Alþýðublaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.09.1988, Blaðsíða 1
cmFMAn w V Miðvikudagur 28. september 1988 1919 180. tbl. 69. árg. NY RIKISSTJORN TEKUR VIÐ VOLDUM Allt bendir nú til þess aö stjórnarkreppunni sé lokið og ný rikisstjórn Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags með stuðn- ingi Stefáns Valgeirssonar taki við völdum í dag. í gær náðist endanlegt samkomu- lag á milli flokkanna um fyrstu aðgerðir í efnahags- málum, bráðabirgðalög og stefnuyfirlýsingu rikisstjórn- arinnar. Síðdegis í gær fékk Stein- grímur Hermannsson form- legt umboð forseta til þess- arar stjórnarmyndunar og er Ijóst að hann verður forsæt- isráðherra nýju stjórnarinnar sem nú gengur undir heitinu „Félagshyggjustjórnin". Fund- að var í flokksstofnunum væntanlegra stjórnarflokka í gærkvöldi þar sem málefna- sáttmálinn fékk endanlega staðfestingu og ráðuneyta- skiptingin. Skv. heimildum Alþýðu- blaðsins mun Steingrímur Hermannsson hafa sett fram þá hugmynd að auk forsætis- ráðuneytis fengi Framsókn sjávarútvegsráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og heil- brigðisráðuneytið. Alþýðu- flokkurinn fengi utanríkis- ráðuneytið en héldi áfram viðskipta- dóms- og félags- málaráðuneytunum. Og Al- þýðubandalagið fengi fjár- málaráðuneytið, landbúnað- ar-, samgöngu- og mennta- ; málaráðuneytin. Ofangreind skipting hafði þó ekki fengist samþykkt þegar Alþýðublaðið fór í prentun í gærkvöldi en þó er yfirlýst að hver flokkur fær þrjá ráðherra í sinn hlut. Skv. heimildum blaðsins er talið líklegast að eftirtaldir skipi nýju stjórninaauk Steingríms; Jón Baldvin Hannibalsson verði utanrikis- ráöherra, Jón Sigurðsson verði áfram viðskipta- og dómsmálaráðherra og Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. Halldór Ás- grímsson haldi sjávarútvegs- ráðuneytinu en bæti við sig iðnaðarráðuneytinu. Guð- mundur Bjarnason haldi heil- brigðisráöuneytinu. Ólafur Ragnar verði fjármálaráð- herra, Svavar Gestsson land- búnaðar- og samgönguráð- herra og annað hvort Guðrún Helgadóttir eða Ragnar Arn- alds setjist í stól mennta- málaráðherra. Einhverjar deilur munu þó hafa komið upp í gær um þessa skiptingu og snýst hún um það hver eigi að fara meö fjármálaráðuneytið. Kratar munu tregir til að láta það af hendi en á móti stendur að hvorki þeir né Framsókn geta sætt sig við að Alþýöubanda- lagið fái utanríkisráðuneytið. Raunar mun Alþýðubanda- lagið ekki hafa gert neina kröfu til utanrikisráðuneytis- ins en miðað við venju geng- ur það ekki að þrjú viða- mestu ráðuneytin, forsætis-, utanrikis- og fjármálaráðu- neytin, gangi eingöngu til tveggja flokka í þríflokkaríkis- stjórn. Þessi mál voru óleyst þegar blaðiö fór í prentun. Fyrstu aðgerðir nýju ríkis- stjórnarinnar veröa setning bráðabirgðalaga um ráðstaf- anir i efnahagsmálum. Skv. bráðabirgðalögunum er m.a. gert ráö fyrir að laun verði fryst til 1. mars þegar þau hækka um 1,25% og 1. júní hækki þau svo um það sem uppá vantar á 10% hækkun sem taka átti gildi 1. janúar. Heimilt verði að segja upp kjarasamningum 15. febrúar. HEILIJSALAR OE VERKTAKAO FELLOU STJÓRHIHA Heildsalar og verktakar á suðvesturhorninu urðu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli. Þetta má lesa út úr um- mœlum Einars K. Guð- finnssonar, varaþing- manns Sjálfstœðis- flokksins og útgerðar- stjóra á Vestfjörðum. Sjá bls. 4. Stefán Valgeirsson sagði á blaða- mannafundi sem hann hélt i Þórs- hamri i gær, aö framboð það sem hann stóö fyrir í Norðurlandi-eystra hafi orðið til þess að gera það mögu- legt að mynda þá ríkisstjórn sem mynduð verður í dag. A-mynd/Magnús Reynir. Stefán Valgeirsson TOK SJOÐSFORMENNSKU FRAM YFIR RÁÐHERRASTÓL Stefán Valgeirsson ákvað í gær að falla frá kröfu sinni um ráðherrastól að launum fyrir stuðning sinn við nýja ríkisstjórn, eftir að honum var boðin formennska i hin- um nýja Tryggingasjóði at- vinnuveganna. Hann segist ekki hafa verið beygður til að taka þessa ákvörðun, heldur sjái hann fram á að gera meira gagn með þessu móti. Á blaðamannafundi sem Stefán hélt í gær sagði hann, að framboð það sem hann stóð fyrir á Norðurlandi- eystra, hafi orðið til þess að gera það mögulegt að mynda þá ríkisstjórn sem mynduð verður í dag. Hann sagði þá kröfu sem gerð var af þeirra hálfu um ráðherrastól hafi verið svo sjálfsögð, að ekki ætti að hafa þurft aö fara fram á hana. Sú krafa hafi hins vegar verið gerð á hend- ur sér, að hann yrði að láta af störfum sínum sem banka- ráðsformaður Búnaöarbank- ans og í stofnlánadeild land- búnaðarins, settist hann í ráðherrastól. Á móti ráðherra- stólnum hafi síðan staðið annar kostur, að veita hinum nýja Tryggingasjóði atvinnu- veganna formennsku. „Ég stóð því frammi fyrir því, að velja á milli, hvort ég vildi ráðherrastólinn eða að nýta þessa aðstöðu. Minn metnaður er í því fólginn að gera gagn, fyrst og fremst landsbyggðinni. Ég tel mig því geta gert meira gagn með því að gegna formennsku I þessum nýja sjóði, sem á að fá 4 til 5 milljarða á tveimur árum til umráða, heldur en að sitja í ráðherrastól, með tak- markaða möguleika til fram- kvæmda eins og nú horfir.“ í máli Stefáns koma fram, að hann hafi gengið frá því að geta sett menn f nefndir til að undirbúa frumvörp í stærri málum, og geta fylgst með þeirri vinnu. Aðspurður um hvort hans kjördæmi komi til með að njóta sérstaklega for- mennsku hans í hinum nýja sjóði sagði Stefán, að öll landsbyggðin muni njóta þess. „Eg er fyrir alla lands- byggðina." Stefán sagði skoðanir inn- an raða liðsmanna sinna vera skiptar um þessa ákvörðun, en hann muni gera það upp við sína samvisku, með það i huga að gera meira gagn. „Við munum lika líta eftir því nú að fylkja liði um land allt, því það getur orðið stutt í kosningar, og þá er meining okkar að bjóða alls staðar fram ef undirtektir verða nægar, sem ég hef ástæðu til að ætla.“ Stefán endurtók fyrri full- yrðingar sinar, um að nægur stuðningur yrði við þessa nýju ríkisstjórn í báðum deildum þingsins, en hann vildi ekkert gefa upp um hvaða þingmenn væri þar um að ræða. Það muni koma i Ijós við atkvæðagreiðslur á þingi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.