Alþýðublaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. september 1988 3 Hreinsunarátak Reykjavíkurborgar 150 ÞÚSUND ÁLDÓSUM SKILAÐ Þegar er búið ad skila inn 150 þúsund tómum gosdós- um í hreinsunarátaki Reykja- vikuborgar sem stendur yfir. Síðasti skiladagur fyrir dósir verður á laugardag, á milli klukkan 14 og 17. Aó sögn Jóns Þorvalds- sonar, sem unnið hefur aó kynningu hreinsunarátaksins veröur hægt aö skila dósun- um í félagsmiðstöðvunum í borginni og í skólum þar sem félagsmiðstöðvar eru ekki í næsta nágrenni. Iðnaðarráðuneytið MARKVISSARI SKRÁHING EINKALEYFA Að undanförnu hefur á vegum Iðnaðarráðuneytisins verið unnið að breytingum varðandi vernd eignaréttinda á sviði iðnaðar, þ.e. varðandi einkaleyfa-, vörumerkja- og mynsturvernd. Ráðuneytið hefur markað þá stefnu að sett verði á laggirnar sjálf- stæð skráningarskrifstofa, einkaleyfastofnun, til að ann- ast framkvæmd gildandi laga á þessu sviði og laga sem sett kunna að verða um þessi efni. Nefndinni hefur einnig verið falið að semja frumvarp til laga um umrædda skrán- ingarskrifstofu, sem taka myndi við verkefnum núver- andi einkaleyfa- og vöru- merkjadeildar Iðnaðarráðu- neytisins. FRETTIR r Olöglegar verðhœkkanir IÐNNEMAR KÆRA Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlagsstofnun segir nokk- uð um að fólk hafi samband við þá vegna verðhækkana. Segir hann að ekki virðist vera um að ræða hækkanir aö yfirlögðu ráði °9 sé vero jafnan lagfært þegar bent hefur verið á ólögmæti þeirra. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins kærðu iðn- nemar fyrir skömmu verulega hækkun á bók i Iðnskólabúð- inni, og hefur hún nú verið tekin úr sölu. í samtali við Alþýðublaðið sagði Jóhannes, að sem betur fer hefðu neytendur samband við Verðlagsstofn- un vegna meintra verðhækk- ana á tímum verðstöðvunar- innar. Þeim hjá Verðlags- stofnun sýndist sem verð- lagning i verslunum væri á þann máta sem hún var áður en til verðstöðvunar kom, „Við höfun engin dæmi um það ennþá, að menn séu vís- vitandi að brjóta verðstöðv- un. Þannig að þetta eru svona einstök tilfelli sem koma upp, og eru þá ávallt leiðrétt um leið og við bend- um á að þarna sé ekki farið samkvæmt reglunum." Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins hafði Iðnskóla- búðin hækkað verulega verð á bók um tölvuforrit, og höfðu iðnnemar kært þá hækkun. Aðspurður sagðist Jóhannes ekki vera með það mál, en hann hafði heyrt á það minnst. Sagði hann að haft hafi verið samband viö forráðamenn bókasölunnar, og hafi menn þar ákveðið að taka umrædda bók úr s'ölu og bíða frekari framvindu mála. A Iþýðubandalagið og stjórnarmyndunin SKIPT UNI TÓNTEGUND Stjórnarþátttakan sigur fyrir Ólaf Ragnar. Nýr tónn hjá Alþýðubanda- laginu geröi ööru fremur rík- isstjórn Steingríms Her- mannssonar mögulega. Ein- staka þingmenn létu af sér- visku sinni og tóku afstöðu meö meirihlutanum. Út- gangan á sunnudag varð til þess að menn hugsuðu betur sinn gang og sáu að þátttaka í ríkisstjórn með Framsókn og Alþýðuflokki hlaut að vera betri kostur en áframhald- andi stjórnarandstaöa eöa kosningar sem gætu hugsan- lega gengið af flokknum dauðum. Viðræður um stjórnar- myndun var fyrsta alvöru prófraun Ólafs Ragnars í for- mennskunni í flokknum og niðurstaðan hlýtur að túlkast sem sigur fyrir hann, því Ólafur Ragnar fór strax í upp- hafi þreifinga ekki dult með þá skoðun sína að Alþýðu- bandalagið ætti að taka þátt í samstarfi með félags- hyggjuflokkunum, þótt viss andstaða gegn því væri inn- an flokksins. Það var auðvitað ekkert létt verk fyrir alþýöubanda- lagsfólk að finna smugu til inngöngu miöaö við fyrri yfir- lýsingar um kosningar tafar- laust, samninga þegar í gildi og fleiri slagorð. Þetta hlaut því að taka meiri tíma en Steingrímur gerði ráð fyrir í upphafi. Að sögn alþýðubandalags- manna voru viðræöur Stein- Sátt um Sættir hafa tekist í dóms- máli, er Karvel Pálmason, al- þingismaður, höföaöi gegn : Reykjavíkurborg í nóvember 1987, að því er segir í frétt frá lögmönnum málsaðila. Málavextir voru þeir, að 1. ágúst 1985 gekkst Karvel undir hjartaaðgerð í London. Við aðgerðina komst sýking í skurðsárið, sem uppgötvaðist alllöngu síðar. Var Karvel þá lagður inn á Borgarspítalann. Af hálfu Karvels var þvl hald- grims við Borgaraflokk ástæða þess að ekki var lengra komist á sunnudag. Samtölin við Albert eru hins vegareinnig túlkuð sem kænska Steingríms, sem hafi séð að nota mætti Borgara- flokkinn sem grýlu á Alþýðu- bandalagið, sem sæi sig knú- ið til að spartla upp í eigin sprungur. Komið hefur á dag- inn að einstaka þingmenn og áhrifamenn í flokknum endur- skoðuðu afstöðu sínatil ákveðinna atriða í stefnuyfir- lýsingu eftir að þessari at- burðarás var hleypt af stað. Það var því mynd samhentrar fjölskyldu sem forysta Al- þýðubandalagsins þurfti að draga upp á mánudag. Skúli Alexandersson breytti sinni afstööu og samþykkti að verja stjórnina vantrausti og Geir Gunnarsson sagði, sem hann hafði reyndar áður sagt, að afstaða hans gagnvart frystum kjarasamningum breytti þvi ekki að hann fylgdi áliti meirihluta þing- flokksins. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins voru það lands- byggðarmenn sérstaklega sem þrýstu á um stjórnar- þátttöku Alþýðubandalags- ins. Afstaða Skúla mun m.a. hafa breyst vegna mikillar óánægju í kjördæminu gagn vart hans fyrri afstöðu. And- mæli Skúla þótti heldur ekki mjög málefnaleg, heldurvirt- ist sem hann byggði afstöðu sína meira á deilum sem hann hefur átt við Halldór Ásgrímsson sem sjávarút- vegsráðherra. Endurkoma Alþýðubanda- lagsins þýddi ennfremur að gerðar voru breytingar á efn- isatriðum í stefnuyfirlýs- ingunni sem varða Álverið I Straumsvík. Álversklausan var ekki alltof þægileg fyrir Ólaf Ragnar né heldur fyrir Steingrím Hermannsson, sem báðir koma úr Reykja- neskjördæmi. Þá var Ijóst eftir að Kjartan Jóhannsson lýsti yfir að klausan þyrfti að fara út að sú breyting gengi eftir. Einkamál Hjörleifs Gutt- ormssonar voru þar með af- máð úr stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er hins vegar rætt um að setja megi málið af stað í gegnum iðnaðarnefnd neðri deildar, þar sem Kjartan Jó- hannsson er formaður. Þar með gæti stækkun álversins farið at stað sem þingmanna- mál, án þess að stjórnarsam- starfinu yrði steypt í hættu. Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar Vísitala byggingarkostnaö- ar um miðjan september var 0,16% hærri en í ágúst, eða 124,5 stig. Hún hefur því hækkað um 21,6% á sl. tólf mánuðum. Þessi vísitala gild- ir fyrir októbermánuð. Samsvarandi vísitala mið- uð við eldri grunn (des. 1982/100) er 398 stig. Siðustu þrjá mánuði hefur byggingar- vísitalan hækkað um 2,6% og samsvarar það 11,0% árs- hækkun. Verðbreytingar I vísitölu byggingarkostnaðar á milli ágúst september reyndust mjög smávægilegar. Karvelsmálið 3 milljóna bætur ið fram, að læknar Borgar- spítalans bæru alla ábyrgð á örorku hans, sem metin var 75%, en af hálfu borgarinnar var talið, að orsök örorkunnar væri hjartaaðgerðin sjálf og sýkingin í London, en ekki mistök á Borgarspitalanum. Stefnukrafa Karvels var 12 milljónir króna að viðbættum vöxtum frá 1. júní 1986, auk málskostnaðar, en við þing- festingu málsins gerði hann tölulega grein fyrir um 8 milljón króna tjóni. Sam- kvæmt sáttinni greiðir Borg- arspítalinn Karvel kr. 2.950.000 vaxtalaust og auk þess lögfræðikostnað hans. Dómsmálið hefur verið fellt niður. Með sátt þessari viður- kennir Reykjavíkurborg ekki bótaskyldu og Karvel Pálma- son viðurkennir ekki lækkun bótakröfu sinnar, en aðilar eru sammála um að hætta við erfið, langdregin og óviss málaferli með þessum hætti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.