Alþýðublaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 2. nóvember 1988 MÞYBVBIMB Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson BÍaðamerin: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hólm og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. NÝTT ÁLVER I öluverðar umræður hafa spunnist um byggingu nýs álvers á íslandi, einkum kringum stjórnarmyndunarvið- ræðurnar. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og nokkrir flokksbræður hans voru fastlega þeirrar skoðunar, að drepa bæri allar hugmyndir um byggingu nýs álvers í fæðingunni og höfðu uppi hótanir um að eyðileggja fyrir myndun ríkisstjórnar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags eða styðja ekki einstök mál stjórnarliða á þingi, ef ekki kæmu skýlaus ákvæði fram í stjórnarsátt- mála sem afstýrðu fyrirætlunum um byggingu nýs álvers. Það var fyrst og fremst fyrir atbeina þingmanna Alþýðu- flokksins að slíku slysi var forðað og forneskju Hjörleifs Guttormssonar og skoðanabræöra hans vikið til hiiöar. Einn skeleggasti talsmaður þess að minnihlutasjónarmið Alþýðubandalagsins í álversmálinu yrðu virt að vettugi, var Kjartan Jóhannsson alþingismaður. í ítarlegu viðtali við sérútgáfu Alþýðublaðsins um Reykjanes sem fylgir blaðinu í dag, áréttar hann þessi viðhorf Alþýðuflokksins. Orðrétt segir Kjartan í viðtalinu: „Það er okkur íslending- um nauðsyn að efla og auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Einn af fáum möguleikum sem okkur gefast á því er upp- bygging stóriðju og þar með nýting þeirrar raforku sem vinna má úr fallvötnum landsins. Við höfum stigið skref í þessa átt og við verðum að vera reiðubúin aó grípa tæki- færi til að stíga frekari skref þegar þau gefast. Tækifæri gefast nefnilegaekki nemaástundum. í iðnaðarráðherra- tíð Hjörleifs Guttormssonar var þessum möguleikum sþillt en nú virðist slíkt tækifæri hins vegarvera framund- an og ég samþykki alls ekki að minnihlutahópar í Alþýðu- bandalaginu fái að spilla því. Ég barðist hart fyrir því og náði því fram, að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar yrði ekkert sem gæfi minnihluta- hópum Alþýðubandalagsins það vald að þeir gætu á einn eóa annan hátt spillt fyrir uppbyggingu á stóriðju hér á landi, eins og t.d. byggingu nýs álvers í Straumsvík, sem er nú nærtækur möguleiki á. Við höfum á undanförnum árum staðið í viðræðum við erlenda aðila um aukna þátttöku þeirra í stóriðju hér á landi. Ég legg áherslu á að við höldum slíkum viðræðum áfram. Þaðmáekki gerast aðeinstakirmenneðasmáhóp- ar geti lamað viðleitni okkar í því máli. Við Islendingar verðum að halda okkar striki og vera þar með trúverðugir gagnvart þeim aðilum sem við ræðum við. Annars verður litiðáokkursem bananalýðveldi þarsem hentistefna ræð- ur rlkjum. Álitsgerðar og afstöðu þeirra aðila sem nú eru að athugaálversbyggingu í Straumsvík er að vænta þegar líð- ur á veturinn eða með vorinu. Ef þessir aðilar reynast áhugasamir um framkvæmdinaog hún er hagkvæm, legg ég mikla áherslu á að málið fái góðan og greiðan fram- gang.“ Alþýðublaðið tekur undir þessi sjónarmið Kjartans Jóhannssonar alþingismanns. íslendingar hafa ekki efni á að kasta frá sér þeim möguleikum sem bjóðast til atvinnuuppbyggingar. En að sjálfsögðu þarf margs að gæta við framkvæmd stóriðju á íslandi svo sem mengun- arvarna, raforkuverðs og áhrifa verksmiðjureksturs á byggðarlög og atvinnulíf. ÖNNUR SJÓNARMIÐ UBi ifenda Þjóðvilji i1. nóv.-7. nóv. \af Áxlar-Bimi ■lendaÞJÓÖ- I Oókartcynningu sealr é pá loíð fiýjasöguleaa aó hér grelm Irá aibúrSum á 16. frÞormóðS' og17.öld.Aóalpersónureruhinn "" ‘ sógulrægí manndrápari Axlar- Bjöm og sonur hans Sveinn skottí, alræmdur llakkari - en kona Bjarnar gekk með Svein þegar bóndi heonar var tekinn al IHi með hertilegum hætti. Þifár sólir svartar er óvenjuleg Kóðlifslýsing þar sem méttar- stoðir þióðlólagsins eru séðar með augum utangarðslólks. sem hrjáð er al harðdraegrl valdstjóm, óbliðum IHskjðrum og mögnuð- um Wndurvitnum. Hlð dulmagn- aða Örlagatákn i sögunni eröxin. kveikiiiltraBqu melðyrðamáli Nýjar bœk á betri kjörul Vlkulega íram tiljóla mun bóka\ klúbburínngera áskrifendum Þjód\ ans eftirfarandi tilboð: Ein eóa fleiri 1 vandaðarbækurihverri vikul Með L öðrum orðum: hver vika býður uppáM sórstakt tilboð, sem gildirút vikuna <| þá tekurnæsta tilboo við. Áskrifandigóður, þúþarftaðein . .hringja tilokkará Þjóðviljann. tilkynn«, áhuga þinn og þú færð bókina/- bækumarsendarheimgegnstað- greiðslu (kreditkortaþjónustaþarm talin). Áskrifendurulan Stór- Reykjavtkursvæðisins fá bókina sendaípóstkrðfu. Alliráskrifendur Þjóðviljans eru i sjálfkrafa meðlimir i bókaklúbbnuj£ hvortheidurþeirkjósa að nýta st þessi hagstæðu tilboð, kaupa a bók, margareða enga. Hvemig væri að dreifalu bókanna á næstu vij^ Það beinlínis boroá BLOÐUG styrjöld geisar nú á Þjóóviljanum — eina ferðina enn. Ekki er langt um liðið síðan sverð voru þar slíðruð eftir að flokksskelfir- inn Össur Skarphéðinsson gekk út en í hans tíð upp- hófst meiri gagnrýni á flokks- forystuna og verkalýðsarm Alþýðubandalagsins en áður höfðu verið dæmi um í sögu blaðsins. Að tjaldabaki tók- ust á tvær fylkingar, Svavars- menn og Ólafs Ragnarsmenn og var almennt talið að blað- ið hafi verið Ólafs megin í þeirri rimmu, þótt Svavars- fylkingunni hafi tekist að læða inn mönnum eins og Þráni Bertelssyni og Óttari Proppé í ritstjórastól. Flokks- átökin hafa því haldið áfram og erjurnar útrýmt fylgis- mönnum Alþýðubandalags- ins og lesendum Þjóðviljans og eiginlega enginn söfnuður eftir — nema munnsöfnuöur- inn. Þegar Þráinn og Össur hættu störfum, fékkst nýtt jafnvægi með því að ráða Óttar Proppé sem Svavars- mann og Mörð sem Ólafs- mann. Arni Bergmann hefur hins vegar leikið hlutverk hins víðsýna menntamanns og ekki látið binda sig á neinn bás. En síðustu fregnir herma, að nú sé friður úti. Ráðning- arsamningur Óttars hefur ekki verið endurnýjaður, og hefur Óttar látið sér það vel líka. Ráðningarsamningur Marðar hefur heldur ekki ver- ið endurnýjaður og lætur Mörður það sér illa líka og skrifar nú hvert bréfið á fæt- ur öðru til útgáfustjórnar þar sem hann biðst miska og endurnýjunar á samningi. Hefur fVlörður sýnt mikinn sveigjanleika í skrifum sínum til útgáfustjórnar og fús til að fresta aftöku sinni eða endurráðningu um þann tíma sem það tekur útgáfustjórn að komast til botns í málinu. Útgáfustjórn hefur lítið getað sinnt aflátsbréfum Marðar, því þar takast á stálin stinn. Helsti herforingi Svav- arsmanna, er Úlfar Þormóðs- son formaður útgáfustjórnar og vill hann Mörð feigan í rit- stjórastóli — og segja sumir að það sé hefndarvíg fyrir stuðning ritstjórans við Ólaf Ragnar. Sama dag og fregnir af vígaferlum Ulfars Þormóðs- sonar berast alþjóð, birtist stór mynd af kappanum í Þjóðviljanum. Þar er formað- ur útgáfustjórnar yggldur ásýndar, þungbrýnn og fúj- skeggjaðurog forn í fari. í Ijós kom að myndin þjónaði ekki þeim tilgangi að hræða starfsmenn og lesendur Þjóðviljans, heldur er hér um bókaauglýsingu að ræða. Úlf- ar er nefnilega rithöfundur auk þess að vera vígamaður, kúnstsali og blaðamaður. Bókin sem Úlfar bauð til sölu er hins vegar i takt við tim- ann og á vel við vargöld Al- þýðubandalagsins og Þjóð- viljans; saga af Axlar-Birni. Textinn sem fylgir auglýsing- unni er lýsandi og segja frómir menn að hann sé vís- bending stjórnarformannsins hvað gerist ef hans vilja sé ekki hlýtt í einu og öllu. Við grípum hér niður í aug- lýsinguna til að gefa lesend- um innsýn í málið: „Aðalpersónur eru hinn sögufrægi manndrápari Axl- ar-Björn og sonur hans Sveinn skotti, alræmdur flakkari — en kona Bjarnar gekk með Svein þegar bóndi hennar var tekinn af lifi með herfilegum hætti. Þrjár sólir svartar er óvenjuleg þjóðlifslýsing þar sem máttarstoðir þjóðfélags- ins eru séðar með augum utangarðsfólks, sem hrjáð er af harðdrægri valdstjórn, óblíðum lifskjörum og mögn- uðum hindurvitnum. Hið dul- magnaða örlagatákn i sög- unni er öxin, morðvopnið margblóðugt, sem í sögulok birtist í samtíð okkar og á að minna á að enn er illra veðra von.“ Öll frekari orð eru óþörf. BÆJARBÓT heitir óháð fréttablað sem gefið er út í Grindavík og sinnir fyrst og fremst atburðum í Reykjanes- kjördæmi. í síðasta tölublaði Bæjarbótar er viðamikið viö- tal við Kjartan Jóhannsson alþingismann sem setur m.a. fram athyglisverð sjónarmið varöandi núverandi stjórnar- samstarf. Við birtum brot úrviðtal- inu: „Ertu sáttur við þá þróun Úlfar útgáfuformaöur: Hiö dulmagnaða örlagatákn eröxin, morövopniö alblóöugt. mála að Alþýðubandalagið hefur að nýju verið leitt til áhrifa i landsmálapólitíkinni í Ijósi reynslunnar af stjórnar- þátttöku þess flokks eftir 1971? „Lengi skal manninn reyna. En það var nú ekki um auðugan garð að gresja i sambandi við þá stjórnar- myndun sem nú átti sér stað. Það er nú svo í pólitikinni, aiveg sérstaklega hér á landi, að menn verða að vera reiðu- búnir að vinna með aðilum sem þeir eru á öndverðum meiði við í ýmsum greinum. Á hinn bóginn tel ég alls ekki koma til greina að minni- hlutahópur geti kúgað meiri- hlutann í veigamiklum mál- um. Alþýðubandalagið hefur til dæmis látið sér lynda að utanríkisstefna íslands væri óbreytt við stjórnarþátttöku þeirra, þrátt fyrir að þeir hafi aöra skoðun á málunum. Ég tel mikilvægt að svo verði einnig í öðrum málum og á ég þar m.a. við stóriðjuna, sem hefur all nokkuð verið á dagskrá i sambandi við þessa stjórnarmyndun. Ég legg ríka áherslu á að við ís- lendingar nýtum okkur þau tækifæri sem gefast — þeg- ar þau gefast. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum leyfa minnihlutahópum að klúðra málum sem þessum. Að öðru leyti verður að koma i Ijós hvort Alþýðubandalagið er hæft til þess að vera í stjórn eða ekki.““ Kjartan: Veröur að koma í Ijós hvort Alþýðubandalagið er hæft að vera i stjórn eða ekki. Einn með Siggi var nýbúinn að ráða sig í lagerdeild glasaverksmiðj- unnar. Eftir nokkra daga kom verkstjórinn til hans og sagði: — Þú mannst auðvitað eftir að líma miðana á kassana „Brotthætt — Þessi hlið upp“? — Ekkert mál, svaraði Siggi. Og til öryggis lími ég líka mióa á botninn á þeim! r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.