Alþýðublaðið - 23.11.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.11.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur23. nóvember 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Arnadóttir Harry Belafonte ásamt eiginkonu sinni og dóttur „Calypso-Harry“ Árum saman var Harry Belafonte, núverandi sendiherra UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) kallaður „Calypso- Harry“. Nú er hann bœði viðurkenndur sem söngvari og pólitíkus. Þaö hefur veriö sagt aö hinar miklu vinsældir calypso, tónlistar ættaðri frá Vestur-lndíum, meö tilheyr- andi blikktunnum, hafi verið Harry Belafonte að þakka. Enn þann dag í dag „líður“ þessi þeldökki en þó mjög svo Ijósi Bandarikjamaður, sem ættaður er frá V-lndíum með enskt og franskt blóð i æðum, fyrir að kallast Calypsokóngurinn. Menn segja, að það séu ekki ein- ungis hjörtu kvenna sem slá hraðar, þegar hann syngur með sinni flauelsmjúku rödd, heldur einnig hjörtu hinna ýmsu pólitikusa, þó af öðrum ástæðum sé. Belafonte, sem þó ótrúlegt megi teljast er orðinn 61 árs, gerir minna af því aö koma fram á sviði en áður. Hann hóf baráttu sína fyrir borgara- legum réttindum þeldökkra, I Selma og Montgomery og tók þátt í frelsisgöngunni til Washington árið 1962. Þegar einn af góðvinum hans Martin Luther King var myrt- ur, hélt hann áfram barátt- unni. Þetta mæltist ekki sér- lega vel fyrir í Bandaríkjunum á þessum tíma þar þótti Ijós „negri“ vera sönnun þess, að kynþáttafordómar væru ekki ríkjandi í „guðs eigin landi“. Harry Belafonte hefurtek- ist að halda vinsældum sín- um, bæði sem söngvari og sem pólitískur áróðursmaður. Hann erfyrsti maðurinn úr skemmtanaiðnaðinum, sem hefur verið útnefndur menn- ingarlegur ráðgjafi Friðar- hreyfingar í Bandaríkjunum. Það var þáverandi forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, sem það gerði. Belafonte er nú einn af sendiherrum UNICEF — og hefur um árabil starfað með hinum ýmsu mannréttinda- samtökum — Fidel Castro og Edward Kennedy eru með- al þeirra sem kalla hann > 'n sinn. Hann kærir sig kollóttan, að hann er vegna pólitískra afskipta sinna, á skrá hjá FBI. Hann var meðal þeirra listamanna sem tók þátt í gerð hljómplötunnar „We are the World" alþjóðalega met- söluplatan, sem gefin var út til styrktar sveltandi milljóna fólks í Afríku. Öll list er pólitlk, en öll pólitík er ekki list, var haft eftir honum fyrir 10 árum síö- an. Þaö eru ekki aóeins kyn- þáttafordómar sem hann berst gegn, heldur allt, sem skeröir réttlæti allra minni- hlutahópa. Belafonte sendi frá sér nýja plötu á dögunum „Paradise in Gazankulu". Þessi plata er einskonar óður til suður-afrískrar tónlistar og einnig til baráttu svertingja í S-Afrfku gegn apartheid. Platan er að hluta til tekin upp í Johannesburg I S-Afríku, en þar er Harry Belafonte „persona non grata“. Ríkisstjórn S-Afríku kærir sig ekki um heimsókn söngvarans, vegna gagnrýni hans á apartheid-pólitík ríkis- ins. I sinn stað sendi Belafonte fulltrúa sinn, framleiðandann og tónskáldiö til S-Afríku, til BLÁEYGDUR RAUNSÆISMAÐUR Hann kann betur við sig í gallabuxum, bol eða peysu, en í'jakkafötum. Honum líkar fjölskyldulíf betur en samkvœmislíf og skilgreinir raunveru- leikann frá kvikmyndum. Hann hefur ekki látið frægðina stíga sér til höfuðs. Leikarinn með frœgustu bláu augun í kvikmyndasögunni, er raun- sœismaður, með heilbrigða skynsemi. þess aó taka upp tónlist bestu tónskálda og hljóm- listarmanna í S-Afríku. VONIR HINNA SVÖRTU Belafonte segir gerð þess- arar plötu, vera eitt af hjart- fólgnustu viðfangsefnum sem hann hefur unnið að. Hann segir tónlistina lýsa þeim landshlutum sem tón- listin kemur frá: Samfélaginu, skapgerðinni, hjartalaginu og vonum svertingjanna. Enn eitt viðfangsefni Harry Belafonte er gerð röð sjón- varpsþátta um líf Nelson Mandela. Aðalhlutverk í þeim hafa á hendi Jane Fonda, Marlon Brando og Sydney Poitier. Harry Belafonte er einn þeirra skemmtikrafta, sem heldur vinsældum og þokka, þrátt fyrir að árunum fjölgi. Einkalíf hans hefur ekki verið áberandi og hann hefur aldrei fengið á sig glaumgosa- stimpil. Kannski er það þess vegna sem allir aldurshópar kvenna, sjá hann sem ímynd hins fullkomna manns. DÓTTIR HARRY Belafonte á ákaflega fallega dóttur, sem er Ijós- myndafyrirsæta og leikkona. (Lék m.a. í sjónvarpsþáttun- um ,,Hotel“.) Hún heitirShari Belafonte Harper, en vill ekki nota nafn föður síns, sér til framdráttar á leikferli sínum. „Ég er kona, svört og dóttir Harry Belafonte, en það opn- ar engar dyr fyrir mig“, sagði hún í blaðaviðtali. Shari er ekki dóttir núver- andi eiginkonu Belafonte. Foreldrar hennar skildu þeg- ar hún var 2 ára, en þá flutti Harry að heiman en móðirin og Shari bjuggu áfram í New York. Þegar Shari var 10 ára fór hún til móðurömmu sinn- ar, vegna þess að móðir hennar vildi stunda sitt fag, sálfræðina. Þegar amma hennar lést, fannst henni heimurinn hrynja. Hún var send í heima- vistarskóla þegar hún var 12 ára, lauk þar menntaskóla- námi og giftist þá skóla- félaga sínum. Þó Shari hafi átt frægan föður, hafði hún lítiö af honum að segja í æsku, en hún er ekki bitur. TIL JAPAN MEÐ PABBA „Harry var mér góöur, við áttum saman yndislegar helgar og ferðuðumst vítt og breitt um heiminn. Við erum nánir vinir og samrýmdari en mörg feðgin sem alltaf hafa veriö saman“, segir hún. Belafonte er með þessa algengu sektartilfinningu foreldra vegna æsku Shari. Hann finnur þó það sér til afsökunar, að hann og fyrri konan hafi skilið um það leyti sem Shari fæddist. „Þetta var erfitt fyrir Shari, hún fór á mis við öryggi og fastan samastað á þeim árum sem persónuleiki hennar var að mótast. í þess stað ólst hún upp á heimavistarskólum", segir hann. En — „the show must go on“ og Harry Belafonte getur enn fyllt stór hljómleikahús. (Det fri Aktuelt.) Hann er einþykkur, ótam- inn, dulítid hrár en sérstakur. Ástrikur heimilisfaðir og hug- djarfur kappakstursmaður. Kvikmyndaleikarar eru margir hverjir þekktir fyrir áhuga sinn á „konum, víni og söng“, en Paul Newman sæk- ist eftir friði og ró, með sinni trúföstu eiginkonu, leikkon- unni Joan Woodward. í 30 ár, hafa þau svelt „Gróurnar" í Hollywood. Ekki vantaði hrak- spárnar, þegar þau giftu sig árið 1958, „þetta endist ekki út árið“, sögðu slúðurkerling- ar í Hollywood. KAPPAKSTURSBÍLSTJÓRl Ástin minnkar ekki milli hjónanna, þrátt fyrir ásókn Paul Newman í spennu og áhættu, þegar hann er ekki að vinna við kvikmyndir. Síð- astliðin 20 ár hefur hann tek- ið þátt i ótal kappakstursmót- um, og jafn mörgum sinnum hefur Joanne fylgst með frá áhorfendapöllunum með „hjartað uppi í hálsi“. Newman hefur oft unnió á þessum mótum og stundum teflt á tæpasta vað. Þessi ástríða hans hefur ekki dvín- að meö aldrinum, hann held- ur áfram aö keppa þó hann sé orðinn 60 ára. Paul Newman fæddist í Cleveland 26. janúar 1926. Frægðarferill hans sem leik- ari byrjaði frekar seint, en eft- ir fyrsta hlutverk hans á Broadway, var hann „uppgötv- aður“ af umboðsmanni frá Hollywood, sem leitaði að hæfileikafólki. Fyrsta hlutverk hans var aukahlutverk í kvikmyndinni „The Silver Chalice", þá var hann 28 ára, síðan kom hver leiksigurinn á fætur öðrum. í annarri kvikmynd sinni „Someone up There likes me“, sem gerð var árið 1956, þótti hann skila skapgerðar- hlutverki sínu sem hnefa- leikakappinn Rocky Graci- ano, með afbrigðum vel. Til þess að allt yrði sem eðlileg- ast lærði hann hnefaleika, áðuren myndatakan hófst. Tveimur árum seinna vann hann fyrsta stórsigur sinn á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni „Cat on a Hot Tin Roof“, þar sem Elisabet Taylor var mót- leikarinn. Newman hefur verið kvæntur tvisvar sinnum. Með fyrri konu sinni, leikkonunni Jaqueline Witt, eignaðist hann þrjú börn, tvær dætur og einn son. Með Joanne Woodward á hann þrjár dæt- ur. Árið 1978, varð hann fyrir þeirri miklu sorg, aö eini son- urinn sem hann hafði eignast andaöist, sem var afleðing of stórs skammts af eiturlyfjum. Paul Newman tók sonarmiss- inn mjög nærri sér. Hann ásakaði sjálfan sig fyrir að Paul Newman býr vid mikla kven- hylli — en hann hefur ekki áhuga á ödrum konum en sinni eigin. Eini keppinautur eiginkonunnar er kappakstursbrautin! hafa ekki gert nægilegar til- raunir til að hjálpa syninum. Eins og alltaf, stóð Joanne Woodward eins og klettur á bak við hann, og sameigin- lega stofnuðu þau hjálpar- sjóð, gegn eiturlyfjaneyslu og kölluðu sjóðinn „The Scott Newman Foundation". Frá því að þessi atburður átti sér staö, hafa þau starfað ötul- lega í baráttunni gegn eitur- lyfjum. Þau hafa einnig verið mjög virk í friðarhreyfingum og umhverfismálum. Hjónin eru eindregnir andstæðingar kjarnorkuvopna og hafa stutt við bakið á þeim forsetaefn- um, sem eru úr flokki demó- krata. KVIKMYNDALEIKSTJÓRI Fimm sinnum hefur Paul Newman verið á bak við kvik- myntatökuvélina sem leik- stjóri. Uppáhaldsleikkona hans er auðvitað eiginkona hans Joanne Woodward. Nýj- asta sameiginlega kvikmynd þeirra er „Glerdýrin". Vinir þeirra hjóna segja það eftirtakanlegt, að hjónin geri mikið af þvi að snerta hvort annað. Þó ekki með kossaflangsi og faðmlögum á almannafæri, sem alltaf ber vott um sýndarmennsku, heldur hönd á handarbak, létt snerting á öxl eða klapp á bak. Paul Newman er mikið fyrir bjór, og er oft myndaður með bjórdós I hönd. Einn vinur hans spuröi hvernig hann færi að því að vera svona unglegur í andliti og vexti, þar sem menn verða oft þrútnir í andliti og fá bjór- vömb ef þeir eru sífellt að þamba bjór. „Á hverjum morgni er ég með hausinn ofan í köldu vatni í þrjár mínútur! í sam- bandi við vömbina, þá er mál- ið einfaldlega, að láta bjór- dósinaendast lengi lengi!" (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.