Alþýðublaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 8. október 1988 MMffilfMII Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaöamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakió. BÖLVUNINNI AFLÉTT? Mugusto Pinochet, einræðisherra, forseti og hershöfö- ingi Chile undanfarin 15 ár hefur beðið ósigur í kosning- unum sem haldnar voru í landinu fyrr í vikunni. Sam- kvæmt opinberum tölum sögðu tæplega 55 % kjósenda ,,nei“ við áframhaldandi völdum einræðisherrans og her- foringjastjórnarinnar, en 43 % kjósenda „já.“ Ríkisstjórn Chile hefur viðurkennt kosningaósigurinn og sagt af sér, að sögn til að gefa Pinochet ráðrúm til að endurskipu- leggja stjórnina. Stjórnarandstaðan þrýstir nú mjög á stjórnvöld að flýta kosningu nýs forseta og efna til þing- kosninga, en meðal verkefna nýs þingheims eru breyt- ingar á stjórnarskrá landsins. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá getur Pinochet haldið forsetaembættinu í 15 mánuði til viðbótar. Þá ber Pinochet að halda frjálsar for- setakosningar í síðasta lagi í desemberánæstaári og láta af embætti þremur mánuðum síðar. Pinochet á nú sæti í efri deild þingsins og í Þjóðaröryggisráðinu, en raunveru- legurstyrkur hans er festur í hinum 57 þúsund manna her. Herinn hefur haft hin eiginlegu völd í landinu allt frá hinu blóðugu valdaráni 1973, þegar herforingjaklíkan myrti hinn lýðræðislega kosna forseta landsins Salvador Allende, steypti stjórn landsins og hóf skipulagða útrým- inga - og ofsóknarherferð gegn vinstri mönnum og fylgis- mönnum kosningabandalags Allendes, Unidad Popular. Þótt skref til lýðræðis hafi verið tekið með kosninga- úrslitunum í Chile og áframhaldandi setu einræðisherr- ans Pinochets hafnaó af alþýðu manna, er allt á huldu um framhaldið. Herinn er sem fyrr með tögl og hagldir í land- inu og óvíst hvernig viðbrögð Pinochets verða, þótt ríkis- stjórnin hafi sagt af sér. Brýnasta verkefnið er að mynda nýja ríkisstjórn til bráðabirgða og verði ekki gert án sam- ráós við herinn. Erfitt mun þó reynast fyrir Pinochet og hershöfðingja hans að berjast gegn þeirri frelsisþróun sem nú er hafin. Claude Cheysson, fyrrum utanríkisráð- herra Frakklands og núverandi yfirmaður tengsla norður - suðurhvels í framkvæmdanefnd Evrópubandalagsins, lét eftirfarandi orð fallaþegar kosningaúrslitin í Chile lágu fyrir: „Fyrirfáuum árum sagði ég að Pinochet væri bölvun Chile. Nú hefur þeirri bölvun verið aflétt í undursamlegum umskiþtum." Það er hins vegarof snemmt að álykta, hvort bölvuninni hafi í raun verið aflétt. Ljóst er, að Pinochet og herforingjar hans munu ekki horfa aðgerðarlausir á, sð fullkomnu lýðræði verði komið á í landinu. Kommúnista- flokkurinn hefur verið bannaður allt frá valdatöku Pino- chet, og ekki fyrirsjáanlegt að hann verður leyfður á ný meðan herforingjarnir fara með völd í landinu. Þáer óvíst, hvort lýðræðið nái lengra en til þess að hægri - og mið- flokkar fái aðild að stjórn landsins. En það eitt að efna til kosninga og bera áframhaldandi valdatíma sinn undir al- þýðu landsins í frjálsum kosningum, ervotturað virðingu fyrir lýðræði. Hvernig einræðisherrann Pinochet mun bregðast við hinu neikvæða svari alþýðunnar, er hins veg- ar enn óráðið. Framtíðin mun skera úr um, hvort ósigur Pinochet verði sigur alþýðunnar i raun. Það er von allra góðra manna að bölvuninni verði aflétt af alþýðu Chile. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Atli Heimir: Sósialistar voru á móti nútímatónlist og værukærir borgarar. ATLI Heimir bveinsson seg- ir frá ýmsum athyglisverðum hlutum á ferli sínum sem tónlistarmaður í ítarlegu við- tali við PRESSUNA í gær. Meðal annars er forvitni- legt að lesa hvernig viðtökur nútímatónlistin svokallaða fékk, þegar Atli Heimir og fé- lagar innleiddu þá tónlistar- grein í íslenskt menningarlíf fyrir 30 árum eða svo. Andstæðingar nútímatón- listarinnar voru nefnilega tvenns konar: Vinstri menn- ingarmafían í kringum Þjóð- viljann og Mal og menningu, og værukærir betri borgarar. Grípum niður í viðtalið: „Annars vegar voru þad þessir svokölluðu vinstri hóp- ar sem kenndu sig við sósial- isma, þeir voru geysilega mikið á móti þessari músik, því að þessir menn, og það voru menn sem skrifuðu þá i Þjóðviljann og tímarit Máls og menningar, þeir voru geysilega íhaldssamir. Þeirra menningarlega útsýn var nokkurn veginn sú hin sama og Kommúnistaflokks Sovét- rikjanna. Þeir sáu í þessu brölti okkar lítið annað en borgaralega úrkynjun, eitt- hvað sem islensk alþýða myndi aidrei geta tileinkað sér, ætti ekkert erindi til hennar því þetta væri inni- haldslaus og boðskaparlaus formleikur. Þessu var töluvert úthúðað úr þeirra „kreðsum“. Aftur á móti vissi ég að hugsandi menn úr þessum hópi, þeir voru ákaflega hrifnir af þvi að spila töluvert af Beethoven og Bach og svoleiðis fyrir alþýðuna, því að með tíð og tíma gæti nú alþýðan tileinkað sér blóm- ann af hinni borgaralegu menningu og þannig myndi hún kannski verða alþýðu- menning einhvern tíma seinna. En sú stefna sem við, ungir menn, vorum með, henni var algerlega forkast- að. Þetta kom mér í raun og veru ekkert á óvart. Hins vegar, frá hinum, þessum borgaralegu öflum, þessum íhaldssömu, dálítið værukæru borgurum, sem voru fullir af áhuga og fannst ágætt að hafa Beethoven og Brahms. Sem sagt að við gætum farið og lært músík úti í heimi, í þeim tilgangi einum að hafa aflað okkur þekkingar og fingrafimi til að færa og spila fyrir islensku þjóðina hina miklu evrópsku menningu. Hún hafði eigin- lega byrjað með Bach og hún hafði einhvern veginn endað þegar Brahms dó. Það sem skeði í tónlist síðar voru menn ákaflega tortryggnir út í og fannst það yfirleitt vont. Þeir voru svolítið eins og Jón skerinef, það er ein persónan í Heimsljósi, sem sagði við Ljósvikinginn þegar Ljósvíkingurinn bað hann um styrk til að hann gæti ort. Þá sagði Jón: „Ég vil ekki að það sé meira skrifað. Það er búið að skrifa allt sem þarf að skrifa, og það gerði Snorri Sturluson," og hinn væru- kæri borgari og hinir list- rænu „kreðsar" á íslandi, þeir hugsuðu svolítið líkt, og þeir voru mjög mikið yfirleitt á móti okkur.“ EINAR Karl Haraldsson, fyrrum ritstjóri Þjóöviljans og framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins, og núverandi ritstjóri Nordisk Kontakt í Svíþjóö, skrifar athyglisveröa grein sem birtist I Þjóðviljan- um sl. fimmtudag. Þar tekur hann flokkinn sinn (fyrrverandi?) til bæna, og segir aö „afrekaskrá noKKsins I kaphlaupinu um að koma konum til æðstu metorða sé enn autt og óskrifað blað.“ Einar hýðir Alþýðubanda- lagið hressilega fyrir síðasta afrek flokksins að setja þrjá karlmenn I ráðherrastóla en ganga framhjá kvenmanni, og hann nefnir í framhjáhlaupi að á undanförnum 20 árum hafi Alþýðubandalagið, sem hefur tögl og hagldir i útgáfu- stjórn Þjóðviljans, aldrei ráðið konu sem ritstjóra. í þessum jafnréttishugleiö- ingum sínum, beinir Einar Karl sjónum sínum aö Al- þýðuflokknum og ber saman efndir í jafnréttismálum þar á bæ við Alþýðubandalagið. Einar Karl skrifar: „Alþýðuflokkurinn hefur nú í tvígang valið konu til ráðherradóms. Enginn getur haldið því fram að honum sé eitthvað auðveldara að full- nægja jafnréttissjóðarmiðum við val á þremur ráðherrum heldur en Alþýðubandalag- inu. í þingflokki krata eru aðsópsmiklir dreifbýlismenn og fyrrverandi ráöherrar alveg eins og hjá Alþýðubandaiag- inu. Kannski hafa tengsl Al- þýðuflokksins við aðra krata- flokka forðað þingmönnum hans frá þeim háska að ganga fram hjá konunni í þingflokknum. Þá á ég við aö þeir sjái það hjá bræðraflokk- unum erlendis að slíkt er ekki lengur bjóðandi konum sem starfa í flokkunum eða háttvirtum kjósendum. í þessu máli hefur þing- flokkur Alþýðubandalagsins gert í bólið sitt.“ Og síöar í greininni segir Einar Karl: „Af stjórnarflokkunum virðist Alþýðuflokkurinn einn um það að skynja hversu mikið breytinga- og hreyfiafl kvennabaráttan er undir niðri í íslenskum stjórnmálum, og skipa liði sinu í samræmi við það. Hlutfall kynjanna meðal ráðherra í ríkisstjórninni er Ijótur blettur á þeirri vinstri stjórn sem nú hefur verið prjónuð saman og að öðru jöfnu er það munstur i lands- málapólitík sem undirrituð- um fellur best við.“ Þetta er laukrétt hjá fyrrum ritstjóra Þjóðviljans og fyrr- um framkvæmdastjóra Al- þýðubandalagsins: Alþýðu- bandalagið mætti tala. Einar Karl: Alþýðubandalagið get- ur lært jafnréttispólitík af Alþýöu- flokki. Einr 1 Tveir óvanir veiöimenn fóru á gæsaskytterí. Þeir fengu þrjá hunda og tvær haglabyssur að láni hjá bóndanum sveitinni. Nokkrum klukkustundum síðar komu þeirtil baka án þess að hafa skotið eina gæs. — Vantar ykkur fleiri byssur? spurði bóndinn glott- andi. — Nei, okkur vantar fleiri hunda! sögðu veiðimenn- irnir. mei í kaffir 1U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.