Alþýðublaðið - 04.11.1988, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.11.1988, Síða 1
 Föstudagur4. nóvember 1988 STOFNAÐ 1919 r Asmundur Stefánsson um fjárlagafrumvarpið: LAUNAFORSENDUR „Þær eru rugl, þaö er alveg augljóst. Það dettur engum heilvita manni í hug að mál gangi fram með þeim hætti, ég hef ekki trú á því,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands er Alþýðublaðið innti hann álits á launaforsendum fjárlaga- frumvarpsins. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir að launabreytingar milli ár verði 8%. „Það er gert ráð fyrir því að heimilt veröi að semja um 2% kauphaekkun á næsta ári,“ segir Ásmundur. Hann telji að öllum hljóti að vera Ijóst að slikt sé út i hött. Stefriurœða forsœtisráðherra UPPGJÖR VIÐ FRJÁLSHYGGJUNA Segja má, að auk lýsingar á efnahagsástandi og að- gerðum, hafi stefnuræða Steingrims Hermannssonar í gær verið róttækt uppgjör hans við frjálshyggjuna. Hana gagnrýndi hann harð- lega og sagði meðal annars i lokaorðum sinum að núver- andi rikisstjórn myndi ekki treysta á handahófskennda frjálshyggju. Hann lýsti pen- ingahyggjuleið undanfarinna ára og taidi hana hafa leitt yfir þjóðina meiri höft í viöj- um fjármagnsins en lands- menn hefðu lengi þekkt. „Þrátt fyrir mikla bindingu fjármagns og strangar kröfur um lausafjárstöðu viðskipta- bankanna fór þensla vaxandi. Þrátt fyfir mikla hækkun vaxta dró að því er virðist lit- ið sem ekkert úr eftirsþurn eftir fjármagni. Jafnvel gam- algróin fyrirtæki, sem ekki fengu þröfum sínum full- nægt í viðskiptabönkum, leit- uðu á fjármagnsmarkað utan bankanna og greiddu þar raunvexti, sem enginn venju- legur rekstur fær staðið und- ir til lengdar. í stað þess að skapa jafnvægi á peninga- markaðnum leiddi takmörkun eða stjórnun á útlánum við- skiptanbankanna annarsveg- ar, en hinsvegar svonefnt frjálsræði eða stjórnleysi á öðrum hluta fjármagnsmark- aðarins til þess, að útflutn- ingsgreinarnar urðu I fjár- magnssvelti en atvinnurekst- ur, sem telur sig geta velt kostnaðinum yfir í verðlagið, dró til sín fjármagnið á óheyrilegum vöxtum. Á árinu 1987 urðu erlendar lántökur um það bil fjórum milljjörð- um meiri en gert var ráö fyrir. Nálægt helmingur þess rann í gegnum greipar hinna nýju kaupleigufyrirtækja," sagði Steingrímur. Steingrímur fjallaði nokkuð um þá bylgju gjaldþrota sem riðið hefur yfir þjóðina og sagðist óttast að ekki væru öll kurl komin til grafar. Þann- ig taldi hann gjaldþrot vegna afar óskynsamlegra fjárfest- inga og ofneyslu í nafni frjálshyggjunnar mörg ekki komin upp á yfirborðið. Hann gagnrýndi harðlega þá, sem boða þá efnahagsstefnu að láta fyrirtæki sem bera ekki fjármagnsskortinn og hina háu vexti fara á hausinn, með öðrum orðum að gera ekki neitt. Hér sést bandariski sendiherrann á islandi, Nicholas Ruwe, setja atkvæöi sitt í „kjörkassa". Þetta er þó allt í gamni gert og er liöur í kosningavöku sem haldin er í Menningarstofnun Bandaríkjanna i tilefni forsetakosn- inganna i Bandaríkjunum. Stofnunin opnar kl. 8 aö morgni þess 9. og veröur þó boöiö upp ó kaffi og vínarbrauö um leið og fylgst veröur meö nýjustu tölum úr kosningunum sem veröa skráðar um leið og þær berast. Þá veröur talið upp úr „kjörkassanum“. A-mynd/Magnús Reynir Framkvœmdastjóri Happdrœttis HI um 12% skatt á happdrœttismiða: EKKI FRAMKVÆMANLEGT Jóhannes L.L. Helgason framkvæmdastjóri Happ- drættis Háskóla Islands seg- ist ekki geta séö hvernig hægt sé aö bæta 12% skatti ofan á happdrættismiðaverö meö svo skömmum fyrirvara. Hann telji það samdóma álit allra sem til slíks reksturs þekki, að það sé óframkvæm- anlegt meö þessum hætti. Hann bendir auk þess á að Happdrætti Háskóla íslands sé eina happdrættið sem skyldað sé til að greiða 20% af tekjum sinum í einkaleyfis- gjald. Eins og fram hefur komið, er gert ráð fyrir því í fjárlög- um fyrir næsta ár að 12% gjald verði sett á haþþdrætt- isvinninga. Jóhannes segist ekki geta séð hvernig þetta sé framkvæmanlegt fyrir árið 1989. „Vegna þess að það er búið að ákveða miðaverðið fyrir næsta ár, það er búið aö gera allar auglýsingar og það er verið að senda út miða sem eiga að seljast í fyrsta flokki, en það verður byrjað að selja þá í desember. Að því er varðar happaþrennu- miðana, eigum við upplag af þeim sem við höfum fengið leyfi fyrir og þeir eru áritaðir með 50 króna verði. Hvað sem menn annars segja um þennan söluskatt, sem mér finnst ekki eðlilegur, þá held ég aö framkvæmdin sé óger- leg með þessum skamma fyrirvara." Jóhannes vildi ekk ert segja um hvort hann teldi ólíklegt að af framkvæmd skattlagningarinnar yrði, en ítrekaði að hann sæi ekki hvernig hægt væri að fram- kvæma hana. Aöspurður um hvort ekki megi gera ráð fyrir að hækk- unin kæmi til með að hafa áhrif á sölu miða, komi hún til framkvæmda sagði Jó- hannes, að happdrættið seldi miðana á þvi veröi sem talið væri að markaðurinn væri reiðubúinn að greiða og ef þeir héldu að vilji væri fyrir því að borga hærra verð fyrir þá, myndu þeir hækka verðið. „Þarna er um hreina veð- hækkun að ræða, menn fá ekki aukna vinninga í stað- inn. Hingað til hefur það ver- ið 70% af veltunni sem við höfum auglýst sem hæsta hlutfall í heimi, sem við telj- um vera rétt. Það eru ótal mörg atriði sem þarna koma inn í, þannig að ég held að það sé samdóma álit allra sem þekkja til þessa reksturs að þetta verði ekki gert svona. Menn sjá ekki hvernig á að framkvæma það.“ Jóhannes tók fram að þeir hjá Haþþdrætti Háskólans væru ekki óvanir því að borga skatt, þvi 20% af tekjum þess færu í svokallað einka- leyfisgjald, eitt allra hapþ- drætta. Það fé rennur til rannsóknarstofnana atvinnu- veganna. Hann segir þetta gjald hafa verið sett á er happdrættið var stofnað, en það var þá eina þeningahapp- drættið á landinu. „Þá þótti eðlilegt að það yrði látið greiða skatt í ríkissjóð af þessum tekjum, en nú eru aðstæður verulega breyttar." Þetta mun oft hafa borið á góma milli Háskólans og stjórnvalda, en engar breyt- ingar hafi enn fengist. 201. tbl. 69. árg. Manfred Wörner aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins reiknar með íslandi áfram sem öruggum bandamanni. A-mynd/IM. Aðalframk vœm dastjóri NATO Vænti óbreyttrar afstöðu íslands Manfred Wörner aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandaiagsins lauk i gær tveggja daga heimsókn sinni til Islands. Hann var hér i boði Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra og átti viðræður við hann og Steingrim Hermannsson for- sætisráðherra. I gær hélt Wörner stuttan blaðamanna- fund þar sem hann lýsti þvi meðal annars yfir að hann teldi enga ástæðu til að ætla að afstaða íslands til Atlants- hafsbandalagsins myndi breytast undir forystu núver- andi rikisstjórnar. Wörner sagði að islending- ar vissu að friður og jafnvægi í heiminum velta mjög á til- vist bandalagsins og hann ætti því fyllilega von á ís- landi áfram sem öruggum bandamanni. Vangaveltur um möguleg- an varaflugvöll á íslandi báru á góma. Wörner sagði aó mál þetta væri ekki komið á ákvörðunarstig ennþá, enn væri verið að leita hag- kvæmra valkosta. Hann sagði engan þrýsting rikjandi frá íslandi um varaflugvöll hér og enginn varaflugvöllur byggður á íslandi án frum- kvæðis og samþykkis ís- lands. Á hinn bóginn stæði ekki á Mannvirkjasjóði bandalagsins að leggja fé i hagkvæmnisrannsóknir hér á landi og engin tímamörk gild- andi i því sambandi. Hann tók undir orð utanrikisráð- herra um að slíkur varaflug- völlur yrði alls ekki ný her- stöð, heldur aðeins varaflug- völlur með tilliti til veðurfars og slíkra atriða. Wörner var sþuröur að því hvort einhverjar viðræður hefðu átt sér stað um breyt- ingar á herliðinu á Keflavíkur- flugvelli á þann hátt að Evrópubúar yrðu þar virkari gagnvart Bandaríkjunum, en Wörner sagði engar slikar viðræður hafa átt sér stað.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.