Alþýðublaðið - 04.11.1988, Page 8

Alþýðublaðið - 04.11.1988, Page 8
SKOTGRAFIR RORGARINNAR Gatnaframkvœmdir í borginni hafa verið hinar mestu í manna minnum og hafa undir- strikað umferðarraskið sem orðið var ærið í kjölfar bílabyltingarinnar miklu. Miklar gatnaframkvæmdir í Reykjavik hafa farið framhjá fáum borgarbúum, sérstak- lega nú þegar nánast hver einasti maður á fullorðins aldri er kominn með eigin bifreið. Um daginn fjölluðum viö um bílastæðavandræöi óþolinmóðra ökumanna og víst er að borgaryfirvöld hafa ekki undan bílabyltingunni. Mörgum ökumanninum hefur að auki orðið heitt í hamsi vegna mikilla umferðatafa af völdum stórra og smárra gatnaframkvæmda hér og þar í borginni og er Suðurlands- brautin skýrt dæmi um þetta. Auðvitað eru allar þessar framkvæmdir bráðsnauðsyn- legar og þeir sem bölva nú verða manna fegnastir þegar árangurinn kemur í Ijós og umferðin verður greiðari en áður. Mikiö af framkvæmdun- um eru að auki gerðar til að fjölga bílastæöum og enginn efast um þann göfga tilgang. Hitt er annað mál að í milli- tíðinni hefur borgin á köflum minnt á skotgrafir fyrri heimsstyrjaldarinnar! Framkvæmdirnar við Suð- urlandsbraut eru á lokastigi. Þær felast í því að tvöfalda brautina frá Reykjavegi og inn að Álfheimum. Sömuleið- is eru á lokastigi fram- kvæmdirnar við Skúlagötu, þ.e. þær sem lúta að embætti gatnamálastjóra, en þær hafa • faliö í sér byggingu dælu- stöðvarinnar neðst við Ingólfsstræti og svo ræsa- lagnir. Dælustöðin er vita- skuld flestum borgarbúum kærkomin og sérstaklega umhverfisverndarsinnum, þvi nú fer skolpið ekki lengur í sjóinn meö tilheyrandi meng- un. Það breytir ekki hinu að undanförnu hafa bílstjórar þurft að sætta sig við alls kyns útúrdúra ef þeir vildu fara sjávarleiðina niður í mið- bæ og sömu leið til baka. Stóra byltingin sem er ' framundan er hins vegar á byrjunarstigi. Það er fram- lenging Bústaðarvegar og til- færsla Miklubrautarinnar fyrir vestan Rauðaárstíg. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatna- málastjóra stendur til að halda áfram Bústaðavegin- um, en 100 metra suður af Hringtorgi mun Miklabrautin nýja koma undir nýja Bú- staðavegsbrú. Núverandi Miklabraut sveigirtil suðurs frá Rauðarárstíg, verður fyrir sunnan hús Krabbameinsfé- lagsins og Tanngarð og sam- einast síðan Hringbraut móts við suðurenda Tjarnarinnar. Undanfarið hefur verið sprengt vegna framkvæmd- anna og má geta þess að nú eru bílasölurnar við Miklatorg komnar á síð.asta sjens með að forða sér utan öflugum vinnuvélum. Bílasölurnar áttu að fara í sumar og segir gatnamálastjóri að nú sé Aðalabílasalan sérstaklega fyrir og verði að hverfa á braut með bíla sína i vikunni. Ekki seinna að vænna ef bíl- arnir eiga ekki aö verða undir vinnuvélunum! Ingi Ú. Magnússon sagði gatnaframkvæmdir borgar- innar um þessar mundir óvenju miklar og sagði að vissulega hefði orðið mikil röskun á umferð þeirra vegna, t.d. við Skúlagötuna og Suðurlandsbraut. Ekki sagði hann þó reiða öku- menn hringja og kvarta í miklum mæli. Víða sjá menn fram á góðan árangur í kjöl- far rasksins og þá sérstak- lega fjölgun bílastæða og breikkun vega. En hvaða framkvæmdir verða á næsta ári sem borgarbúar geta vænst að raski umferö og ró ökumanna? „Því get ég ekki svarað. Það er auðvitað margt sem þarf að gera og vissu- lega ákveðin verkefni efst á forgangslistanum. En fyrst þarf borgarstjórn að sjá verk- efnin og gera sína fjárhags- áætlun" sagði Ingi. Vegna framkvæmda við Ránargötu verða þessir tveir drengir að leika sér með hjólabrettin sin á götunni. A-mynd/Magnús Reynir Miklar framkvæmdir hafa um skeið staðið við Suðurlandsbrautina mörgum ökumönnum til Þessi mynd er tekin i Skógarhliðinni, en þar eiga miklar breytingar eftir að eiga sér stað, þar mikillar armæðu. Þeir taka þó væntanlega gleði sína aftur þegar gatan verður opnuð á ný, sem Bústaðavegur verður framlengdur til vestur og Hringbraut færð i suöurA-mynd/Magnús stærri og breiðari en áður. A-mynd/Magnús Reynir Reynir Flokksþing Alþýðuflokksins SAMTÖKUM OG FYRIRTÆKJUM ROÐIÐ AÐ KYNNA STARFSEMI SÍNA Alþýðuflokkurirsn heldur sitt 44. flokksþing á Hótel Is- landi dagana 18.-20. nóv- ember. Þingið hefst síðdegis föstudaginn 18. og lýkur á sunnudeginum. Á flokksþing- inu verður bryddað upp á því nýmæli aö bjóða samtökum, félögum og fyrirtækjum sem hafa málstað eða þjónustu fram að færa að kynna starf- semi sína. Að sögn Guð- mundar Einarssonar fram- kvæmdastjóra flokksins hafa viðtökur veriö mjög góðar, en fyrst í gær gafst aöilum tæki- færi til að tryggja sér að- stöðu á þinginu. Strax fyrsta daginn fengu þrir úthlutað aðstöðu og töluvert var um fyrirspurnir. í sérstökum sal á Hótel Is- landi verður boðið upp á ein- falda aðstöðu fyrir kynningar- starfsemina. Til að halda kostnaði í skefjum verða ekki settir upp básar Ifkt og á vörusýningum, heldur fá sýn- endur borð og annaö sem duga á fyrir slíka kynningar- starfsemi. Einungis veröur krafist lágmarksgreiðslu, þ.e. sem nemur væntanlegum út- lögðum kostnaði. Gjaldið er aðeins 1000 krónur. Þau samtök sem ekki senda fólk á vettvang geta látið efni og bæklinga liggja frammi án endurgjalds. Með hliðsjón af dagskrá þingsins er laugardagurinn tálinn heppilegastur til þessa starfs. Þá er ( gángi fjölbreytt dagskrá frá 9 til 6 um kvöldið. Þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari nýjung er bent á að hafa samband við skrifstofu Alþýðuflokksins hið fyrsta. Síminn er 29244. Um 250 fulltrúar víðsvegar að af landinu verða á fundin- um. Einnig munu margir mak- ar þeirra sækja þingið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.