Alþýðublaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 5
VIÐSKIPTI
Örn D. Jónsson
skrifar
... og svo tala þeir ekki
einu sinni íslensku
„Þjóð sem lifir af þvi að selja matvæli hefur ekki efni á fordómum á
neysluvenjum kaupandans. Soðningin stendur fyrir sínu, en þeim
mun fyrr sem viö lærum leikreglur japanskrar matargeröar þeim mun
meiri líkur eru á aö við getum selt þeim verðmætari vöru,“ segir Örn
D. Jónsson m.a. i grein sinni, en telur íslendinga hafa gert sáralitiö í
þvi að þróa loönuafurðir á sem verðmætastan hátt.
Stutt er síðan farið var að
veiða loðnu hér við land, eða
um miðjan sjötta áratuginn.
Enn styttra er síðan Japanir
fóru að kaupa loðnuna af ís-
lendingum sem matfisk. Þeir
kenndu okkur hvernig ætti aö
meðhöndla hana og hvernig
ætti að vinna hana. Það er
íhugunarefni hvernig þessi
viðskipti komust á því mér
vitanlega hafa íslendingar
sýnt sáralítið frumkvæði í aö
þróa þessa afurð á sem verð-
mætastan hátt. Japanir hafa
nánast alveg séð um þá hlið
málanna.
í fyrstu var loðnan veidd
sem bræðslufiskur og les-
endur yfir þrítugt muna sjálf-.
sagt eftir daglegum fréttum
af ansjósuveiðum Perúmanna
en mér skilst að ævintýrið
hér hafi byrjað þegar þessi
fátæka Suður-Ameríkuþjóð
varð fyrir þeirri ógæfu að
missa þessa auðlind sína. Þá
hækkaði mjölverð á heims-
markaði. Mjölið ervíst aðal-
lega notað í fóður handa
svínum og öðrum kandídöt-
um á allsnægtarborð okkar
vesturlandabúa.
Einhverntíma þegar loðnu-
veiði var komin vel á veg
dróst síldveiði Japana saman
og þá vantaði hráefni í mikil-
væga þjóðrétti. Þeir ákváðu
að nota loðnu og loðnuhrogn
í staðinn fyrir síld og sildar-
hrogn.
Ég hef ekki bragðað loðnu
tilreidda á japanska vísu en
séð myndir af afurðunum og
þær eru fjölbreyttar. Reyndar
stóðst ég ekki freistinguna
að kaupa dós af niðursoðinni
loðnu sem framleidd var ein-
hvers staðar á Austurlandi
fyrir mörgum árum og aðeins
í stuttan tíma. Hún var ágæt,
en sú framleiðsla er án efa
ein djarfasta tilraun í inn-
lendri markaðssetningu því
vörunni var gefið heitið
„Niðursoðin kvenloðna í
eigin safa“. Ég sé alltaf eftir
að hafa ekki geymt miðann
og rammað hann inn við hlið-
ina á gosdrykkjarmiðanum
sem á stendur „Litað sykur-
vatn með gervikjörnum“.
Jaganir sóttust eftir loðn-
unni, og þá helst hrognfullri
kvenloðnu. Sú saga gekk
manna á meðal að ásókn
þeirra væri svona mikil af því
að maturinn væri kynlífs-
elexír og jafnvel lækning við
getuleysi. Það var því mikið
glott út í annað þegar sendi-
fulltrúar japanskra kaupenda
komu til að fylgjast með
veiöum og vinnslu.
Japanir eru ekki venjulegir
kaupendur. Þeir vita hvað
þeir vilja og sjá til þess aö
varan sé í samræmi við óskir
þeirra. Þannig eru sendifull-
trúarnirekki neinar jakkafata-
hetjur heldur eftirlitsmenn
sem fylgjast nákvæmlega
með öllu og fara jafnvel með
bátunum á veiðar ef því er að
skipta.
í fyrstu voru margir sem
vissu ekki hvernig þeir ættu
að taka þessari hnýsni: „Þeir
éta loðnuna hráa og svo
kunna þeir ekki einu sinni ís-
lensku þessir andskotar." En
þetta vandist. Nú, rúmum
tuttugu árum síðar, eru fjöl-
margir sem segja frá píla-
grímsferðum sínum á jap-
anska veitingastaði í óspurð-
unn fréttum.
Ástæðan fyrir því að ég fór
að rifja upp þessi brot úr
loðnuveiðisögu landsins er
að Japanir eru að verða með
stærstu fiskkaupendum
okkar. Salan til þeirra er að
ná 10% af heildarsöluverð-
mætinu og fer án efa vax-
andi. Þrátt fyrir vaxandi út-
flutning höfum við gert sára-
litió í að kynna okkur matar-
venjur þeirra, en Jaþanir eru
líklega með menningarleg-
ustu fiskneysluþjóðum
heims. Matartilbúningur og
neysla er listgrein þar í landi
andstætt við venjur hér.
Allt fram á síðustu ár hefur
matarást verið Islendingum
ill nauðsyn. Maður'sem vann
hjá Rafmagnsveitunum á ísa-
firði sagði eitt sinn frá þvi að
þeir hafi þurft sérstaka vakt á
fiskidögum. Á vissum dögum
elduðu allir fisk i hádeginu
sem þýddi mikinn álagstopp
svo að hætta var á að raf-
magnið slægi út þegar
kartöflur og fiskur voru sett
uþþ um leið. Á kjötdögunum
var kjötið aftur á móti látið
mallavel áður en kartöflurnar
voru settar upp.
Þjóð sem lifir af því að
selja matvæli hefur ekki efni
á fordómum á neysluvenjum
kaupandans. Soðningin
stendur fyrir sinu, en þeim
mun fyrr sem við lærum leik-
reglur japanskrar matargerð-
ar þeim mun meiri líkur eru á
að við getum selt þeim verð-
mætari vöru. Það væri barna-
skapur að ætla þeim að
koma hingað og kenna okkur
hvernig við getum náð sem
mestu verði fyrir vöruna með
fullvinnslu. Þeir kenna okkur
nægilega mikiö til að við get-
um útvegað okkur hráefni til
áframhaldandi vinnslu á sem
hagstæðustu verði. Á meðan
við sýnum ekki frumkvæði i
að læra siði þeirra er það
þeim beinlínis í óhag að veita
okkur um of innsýn i matar-
menningu sina.
Þeir sækja til okkar það
sem þeir þurfa og nú er kom-
ið að því að við sækjum til
þeirra þekkingu þannig að
við getum boðið þeim meira!
Hvenær ætli fyrsti Sushi-
barinn veröi opnaöur á ís-
landi?
PLÖTUDOMAR
BÍTLAÓÐIR
„Dýrlegar stelpur í stuttum pils-
um meó túberað hárog mikinn vara-
lit, strákar f Bítlaskóm og blúndu-
skyrtum meö lakkrisbindi. Sítt hár
og skammir heima. Rakarar og
skólamenn skrifuðu í Velvakanda
og vöruöu viö lús og öörum óþrifn-
aði...“
Þannig kemst Ómar Valdimars-
son fréttamaður aö oröi í hugleið-
ingum um hinn islenska bítlatíma á
umslagi nýjustu plötu þess félags-
skapar sem kallar sig Bítlavinafé-
lagiö, og ber nafn með rentu. Þaö er
svo sannarlega bítlaandi sem svifur
yfir þessari plötu, 12 íslenskum
bitlalögum. Hérúirog grúiraf göml-
um „klassikerum", lagasmiðum
sem aldrei deyja. Eöa er einhver
kominn til meö aö segja mér að lög
á borð við Gvend á eyrinni, Leyndar-
mál, Léttur í lundu, Ég er frjáls og
Vetrarnótt gleymist einhvern tím-
ann. Þessi lög eru þegar búin aö
greyþa sig í islensku þjóöarsálina
og þaöan veröaþauekki afturtekin.
Kannski þurfti Bitlavinafélagið
ekki aö gera þessa þlötu.
En þaö getur veriö hollt og gott
að endurvekja gamlar stemmningar
og „nostalgía" getur svo sannar-
lega veriö af hinu góöa, ef vel er far-
iö með. Þeim bitlavinum tekst mjög
vel upp á plötunni og fara vel meö
lögin. Þeir halda sig viö uppruna-
legar útsetningar laganna, eru
greinilega lítiö gefnir fyrir breyting-
ar i þeim efnum, enda ætti þaó alls
ekki viö í þessu tilfelli. Aðalsöng-
hlutverkiö á 12 íslenskum bítlalög-
um er ( höndum Eyjólfs Kristjáns-
sonar, hann syngur alls sex lög.
Vetrarnótt syngur hann óáðfinnan-
lega og þaö sama má segja um
Leyndarmál. Þaó kveöurviö rokkaó-
an tón í Þaó er svo undarlegt með
unga menn, engalsinneri fyrirrúmi
i laginu Léttur í lundu. Þar nýtur
hann aðstoóar Jóns Ólafssonar yf-
irbítlavinar, en hann syngureinn (og
yfirgefinn!!) lagiö Miðsumarnótt.
Þaó koma fleiri söngvarar viö sögu;
Jónas R. Jónsson (fyrrum Flowers-
og Náttúru-meölimur), Stefán Egg-
ertsson úr Töturum og afgangurinn
af bítlavinunum, Stefán Hjörleifs-
son, Rafn Jónsson og Haraldur Þor-
steinsson. Þeir syngja allir eitt lag
hver og mest finnst mér koma til
Haralds í laginu Skuldir. Hann kem-
ur á óvart, pilturinn, er mátulega
kæruleysislegur í söngnum, allt í
stíl við texta lagsins.
12 íslensk bítlalög eru bitlaleg og
smekkleg plata sem ætti ekki aö
svíkja neinn, svo fremi sem hann
hatar ekki bítlatónlist, „Ég er frjáls,
ég erfrjáls. Frjáls einsog fuglinn er,
frjáls og ég skemmti mér. Ég er
frjáls." ■
KEMUR Á ÓVART
Þaó er nú um þaö bil hálfur ára-
tugur síóan Grýlurnar, þá eina starf-
andi kvennarokksveit landsins,
lögðu upp laupana. Ein aöalundir-
staóa Grýlanna má segja að hafi
veriö bassaleikari þeirra, Herdís
Hallvarðsdóttir. Eftirað þærstöllur
hættu sneri Herdís sér aö alþýðu-
tónlist og spilaöi hvaó mest meó
hljómsveitinni Hálft í hvoru. Nú er
hinsvegarkomin út fyrstasólóplata
Herdísar og nefnist hún Gullfiskar.
í stuttu máli sagt er hér á ferð hinn
vænsti gripur, sem kemurþægilega
á óvart. Lög Herdisar eru mjög
melódisk en jafnframt einföld og fá
aö njóta sín í frekar látlausum en
góðum útsetningum, ég nefni sem
dæmi lagió Engin önnur leið. Þaö
örlar á Sting-áhrifum í sópransaxó-
fónleik Kristins Svavarssonar. Á
þetta viö um fleiri lög plötunnar en
þaö er alls ekki til baga, frekar hitt.
Áöurnefnt lag syngur Guórún
Gunnarsdóttiren hún, ásamt Helgu
Bryndísi Magnúsdóttur og Eyjólfi
Kristjánssyni, aóstoðar Herdísi við
sönginn. Þettaer i fyrsta skipti sem
Helga Bryndis kemur fram á plötu
og er þessi stelpa alveg þrælgóð
söngkona. Hún kemst mjög vel frá
sínu á plötunni og það gerir Eyjólfur
líka, en hann syngur t.d. lagið Ég
heyrði í dag gullfallega, enda býður
lagiö upp á þaö, mjög fallegt lag.
Herdís syngur meirihluta lag-
annaáGullfiskum og nýtursín vel i
lögum áboröviö Einsogfuglinn, tit-
illaginu Gullfiskum og Eyju í fljóti.
Þaö kennir margra grasa í laga-
smíðum á plötunni, allt frá léttum
dægurlögum til trúbadortónlistar,
og um textagerð Herdísar má segja
aö hún yrkir um viðfangsefni sem
aörir myndu láta ósnert, s.s. sjálfs-
morö og geóræn vandamál. En ekki
eru allir textarnir á þungu nótunum.
Þarna er t.d. lagió Sigmar og Hlað-
gerður, þar sem Herdis og Gigja
Siguröardóttir fjalla um tilhugalíf
fólks meö skondnum dæmi. Fleiri
koma viö sögu í textageróinni; ló-
unn Steinsdóttiráþrjátextaog Inga
Rún Pálmadóttir, fyrrum gítargrýla,
á einn. Hljóöfæraleikurinn á plöt-
unni er með besta móti, enda valinn
maður í hverju rúmi og ber þar fyrst-
an aö telja Ásgeir Óskarsson
trommuleikara, sem ásamt Gisla
Helgasyni, Guðmundi Bendikts-
syni og Inga G. Ingasyni myndar
hljómsveitina Gullfiskana meö Her-
dísi í broddi fylkingar.
Gullfiskar eru aö minu mati heil-
steypt og vel heppnað verk, sem
kemur verulega á óvart. ■
GÖFGA ÖFGAR?
PS og co. geröi þaö gott í fyrra
með laginu Ung, gröö og rik. Pétur
Stefánsson er ekki af baki dottinn
og fylgirnú Ungri, graöri og rikri eft-
ir meö plötu sem hann kýs aö kalla
Öfgar göfga. Tónlistin sem PS og
co. flytjaereins konarbræóinguraf
rokki og blús. Fyrsta lag plötunnar,
Fávisir menn, er þó nokkuó blúsaó,
ekki svo galið lag. í næsta lagi,
Kvennapoppi, grunar mig að PS sé
aö hæöast aö jafnréttiskröfum
kvenna: „Bílslys er kvennapopp,
fæðing er kvennapopp, kynlif er
kvennapopp." Þó getur verið aö PS
sé þess vegnaaó tala um samskipti
austurs og vesturs; sumir textar
geta verið æöi torræöir þó oróaröó-
in sé einföld. Ég nennti heldur ekk-
ert að sökkva mér ofan í textasmiö
PS. Textablað heföi bætt úr því.
Lína, klessa, krot og krass er siö-
astalag a-hliöar. Þaöerrúmar9min-
útur að lengd og helv... djammlegt.
Lögin eru vist viljandi geró svona
löng og þaó er kannski út af þessu
sem platan heitir Öfgar göfga, því
vissulega eru það öfgar aö hafa lag
rúmlega niu mínútur aö lengd!
Aöalhlutverkió í þessum miklalang- ,
hundi (ekki þeim siðasta!) er i hönd-
um Tryggva Hubner gitarleikara,
sem nýtur sín til fulls i laginu. Aórir
hljóðfæraleikarar á plötunni eru:
Sigfús Óttarsson á trommur, Har-
aldur Þorsteinsson á bassa, Arnþór
Jónsson á selló og píanó og PS,
sem spilar á gitar. Á b-hliðinni er allt
vió það sama; þrjú lög skipta meö
sér 19,52 mínútum. Fréttastofublús,
síðasta lagið, er hvorki meira né
minna en 10,03 minútur aö lengd.
Þaö lag verðursennilegaaldrei spil-
að i útvarpi, ekki á undan sjónvarps-'
fréttum, þó aö það væri nú mikill
húmor. Heit, hlý og mjúk stendur að
mínu mati upp úr á b-hlió og gefur
sellóleikurinn laginu drungalegan
blæ. Söngur PS vegur upp á móti
því, sveiflast ámilli eymdarog reiði:
„Til helvítis meö huglæg skáld, að
snertingu er holdiö vitni.." Öfgar?
En hvað um þaö, Öfgar göfga
verður sennilega aldrei metsölu-
plata og ekki veit ég hvað vakti fyrir
PS meö gerð hennar. Hann er
kannski meö „The TALK TALK
syndrome". En furðufuglareigasinn
tilverurétt og eru jafnframt nauö-
synlegir i hverju þjóðfélagi. Án
þeirra væru engar öfgar! ■
GUNNAR H.
ÁRSÆLSSON