Alþýðublaðið - 23.11.1988, Blaðsíða 1
STOFNAÐ
Miðvikudagur 23. nóvember 1988 1919
212. tbl. 69. árg.
Austfirðir
Alvarleg mengunarhætta
vegna rotnandi síldar
Þúsund tonna „grafreitir“ á sjávarbotni. 1nokkrum fjörðum er fiskeldi í hœttu ef ekki
verður brugðist við. Síldin talin forðast rotnandi svœði. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifrœð-
ingur segir koma til greina að banna síldveiðar innst í fjörðunum
Mikil mengunarhætta er
talin vera á ákveðnum svæð-
um á Austfjörðum vegna
dauðrar sildar sem nótabátar
hafa þurft að henda á undan-
förnum vertiðum. Rotnandi
síld er m.a. talin liggja i þús-
undum tonna á sjávarbotni
innst i Berufirði og telja
heimamenn sem Alþýðublað-
iö hefur rætt við „sildargraf-
reitina" orsaka að sild hefur
veiðst í óverulegum mæli í
firðinum á þessari vertíð.
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur hjá Hafrannsókn-
arstofnun segir fyllstu
ástæðu til að kanna þessi
mál og segir ábendingum til
stofnunarinnar hafa fjölgað
upp á siðkastið. Hann bendir
á, að á þeim svæðum á Aust-
fjörðum sem um ræðir séu
mjög þröngir og grunnir firðir
en kaldur sjór og taki rotnun
mörg ár. Hann segir koma til
greina að banna sildveiðar
innst í þessum fjörðum. Þá
segir hann ástæðu til að vera
á verði vegna fiskeldis í fjörð-
unum. Hjálmar segir hins
vegar útilokað vegna eðli
nótaveiðanna að koma í veg
fyrir að bátarnir þurfi aö
sleppa einhverjum hluta afla.
„Það hefur alltaf verið
fylgifiskur nótaveiða að
menn þurfi að sleppa niður
afla. Annað hvort vegna þess
að ekki tekst að innbyrða allt
úr nótinni, eða vegna þess að
nótin hefur rifnað,“ sagði
Hjálmar við Alþýðublaðið í
gær. „Þó ég viti reyndar að
menn reyni að komast hjá því
í lengstu lög og fái aðra til
að hiröa afganginn, er ekki
alltaf hægt að koma því við.“
Hafrannsóknarstofnun hef-
ur ekki rannsakað þessi mál
sérstaklega, enda óhægt um
vik. „Það er hins vegar ekki
ótrúlegt að vandræðaástand
geti skapast, sérstaklega í
innri hluta þessara þröngu
fjarða. Til dæmis í Berufirði,
Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og
Seyöisfirði.“ Hjálmar sagði
að þetta svæði væri sérstak-
lega kalt og innri hluti fjarð-
anna grynnri en sá fremri,
þannig að vatnaskipti gerð-
ust mjög hægt.
Rotnunin tekur þvi mjög
langan tíma. „Þegar hróflað
er við þessu á botninum, get-
ur gosið upp ólykt og hálf-
rotnaðar leyfar borist út um
allan fjörð," sagði Hjálmar.
— Er þetta alvarleg meng-
un?
„Það er nokkuð Ijóst að
svo getur verið ef menn eru
t.d. með fiskeldi á svona
stöðum þar sem legið hefur
rotnandi stór haugur af sild í
grenndinni. — Þessi haugur
fer af stað eöa springur
vegna gasmyndunar, þó ég
viti ekki í smáatriðum hvort
svoleiðis getur átt sér stað,
þá myndi þessi mengun ber-
ast út um allt.“
Hjálmar hefur beðið menn
um að lýsa þessum ófögnuði
eins og hann kemur þeim
fyrir sjónir. “Það er full
ástæða til þess að fara að
huga að þessum málum og
gera ráðstafanir. En það nátt-
úrlega ekki hægt að laga það
sem hugsanlega er búið að
skemma."
Kenningareru uppi um að
„síldargrafreitirnir“ í Berufirði
hafi orsakað, að ekki veiðist
þar lengur síld innst i firðin-
um. Síldin fari ekki lengur
inn á þetta rotnandi svæði.
Hjálmar sagði mjög erfitt að
fullyrða nokkuð varðandi
þetta. „það er auðvitað
breytilegt frá ári til árs hvern-
ig síldin gengur. En þaö er
ekkert ótrúlegt, að ef liggja
miklir haugar af rotnandi
fiski inn á svona þröngum
svæðum skapist af því meng-
un sem sildinni líst ekki á.“
Hœstiréttur
4 SÓTTU UM
STÖDU DÓMARA
Fjórir menn sóttu um aug-
lýsta stöðu hæstaréttardóm-
ara, sem losnar er Guðmund-
ur Skaftason lætur af störf-
um um áramótin. Þetta eru
þeir Haraldur Henryson,
Hjörtur Torfason, Jón Odds-
son og Gisli G. ísleifsson.
Haraldur Henryson er
sakadómari, en er settur
hæstaréttardómari sem
stendur í fjarveru Þórs Vil-
hjálmssonar. Hjörtur Torfa-
son rekur málflutningsstofu
með þeim Eyjólfi Konráð
Jónssyni og Sigurði Hafstein
og var einnig settur hæsta-
réttardómari fyrir skemmstu
er hann leysti Bjarna K.
Bjarnason af um hríð. Jón
Oddsson rekureigin mál-
flutningsstofu, en Gísli G.
Isleifsson er nú yfirlögfræð-
ingur Verðlagsstofnunar, var
þar áður starfsmaður ís-
lenskra aðalverktaka, er sér-
fræðingur í alþjóöaflugrétti.
Umsóknirnar voru í gær
sendar Hæstarétti til um-
sagnar. Eftir að sú umsögn
liggur fyrir kemur að Halldóri
Ásgrímssyni að taka ákvörð-
un í málinu. Mikið hefur veriö
rætt um pólitískar dómara-
veitingar á undanförnum ár-
um, einkum helmingaskipti
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins. Fram-
sóknarmenn þykja hafa farið
heldur halloka í Hæstarétti í
undanförnum skipunum, en
gengið betur á öðrum sviðum
dómsvaldsins. Er það mál
kunnugra að Guðmundur
Skaftason sé síðasti dómar-
inn sem ákveðið er kenndur
við Framsóknarflokkinn.
Hjörtur Torfason er kenndur
við Sjálfstæðisflokkinn, Jón
Oddsson orðaöur vió Borg-
araflokkinn, Haraldur er sagð-
ur vinstra megin við miðju,
var á sínum tíma í fram-
kvæmdastjórn Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna
og varaþingmaöur samtak-
anna, en óvíst er með Gísla.
Á móti flokksskirteininu
hefur nokkuð verið rætt um
skort á hæstaréttardómara
sem er sérfræðingur í saka-
málum og hefur Hæstiréttur
einmitt veriö gagnrýndur fyrir
þetta. Að því leytinu til þykir
Haraldur einna liklegastur til
að hljóta blessun ráðherra og
líklegt að dómarar i umsögn
sinni bendi á hann og Hjört.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hvatti konur á ASI þinginu i gær til að kasta sér út í slaginn á fuilu og veigra sér
ekki við að takast ábyrgðarstörf á hendur. Hún sagðist treysta bæði Vilborgu Þorsteinsdóttur og Þóru Hjalta
dóttur til að gegna embætti varaforseta og skoraði á þær aö gera þaö. A-mynd/Magnús Reynir.
Jóhannes Nordal um gengisfellingartalið
Veldur vantrausti og hefur áhrif á vaxtaþróunina
Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri segir engan vafa
á því að umræða um gengis-
fellingar að undanförnu hafi
valdið vantrausti manna á
verðlagsþróunina og þvi haft
áhrif á vaxtaákvarðanir. Á
flokksþingi Alþýðuflokksins
um helgina lýsti Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra þvi yfir
aö vaxtalækkanir gengu of
hægt fyrir sig. Miðað við mat
á verðbólgustiginu væru
vextirnir of háir. Hann sagö-
ist jafnframt hafa falið Seðla-
bankanum að halda áfram
viðræðum við bankana um
frekari lækkun strax í þessari
viku. Jóhannes Nordal sagði
í samtali við blaðið i gær að
undirbúningur þessara við-
ræðna væri hafinn.
Samkvæmt stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar er gert
ráð fyrir aö ríkisstjórnin taki
fram fyrir hendurnar á bönk-
unum og Seðlabanki nýti
heimild sína til einhliða
vaxtalækkunar ef ekki kemur
viðunandi niðurstaða út úr
viðræðum aðila. Jóhannes
Nordal sagði málið ekki vera
komið á það stig ennþá.
Alþýðublaöið spurði hvort
ummæli forsætisráðherra að
undanförnu svo og margra
annarra framsóknarmanna
hefðu haft sérstök áhrif á
vaxtaþróunina. „Ég vil ekki
tala um nein tiltekin um-
mæli,“ sagði Jóhannes.
„Þetta hefur komið úr öllum
áttum. Allt slíkt tal sem
kemur frá ábyrgum aðilum er
væntnlega tekið alvarlega af
almenningi."
Jóhannes Nordal