Alþýðublaðið - 16.08.1988, Side 8
MMBWBMBIB
Þriöjudagur 16. ágúst 1988
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friöriksson skrifar Æ
Frumvarp um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði
GRÁI MARKAÐURINN LÝSTUR UPP
Stofnhlutabréf verði 10 milljónir.
Eigið fé verðbréfafyrirtœkja 1% að
lágmarki.
Eigið fé verðbréfasjóða 2% af inn-
lausnarverðmœti verðbréfa í sjóðnum
á hverjum tíma.
Komið í veg fyrir að „innherjar“ noti
trúnaðarupplýsingar til að ajla sér
skjótfengins gróða.
Möguleika á bindiskyldu við Seðla-
banka haldið opnum.
Eitt af þýdingarmestu mál-
unum sem stjórnvöld hyggj-
ast afgreiða með haustinu í
tengsium við efnahagsráö-
stafanir er margumtöluð lög-
gjöf um fjármagnsmarkaðinn
— gráa markaðinn eða
„ófreskjuna" eins og sumir
vilja nefna fyrirbærið.
Viðskiptaráðherra hefur
þegar greint frá þvi að unnið
hafi verið að smíði frumvarpa
um verðbréfaviðskipti og
veröbréfasjóöi, fjármögnunar-
leigur eða eignarleigu eins
og það er nú nefnt og svo um
afborgunarviðskipti og
greiðslukort. Öll eru þessi
mái mislangt á veg komin og
eftir að ná samstöðu um þau
milli stjórnarflokkanna.
Fátt ætti að geta komið í
veg fyrir aö frumvörpin líti
dagsins Ijós strax á haust-
dögum Alþingis. Tiigangur-
inn er margþættur enda eru
aðstæður í viðskiptalífinu og
á peningamarkaði nú allt
annars eðlis en áður og
stjórnvöld þurfa að gripa til
nýrra ráða til að hemja fyrir-
bærið, bæði til að auka jöfn-
uð á markaðnum og halda
uppi hagstjórn í landinu.
I hnotskurn er tilgangurinn
þriþættur: (1) Neytendavernd.
Þörf er á reglum um trygging-
ar fyrir starfsemi á fjár-
magnsmarkaði og um eftirlit
og upplýsingaskyldu. (2) Hag-
stjórn. Til aö stuðla að mark-
vissari hagstjórn þarf að
tryggja að ákvarðanir um
lánastarfsemi taki jafnt til
allra aðila sem starfa á lána-
markaðnum. (3) Jafnræði. Að
sjálfsögðu þykir ekki tækt
annað en að samskonar eða
náskyld fjármálastarfsemi líti
sambærilegum reglum. Þeir
sem standa aö smíði þessara
reglna hafa það helst að leið-
arljósi að tryggja hag þeirra
sem spara hjá verðbréfasjóð-
unum.
Fyrstu lög um verðbréfa-
miðlun voru sett árið 1986.
Frá þeim tíma hafa alls 37
einstaklingar fengið leyfi til
verðbréfamiðlunar sem þeir
ýmist stunda i eigin nafni
eða á vegum fjármálastofn-
ana. Þá eru það verðbréfa-
sjóðirnir. Starfsemi þeirra
hófst árið 1985 og felst hlut-
verk þeirra í að festa fé í
blöndu mismunandi verð-
bréfa og selja hlutdeildar-
skírteini í sjóðnum til
almennings. Um siðustu ára-
mót voru 13 verðbréfasjóðir
starfandi hérlendis. Stærstu
fyrirtækin á þessu sviði
munu vera Kaupþing, Fjár-
festingarfélagið og Verð-
bréfamarkaður Iðnaðarbank-
ans.
í umræðum um þessi mál
ber enginn brigður á að þessi
fjármálastarfsemi hafið stuðl-
að að auknum sparnaði í
landinu og mun ætlunin ekki
vera að kæfa þennan vaxtar-
sprota í efnahagslífinu, en
það ber að girða fyrir hæpin
viðskipti með verðbréf og
setja sömu reglur yfir fyrir-
bærið og gilda innan við-
skiptabankanna og hjá spari-
sjóðum.
í árslok 1987 voru eignir
verðbréfasjóða samtals
metnar 3,6 milljarðar og
höfðu aukist úr 1,2 milljörð-
um á einu ári. Langstærstur
hluti verðbréfaeignarinnar
liggur i bréfum með fast-
eignaveði.
LÁGMARKSHLUTAFÉ
10 MILUÓNIR
í undirbúningi lagafrum-
varps um veröbréfaviöskiptin,
sem kynnt verður innan
stjórnarflokkanna á næst-
unni, er lagt til að skilyrði fyr-
ir stofnun verðbréfafyrirtækja
verði að þau séu hlutafélög
með innborguðu hlutafé að
fjárhæð a.m.k. 10 milljónir.
Mega fyrirtækin taka að sér
að veita almenna sölutrygg-
ingu á markaðsverðbréfum
og hafa heimild til að reka
verðbréfasjóði. Þrátt fyrir
ákvæði um 10 milljóna kr.
stofnhlutafé og önnur skil-
yrði eiga viðskiptabankar og
sparisjóðir áfram að geta
starfrækt verðbréfafyrirtæki.
Þau verða öll að skuldbinda
sig til að veita Seðlabankan-
um upplýsingar um rekstur
sinn og viðskipti vegna eftir-
lits bankans með þessari
starfsemi.
EIGIÐ FÉ 1%
Lágmarks eigið fé verð-
bréfafyrirtækja er nú sett að
skilyrði skv. hugmyndum
þeirra sem að lagafrumvarp-
inu hafa unnið. Verður öllum
fyrirtækjum á þessu sviði
óheimilt að reka verðbréfa-
sjóð nema eigið fé þess
nemi a.m.k. 1% af höfuðstól
sjóðsins eða samanlögðum
höfuðstól þeirra verðbréfa-
sjóða, sem fyrirtækið rekur,
og verðbréfafyrirtækjum verði
ekki heimilt að taka að sér
sölutryggingar verðbréfa fyrir
hærri upphæð en nemur 20-
földu eigin fé fyrirtækisins.
Mikilvægt ákvæöi mun fel-
ast í frumvarpsdrögunum þar
sem stefnt er að því að
tryggja vandaðan undirbún-
ing á útgáfu og sölu mark-
aösverðbréfa annarra en ríkis-
skuldabréfa og ríkisvíxla. Er
slík útgáfa þá aðeins heimil-
uð með milligöngu verðbréfa-
fyrirtækja og skal fyrirtækið
tilkynna markaðsútgáfu verð-
bréfa til Seðlabankans ekki
síðar en viku fyrir upphaf
sölu ásamt upplýsingum um
öll helstu einkenni bréfanna.
Við lok sölu eða í lok hvers
ársfjóröungs eiga fyrirtækin
að tilkynna Seðlabankanum
um heildarsölu bréfa í flokkn-
um og ennfremur um úti-
standandi eftirstöðvar í lok
hvers árs.
Þá er sérstakt ákvæði um
að verðbréfafyrirtæki setji
tryggingu fyrirtjóni sem þau
kunna að baka viðskiptavin-
um sínum. Þá verða fyrirtæk-
in skyld til að senda við-
skiptavinunum skilgreiningar
yfir þau viðskipti sem hafa
átt sér stað fyrir þeirra reikn-
ing. Einnig verða að likindum
ákvæði í lögunum sem
tryggja hag viðskiptavina
verðbréfafyrirtækja, að því
leyti, að þeir fái fyrirfram
upplýsingar um þá þóknun,
sem fyrirtækið tekur fyrir
þjónustu slna. Þá er strang-
lega tekið fyrir það að fyrir-
tækin geti sammælst um
gjaldskrá fyrir veitta þjón-
ustu.
SJOÐIR STANDI SÉR
Sérstakir lagakaflar verða
settir um verðbréfasjóði og
mun bankaeftirlit Seðlabank-
ans hafa eftirlit með og halda
sérstaka skrá yfir sjóðina.
Verða sett skýr ákvæði um
að eignum verðbréfasjóða
beri að halda aðgreindum frá
eignum verðbréfafyrirtækja
er reka sjóðina, sem er i
samræmi við þá stefnu að
hver verðbréfasjóður sé sjálf-
stætt hlutafélag.
Verðbréfafyrirtæki eiga
ætíð að kappkosta að sjóðir í
þeirra umsjá hafi yfir að ráða
lausu fé til að geta innt af
hendi greiðsluskuldbindingar
sínar og á lausaféð að nema
að lágmarki 2% af innlausn-
arverðmæti verðbréfa í sjóðn-
um á hverjum tíma.
BINDISKYLDA?
Forstöðumenn verðbréfa-
fyrirtækja hafa lýst því yfir að
hvergi í heiminum fyrirfinnist
reglur um bindiskyldu slíkra
fyrirtækja. Frumvarpshöfund-
ar leggja heldur ekki út á þá
braut en halda möguléikan-
um opnun. Ákvæði frum-
varpsins segir að ráðherra
geti heimilað Seðlabanka að
láta sömu reglur gilda um
verðbréfafyrirtæki og -sjóði
að því er varðar bundiö fé og
settar eru innlánsstofnunum.
Þá verður verðbréfafyrir-
tækjum óheimilt að taka önn-
ur lán í nafni verðbréfasjóðs
en skammtímalán til að inn-
leysa bréf eða eignir sjóðsins
og slík lán mega aðeins fara
upp að 20% hlut í eignum
sjóðsins. Þá verður óheimilt
að fjárfesta meira en 5% af
eignum sjóðs í bréfum sem
útgefin eru af einum skuldara
eða í hlutabréfum fyrirtækja.
Á þessu eru þó undantekn-
ingar varðandi verðbréf með
ríkisábyrgð og önnur örugg
bréf sem verslað er með á
Verðbréfaþingi íslands. Þá
má verðbréfasjóður aldrei
eiga meira en 10% hlutabréfa
í einu félagi.
Ekki má fjárfesta eigur
verðbréfasjóðs í fasteignum
skv. frumvarpinu, en sjóði
mun þó verða gert heimilt að
yfirtaka fasteignir til að
tryggja fullnustu kröfu, er
hann kann að eiga. Miða
þessar reglur að því að
tryggja áhættudreifingu verð-
bréfasjóða.
Sérstök ákvæði þarf einnig
að lögfesta til að fyrirbyggja
svokölluð „innherjaviðskipti"
(insider-trading nefnt í
erlendu fjármálalífi) þar sem
komið er í veg fyrir að menn
noti sér trúnaðarúpplýsingar
til að afla sér skjótfengins
gróða.