Alþýðublaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.08.1988, Blaðsíða 3
'3 Þriðjudagur 16. ágúst 1988 _____________ Niðurfelling dráttarvaxta af skattskuldum FRÉTTIN TÓMT RII6L segir Bjarni Sigtryggsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins. Frétt ríkissjónvarpsins um niðurfellingu rikissjóös á dráttarvöxtum af gömlum skattskuldum er á misskiln- ingi byggð og fullyrðingar fréttarinnar þar af leiðandi gjörsamlega út í hött. Bjarni Sigtryggsson, upp- lýsingafulltrúi fjármálaráöu- neytisins, sagði í samtali viö Alþýöublaðið í gær að frétt ríkissjónvarpsins um niður- fellingu dráttarvaxta væri tómur misskilningur. „Hún er reyndar algjört rugl. Þar er fullyrt um hluti sem ekki einu sinni voru komnir í viðræðu og hvað þá í framkvæmd — þetta eru mál sem rétt er I búið að taka til skoðunar. Allar fullyrðingar sem komu fram í sjónvarpinu voru þar af leiðandi út í hött því það var ekki búið að ræða þetta við kóng eða prest,“ sagði Bjarni Sigtryggsson. Bjarni Sigtryggsson AGAifvsr riMt Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir og Rauðakrossmaöur, og Aidan Prior, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Sport Aid-samtakanna, eru fullir bjartsýni á árangur heimshlaupsins i þágu bágstaddra barna í heiminum í dag. Sameining hreppanna við Isafjarðardjúp Óvíst um framhaldið Samkvæmt upplysingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hvert framhaldið verð- ur um sameiningu allra hreppa við ísafjarðardjúp, en tillaga um sameiningu hrepp- anna var felld i kosningum nú um helgina. Voru allir hreppar andsnúnir samein- ingunni nema Snæfjalla- hreppur. Ibúafjöldi I Ögurhreppi og Snæfjallahreppi er innan við 50, og því ber samkvæmt lögum að sameina hreppana nágrannasveitarfélagi. Ef fleiri en 50% af þeim íbúum sem eru á kjörskrá greiða at- kvæöi gegn sameiningu er ekki heimild til sameiningar hreþpa. Það hefur því ekki enn verið tekin ákvörðun um hvaö beri að gera í málum hreþþannavið ísafjarðardjúp sem felldu sameiningartil- lögu nú um helgina. Engilbert Ingvarsson á Tyrðilsmýri í Snæfjallahreppi, formaður sameiningarnefnd- ar, sagði í samtali við Alþýðu- blaóið í gær að það kynni að vera að ekki hefði verið nógu markviss og skipuleg um- ræða um kosti þá sem sam- eining hreppanna hefði í för með sér. Taldi hann kostina tvímælalaust marga, og byðu þeir upp á nýskipan í sveitar- stjórnarmálum sem gæti leitt til lausnar ýmissa byggðar- mála. Engilbert sagði að héraðið væri stórt og strjál- býlt og fólk kannski hrætt við að fara út í svona stökkbreyt- ingu. Hann bjóst þó ekki við að sameining Ögurhrepps og Reykjarfjarðahrepps annars vegar og Snæfjallahrepps og Nauteyrarhrepps hins vegar, þannig að hrepparnir yrðu tveir, hlyti meiri hljómgrunn en sameining allra hrepp- anna. Heimshlaup 11. september HLAUPIÐ í ÞÁGII BARNA Sport Aid-samtökin standa fyrir heimshlaupi þann 11. september og er gert ráð fyrir að um 20—30 milljónir um allan heim taki þátt i hlaupinu. Markmið hlaupsins er að vekja athygli á slæmri aðstööu barna viða i heimin- um og safna fjármagni til að bæta úr því. Hlaupið verður ræst frá byggingu Samein- uðu þjóðanna i New York að viðstöddum 2 börnum frá hverju þátttökulandi. ís- lensku fulltrúarnir hafa ekki verið valdir enn, en gert er ráð fyrir 14 ára stelpu og strák sem talist geta verðugir fulltrúar íslenskrar æsku, og munu Rauði kross Islands og Frjálsiþróttasamband íslands sjá um skipulag og fram- kvæmd heimshlaupsins hér á landi. Heimshlaupið er ekki keppni heldur byggist á þátt- töku allra aldurshópa og geta þátttakendur hlaupið, skokk- að eða gengið 10 km, eða þá vegalengd sem þeim hentar. Gert er ráð fyrir aó um 80% af söfnuðu fjármagni renni til aðstoðar börnum utanlands og þá sérstaklega I jjróunar- löndunum, en 20% til innan- landsverkefna. Á íslandi mun söfnunarféð rennatil starf- semi Rauðakrosshússins í Tjarnargötu, til fíkniefnavarna ávettvangi barna og ungl- inga. Tekjuöflunin hér á landi mun fyrst og fremst fara fram meó sölu þátttökunúmera sem fengin verða hjá Sþort Aid-samtökunum I London. Valdar hafa verið um 23 borgir til þess að sjónvarpa beint frá hlaupinu og var Reykjavík ein af þeim borg- um sem urðu fyrir valinu. Markmiðið er að a.m.k. 15.000 manns taki þátt í hlauþinu hér á landi og er vonast til að bæði börn og fullorðnir leggi málefninu lið. Atvinnuástand í júlí Atvinnulausum fækkar I júli var minnsti fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga á yfirstandandi ári. Þá voru skráðir 11.300 atvinnuleysis- dagar á landinu öllu og hefur skráðum dögum fækkaö um eitt þúsund frá mánuðinum á undan. Þetta svarar til þess að 520 manns hafi að meðal- tali verið á atvinnuleysisskrá i mánuðinum. Skv. yfirliti vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytis- ins um atvinnuástand í júlí- mánuði voru skráðir 11.300 atvinnuleysisdagar á öllu landinu. Það jafngildir 0,4% af mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. Skráðum atvinnu- leysisdögum hefur fækkað um eitt þúsund frá mánuðin- um á undan, en ef miðað er við sama mánuö í fyrra hefur skráðum atvinnuleysisdögum hins vegar fjölgað um 2.200 og hlutfallslegt atvinnuleysi aukist um 0,1%. Atvinnuleysi meðal kvenna er enn sem fyrr töluvert meira en meðal karla, af 520 skráðum atvinnulausum í mánuðinum v'oru 367 konur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.