Alþýðublaðið - 21.09.1988, Síða 8

Alþýðublaðið - 21.09.1988, Síða 8
Hverjir íslenskt iþróttafólk tekur þátt í fimm iþróttagreinum á 24. ólympiuleikunum i Seoul 17. september til 2. október, frjálsum íþróttum, sundi, handknattleik, siglingum og júdó. Keppni okkar manna er þegar hafin í sundi, sigling- um og handknattleik. Þeir Gunnlaugur Jónasson og ísleifur Friðriksson hafa hafið keppni í siglingum á svo kölluðum „470“ bát og fóru rólega af stað á fyrsta degi, voru í 24. sæti af þeim 28 áhöfnum sem halda áfram keppni. Gunnlaugur og ísleif- ur eru frumkvöðlar á sínu sviði og hefur áreiðanlega enginn ætlast til mikils árangurs af þeim, heldur gildir hér hið fornkveðna, að aðalatriöið sé ekki að vinna, heldur taka þátt. Við sendum alls 6 kepp- endur í sundið, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Arnþór Ragnars- son, Bryndísi Ólafsdóttur, Magnús Má Ólafsson, Ragnar Guðmundsson og Ragnheiði Runólfsdóttur. Helst er það Eðvarð sem talinn er geta komið á óvart, en hans fyrsta sund verður í kvöld er hann keppir i undanrásum 200 metra baksunds, eftir að Magnús hefur keppt í 100 metra skriðsundi. Þegar hafa synt Bryndis Ólafsdóttir í 100 og 200 metra sundi, Magnús í 200 metra skriðsundi, Arn- þór í 100 metra bringusundi og Ragnheiður í 200 metra bringusundi. Árangurinn hingað til hefur ekki vakiö of mikla hrifningu, þótt vænt- ingar séu ekki miklar. Arnþór var þó nálægt sínu besta í 100 metra bringusundi og Bryndís í 100 metra skrið- sundi, en í öðrum sundum voru okkar keppendur nokkuð frá sínu besta meö tilheyrandi vonbrigðum. í kvöld munu allraaugu hins vegar mæna á Eðvarð. I morgun hófst leikur landsliðs okkar í handknatt- leik við Alsír. Verður að vona að betur gangi í þeim leik en í leiknum gegn Bandaríkja- mönnum! Fyrri hálfleikur okkar manna var vægast sagt hörmulegur, en reyndar er út af fyrir sig skiljanlegt að erfitt hafi verið að komast í gang þegar andstæðingurinn lék sem hann gerði. Fyrstu 40 mínúturnar voru það aðal- lega Þorgils Óttar og Einar markmaður sem eitthvað sýndu af sinni eðlilegu getu. Mörkin komu þá helst af línu og úr hraðaupphlaupum, það • sást varla langskot og horna- mennirnir týndust gjörsam- lega. Þótt vel hafi gengið slð- asta þriðjung leiksins þá stendur eftir, að lykilmenn á borð við Alfreð Gíslason og Sigurð Gunnarsson verða aldeilis að fara að vakna til lífsins ef „viðunandi" árangur á að nást. En þótt menn gefi Miðvikudagur 21. september 1988 FRETTASKYRING Friörik Þór Guðmundsson skrifar Olympíuleikarnir í Seoul eru möguleikar okkar fólks? Möguleika á verðlaunasœti er að finna í handknattleik, spjótkasti og júdó. Einar er okkar bjartasta von með fjórða besta heimsárangurinn í spjótkasti í ár. sér að það gerist þá er greini- legt að sum liðin eru það sterk að óþarfi sé að gera sér minnstu vonir um verðlauna- sæti. Hinu veröur ekki neitað að árangur íslenska landsliðsins í handknattleik hefurverið glæsilegur undanfarin ár og möguleikarnir eru fyrir hendi — ef bókstaflega allt gengur upp í Seoul. Um leið er Ijóst að allt þarf aö ganga hár- nákvæmt upp hjá Bjarna Friðrikssyni ef hann á að endurtaka afrek sitt frá Los Angeles 1984, er hann hlaut bronsið I sínum þyngdar- flokki I júdó. Nú verður sam- keppnin öllu harðari með til- komu þeirra ríkja sem huns- uðu leikana I L.A. fyrir fjórum árum. Þriðji möguleiki okkar á verðlaunapeningi er góð frammistaða Einars Vil- hjálmssonar I spjótkasti. Sá möguleiki er um leið sá raun- hæfasti. Einar er I hópi allra bestu spjótkastara heims. Hann á fjórða besta árangurinn I ár (Miðað við 3. ágúst), með 84,66 metra, en aðeins Zeleny frá Tékkóslóvakíu (86,88), Tafelmeijer frá V-Þýskalandi (85,96) og Korjus frá Finnlandi (85,14) hafa kastað lengra I ár. Um leið er Einar sá sjöundi besti í heiminum á afrekalistanum. Telja verður líklegt að ef Einari tekst að bæta árangur sinn, kasta yfir 85 metra, þá sé verðlaunasæti hans. Eins metra viðbót og t.d. bronsið ekki fjarri lagi! Sigurður Einarsson er hins vegar fyrst og fremst með I Seoul til að vera með en ekki vinna. Hans besti árangur er 84,80 metrar, sem er harla gott og hefði I ár orðið 20. besta kastið. í spjótkasti keppir sömuleiðis íris Grönfeldt. Hennar lengsta kast er 62,04 metrar, sem hún kastaði I ár og bætti fyrri árangur sinn um leið um nær 3 metra. Hún á hins vegar vió greinilegt ofur- efli að etja. Yfirburöamann- eskja í greininni er Felke frá A-Þýskalandi, heimsmet hennar er 78,90 metrar og hennar besti árangur I ár 78,14 metrar. Fjórar aðrar konur hafa kastað yfir 70 metra í ár og alls 16 konur yfir 66 metra. Tveir íslendingar taka þátt I kringlukasti, þeir Vésteinn Hafsteinsson og Eggert Bogason. Besti árangur Vésteins hingað til er ís- landsmet hans frá því I júlí fyrir 5 árum, 65,60 metrar og I ár jafnaði hann metið. Hins vegar kastaöi hann 67,20 metra I fyrra, en það var dæmt ógilt vegna smæðar vallarins. Vésteinn er ótvírætt I sókn um þessar mundir og hann ætlar sér vafalaust að bæta upp fyrir ófarirnar I Los Angeles 1984, er hann féll á lyfjaprófi. En mannavalið ( kringlukastinu er mikið og möguleikar Vésteins á verð- launasæti verða að teljast mjög litlir. íslandsmet hans er þó 19. besta kastið í heim- inum í ár og ef ógilda kastið hefði komið í ár og verið samþykkt væri Vésteinn á sama hátt í 8.-9. sæti og slíkt kast gæti dugað honum langt, enda hafa kriglukast- arar ekki náð hróplega góðum árangri í ár, aðeins Ubartas frá Sovétríkjunum hefur tekist að skríða yfir 70 metrana. Heimsmetið er hins vegar 74,08 metrar, sett af Schult frá A-Þýskalandi 1986, en hans lengsta kast I ár er „aðeins“ 69,80 metrar. Eggert Bogason á lengst 63,64 metra. Hann á því enn eftir tæpa 7 metra I það sem best gerist I heiminum I ár og veröur að teljast ólíklegt að hann setji mark sitt á leikana á afgerandi hátt, öðru vísi en aö vera þjóð sinni til sóma með því einfaldlega að bæta eigið met. I kúluvarpi keppur Pétur Guðmundsson. Hans besti árangur hingað til er 20,03 metrar og vantar hann því enn rúman metra til að bæta íslandsmet Hreins Halldórs- sonar frá 1977, sem er 21,09 metrar. Heimsmetið I grein- inni á A-Þjóðverjinn Timmer- mann, 23,06 metra og var það sett I ár. Álls hafa 12 menn varpað 22 metra og meira I gegnum tíðina, en þeim árangri hafa þrír menn náð I ár, auk Timmermanns þeir Beyre samlandi hans og Barnes frá Bandaríkjunum. Ef Pétri tekst að bæta árangur sinn um hálfan metra væri hann kominn I hóp 20 bestu manna ársins og er varla við því að búast að hann fram- kvæmi betri „kraftaverk'1 en það. Hins vegar er athyglis- vert að ef nú 11 ára gamalt íslandsmet Hreins hefði verið sett í dag samsvaraði það 8. besta árangri einstaklinga i ár! Með öðrum orðum væri Hreinn I svipaðri stöðu og Einar Vilhjálmsson miðað við árangur manna I ár I kúlu- varpi. í ár hafa heldur ekki margir hlaupið hraðar en Oddur Sigurðsson geröi I 400 metra hlaupi í Austin árið 1984! Þá er hvað frjálsu íþrótt- irnar varðar aðeins eftir að minnast á Helgu Halldórs- dóttur, sem keppir I 400 metra grindahlaupi. Hún setti glæsilegt íslandsmet I grein- inni I Los Angeles I byrjun þessa mánaðar, hljóp vega- lengdina á 56,54 sekúndum og bætti fyrra met sitt um heila sekúndu. Á fimm árum hefur hún þá bætt árangur sinn um rúmlega 5 sekúndur eða sekúndu á ári að meðal- tali. Við skulum vona að sekúnda ársins hafi ekki komiö i Los Angeles ein- göngu helduröðlist henni að taka fyrirfram út sekúndu næsta árs! Heimsmetið I greininni er 52,94 sekúndur, sett af Stepanovu frá Sovét- ríkjunum árið 1986 og á Helga því enn 3,6 sekúndur í það met. í ár hafa hins vegar fjórar A-þýskar konur náð bestu tlmunum, Þær Busch með 54,11 sekúndur, Losch, Fiedler og Ulrich með tíma á bilinu 54,24 til 54,81 sek- úndur. Ef „kraftaverkið11 gerðist og sekúnda ársins kæmi fyrirfram hjá Helgu I Seoul myndi það samsvara nú 19. besta tíma ársins en vitaskuld er I hæsta máta óeðlilelgt að ætlast til þess að sá draumur rætist. KEPPENDUR ÍSLANDS í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM Keppendur: Besti árangur: ísl.- met: Heims- met: (3.8.88) Besti í ár: *> Einar Vilhjálmsson spjótkast 84,66 m 84,66 87,66 85,14 M ■ Sigurður Einarsson spjótkast 80,84 m 84,66 87,66 85,14 Eggert Bogason kringlukast 63,18 m 65,60 74,08 70,06 ■ Vésteinn Hafsteinss. t|wf kringlukast 65,60 m 65,60 74,08 70,06 Pétur Guðmundsson kúluvarp 20,03 m 21,09 23,06 23,06 É Helga Halldórsd. 400 m grindahl. 56,54 s. 56,54 52,94 54,24 íris Grönfeldt spjótkast 62,04 m 62,04 78,90 71,00

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.