Alþýðublaðið - 02.11.1988, Blaðsíða 1
im UBUDIfi STOFNAÐ
Miðvikudagur 2. nóvennber 1988 Fjárlagafrumvc ÚTGJALDAÞENSI * * " * ' 200. tbl. 69. árg. 'rp 1989 mm rii.vnuBLF.Din LAN STODVUÐ RE¥KJANES
Tekjuafgangur 1,6% af ríkisútgjöldum.
Ríkissjóður tekur engin erlend lán á
nœsta ári.
Beinir skattar hœkka um 33 % og einnig
er gert ráð fyrir verulegri hœkkun óbeinna
skatta.
Fjármálaráðherra lagði
fram fjárlög fyrir 1989 fyrir al-
þingi í gær. Frumvarpið er
með 1200 milljóna kr. tekju-
afgangi en ráðherra boðaði
mikinn samdrátt í útgjöldum
og opinberum framkvæmd-
um á næsta ári. Þá mun ríkis-
sjóður engin erlend lán taka
á næsta ári. Fjárfestingar rík-
issjóðs dragast saman um
tæplega 7% að raungildi.
Sparnaður í heilbrigðiskerf-
inu verður stóraukinn og ein-
stakar þjónustustofnanir eiga
að veröleggja þjónustu sína
sjálfar í auknum mæli.
Boðað er átak í rekstri og
framkvæmdum og aðhald í
starfsemi stofnana og ráðu-
neyta. Kvaðst fjármálaráð-
herra ætla að fylgja því eftir
af hörku og senda sveitir eft-
irlitsmanna inn í þessar
stofnanir til að fylgjast meö
framkvæmdinni.
Stefnt er að margvíslegum
breytingum á tekjusköttum
fyrirtækja og gert ráð fyrir að
herða ákvæði skattalaga
þess efnis, að tekjur í formi
hlunninda, hvort sem það eru
bilaafnot, úttektir á reikning
fyrirtækis eða lánafyrir-
greiðsla, komi til skattlagn-
ingar. Fyrirhugað er að
hækka skatthlutfall í tekju-
skatti, en jafnframt hækka
persónuafslátt, þannig að
skattbyrði lægri tekna breyt-
ist lítið sem ekkert. Þá hækki
Þjóðhagsáœtlun 1989
3% lækkun
þjóöartekna -
12% verðbólga
Ný þjóðhagsáætlun gerir
ráð fyrir 1,5% samdrætti í
landsframleiðslu á næsta ári
og að þjóðartekjur dragist
saman um 3%. Reiknað er
með þvi að verðbólgan milli
ára verði 12%. Þá er reiknað
með því að ráðstöfunartekjur
verði í heild 5-6% minni
næsta ár en i ár.
Gert er ráð fyrir því að út-
flutningur dragist saman og
einnig þjóðarútgjöld, sérstak-
lega útgjöld til einkaneyslu
og fjárfestingar. Þjóðarút-
gjöld munu að líkindum drag-
ast saman um 2,5%, einka-
neysla um 3,5% en sam-
neysla aukast um 0,5%.
Heildarfjárfesting minnkar
samkvæmt þessu um 3%,
þar af opinberar framkvæmd-
ir um 4%. Reiknað er þá með
því að heildarfjárfesting verði
17% af landsframleiðslu,
sem verður þá hin minnsta í
40 ár.
Reiknað er með því að
heildarafli dragist saman um
4,5% og útflutningsverðmæti
sjávarafurða um 3%. Að lík-
indum verða viðskiptakjörin
1,5% óhagstæðari en í ár og
hallinn í heild sem svarar
, 4,5% af landsframleiöslu.
barnabætur sérstaklega.
í verölagsforsendum er
gert ráö fyrir H-12% hækkun
verðlags á næsta ári og að
meðalverð á erlendum gjald-
eyri hækki um 7% á milli ára.
Ráðherra sagði þetta frum-
varp vera mjög alvarlega
tilraun til að brjóta í blað í
efnahagsþróuninni.
Meðal dæma um stöðvun
útgjaldaþenslu hins opinbera
og framkvæmda er ákvörðun
um að hætta við innréttingu
húsnæðis stjórnarráðsins
sem keypt var af Samband-
inu. Einnig verður dregið úr
Óli Kr. Sigurðsson aðaleig-
andi og forstjóri OLÍS segist
ekki kannast við þær tölur
sem fréttastofa sjónvarpsins
birti í fyrrakvöld um skulda-
stöðu fyrirtækisins. „Þetta er
atvinnurógur," sagði Óli að-
spurður þegar Alþýðublaðið
náði tali af honum i gær.
„Þessi frétt hefur skaðað
fyrirtækið og veikt sam-
keppnisstöðu þess á mark-
aði.“ Meira vildi hann ekki tjá
Fjórburar litu dagsins Ijós i
gær á fæðingardeild Lands-
spítalans. Um tæknifrjóvgun
var að ræða, og er þetta í
annað sinn sem glasafjórbur-
ar fæðast i heiminum. Móður
og börnum, sem allt voru
stúlkur, heilsast vel.
Þetta er í þriðja sinn sem
fjórburar fæðast hér á landi,
en síðast var það árið 1954.
starfsmannafjölda ríkisins.
Beinir skattar hækka úr
10,5 milljörðum í 14 milljarða
eða um 33,3% miðað við
áætlun fyrir árið í ár og
sig um málið. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum
blaðsins hyggst hann fara i
skaðabótamál við sjónvarpið
vegna fréttarinnar.
OLÍS skuldar alls 840 millj-
ónir i Landsbankanum, sam-
kvæmt heimildum blaðsins.
Meirihluti skulda er í skilum,
en um 120 milljónir eru gjald-
fallnar. Eftir því sem blaðið
kemst næst er um að ræða
þrjár greiðslur, sem skuld-
Stúlkurnar fjórar voru teknar
með keisaraskurði og fædd-
ust þær sex vikum fyrir tim-
ann. Þeim heilsast vel og eru
hinar sprækustu. Þær vógu
• um sjö merkur hver. Foreldrar
stúlknanna eru þau Margrét
Þóra Baldursdóttir og Guðjón
Sveinn Valgeirsson tann-
læknir.
óbeinir skattar hækka úr 52,4
milljörðum í 59,7 milljaröa
eða um 13,8%. (Sjá umfjöllun
um fjárlagafrumvarpið í
opnu).
féllu nýverið.
Samkvæmt heimildum
blaðsins krefst Landsbankinn
þess, að Óli Kr. standi við
samning sem hann undirrit-
aði við kaupin á OLÍS gagn-
vart bankanum. Samningur-
inn kveður m.a. á um, að
OLÍS verði að standa í skilum
við bankann um allar greiðsl-
ur. Bankinn neitar nú að veita
fyrirtækinu frekari fyrir-
greiðslu og hefur lokað fyrir
allar frekari ábyrgðir. Jafn-
framt krefst bankinn að Óli
selji fyrirtækiö og verði bú-
inn að því um áramót. Al-
þýðublaðiö náði ekki tali af
bankastjórum Landsbankans
í gær til að fá þetta staðfest.
Eftir að málið kom upp
sögðu tveir stjórnarmenn í
OLIS af sér, m.a. stjórnarfor-
maðurinn Þórður Gunnars-
son lögfræöingur.
Talið er að OLÍS eigi vel
fyrir skuldum. Útstandandi
skuldir fýrirtækisins eru t.d.
taldar nema 6-700 milljónum.
JUU.
VUft^STOKAi* (II'WWIM \ k;: k.xKik ',» rs.r
Reykjanesblað, aukaútgáfa
Alþýðublaðsins kemur út í
dag. Blaðinu er dreift í hvert
'hús í kjördæminu og kemur
út í 25.000 eintökum. I blað-
inu eru greinar og viðtöl við
marga af helstu frammá-
mönnum Alþýðuflokksins í
kjördœminu. Þar má nefna
bœjarstjórana Guðmund
Arna Stefánsson — sem m.a.
gagnrýnir samskiptaörðug-
leika ríkis og sveitarfélaga —
og Guðfinn Sigurvinsson í
Keflavík sem m.a. rœðir
þann vanda sem Keflavík er
að komast í vegna sölu tog-
aranna Aðalvíkur og Berg-
víkur sem eru í eigu Hrað-
frystihúss Keflavíkur, en
bœjarfélagið er stór hluthafi
í fyrirtœkinu. Að auki má
nefna viðtal við Gylfa
Ingvarsson, formann verka-
lýðsmálaráðs AIþýðuflokks-
ins, þar sem hann m.a. gagn-
rýnir stjórnvöld og verka-
lýðshreyfingu fyrir að vinna
ekki nœgilega vel að lang-
tímalausnum í verkalýðs-
málum.
Barnabœtur og
barnabótaauki
750 MILLJÓNIR
GREIDDAR ÚT
UNI MÁNAÐAMÓT
Lokagreiðslur barnabóta
og barnabótaauka voru póst-
lagðar þann 31. október. Út-
borgaðar barnabætur nema
rúmum 523 milljónum króna
og barnabótaauki nemur
rúmum 229 milljónum króna
eða samtals rúmlega 752
milljónum króna. Bótaþegar
eru rúmlega 62 þúsund.
í frétt frá fjármálaráðuneyt-
inu er athygli vakin á því, að
vegna mistaka við tölvuút-
skrift verða bætur vegna
barna sem fæddust á timabil-
inu júll-október s.l. ekki póst-
lagðar fyrr en I lok vikunnar.
„Þetta frumvarp er ekki gleðiboðskapur en alvarleg tilraun til að stöðva útgjaldaþenslu rikisins án þess að
skerða þjónustu á sviðum velferðarmála, menningarmála og umhverfismála," sagði fjármálaráðherra á frétta-
mannafundi í gær þar sem fjárlagafrumvarpið var kynnt. A-mynd/Magnús Reynir.
Frétt sjónvarpsins um skuldastöðu OLÍS
ÓLI KR. ÍHIIGAR NIÁLSÓKN
FJÓRBURAFÆÐING