Alþýðublaðið - 03.12.1988, Side 2

Alþýðublaðið - 03.12.1988, Side 2
2 Laugardagur 3. desember 1988 AMÐUBLMIID Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson BÍaðamenn: Fóðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hóím og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. NÝ STJÓRNARSKRÁ SOVÉTRÍKJANNA Breytingartillögur Gorbatsjovs Sovétleiötoga á stjórnar- skrá Sovétríkjanna hafa nú veriö samþykktar í Æösta ráö- inu meö yfirgnæfandi meirihluta atkvæöa hinna 1500 full- trúa. Sá einstæði atburöur gerðist við afgreiðslu málsins, að fimm fulltrúarfjá Lettlandi greiddu atkvæöi gegn mikil- vægum þætti tillagnanna og samanlagt sátu 27 fulltrúar frá Eistlandi og Litháen hjá viö atkvæðagreiðsluna. Ekki eru dæmi þess áöur aö einstakir fulltrúar lýðvelda hafi sett sig upp gegn vilja ráöamanna í Moskvu meö áþekkt- um hætti viö afgreiðslu þýðingarmikilla mála hjá Æösta ráóinu. Þá er ennfremur fréttnæmt, aö Æösta ráöiö sam- þykkti samhljóða aó breyta kosningalögunum sem og leyfa fleiri en einum aö bjóða sig fram til þings. Þessi breyting felur í raun í sér vísi aö frjálsum kosningum, þótt ekki hafi enn verió haggaö viö einsflokkakerfi Sovétríkj- anna. Þá er og mjög athyglisvert, að hin þungu mótmæli frá Eystrasaltsríkjunum gegn breytingartillögum Gorbat- sjovs á stjórnarskránni hafa endurómað meö miklum krafti í Moskvu og gert þaö aö verkum, aö ráðamenn í Kreml hafa leitað sérstakra leiða til að koma á móts við sjónarmið íbúa lýðveldanna við Eystrasalt og í Georgíu og Armeníu sem óttast aukna miöstýringu frá Moskvu meó nýrri stjórnarskrá. Þannig hefur Gorbatsjov til að mynda lagt til, aö sjálfræói einstakra lýóvelda veröi aukið og næsta stig umbótastefnunnar veröi breytt staöa lýöveld- anna. Þaö hefur ennfremur vakiö athygli aö Gorbatsjov ákvaö aö sleppa þeim kafla ræöunnar sinnar er hann for- dæmdi fullveldissamþykkt Eistlendinga. Umbótastefna Gorbatsjovs er nú tekin alvarlega um heim all- an. Gorbatsjov hefur tekist það einum leiðtoga Sovétríkjanna frá byltingu, að vinna þá tiltrú Vesturlanda að honum sé mikil alvara að breyta Sovétríkjunum í lýðræðisátt, opna umræðu og auka frelsi og sjálfræði lýðveldanna. Perestrojkan — umbóta- stefna Gorbatsjovs — á enn eftir að sanna dýpt sína og þunga í framkvæmd; enn hefur Gorbatsjov til að mynda ekki ráðist í umbyltingu efnahagskerfisins sem liggur undir fargi skrifræðis, eða umbreytt þjóðarframleiðslunni úr þungaiðnaði yfir í léttari iðnað og neytendavörur undir formerkjum hvetjandi fram- leiðslukerfis. Enn eru biðraðir í sovéskum verslunum og vöruúr- val af skornum skammti. Og enn er rúblan ógjaldgengur gjald- miðill. Ferðafrelsi íbúa er ennþá af skornum skammti og þorri þegna Sovétríkjanna, stór- og heimsveldisins, búa við svipuð kjör og víða í þróunarlöndunum. Þversagnirnar eru því margar í Sovétríkjunum og bíða enn lausnar. En perestrojka Gorbat- sjovs hefur þegar skilað miklum árángri; umræðan hefur opnast upp á gátt, lýðveldin blómstra í þíðunni og hampa fornri þjóð- menningu og hefðum og krefjast sjálfræðis og fullveldis, ritskoð- un og ofsóknir heyra að mestu sögunni til, og á alþjóðlegum vettvangi sýna Sovétmenn í verki að þeir vilja afvopnun. Einmitt vegna þessara teikna vekur perestrojkan og Gorbatsjov vonir allra heimsbúa. Afgreiðsla Æðsta ráðsins í Moskvu í vikunni, bendir til þess að Gorbatsjov hafi skilið þessar vonir mannkyns. Kreml kaus að koma á móts við lýðveldin með aukinni slökun og áframhaldandi opnum viðræðum, í stað ásakana og hervalds. Ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt sem Gorbatsjov fullyrðir að geri perestrojkuna auðveldari í framkvæmd og auki lýðræði, þrátt fyrir gagnrýni einstakra lýðvelda sem óttast hið andstæða. En ljóst er að Gorbatsjov hefur styrkt sig í sessi með samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Vonandi verður sá styrkur til efla pere- strojkuna og auka lýðræðið í lýðveldum Sovétríkjanna. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Timinn segir aö Bandarikjastjórn ögri Sameinuöu þjóðunum með fram- ferði sinu i Yassir Arafat-málinu. TIMINN birti í gær grein eftir Guðmund Valgeirsson er nefnist „Oft bylur hæst í tómri tunnu“ og er fyrirsögn greinarinnar tilvísun á fyrrum forsætisráðherra, Þorstein Pálsson. Guðmundur skrifar: „Þorsteinn talar mikið og fjálglega um samstarfs- og samkomulagsvilja sinn i rík- isstjórn hans. Aö sjálfsögðu bar honum sem forsætisráð- herra að hafa frumkvæði um úrræði til að koma í veg fyrir að atvinnulífið og útflutn- ingsgreinar þess legðust í rúst eins og orðið var og hann sjálfur varð að viður- kenna, og jafnframt leita úr- ræða til að snúa þeirri öfug- þróun við, úr þvi sem komið var. Það gerði hann ekki svo nokkurt mark væri á takandi. En hvað með hinn mikla samstarfs vilja hans? Hvernig og í hverju birtist hann? Atvinnulifið varð að horfast í augu við lækkandi verðlag á erlendum mörkuðum, óhag- stæða gengisþróun og vax- andi tilkostnað innanlands, sem stafaði af vaxandi verð- bólgu og verðhækkunum allskonar, án þess að nokkuð raunhæft væri gert til að sporna við þeim vanda. — En ofan á það bættist hinn gífur- legi vaxta- og fjármagns- kostnaður, sem nær öllum ber saman um að væri stærsti ógnvaldur atvinnulífs- ins og allra heilbrigðra við- skiptahátta. — Okurvextir hinna svokölluðu fjármagns- fyrirtækja og ríkra einstakl- inga voru allt að sliga. Þeir, sem að því stóðu, mötuðu óspart krókinn á hrynjandi at- vinnuvegum og einstakling- um og hugsuðu um það eitt að ná sem mestum gróða af fjármagni sinu. Þeir voru líka fljótir til að stofna samtök um starfsemi sína þegar þeir héldu að gróðamöguleikar þeirra yrðu skertir. Öllum, sem af nokkurri sanngirni ræddu þau mál, bar saman um að sá þáttur ætti mesta sök á ófarnaði atvinnulífsins og sligandi gjaldabyrði fjöl- margra einstaklinga.“ MEIRAú r Tímanum: í for- ystugrein blaðsins í gær er fjallað um synjun Bandaríkja- manna á vegabréfsáritun í pasa Yassir Arafats en hann hugð- ist ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næst- unni. Leiðara/höfundur gagnrýnir Bandaríkjastjórn hressilega fyrir þessa ákvörðun og skrif- ar: „Þetta tiltæki bandarisku stjórnarinnar er augljóst brot á skyldum Bandarikjamanna gagnvart Sameinuðu þjóðun- um. Skal tekið undir gagnrýni JÓns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra um það atriði. Ef Bandaríkjamenn telja sér heimilt að meina löglegum fulltrúum eða gest- um allsherjarþingsins að neyta réttar síns, þá hljómar slíkt sem yfirlýsing Banda- ríkjastjórnar um það að hún líti á sig sem yfirbjóðanda Sameinuðu þjóðanna. Hér er ekki eingöngu um að ræða óvild i garð Palestínumanna og óvirðingu gagnvart Jasser Arafat, heldur ögrun við Sam- einuðu þjóðirnar." Og síðar í leiðaranum seg- ir: „Tilefni þess að Jasser Arafat er boðið að ávarpa þing Sameinuðu þjóðanna er það, að fyrirhugaö var að ræða þar málefni Palestínu- manna. Enginn gat átt meira erindi á slíkan fund en aðal- foringi Palestinumanna. Þjóð hans á áheyrnaraðild að Sam- einuðu þjóðunum og frelsis- samtökin PLO njóta viður- kenningar þeirra. Þorsteinn: Hvað varð um sam- starfsviljann? Horfur eru á að allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna verði aö hrekjast frá aðal- stöðvum sínum í New York til fundarhalda i öðrum löndum. Hvað sem liður afstöðu Bandarikjastjórnar til Palest- ínu-Araba og Jassers Arafats, þá skýtur hún yfir markið með þessum gerðum sínum. Hvar er komið bandariskri frelsishugsjón á 125 ára af- mæli Gettysborgarávarps- ins?“ ÞJÓÐVILJINNræðir við Sverrir Hermannsson, fyrrum ráðherra og núverandi banka- stjóra i gær og endar viðtalið á spurningu þess efnis, hvort Sverrir hafi ekki stundum ver- iö nefndur Sverrir kjaftur? Sverrir er ekki mjög ánægður með þessa spurn- ingu og svarar: „Ég hef nú aldrei heyrt þetta svona heldur fékk ég viðurnefnið Sverrir striga- kjaftur hjá mótframbjóðend- um mínum fyrir austan þegar ég var að byrja þar í fram- boði. Það finnst mér mun betra viðurnefni en að vera kallaður bara kjaftur.“ Mikill vill ávallt meira. SIGURÐUR Þór Guöjóns- son er ekki mjög hrifinn af textum listfræðinga. Hann skrifar alla vega eftirfarandi í pistil sinn í Þjóðviljanum i gær: „Sprenglærðir listfræðing- ar eru reyndar furðu oft ein- hverjir mestu leiðindapúkar sem þrífast á jörðinni. Iðu- lega nota þeir svo stirðbusa- legt orðalag og háfleyg hug- tök að þau eru öllum óskilj- anleg nema þeim sjálfum. Hvernig er ekki með bók- menntafræðingana? Til dæmis þau ósköp sem stundum má lesa í Tímariti Máls og menningar. Þvílíkt torf. Þvílíkt stílleysi og klúð- ur! Þvílik tilgerð og ankanna- háttur! En þetta þykir fint í vissum gáfumannaklikum þar sem lærdómur fræðimanns- ins er talinn því meiri sem texti hans er öfuguggalegri. Sigurður Nordal sagði einu sinni að norræn ritskýring sigldi með lik í lestinni. En nú skrifa hinir dauðu fyrir hina dauðu í íslenskri bók- menntafræði. Guð forði oss frá slikum lærdómsvofum í músikinni.“ Sverrir: Er ekki kjaftur heldur strigakjaftur. Einn með kðffinu Spurning: Hvaöa niðurstöðu komast tveir hagfræð- ingar í sameiningu að? Svar: Að efnahagsástandið sé alvarlegt. Spurning: En ef þrír hagfræðingar koma saman? Svar: Að efnahagsástandið sé mjög alvarlegt. Spurning: En ef fimm hagfræðingar koma saman? Svar: Að þjóðin sé á barmi gjaldþrots. Spurning: En ef tuttuguogfimm hagfræðingar koma saman? Svar: Þá stofna þeir Seðlabanka.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.