Alþýðublaðið - 21.09.1988, Side 5

Alþýðublaðið - 21.09.1988, Side 5
Miövikudagur 21. september 1988 5 FRETTASKYRING eftir Kristján Þorvaldsson Tilraun Steingríms til myndunar vinstristjórnar gaeti fætt af sér ýmsa aöra óvænta möguleika. Stjórnarmyndunarviðrœður KRÓKALEIÐIR TIL VINSTRI Himinn og jörð myndu ekki farast þótt Steingrími tækist ekki að mynda vinstri stjórn. í ölium flokkunum sem ræða þennan möguleika eru efa- semdamenn sem telja óger- legt að koma „villta vinstr- inu“ saman við rikjandi aðstæður. Samhliða opinber- um stjórnarmyndunarviðræð- um eru því í gangi könnunar- viðræður, sem jafnvel frekar geta leitt til myndunar stjórn- ar en sá möguleiki sem ræddur er fyrir opnum tjöldum. KVENNALISTINN ÁHUGALAUS í gærmorgun átti Stein- grímur fund meö fulltrúum Kvennalistans, þeim Kristinu Halldórsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur. Þar ítrekuöu þær viljayfirlýsingu Kvenna- listans um þjóðstjórn og kosningar fljótlega. Afneit- unin gerir strax möguleikana á meirihlutastjórn til vinstri vió miðju, aö óskhyggju fremuren raunhæfum mögu- leika. Þátttökuleysi Kvennalist- ans kemur þó ekki á óvart. Líklega eru þær eini stjórn- málaflokkurinn um þessar mundir sem treystir sér í kosningar í Ijósi niðurstööu skoðanakannana. Aö segja nei, þegar á hólminn er komiö er heldur ekki neitt nýtt í fari Kvennalistans. VEIKT BAKLAND ÓLAFS RAGNARS Það fer hins vegar ekki á milli mála aö Alþýðubanda- lagiö taldi fýsilegan kost að reyna aö fá Kvennalistann með. Flokkurinn er enn brota- kenndur þótt opinberlega hafi veriö látið af innbyröis illindum. Þaö að taka kvennó með heföi gert kjósendum erfiðara fyrir meö aö snúa enn bakinu viö Alþýðubanda- laginu. Spurningin um hvort menn ætli eða ætli ekki að mynda vinstristjórn er því ekki komin á neitt háalvarlegt stig ennþá. Menn hafa einungis skipst á blíðuhótum og brosað framan í hvor annan eftir því sem geð og aðstæð- ur hafa boðið upp á. Þannig munu ýmsir t.d. taka mátu- lega alvarlega umleitunum Ólafs Ragnars Grímssonar, sem þykir ekki hafa allt of tryggt bakland. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa m.a. Ásmundur og verkalýðsarmurinn komið þeim skilaboðum til hans, að hann hafi ekki umboð þeirra til að tala á neinn afgerandi hátt um þátttöku Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn. Til að fá skýrari línur voru í gær viðræður þvers og kruss á milli forystumanna Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokksins. Þannig munu t.d. Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafa átt langan fund. Það þykir m.a. sýna að ekki sé fulltreyst á bakland Ólafs Ragnars Grlmssonar, en hann átti auðvitað lika i við- ræðum við forystumenn Al- þýðuflokks og Framsóknar. VIÐREISN BLUNDAR í MÖNNUM Steingrimur boðaöi síðan fulltrúa allra flokkana til fundar i sjávarútvegsráðu- neytinu klukkan fjögur í gær, þ.e. Framsóknar, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Eftir fundina í gær eru menn orðnir enn sannfærðari um að stjórnarmyndun takist ekki einn, tveir og þrír, jafnvel þótt brýnt sé að einhvers- konar samkomulag liggi fyrir strax í lok vikunnar þar sem verðstöðvun og launafryst- ingin renna út um mánaða- mótin. Viðreisn endurlífguð með Borgaraflokki og fleiri mögu- leikar sem um helgina þóttu langsóttir hafa því komið æ meir inn í umræðuna, jafn- framt því sem Alþýðuflokks- menn og Framsóknarmenn eru taldir ræða flóknari möguleika á vinstristjórn. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hefur sá möguleiki t.d. verið ræddur baksviðs, að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag reyni að laða einstaka þingmenn sem tilheyra Borgaraflokknum til sín. Þau Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir og Óli Þ. Guð- bjartsson hafa veriö nefnd í þessu sambandi. Meö því að höggva skarð f raðir Borgara- flokksmanna og ef Framsókn tekst að lokka Stefán Val- geirsson til sín þá tækist að mynda vinstristjórn með meirihluta á þingi án þátt- töku Kvennalistans. I DV i gær sagði Albert Guðmundsson tæpitungu- laust þá skoðun sína að ný viðreisn með þátttöku Borg- araflokksins væri sterkasta stjórnin. Sterk öfl innan Sjálf- stæðisflokksins eru einnig sömu skoðunar. Leióarahöf- undur Morgunblaðsins og Matthías Á. Mathiesen biðl- uðu m.a. til Alþýðuflokksins í gær og innan Alþýðuflokks- ins eru einnig til menn sömu skoðunar. FRAMSÓKN OPIN FYRIR ÖLLUM Viðreisnin gæti þó aldrei orðið fyrr en sýnt væri að önnur mynstur væru úti- lokuð, a.m.k. gagnvart al- menningi yrði að líta svo út. Framsóknarmenn munu einn- ig meðvitaðir um þá skringi- legu stöðu sem gæti komið upp, að óumflýjanlegt væri að ganga til sængur með Sjálfstæðisflokknum og Borgaraflokknum. Stein- grímur hefur heldur ekki úti- lokað neitt. Það er ekki hans still, né Framsóknarflokksins sem stundum er sagðurhinn pólitíski armur SÍS, sem hafi það eitt að markmiði að vera í ríkisstjórn og veita Sam- bandinu öryggi og umhyggju.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.