Alþýðublaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. október 1988 5 Spánarbros öllum hópnum til veislu i Cuenca. Hér þakkar Ljósm.: G.T.K. FRETTASKYRING m Kristján Þorvaldsson skrifar # UTFLUTNINGSBÆTUR TIL GRÓÐURVERNDAR Talið er að 20-30% sparnaður verði af því að framleiða kjötið ekki fremur en greiða með því útflutningsbœtur síðar. Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga og Framleiðni- sjóður landbúnaðarins hafa undanfarna mánuði kannað leiðir til að draga úr fram- leiðslu kindakjöts og laga hana betur að innanlands- þörfum. Framkvæmdanefnd hefur gert ákveðna áætlun um tilhögun verksins, en framkvæmdaaðili er Fram- leiðnisjóður. í stórum drátt- um er tilhögunin sú, að öldruöum bændum, sem framleiöa talsveröan hluta alls kindakjöts í landinu, er gert sérstakt tilboð. Hins vegar er i samráði við og eftir ábendingum Landgræðslu ríkisins gert sérstakt tilboð tii þeirra bænda sem eiga sauöfé á þeim gróðursvæð- um sem samstaða er um að njóta skuli sérstakrar vernd- ar.Með þessum hætti er talið að útflutningsbætur nýtist á mun skynsamlegri hátt en áður. Tilboðinu er beint til u.þ.b. 1200 sauðfjárbænda. Talið er að 20-30 prósent sparnaður verði af að fram- leiða kjötið ekki, fremur en greiða með þvi útflutnings- bætur siðar. Þau landssvæði þar sem þörf er talin á sérstökum aðgerð- um til gróðurverndar eru: Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjarðarsýsla, Mýra- sýsla, Eyjafjarðarsýsla, S- Þingeyjarsýsla, V-Skaftafells- sýsla, Rangárvallasýsla og Árnessýsla. Boðnirverða tvenns konar samningar um kaup eða leigu til 3ja ára, er veröi gerðir fyrir I5. nóvemþer 1988. Hins vegar samningar um kaup eða leigu til 2ja ára er skulu gerðir fyrir l.apríl 1989. Fyrir sölu fullvirðisréttar vegna gróðurverndar greiðast 4000 krónur fyrir hverja fellda kind, með samningum gerð- um fyrir I5.nóvember, en fyrir fuIIvirðisrétt greiðast 8.500 krónur á hvert ærgildi, er skiptist á jafnar greiðslur árin I989 og I990. Fyrir leigur greiðast einnig 4000 krónur fyrir hverja fellda kind, en fyrir fullvirðisrétt verði greidd árleg leiga í þrjú ár krónur I.670 á ári. Þriðja árið á við- komandi framleiðandi rétt á að breyta leigusamningi í sölusamning. Við það hækk- ar þriðja árgreiðsla í 4.500 krónur. Samningar gerðir fyrir I. apríl fela í sér, samkvæmt til- boðinu, að greiðsla fyrir hverja fellda kind verði með- algrundvallarverð haustið I989. Fyrir fullvirðistrétt greiðist 5.000 krónur á hvert ærgildi, erskiptist í tvær jafnar greiðslur árin 1990 og 1991. Ef um leigu verður að ræða verði einnig miðað við meðalgrundvallarverð næst- komandi haust, en fyrir full- virðisrétt verði greidd árlega leiga i tvö ár kr I.500 á ári. Á öðru ári á viðkomandi fram- leiðandi rétt á að breyta leigusamningi í sölusamning. Við það hækkar önnur árs- greiðsla í 3.500 krónur. Það kann ef til vill að vekja athygli að bændur sjálf- ir skuli ræða svo alvarlega um aðgerðir á landssvæðum sem talin eru sérstaklega veik fyrir ofbeit og vilja leggja áherslu öðru fremur á samdrátt á þeim á þeim svæðum. Oft hefur verið sagt að bændur vilji alls ekki taka á þeim málum. Á þingi Stétt- arsambandsins á Akureyri á dögunum kom hins vegar skýrt fram ókveöin hugarfars- breyting í þessum efnum. Þar sagði t.a.m. Hjörtur Þórarins- son formaður Búnaðarfélgs Islands að bændur þyrftu að taka tillit til þeirra sjónar- mióa sem meirihluti þjóðar- innar studdi, þ.e. að landið verði grænt og grasi gróið. Þá samþykkti Stéttarsam- bandsþingið sérstaka ályktun þess efnis, að nýting lands verði með þeim hætti að gróður aukist en rýrni ekki; stuðlaö veröi að tlfærslu full- virðisréttar úr sauðfé i mjólk á þeim svæðum sem eru gróðurfarslega veik og komið verði á annarri atvinnu í stað sauðfjárframleiðslu þar sem hún er lögð niður. Samkvæmt nýja tilboðinu er bændum á ellilífeyrisaldri boðin 40-80% hærri kjör en áður hafa tíðkast, ef þeir leigja eða selja fullvirðisrétt til sauðfjárframleiðslu. Að sögn Hákons Sigur- grímssonar framkvæmda- stjóra Stéttarsambandsins lagði Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga til í fyrra haust, að kaupa eða leigja fullvirðisrétt er næmi allt að eitt þúsund tonna fram- leiðslu, til að draga enn frek- ar úr útflutningi sem verið hefur óhagstæður. Með þess- um tilboðum er að sögn Hákons verið að skipuleggja málin á þann hátt að ekki valdi byggðaröskun. Þess vegna er þeim beint að ákveðnum hópum manna og ákveðnum svæðum. Um 1100 sauðfjárbændur eru komnir á eftirlaunaaldur og margir þeirra eru með framleiöslu sem skerðir tryggingabætur þeirra. í til- boðinu er vakin sérstök at- hygli á því að aldraðir bænd- ur sem enn standa í fram- leiðslu skerði með því trygg- ingabætur sinar. Þannig eru dæmi um að bændur hafi af sér greiðslur sem þeir annars hafa rétt á frá tryggingunum, vegna þess að tekjutrygging- in skerðist ef aðrar tekjur fara yfir ákveðið mark. Hvað varðar tilboðið til bænda á gróðursvæðum sem aö mati Landgræðslunnar eiga að njóta sérstakrar vernd- ar benti Hákon á , aó í sumum tilfellum væri um að ræða svæði þar sem meiri mögu- leikar væru á annarri atvinnu en viðast hvar annars staðar, eins og t.d. á Suðurlandi og í Eyjafirði. Saudfjárbændur á skyggöu svæöunum geta fram ti’ 15. nóvember 1988 gengiö aö hagstæö- asta tilboði sem fram hefur komiö um kaup og leigu á f ullviröisrétti, unnið i samráði viö Landgræöslu ríkisins. Hámarksverö fyrir hverja kind er kr. 12.500 kr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.