Alþýðublaðið - 16.08.1988, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 16.08.1988, Qupperneq 7
Þriðjudagur 16. ágúst 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir í LEIT AD VARAFORSETA Forsetaefni repúblikana, George Bush, er farinn að lit- ast um eftir varaforsetaefni, bæði meðal þekktra og óþekktra nafna. Oftast ber á góma fyrrverandi forseta- frambjóðendur, Robert Dole öldungadeildarþingmann og Jack Kemp úr fulltrúaráðs- deildinni. George Bush hefur því annan hátt á en mótfram- bjóðandinn Michael Dukakis, því Bush ætlar ekki aö til- kynna val sitt fyrr en á lands- þinginu, sem haldió verður um miðjan ágúst í New Orle- ans. Altalað er að mörg nöfn séu á lista Bush, um þaö bil fimmtán. Bush hefur útnefnt Ftobert M. Kimmitt, lögfræðing og fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, sem aðal„leitar- manninn". Kimmitt þessi er mikill vinur James Baker fjár- málaráðherra, sem nú hefur látið af störfum i ríkisstjórn Reagans, til þess að veita forstöðu kosningabaráttu George Bush. Þrír flokksmenn hafa verið nefndir sem möguleg varafor- setaefni og Joeir beðnir um upplýsingar um persónuleg- an bakgrunn. Þeir eru: Pete Domenici, meðlimur í öld- ungadeildinni, hann er frá New Mexico, John Sumunu, fylkisstjóri í New Hampshire, og Jack Kemp, meðlimur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. TVÆR KONUR Tvær konur eru á listanum, þær eru: Elizabeth H. Dole (eiginkona Roberts Dole öld- ungadeildarþingmanns frá Kansas) og Nancy Landon Kassebaum, sem einnig er öldungadeildarþingmaður frá Kansas. Auk þeirra sem hér hafa verið nefndir er sagt að á list- anum séu eftirfarandi: Willi- am Armstrong, þingmaður frá Colorado, John Danforth, þingmaður frá Missouri, Alan K. Simpson, þingmaður frá Wyoming, Carroll H. Camp- bell, fylkisstjóri frá South- Carolina, James R. Thomson, fylkisstjóri frá lllinois, Thom- as H. Kean, fylkisstjóri frá New Jersey, George Seuk- mejian, fylkisstóri frá Kaliforníu, Lamar Alexander, fyrrverandi fylkisstjóri frá Tennessee, Dick Thurnburgh, fyrrverandi fylkisstjóri frá Pennsylvaníu, nýlega út- nefndur dómsmálaráðherra. Fleiri nöfn hafa heyrst nefnd, þar á meðal núverandi öryggisráðgjafi Hvíta húss- ins, Colin Powell, þeldökkur lægra haldi í slíkum könnun- um gera. Þeir halda því fram, að þessar tölur muni taka stökkbreytingum eftir flokks- þingið í New Orleans. Sögu- leg skýrsla um skoðanakann- anir frá Gallup-stofnuninni sýnir fram á trúleg úrslit for- setakosninganna: Það hefur komið í Ijós, að allar götur síðan í forsetakosningunum 1952 hefur sá frambjóðand- inn komist í Hvíta húsið, sem hafði meirihluta i skoðana- könnunum fram að fyrra flokksþingi flokkanna tveggja. Við síðustu athugun Gall- up-stofnunarinnar, fyrir flokksþing demókrata í Atlanta á dögunum, reyndust líkurnar vera þessar: Dukakis 47 á móti 41 fyrir Bush. VINSÆLLI I MQSKVU Gagnstætt því sem áður var talið, að það væri repú- blikaninn George Bush sem ráðamenn í Moskvu væru hlynntir sem arftaka Ronalds Reagan í Hvíta húsinu, hall- ast sovéskir fréttaskýrendur æ meir að Dukakis, eftir því sem bandaríska stórblaðið Washington Post skýrði frá nýveriö. Talið er að það sé ekki síst yfirlýsing Dukakis um að hann sé andvigur stjörnu,- striðsáætlunum Reagans, SDI, sem menn austur þar eru ánægðirmeð. Þeim líst því á Dukakis sem kröftugt leiðtogaefni, sem komi til með að eiga meira sameigin- legt með Mikhail Gorbatsjof flokksleiðtoga í ýmsum áríö- andi málum í utanríkispólitík- inni. (Det fri Aktuelt) lnnan skamms mun flokkur repúblikana halda landsfund sinn — og þá fyrst mun George Bush til- kynna hvern hann hefur valið sem varaforsetaefni. Hann er enn að leita. George Bush er öruggur um að verða forsetaefni flokks repúblikana — hann vantar varaforseta- efni. yfirmaður í hernum. í skoðanakönnunum meðal kjósenda virðist Michael Dukakis njóta meiri vinsælda enn sem komið er og nú eru aðeins nokkrir dagar þar til landsfundur repúblikana- flokksins verður haldinn. Skoðanakönnun á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar NBC og Wall Street Journal bendir til, að forskot Dukakis hafi aukist eftir landsfund demókrataflokks- ins í Atlanta á dögunum. Hlutföllin voru: 51 prósent studdi Dukakis en 34 prósent Bush. Meðal óháðra kjósenda og svokallaðra Reagan-demó- krata, tveggja kjósendahópa sem samanlagt gætu skipt sköpum, eru hlutföllin fjórir á móti einum, Dukakis í hag. Einnig virðist Dukakis mun vinsælli meðal kjósenda af kvenkyninu, sem eru fleiri en karlkyns kjósendur. Hlutföllin á þeim vettvangi eru: Fimm- tíu og fjögur prósent kvenna segjast myndu kjósa Dukakis á móti tuttugu og fjórum pró- sentum, sem myndu kjósa Bush. Bush og samstarfsmenn hafa reynt að gera litið úr þessum skoðanakönnunum og segja þær marklausar, eins og flestir sem lúta í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.