Alþýðublaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 28. september 1988 ímuiiunin Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnddóttir og Ómar Friöriksson. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Sföumúla 12. Áskriftarslminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. LYFJANOTKUN Á ÓLYMPÍULEIKUM Heimsbyggðin varslegin harmi og reiði við þau tíðindi að vegna lyfjanotkunar hafi kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson verið sviptur gullverðlaununum sem hann hlaut fyrirsigurog nýtt heimsmet í 100metrahlaupi um helgina. Ennfremurer Ijóst að alþjóðafrjálsíþróttasambandið mun dæma Johnson í lífstíðarkeppnisbann vegna þessa máls. Við lyfjapróf að hlaupinu loknu kom í Ijós, að Johnson hafði neytt svokallaðs anabólísks stera — lyfsins stanozolol. Þar með var hápunktur Ólympíuleikanna til þessa, hið geysispennandi 100 metra spretthlaup karla þar sem Johnson setti nýtt heimsmet á hinum ótrúlega tíma 9.79 sekúndum — að engu. Gullverðlaunin hafa nú verið afhent Bandaríkjamanninum Carl Lewis, sem kom annar á eftir Johnson í umræddu hlaupi. Fall Johnsons vegna lyfjanotkunar á Ólympíuleikunum, er ekki aðeins stór hnekkirfyrir mikinn íþróttamann og hneysafyrir þjóð- land hans, heldur grátlegur ósigur fyrir Ólympíuleikana sem slíkra.Lyfjanotkun íþróttamanna virðist fara vaxandi, ekki síst á alþjóðlegum stórmótum eins og Ólympíuleik- unum. Á Ólympíuleikunum í Los Angeles fyrirfjórum ár- um voru ellefu íþróttamenn dæmdir úr keppni vegna lyfja- notkunar — þará meðal silfurverðlaunahafinn í 10 þúsund metra hlaupi, Finninn Martti Vainio og íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson kringlukastarinn. Ólympíuleikarn- ir í Seoul eru engin undantekning í þessu efni. í síðustu viku missti búlgarski lyftingamaðurinn Angel Guenchev gullverðlaun eftir að hafa sett fjögur heimsmet, þar sem próf leiddu í Ijós, að hann hafði neytt lyfja fyrir keppni. Annar lyftingamaðurfrá Búlgaríu féll á lyfjaprófi og í fram- haldi af því var keppnislið Búlgaríu í lyftingum dregið úr keppninni og hélt til síns heimalands. Síðar hafa tveir aðrir lyftingamenn verið dæmdir úr keppni á Ólympíuleik- unum í Seoul fyrir lyfjanotkun, og annar þeirra, Kalman Csengeri fráUngverjalandi, vareinmitt felldurfyrir notkun á sama lyfi og fannst í þvagi Johnsons. Lyfjanotkun íþróttamanna hefur verið tíðust í svonefndum aflrauna- greinum, en Ijóst er nú eftir fall Johnsons, að neysla lyfja er mun útbreiddari meðal þekktustu frjálsíþróttamanna en menn höfðu áður talið. Eftir að Ólympíuleikarnir voru endurreistir á fyrri öld, með fyrstu keppni I Aþenu 1896, hafa margvíslegar ytri aðstæður ógnað tilveru leikanna og hugsjón um bróðurlega keppni allra þjóða á íþróttaleikvanginum. Tvær heimsstyrjaldir komu I veg fyrir að Ólympíuleikarnir voru haldnir reglulega fjórða hvert ár, og eftir heimsstyrjöldina síðari hefur það gerst æ oftar, að alþjóðleg stjórnmál hafa rýrt eða skaðað Ólympíuleikana. Alþýðulýðveldið Kína hefur til að mynda staðið utan við leikana vegna þátttöku Formósu og mörg lönd tóku ekki þátt I Ólympíu- leikunum I Moskvu af pólitískum ástæðum. Nú virðast aðstand- endur Ólympíuleikanna horfast i augu við enn einn óvin leik- anna; lyfjanotkun íþróttamanna. Bakgreiðslur til íþróttamanna sem nema svimandi upphæðum, óbein og bein tengsl auglýs- inga og íþrótta og annar þrýstingur að slá ný met, virðist ýta undirólögmætaraðferöireinsog lyfjanotkun, þótt öllum sé Ijóst að slik neysla geti leitt til opinbers hneykslis, ærumissis, líkam- legs skaða og jafnvel dauða neytenda. Alþjóðlega Ólympíu- nefndin hefur nú skorið herör gegn lyfjanotkun íþróttamanna. Það er vonandi að henni verði ágengt, og hugsjón og eðli Ólympíuleikanna verði borgið í framtíðinni. ÖNNUR SJÓNARMIÐ VANDAMÁLIN í landbúnaði eru margslungin og ekki bara bundin við offramleiðslu, of marga bændur, of mikinn kostnaó, of mikla beit eða of marga milliliði. Vandræðin i landbúnaðinum ereinnig ná- tengd umferðarómenning- unni. Vikublaðið Eystra-horn, sem gefið er út á Höfn í Hornafirði, vakti athygli á þessu máli nýverið þegar blaðið fjallaði um hrakfarir miklar sem allmargir Horn- firðingar Ientu í vegna fjár- reksturs á aurunum fyrir austan Markarfljót: „Voru bændur aö reka fé sitt í rétt og tepptu umferö á þjóövegi númer I í tvo til þrjá tíma. Um 100 bílar lentu í þessum óvænta rekstri sem linnti ekki fyrr en komið var i rétt. Nú skilur maður vel þörf bænda fyrir að reka fé, en i þessu tilfelli var engin ástæða til að sýna þetta til- litsleysi. Þetta voru ekki nema 5-600 skjátur og hefði bændum verið það í lófa lagið reka út af veginum tvisvar eöa þrisvar til þess að hleypa vegfarendum hjá.“ BLAÐAMAÐUR Eystra-horns heldur áfram og bendir bændum á að auðveldlega megi komast hjá því að valda leiðindum: „Þaö er töluvert mál fyrir fólk sem er að feröast milli landshluta, 6-8 kannski 10 tíma leiö, sumir með ung- börn, að lenda í töfum sem þessum og svona löng töf, af ekki meiri nauðsyn ætti ekki að þekkjast á aðalvegi vega- kerfisins. Það ætti ekki að vera flókið mál fyrir bændur að fá lögreglu i fylgd með sér, bæði til að, útskýra fyrir aðvifandi vegfarendum hvað biðin verði löng svo og til þess aö sjá til þess að hægt sé að aka framúr rekstrinum af og til, en kannski vissi hinn röggsami sýslumaður Rangæinga ekkert um rekst- ur þennan?,, STRÍOIÐ á milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar er í al- gleymingi um þessar mundir. Um helgina fékk borgarstjór- inn kaldar kveðjur frá Höllu- stöðum og í Mogganum i gær reynir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson að taka upp stríðshanska fyrir Davíð og borgina. Svona hefur þetta gengið í nokkrar vikur krydd- að ýmsum smáklausum í landshlutablöðunum. Vest- firska fréttablaðið segir reyndar að heyrst hafi að landsbyggðarfólk sé farið að dauðvorkenna aumingja Davíð Reykjavíkurborgar- stjóra, eins og hann er virðu- lega titlaður i blaðinu: „...Það er nefnilega sama hversu litilfjörleg viðvik eru gerð úti á landi, Davíð þurfi alltaf að gera miklu stærra og meira miöað við íbúa- fjölda. Þannig verði Davíð nú vegna stjórnsýsluhússins á ísafirði, að byggja margra milljarða höll yfir skrifstof- una sína í Reykjavík." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir staðreynd að forystumenn Fram- sóknarflokksins líti ýmis fram- faramál hjá borginni hornauga. Vestfirska fréttablaðið heldur áfram og bendir á að ef fram heldur sem horfir verði orðið ansi þröngt um vesalings endurnar á tjörn- inni, eða eins og blaðið segir: „Það verður því væntan- lega orðið lítið eftir af anda- pollinum þegar þau herleg- heit eru risin úr vatni.“ VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálms- son borgarfulltrúi segir ekkert nýtt að forystumenn Framsóknarflokksins líti mál- efni Reykjavíkurborgar horn- auga og segir frægasta dæmið þegar Framsókn reyndi að koma i veg fyrir stofnun Hitaveitu Reykjavík- ur. I grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur: „Stöðugar árásir á Reykja- vík þjóna engum öðrum til- gangi en þeim að reyna að slá ryki i augu fólks og draga athyglina frá því stjórnleysi og óráðsíu sem því miður er alltof viða i ríkiskerfinu. Framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar hafa ekki valdið þenslu í þjóðfélaginu nema síður sé.Reykjavikur- borg hefur hinsvegar á undanförnum árum beitt sér fyrir ýmsum aðhaldsaðgerð- um og margvíslegri hagræð- ingu í rekstri og er sameining BUR og ísbjarnarins hf. í Granda hf. eitt besta dæmið um það.“ Reykjavíkurhatriö var einnig til umræðu í Tímanum um helgina. Þar var Páll Pét- ursson frá Höllustöðum spuröur um sérstaka yfirlýs- ingu Davíðs borgarstjóra þessa efnis, en Davíð hefur sakað framsóknarmenn öðr- um fremur um að halda meintu hatri uppi. Páll svarar þessu fullum hálsi: „Það er tóm vitlaysa að tala um Reykjavikurhatur. Þetta sýnir nú hverslags stjórnmálaforingi borgarstjór- inn í Reykjavík er. Þetta er nú fín yfirlýsing og það er vel þess vert fyrir sjálfstæðis- menn á landsbyggðinni að kynna sér ummæli borgar- stjórans undanfarna daga um landsbyggðina og sukk-fyrir- tækin þar sem hann kallar svo, en eru reyndar mörg hver rekin af flokksbræðrum hans. Þegar menn svo imynda sér að þessi maður geti einhvern tímann orðið formaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Ég á erfitt með að sjá að stuðningsmenn þeirra í mínu kjördæmi eigi eftir aö samþykkja.“ Páll Pétursson kannast ekki við neitt Reykjavikurhatur. Einn me8 kaffínu Lítill snáði, fjögurra ára gamall, sat ásamt foreldrum sínum og horfði á sjónvarpsfréttir þar sem rætt var við Davíð Oddsson borgarstjóra. Hann sneri sér að foreldrun- um og spurði: „Þetta hlýtur að vera borgarstjórinn?" Pabbinn og mamman voru auðvitað hissa að barnið skyldi hafa slíka athyglisgáfu, og spurðu hvernig hann vissi að þetta væri borgarstjóri. „Sko,“ svaraði sá stutti, „þeir eru alltaf svínin í Andrési Önd.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.