Alþýðublaðið - 04.11.1988, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 4. nóvember 1988
MMBUBLMB
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Blaöamerln: Friórik Þór Guðmundsson, Haukur Hóím
og Sólveig Ólafsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarslminn er 681866.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið.
FJÁRLAGAFRUMVARP
ÓLAFS RAGNARS
Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráöherra hefur lagt
fram fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Megin-
einkenni frumvarpsins eru nauösynlegur niöurskuróur í
ríkisútgjöldum samfara aukningu ríkisframlaga til félags-
legra og menningarlegra þátta, samhjálpar og vísinda.
Eitt aðalmarkmið fjárlagafrumvarpsins er áætlaöur tekju-
afgangur ríkissjóös um 1184 milljónir króna eöa 1.6 % af
ríkisútgjöldum. Mjög er varlega fariö í hækkun ríkisút-
gjalda milli ára og að raungildi hækka þau aðeins um 0.8
% á næsta ári. Tekjur ríkissjóös hækka aftur á móti um
1.25 % frá fjárlögum 1988 samkvæmt fjárlagafrumvarpi
Ólafs Ragnars eöa um tæpan 1 milljarð króna. Markmió
fjármálaráðherra er göfugt; aö snúa nær 3 milljarða króna
hallaáþessu ári í rúmlega 1 milljarðs krónaafgang áárinu
1989. Ólafur Ragnar boðar ennfremur samdrátt í opinberri
fjárfestingu og aó ríkissjóöur muni ekki taka nein erlend
lán á næsta ári. Á sama tíma hyggst fjármálaráðherra
gre'iöa niður skuldir sem nema tæpum 2 milljörðum
króna. Þá er fyrirhuguö veruleg minnkun á erlendum lán-
tökum opinberra aöila og opinberra lánasjóða eöa um 40
% í erlendri mynt. Þessi áform þýöa verulegan samdrátt í
umsvifum opinberra aðila á innlendum og erlendum lána-
mörkuöum sem er tvímælalaust af hinu góöa. Þaö telst
einnig til góöra tíðinda aö ráöist verður gegn útgjalda-
þenslu ríkisins án þess að skerða margvíslega þjónustu á
sviöi velferöarmála, menningarstarfsemi, félagsmála, vís-
inda og umhverfisverndar. Þessari stefnu hefur veriö
almennt fagnaö nema í Morgunblaöinu þar sem fulltrúar
Sjálfstæóisflokksins hafa farið um hana höröum oröum
og sýnir einu sinni enn aö Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
reiöubúinn aó greiða sinn hluta reikningsins til uppbygg-
ingar siömenntaös þjóðfélags. Áherslur Ólafs Ragnars í
þá veru, aö aukin tekjuöflun ríkisins lendi fyrst og fremst
á þeim sem hafamestartekjurog eignir, er góö í sjálfu sér.
Hins vegarverður aö sýnaaðgát í hækkun tekjuskatts, því
ióulega lendir hækkaöur tekjuskattur fyrst og fremst á al-
þýöuheimilunum en ekki á þeim fámenna hóþi sem hefur
getaó velt sér upp úr lúxuseyðslu og stundaö fjárfesting-
arævintýrin. Hækkun á ýmsum óbeinum sköttum eiga
ennfremur eftir aö mælast misjafnlega fyrir og enn á eftir
aö útfæra hugmyndir um breytingar á tekjusköttum fyrir-
tækja. Nýjungar í skattlagningu eins og 12% söluskattur
áhappdrætti ereinnig tvísýn tekjulind þareö búast máviö
hækkuöu miöaverði og ennfremur eru happdrættT eina
tekjulind margra líknarfélaga og íþróttahreyfinga sem
stuöla aö mannlegra og betra samfélagi meö starfsemi
sinni og spara ríkissjóöi stórfelld útgjöld. Orkuskatturinn
mun einnig stuðla aö hækkun orkuverös og beinlínis
leiða til mismununar í orkuverði milli landshluta. Þá má
benda á, að enn er ekki endanlega búió aö ganga f rá f ram-
kvæmd einstakra þátta varðandi nýja tekjuöflun og of
snemmt aö meta þær framkvæmdir. En í heild hefur Ólaf-
ur Ragnar lagt fram gott fjárlagafrumvarþ þar sem félags-
legar lausnir, efling menningarlífs og stuðningur viö vel-
ferðarkerfiö er aukinn. Hér má sérstaklega nefna aukn-
ingu til fatlaöra, verulega aukningu til dagvistunarstofn-
ana, hækkun áelli-og örorkulífeyri og aukið ráöstöfunarfé
byggingasjóöanna, svo fremi sem Iífeyrissjóöirnir standi
viö sitt.
Fjárlagafrumvarp Ólafs Ragnars Grímssonar ber þess
merki aö ríkisstjórn félagslegu flokkanna situr viö völd í
landinu. Fjármálaráöherrann hefur tekiö á ríkisútgjöldum
meö festu og beitt skynsemi og réttsýni vió tekjuöflun rík-
issjóös. Vonandi veröa efndirnar eftir áformunum.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
ÍSLENDINGARem
fréttasjúk þjóö — en hins
vegar má spyrja hvort ein-
hverjir hlusta á fréttir af
athygli og meö tilfinningu,
eöa hvort stórfréttir sem
smáfréttir renni eins og smá-
fiskar gegnum möskva hlust-
unarinnar.
Flosi Ólafsson leikari sem
skrifar fasta pistla viö miklar
vinsældir í PRESSUNA,
fimmtudagsútgáfu Alþýðu-
blaösins, veltir fréttum og
fréttaflkn sinni fyrir sér í
blaðinu í gær.
Hans sjónarmiö á fréttum
eru meðal annars þessi:
„Fréttaneysla mín er of-
boösleg, jaörar, er mér nær
aö halda, viö aö vera sjúkleg.
Ég byrja að hlusta á út-
varpsfréttir klukkan hálfátta á
morgnana. Svo hlusta ég á
þessar sömu fréttir, ég held
á hálftima fresti, allan lið-
langan daginn og les blöðin
á milli.
Konan mín segir aö ég sé
tjúllaður fréttafikill og ég
væri svosem til í aö taka und-
ir þaö, ef einhver annar ætti í
hlut en ég sjálfur.
Ekkert í lífinu finnst mér
jafn drepleiðinlegt og fréttir
og sannleikurinn er sá að ég
væri fyrir löngu oröinn sturl-
aður af fréttaofneyslu ef lik-
aminn væri ekki búinn aö
mynda gagneitur viö vímu-
gjafanum.
Sannleikurinn er sá að ég er
fyrir löngu hættur aö meö-
taka innihald frétta. Þær fara
bara innum annaö eyraö og
útum hitt og eftir sit ég,
engu nær um þaö, hvaö er i
raun og veru fréttnæmt frá
degi til dags.“
Og til nánari skilgreiningar
skrifar Flosi:
„Fréttum viröist ööru frem-
ur ætlað þaö hlutverk aö
tiunda meinleg örlög sem
steöja aö persum, aröbum,
júöum, hvölum, selum, negr-
um, prestum, leikkonum,
rússum, milljónamæringum,
hundum, forsetakosningum
og valdaránum einhversstaö-
ar út í heimi, mólótoff-
sprengjum, pakistönum og
þaö hvernig afríkumönnum
gengur að komast niður úr
trjánum til aö drepa hver ann-
an.
Undir þessu sit ég svo
dægrin löng, einsog kúkur á
priki, eyðilagður yfir því að
hafa enga samkennd meö
ölfu þessu vígreifa fólki og
fénaði útí hinum stóra heimi.
Áratugum saman er búiö
aö vera aö segja mér, oft á
dag, hvernig horfurnar séu i
Beirút í Líbanon og — guö
fyrirgefi mér — ég er hættur
aö heyra það.
Ég sáröfunda þá sem fást
viö þaö, meö umtalsverðum
árangri, aö bjarga heiminum
og hef svosem hugleitt hvort
ég ætti ekki aö vinda mér i
aö bjarga því sem bjargað
verður.
En allt slíkt bjástur strand-
ar hérna í hlaðvarpanum. Ég
fer bara að hugsa um hvernig
krökkunum gengur i skólan-
um, hvort gefur á sjó, eöa
hvort haustbeitin endist
V
Flosi: Hefur engan áhuga á frétt-
um þótt hann sé fréttafíkill.
framað áramótum. Já og
svona hvernig vinir minir,
frændur og fólkið i landinu
hafi það.
Manni er bara ekki sjálf-
rátt.“
Til umhugsunar fyrir frétta-
menn fjær og nær.
FRU Vigd ís Finnbogadóttir
forseti íslands er skyndilega
komin i brennidepil átaka
milli ritstjóra dagblaða. For-
seti íslands sótti fyrir nokkru
fund Samtaka um vestræna
samvinnu og Varðbergs þar
sem Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra ræddi
m.a. um utanríkisstefnu ís-
lands.
Þessi heimsókn varð rit-
stjóra Þjóðviljans, Merði
Árnasyni, ástæða til Ieiðara-
skrifa þar sem hann lét í Ijós
þau sjónarmið að frú Vigdís
væri á villigötum.
Morgunblaðið svaraði
þessum leiðaraskrifum í for-
ystugrein í gær, þar sem
stendur m.a.:
„Vegna þátttöku forseta ís-
lands i þessum fundi gerist
sá fáheyröi atburöur, aö
Þjóðviljinn, málgagn Alþýöu-
bandalagsins, ræðst að for-
setanum i forystugrein i gær.
Þar er um ósæmilega árás að
ræöa og ættu forráöamenn
blaðsins að sjá tij þess að
þaö biöji forseta íslands af-
sökunar."
Aðstoðarritstjóri Tímans
leggur einnig orð í belg í
blaði sinu í gær og skrifar:
„En þaö er of langt gengiö
ef Þjóðviljinn heldur aö hann
geti skipað forseta íslands
fyrir verkum, eöa aö blaðið
sé þess umkomið að ákvarða
hverja þjóöhöföinginn má
umgangast og hverja ekki.“
Og:
„Til þessa hefur þaö verið
taliö forseta til lofs en ekki
lasts að hitta sem flest fólk
og kynnast samtökum þess
og áhugamálum.
Þaö er nýr siður, sem von-
andi verður þegar aflagður,
aö fara aö meta opinberlega
hvort forseti íslands megi
vera viöstaddur þessa sam-
komu eöa hina og hnýta i
hann fyrir aö sækja heim fé-
lagsskap sem einhverjum
eöa einhverjum er í nöp við.“
ÁRMANN Reyn isson er
ekki aþbaki dottinn. Ekki fyrr
hefur Ávöxtun sf. lagt upp
laupana, en fyrrum fram-
kvæmdastjóri ávöxtunarfyrir-
tækisins er sprottinn upp á
nýjan leik og i þetta skipti
með nýtt fyrirtæki undir
handjaðrinum. Ár heitir hið
nýja fyrirtæki og mun sjá um
umboös- og kynningarstarf-
semi, fjármálaráðgjöf, inn- og
útflutnings og eignaumsýslu.
Stofnendpr eru foreldrar og
systkini Ármanns en sjálfur
er hann forstöðumaður hins
nýja fyrirtækis. Þessar fréttir
gaf að le.sa í PRESSUNNI í
gær og Ármann útskýrði
sjálfur i viðtali við blaðið
meginverkefni fyrirtækisins:
Grípum niður ( viðtalið:
„Þetta er nokkurs konar
miölun á þjónustu. Ef t.d.
fólk vantar góðan þjón eða
kokk í heimahús, þá getur
það hringt í þessa miðlun og
fengið ákveðna aöila til starf-
ans. Ef vantar iönaöarmenn
þá kem ég til meö að vera
meö á skrá aðila sem taka aö
sér „free-lance“-verkefni. Síö-
an reikna ég meö aö þróa
þetta sem almenna miðlun á
þjónustu. Til dæmis ef ein-
hvern vantar góöar snittur þá
verö ég meö aðila í slíku. Þaö
hefur sýnt sig aö oft er erfitt
fyrir fólk aö vita hvert þaö á
að leita. Þá er einnig mark-
miðið aö vera með góða
miðlun fyrir heimilishjálp,
barnapössun, garöyrkju og
arkitektúr eða nánast allt
sem heyrir undir slíka þjón-
ustu.“
En Ármann ætlar einnig að
veita fjármálaráðgjöf. Hann
segir við PRESSUNA:
„Ég mun veita slika þjón-
ustu, eins og ég hef gert síö-
ustu sex árin. Þaö þýöir ekk-
ert annað en hafa mörg járn í
eldinum þegar maður er aö
koma sér af staö aftur. Svona
fyrirtæki þróast oft meö tím-
anum. Þetta er raunar ekkert
ósvipaö og var meö Ávöxtun.
Það var óljóst í upphafi
hvernig þaö fyrirtæki myndi
þróast," sagöi Ármann Reyn-
isson.
Þá er bara að vona allra
vegna að Ár þróist ekki eins
og Ávöxtun sf.
Ármann: Kominn aftur á kreik.
Einn
með
kaffinu
Ökumaðurinn ók inn á bensínstöðina og tók eftir manni
sem hreyfði sig annarlega á þvottaplaninu eins og hann
væri að bóna ímyndaðan bíl.
— Heyröu, þessi er eitthvað ruglaður, sagöi ökumaður-
inn við afgreiðslumanninn.
— Já, hann heldur að hann eigi bíl, svaraði afgreiðslu-
maðurinn.
— Er ekki best að koma manninum á Klepp? spurði öku-
maðurinn.
— Á Klepp! hrópaði afgreiðslumaðurinn. Hann borgar
mér 1500 kall í hvert skipti sem hann þarf að láta fylla bíl-
inn af bensíni!