Alþýðublaðið - 23.11.1988, Blaðsíða 6
Mióvikudagur 23. nóvember 1988
BOKAFRE TTIR
Egill Eðvarðsson og Hrafn Gunnlaugsson.
Reimleikar í
birtunni
Vaka-Helgafell hefur sent
frá sér nýja Ijóðabók eftir
Hrafn Gunnlaugsson sem
hann nefnir Reimleikar i birt-
unni. Egill Eóvarösson hefur
gert myndverk í bókina og má
því segja aö tveir kvikmynda-
leikstjórar leiði í þessu verki
saman hesta sína.
Hrafn Gunnlaugsson, dag-
skrárstjóri Sjónvarps, er án efa
þekktastur sem kvikmynda-
höfundur og leikstjóri. Efni
Ijóöabókarinnar er einnig ná-
tengt viðfangsefnum hans á
sviöi listsköpunar í kvikmynd-
um. Höfundaferil sinn sem
Ijóðskáld hóf Hrafn hins vegar
skömmu eftir stúdentspróf
meö bókunum Ástarljóö (1973)
og Grafarinn meö fæðingar-
tengurnar (1976) en Helgafell
gaf þær út. Um það leyti fyllti
Hrafn flokk ungskálda sem
kölluóu sig „listaskáldin
vondu“.
Ljóöin í bókinni Reimleikar í
birtunni eru ort undanfarinn
áratug og tengjast reynslu höf-
undar sem kvikmyndaleik-
stjóra enda hafa þau orðið til á
þeim tíma er Hrafn hefur feng-
ist viö stærstu viófangsefni
sín á sviði íslenskrar kvik-
myndagerðar.
Hrafn Gunnlaugsson hefur
lagt áherslu á að móta eigin
stíl í Ijóðaforminu. Hann yrkir
um mannlegar ástríður og
eigin reynslu á mjög persónu-
legan hátt og myndræn hugs-
un birtist lesandanum glöggt í
Ijóðunum. í bókarauka greinir
• Hrafn frá tilurð flestra Ijóð-
anna og tilefnum.
Litla vampíran
flytur
Bókaútgáfan Nálín
Litla vampíran
Bókaútgáfan Nálin hefur
sent frá sér barna- og ung-
lingabókina „Litla vampíran
flytur“, eftir v-þýska höfund-
inn Angelu Sommer-Boden-
burg I íslenskri þýðingu Jór-
unnar Sigurðardóttir. Bókin
er önnur bókin af átta í sam-
nefndum bókaflokki, en hver
bók er sjálfstæð saga. Fyrsta
bókin, Litla vampíran, kom út
á síðasta ári og féll í góðan
jarðveg hjá börnum og ung-
lingum. Sú bók er nú fáanleg
aftur og kostar kr. 995.-
Litla vampíran flytur fjallar,
eins og fyrsta bókin, um
vægast sagt sérkennilega
vináttu þeirra Antons
Túlliníuss og Runólfs Hroll-
berg, en sá síðarnefndi er lítil
vampíra! Fleiri koma þó við
sögu, til dæmis foreldrar
Antons sem trúa alls ekki á
vampírur og Anna hin tann-
lausa, systir Runólfs. Hún var
svo óheppin að verða
vampíra sem barn og því eina
vampíran sem verður að
nærast á mjólk! Runólfur
Hrollberg á líkt og Anton I
hálfgerðu brasi við fullorðna
ættingja sína, því allur sam-
gangur við mannanna börn er
stranglega bannaður. Og í
nýju bókinni lendir Runólfur í
grafarbanni fyrir þá sök eina
að besti vinur hans er af
mannaættum! Hvert getur
hann leitað í vanda sínum
annað en til vinar síns.. en
ekki orð meira um það!
Ofbeldislýsingar og hvers-
konar ofbeldisdýrkun eru
eitur í beinum höfundar bók-
anna enda leggur hún þvert á
móti áherslu á mikilvægi
þess að vinna gegn óttanum.
Angela Sommer-Bodenburg
segir sjálf:
„Hryllings- og ofbeldis-
dýrkun sem oft dynur á börn-
um, ekki síst af myndbönd-
um og úr sjónvarpi, veldur
því að börn fyllast oft ótta
sem þau eru ekki einfær að
vinna úr. Minum bókum er
ætlað að hjálpa börnum að
losna við þennan ótta. Ég
reyni að sýna þeim fram á að
aðrir, t.d. litla vampíran geti
lika fyllst ótta og kviöa.“
Jólaföndur-
bókin
Út er komin í vegum Kiljufor-
lagsins Jólaföndurbókin.
Þessi bók hefur að geyma
100 uppskriftir og snið af
skemmtilegu jólaföndri með
jafnmörgum fallegum lit-
myndum.
Þær sem unnu að bókinni
eru Karolína M. Jónsdóttir,
Guðbjörg Pétursdóttir, Gerð-
ur Helgadóttir og Olga Lísa
Garðarsdóttir.
Meðal þessa föndurs, sem
finna má í Jólaföndurbókinni,
eru jólasveinar, jólakort, jóla-
póstpokar, jóladúkar, jóla-
dagatöl, jólatré, jólasveina-
húfur, tauhringir og grjóna-
sveinar svo eitthvað sé nefnt
af þeim 100 uppskriftum sem
finna má í Jólaföndurbókinni.
Höfundar bókarinnar hafa
lagt áherslu á að gera þjóð-
legt og fallegt jólaföndur
sem er auðvelt I vinnslu svo
öll fjölskyldan geti tekið þátt
í að föndra eitthvað til jól-
anna.
Bókin er um 160 bls. prent-
uö hjá Borgarprenti. Dreif-
ingu annast Fjölsýn forlag, í
síma 689270.
Jan Mogen.nen
ísak óánægði
ísak óánægði
Mál og nnenning hefur gefið
út bókina ísak óánægði eftir
Jan Mogensen.
Hérsegir af litlum strák sem
er óánægður með allt sem for-
eldrar hans gefa honum vegna
þess að hlutirnir passa ekki
fyrirhann. Skórnireru of stórir,
stóllinn of lítill, borðið of hátt
o.s.frv. Leikið er með stærðar-
hlutföll og ýmis hugtök I máli
og myndum með það að mark-
miði að útskýra þau í sögu-
formi.
Sigrún Árnadóttir þýddi.
Bókin er 36 bls., prentuð í
Danmörku.
Nikkólína og
villikötturinn
Mál og menning hefur sent
frá sér norsku verðlauna-
myndabókina Nikkólína og
villikötturinn eftir Anne
Kierulf. Þetta er saga af
sómakærri heimiliskisu sem
ókyrrist einn daginn og leitar
í burtu á vit ævintýranna.
Fyrr en varir skilar hún sér
heim aftur og ekki líður á
löngu uns heimilisköttunum
fjölgar. Á hverri síðu eru lit-
myndir.
Bókin, sem er 32 blaðsíður,
er þýdd af Silju Aðalsteins-
dóttur.
□ 1 2 3 r 4
5
6 □ 7
9
10 □ 11
i □ 12
13 □ □
* Krossgátan
Lárétt: 1 prútta, 5 sár, 6 fjár-
muni, 7 silfur, 8 sléttur, 10
tónn, 11 angur, 12 hlýja, 13
rumar.
Lóðrétt: 1 japla, 2 tóma, 3
ónefndur, 4 hrellir, 5 þættir, 7
vesall, 9 mæla, 12 kliður.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 svíri, 5 glas, 6 lög, 7 ól,
8 opnaði, 10 pp, 11 fis, 12 kant,
13 akarn.
Lóörétt: 1 slöpp, 2 vagn, 3 ís, 4
aflist, 5 gloppa, 7 óðinn, 9 afar,
12 KA.
• Gengií
Gengisskráning 222 - 21. nóv. 1988
Kaup Sala
Bandaríkjadollar 45,550 45,670
Sterlingspund 82,657 82,875
Kanadadollar 37,428 37,527
Dðnsk króna 6,7980 6,8159
Norsk króna 6,9473 6,9656
Sænsk króna 7,5146 7,5344
Finnskt mark 11,0505 11,0796
Franskur franki 7,6826 7,7028
Belgiskur franki 1,2528 1,2561
Svissn. franki 31,2521 31,3345
Holl. gyllini 23,2855 23,3469
Vesturþýskt mark 26,2498 26,3190
Itölsk lira 0,03530 0,03540
Austurr. sch. 3,7321 3,7419
Portúg. escudo 0,3152 0,3161
Spánskur peseti 0,3985 0,3995
Japanskt yen 0,37184 0,37282
írskt pund 70,095 70,279
SDR 24.11 62,0591 62,2226
ECU - Evrópumynt 54,3662 54,5094
• Ljósvakapunktar
• RUV
19.00 Poppkorn. Stórstirnið og
sálin hans Jóns, Stefán
Hilmarsson, sýnir myndbönd
frá öðrum stjörnum.
• Stöí 2
20.45 Heil og sæl. Salvör og
Jón Óttar fjalla um fíkniefna-
vandamálið. Hvað skyldu t.d.
margir íslendingar taka í nös?
• Rás 1
21.00 „Hugmyndin þótti út I
bláinn". Inga Jóna Þórðar-
dóttir, hinn virti svæðis-
útvarpsmaður, ræöir við hjón-
in Mariettu Maisen og Pétur
Behrens, sem fást við mynd-
list og stunda hestamennsku
á Höskuldsstöðum í Breiðdal.
Að þessu sinni hefur Inga
Jóna aðeins brugðið sér yfir
Breiðdalsheiðina og er það
vel.
• Rás 2
19.33 íþróttadeild útvarpsins
þenur raddböndin með hjálp
Georgs Magnússonar.
• RÓT
22.30 Alþýðubandalagið. Þátt-
urinn fjallar væntanlega um
átök og ástir.
m ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita-
veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboöi í innanhúss-
frágang stöövarhúss Nesjavallavirkjunar.
Verkið felst í aö Ijúkaviö stöövarhús Nesjavallavirkj-
unar, þar meö talið aö fullgera múrverk, tréverk og
málningu svo og allar innréttingar.
Vettvangsskoöun aö Nesjavöllum 29. nóv. kl. 14.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 20.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboöin veröaopnuöásamastaö miðvikudaginn 14.
des. kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavik
SÖLUSKATTUR
Viöurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuö 1988,
hafi hann ekki verið greiddur í síöasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaöan virkan dag eftireindaga uns þau eru
orðin 20%, en síöan reiknast dráttarvextir tii viðbót-
ar fyrir hvern byrjaðan mánuð, taliö frá og með 16.
desember.
Fjármálaráðuneytið.
KRATAKOMPAN
OPIÐ HÚS
Skrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í Alþýöu-
húsinu við Strandgötu verður framvegis opin 2 daga
í viku, þriðjudaga og föstudaga frá kl. 15.00 til 17.00.
Á skrifstofunni verður Ingvar Viktorsson bæjarfull-
trúi til viðtals fyrir gesti og gangandi.
Bæjarbúar eru hvattir til að líta inn og ræöa málin.