekki síður athyglisvert er
að lesa þau orð Jóhönnu S.
Sigþórsdóttur, að sífelldar
endurtekningar glymji á
stöövunum. Við erum með
öðrum orðum að hlusta æ
meir á sömu orðin og hið
mergjaða og margþætta
tungumál okkar er útþynnt
daglega á skvaldurstöðvun-
um:
„En það er fleira sem fer
fyrir brjóstið á þeim sem
hlusta að einhverju ráði á
tónlistarstöðvarnar. Má þar
nefna sifelldar endurtekning-
ar á orðum. í sumum tilvikum
mætti ætla að íslenskan
væri ákaflega fátæklegt mál
sem einkum byggðist upp á
orðunum: ég, þetta lag og
þessi plata. Þessar endur-
tekningar dynja stundum yfir
í síbylju heilu þættina út í
gegn. Þá er hlustandanum til-
kynnt með reglulegu millibili,
hvað klukkan sé núna, hvað
stjórnandinn sé búinn að
vera lengi að, hver komi til
með að taka við af honum og
þá hvenær. í þessum tilvik-
um er 1. persónufornafnið
„ég“ notað af svo miklum
krafti að ekki verður betur
gert i þeim efnum. Einhvern
tima var haft á orði að dag-
skrárgerðarmenn á rás 1
mættu ekki nota „ég“ nema
eftir ströngustu reglum enda
heyrast þeir sjaldan fjalla
mikið um sjálfa sig, eigin lið-
an og áhugamál. Það væri
ekki úr vegi að forráðamenn
hinna stöðvanna kæmu sér
upp svipuðum reglum eða
fengju bara Ijósrit hjá gömlu
gufunni.
Þá er áberandi ofnotkun á
orðunum „að sjálfsögðu“,
„auðvitað" og „einmitt“ sem
virðast vera i miklu uppáhaldi
hjá mörgum stjórnendum.
Þetta andleysi getur verið
heidur þreytandi fyrir þá sem
vilja hvíla sig frá hversdags-
þrasi og hlusta á dægurtón-
list. Fyrir nú utan að þvílíkt
stagl er beinlinis fjandsam-
legt málkennd hins almenna
hlustanda. Það hlýtur að vera
spurning hvort ekki fari betur
á því að sleppa kynningum
heldur en að hafa þær i
þessu formi. Hlustendur
fengju þá væntanlega það
sem þeir sæktust eftir en
slyppu við óbeðnar upplýs-
ingar um líðan þáttagerðar-
manns, tónlistarsmekk og
fleira persónulegs eðlis.“
Og við þessi orð er ekki
mörgu að bæta.
MÖRÐUR Árnason, einn
þriggja ritstjóra Þjóðviljans,
skrifar grein í laugardagsblað
sitt um Bandaríkjaför Þor-
steins Pálssonar. í lok grein-
arinnar tekur ritstjórinn sam-
an ferð forsætisráðherra á
eftirfarandi hátt:
„Það er svo mjög sérkenni-
legt að síðari hluti hinnar op-
inberu heimsóknar Þorsteins
Pálssonar er með allt öðru
sniði en hinn fyrri. Formaður
Sjálfstæðisflokksins fékk
aðeins kurteislegt klapp á
kollinn í Hvíta húsinu, en
honum var hins vegar tekiö
með mikilli viðhöfn í Penta-
gon. Þar var skotið nítján
sinnum af fallbyssu, þar lék
lúðrasveit þjóðsöngva og þar
var haldin mikil hersýning
með þátttöku soldáta úr öll-
um deildum Bandaríkjahers,
— landhers, sjóhers, flug-
hers, landgönguiiðs og
strandgæslu. Síðan áttu Þor-
steinn og menn hans langa
fundi með varnarmálaráðherr-
anum.“
Og í lokin segir:
„í rauninni er ekki komið
fram við Þorstein Pálsson
sem leiðtoga sjálfstæðs ríkis
í heimsókn hans i Washing-
ton. Það er ekki verið að
ræða við hann alþjóðamál,
svæðisbundinn vanda, sam-
skipti tveggja ríkja á jafnrétt-
isgrunni. Það er rætt við
hann sem einskonar inn-
fæddan viðsemjanda um her-
stöð sem stórveldið vill fyrir
alla muni halda i: Er ekki allt
í lagi? Nokkuð of mikil
óánægja? Þarf meiri pening?
Og Þorsteinn viröist sætta
sig mætavel við þetta hlut-
skipti, hann virðist ekki hafa
búist við öðru og er alsæll að
sjá.
Svo fer hann í fríið.“
Og þar með lýkur frétta-
skýringu Þjóðviljans.
Einn
me8
kaffínu
Kaþólikkinn settist inn í skriftaklefann til aó játa
syndir sínar en tók þá eftir því að fyrir aftan netiö glitti
ekki í hiö kunnuglega andlit prestsins heldur sat roskin
kona hinum megin vió þiliö.
— Hver er þú? Og hvar er presturinn minn? spuröi
maðurinn.
— Ég heiti Fríöa, sagöi konan. Og ég er líka að leita
aó prestinum. En ef hann er búinn aö hlusta á það
sama og ég er búin aö þurfa aö hlusta á síðustu tvo
tímana, þá er hann örugglega farinn að ná í lögregluna!