Tíminn - 01.11.1967, Blaðsíða 9
MIÐVnCUDAGUR 1. nóvember Í9G7.
9
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURiNN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórannn
Þórairmsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrdi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug
lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur > Gddu
húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastræti 7 Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur
sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — t
iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f
Strípaðir loddarar
Stuðningsflokkar ríkisstjornarinnar, ráðherrar henn-_
ar og öll „viðreisnin“ standa í dag frammi fyrir þjóðinni
sem strípaðir loddarar. Síðasta dulan, sem þeir reyndu
að skýla blekkingum sínum með, er fallin. Kosninga-
skrumaramir, sem ekki víluðu fyrir sér að vinna skemmd
arverk á efnahag þjóðarinnar og bæta gráu ofan á svart
til þess að reyna að halda völdum. hafa nú orðið að koma
til dyranna dululausir. Þeir sógðu fyrir ári, að „við-
reisnin" hefði tekizt. Að vísu gæfi svolítið á bátinn sem
snöggvast, en þeir kynnu örugg ráð við því og gáfu út
svonefnd verðstöðvunarlög, sem leysa mundu þennan
smávanda, og á eftir mundi þjóðarbúskapurinn standa
í enn meiri blóma en nokkru sinni fyrr ef þjóðin veitti
þeim völdin áfram.
Framsóknarmenn bentu hiKlaust á, að „viðreisnin“
hefði stefnt þjóðarbúskapnum i fullkomið öngþveiti, og
,,verðstöðvunarlögin“ væru aðeins sýndarleikur, blekk-
ingaplagg, til þess gert að fe!a verðhækkanir fram yfir
fcosningar, en síðan fengi þjóðin að borga þessar verð-
hæfckanir á eftir með ærnum vöxtum. Þeir bentu á, að
„verðstöðvunarlögin“ væru einmg sýndarplagg eitt, að
því leyti, að allar þær verðstöðvunarheimildir, sem þar
væri að finna, væra fyrir 1 verðlagslögunum frá 1960,
og stjórnin hefði því haft þessar heimildir í sjö ár og
getað beitt þeim til þess að hafa hemil á verðbólgu, ef
hún hefði haft vilja og dug til Á þetta benti Ólafur
Jóhannesson t.d. skýrt í sjónvarpsviðtalinu við viðskipta-
málaráðherra.
Nú hefur það gerzt, aS ríkisstjórr.in hefur orðið að
játa á sig báðar þessar meginblekkingar kosninganna,
bæði í orði og verki. Þegar hún lagði fram fjárlagafrum-
varpið, skellti á verðhækkunum og boðaði nýjar álögur,
sem nema 750—800 milljónum króna, án þess að þaö
fé gangi í nokkru til þess að rétta hlut atvinnuveganna,
var hún að rétta kjósendum Kosningareikninginn og játa
á sig feluleikinn frá mánuðunum fyrir kosningarnar.
Og í gær, þegar gildistímí „verðstöðvunarlaganna"
rann út, og ríkisstjórnin gaf út tilskipun um sams konar
verðstöðvun áfram, en nú aðeins eftir lögunum frá 1960,
þá var hún að játa á sig blekkmgu „verðstöðvunarlag-
anna", og þannig féll síðari dulan. Nú sjá menn, að þeirra
laga var alls engin þörf. Þau höfðu ekki annan tilgang
en að kasta ryki í augu fólks fram yfir kosningar.
Ríkisstjórnin hefur nú með tvennum og eftirminni-
legum hætti skjalfest hressilega blekkingar sínar og
ósannindi í kosningabaráttunm, en sannað, að Fram-
sóknarmenn sögðu þjóðinni satt fyrir kosningar- Þá köll-
uðu stjórnarflokkarnir þann málflutning vol og víl, hrun-
söng, barlóm og sitthvað fleira. „Og sem betur fer
trúði þjóðin þeim ekki“, hafð’ Morgunblaðið eftir tas-
vígum fylgismanni sínum eftir kosningarnar.
Því miður tókust þessar ölekkingar stjórnarflokk-
anna allt of vel. Þjóðin lagði trúnað á þær og fól loddur-
unum völdin áfram. Nú sýpur hún seyðið af því og
loddararnir svíkjast sannarlega ekki um að láta þetta
bitna á henni, gæta þess meira að segja vel, að fólk,
sem þeir hafa minnsta velþóknun á — fátækustu heimilin
og barnflestu fjölskyldurnar \ tái að greiða bróðúr-
partinn af sjónhverfingareiknmgnum. Því „réttlæti“
reynir ríkisstjórnin að fullnægja, þó að gríma hennar
sé nú fallin og hún standi uppvís að dýrustu kosninga-
blekkingum ,sem þjóðin hefur nokkru sinni verið beitt.
iwwmr, iinjffnAH
HENRY BRANDON:
Bandaríkjamenn viröast heldur
vinna á í Vietnamstyrjöldinni
En „félagslegar breytingar og umbætur eru eina vopnið, sem unnið
getur á kommúnistum".
Saigon, laugardag 21. október.
ÞRIGGJA vikna dvöl mín
hér í Vietnam hefir í senn vak
ið hjá mér eftirvæntingu, undr
un og ugg. Ég kom hér síð-
ast árið 1953, þegar Banda-
rtíkjamenn háfðu afar hægt
um sig í heiminum. Nú set-
ur Bandardkjamaðurinn svip
sinn á heiminn hrvarvetna.
Hann er nálega alls staðar og
hann hefir breytt svip Viet-
nam. En hefir hann breytt hug
þjóðarinmar?
Bandaríkjamemn haf-a orðið
fyrir vombrigðum með þá
sannfæringu sína, að ef hinni
miáttugu stríðsvél þeirra væri
Meypt af stað hlyti hún að
þjarma svo að óvininum, að
hann gæfist upp. Nú er reynt
að bæta þessa oftrú upp og
ýmsar vanrækslur, einkum þó
brýna eflingu hers Suður-Viet
nama. En dýrmætur tími fór til
spillis og óþolinmæðin setur
svip sinn á almenningsálitið í
Bandaríkjunum.
Eðli þessarar sérstöbu styrj
aldar stingur einna mest íí
augu, þar sem ekki er _um
neina víglinu að ræða. Óvin
urinn er alls staðar og hvergi.
Þyí næst er sá annmarki, að
margir yifirmenn, bæði í her og.
við borgaralega aðstoð, dveija
hér aðeins eitt ár. Þetta er
skammur frestur til frama og
það kemur stundum niður á
mákvæmminni.
ÞÁ oer nobbuð á hibi manna
við að segja yfirmönnum sín-
um allan sannleikann, eins og
hann kemur þeim fyrir sjónir.
Þessa gætir meira að segja hjá
ungum mönnum og fljóthuga.
Ég lærði að meta hreinskiilni
eins þessarra manna og hann
sagði við mig: „Þegar ég er til
dæmis spurður um mat mitt á
frammistöðu hers Suður-Viet
nama dreg ég úr orðum miiinum
og iæt undan hinni almennu
hneigð tii góðgirni.“
Hér skiptast Bandaríkjamenn
ekki í „hauika“ og „dúfur“.
Til eru að vísu þeir, sem halda,
að einmitt nú ætti að beita
öllum mögulegum þunga gegn
óvininum. Þeir trúa, að hann
„finni veruiega til“, eins og
sagt er, og það kunni að lama
baráttukjark hans og knýja
haun að samninagborðinu.
En hinna gætir einniig, sem
telja þetta Mekkingu einá og
mest ríði á þolinmæði óg þraut
segju. Þeir eru sannfærðir um,
að þetta verði langvinn bar-
átta. Þeir, sem vilja að Banda
ríkjamenn hverfi á braut, fyrir
finnast naumast.
ABRAMS hershöfðingi, að-
stoðarmaður Westmoreiands
hershöfðingja, lét í ljós við
mig mjög skynsamlegt og senni
legt álit á ástandinu. Hann
hefir ekki haft sig mikið í
frammi í orði síðan að hann
kom hingað í maá í vor, en
kynnt sér máli þess betur og
hneigist ekki til ótímabærrar
bjartsýni af hentisemi.
Hann sagði, að meginafli '
HO C'HI MINH
óvinarins væri „í rénun“. Hann
bjóst ekki við neinum meiri
háttar breytingum á hernaðar-
ástandinu næstu mánuði, en
gerir sér vonir um, að unnt
verði að herða sóknina gegn
her NorðurlVietnama á svæði
Þriðja hersins, umhverfis Saig
on, og knýja hann til undan-
halds inn í Laos.
Abrams hershöfðingi leggur
aMt kapp á að giíma vi'ð þann
erfiða vanda, að bæta bardaga
hæfni hers Suður-Vietnama svo
að hann geti gegnt mikilvægu
hlutverki við að brjóta grunn
inn undan óvinunum í þorpun
um. „Ég held ekki, að drepa
þurfi alit fóikið, sem styður ó-
vinina í þorpunum," sagði
hann. „En ég vona, að þegar
það gerir sér grein fyrir svik
unum og vonleysi þess, að
haida styrjöldinni áfram, hætti
það að minnsta kosti a® aðstoða
óvinina og ala önn fyrir þeim.
Fyrri grein
Okkur miðar fram. Óvinur
inn virðist ekki vifja leggja í
hættu mikið lið, eins og hann
gerði hér áður, og hvað okkur
sjálfa snertir, þá erum við að
komast upp á lag með að bera
hærra hllut af honum í hans
eigin leik, skæruhernaðinum.
Ég vil ekki leiða getum að því
hve langan tkna taki a® sigra
í þessari styr jöld. En ég er von-
góður, enda verður maður að
trúa að manni miði áfram ef
nokbuð á að ganga.“ Ég leit
svo á, að Abrams hershöfðingi
bæri gott og glöggt skyn á,
bvers með þyrfti.
v
EIN meginskyssa Hanoi-
manna var að stefna að hern
aðarlegu rothöggi árið 1965, þeg
ar Bandaríkjamenn hófu hina
mikiu eflingu hers síns. Þá
báru íhaidsaflin sigurorð af
forsætisrá'ðherranum, utanrík
isráðuneytinu og leyniþjónust
unni og réðu því, að steif'nt var
að skjótum hernaðarsigri í
stað þess að treysta á hefð-
■MH »li————i—
bundnar aðferðir Kínverja í
frelsisstyrjöldum. Þetta hafði
í för með sér sendingu 250 þús-
und manns úr her Norður-Viet
naima suður á bóginn. Nú er
svo komið, a® baráttan í styrj
öldinni hvílir að mestu á her
Norður-Vietnama, ef undan eru
skildir óshó'knar Mekong, en
þeir eru enn umráðasvæði Viet
Cong.
Hið umfangsmikla framí-
grip oandaríska hersins eyði-
lagði áætlunina um hernaðar-
lega rothöggið og Norður-Viet
namar hafa orðið að leggja
meira og meira undir til þess
að hailda í horfinu. Hjá Viet
Gong gætir nokkurrar gremju
í garð hers Norður-Vietnama,
rétt eins og hermenn í her Suð
ur-Vietn-aim, eru afbrýðisamir
gagnvart Báhdaríkjamönnum
vegna þess, hve miklu betur
er að þeim búið.
í vikunni sem leið var farið
með mig til fallegs veitinga-
staðar um 10 mílur frá Saigon,
þar sem engir venja komur
sínar nema innlendir menn.
Umhverfis veitingahúsið var
tjörn með fiskum og þar bar
allt eðlilegan svip umhverfis
ins. En í stað ^agurs tunglskins
ins kom birtan frá mMjón-
kerta Mysum, sem flaugvélar
á næturvörzlu vörpuðu í sí-
fellu niður til þess að auð-
velda þeim verk sitt, sem gæta
áttu öryggis í nágrenninu.
Fyrir sex mánuðum var hættu
legt að fara þarna út fyrir
Mna þéttu byggð. Nú er það
talið hættulaust. Þetta eru
framfari, en víðast byggjast
fraimfarir í friðun einungis á
nærveru bandarísks hers.
NOKKUÐ verður ágengt í
þjiálfun byltingarsinnaðra þró-
unarerindreka, en henni stjórn
ar major einn, sem áður barð
ist með Viet Minh gegn Frökk
um, en er nú hvorki kommún
isti né yfir sig hrifinn af stjórn
þeirra Thieus og Kys. Hann
hefir ekki trú á, að yfirvöldin í
Saigon get’ ráðið neinu veru-
legu um gang styrjaldarinnar,
en stendur á því fastar en fót-
unum, að félagslegar breyting
ar og umbætur séu eina vopnið,
sem unnið geti á kommúnist-
um,
Friðun þorpa virðist aftur á
móti varla vera annað en sef
andi lytf. 1100 smáþorp átti að
friða á árinu 1967, en 60%
þeirra eru á svæðum, sem bar
izt er um. Helzt þykja horfur
á, að framkvæmd friðunarinnar
megi teljast vel takast ef bú
ið verði að friða 25 þeirra í
febrúar í vetur.
Sú aætlun, sem nú er á prjón
unum, ætti þó að reyna veru-
lega á ágæti friðunarinnar. Mér
skilst, að bandarískar herdeild |
ir æt'li eftir nokkrar vikur að 1
hverfa á burt frá Gia Dinh, B
héraðinu umhverfis Saigon. V
Vernd þess verður þá falin her B
Suður-Vietnam og sveitum |
heimamanna. |
Bandarísku hersveitirnar eiga |
Framhald á bls. 15 ®
.....— I