Alþýðublaðið - 16.12.1988, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.12.1988, Qupperneq 6
r« V, v iV i' < ' » i « Föstudagur 16. desember 1988 Frá vinslri Ástbjörg Gunnarsdóttir formaöur Trimmnefndar, Hannes Þ. Sigurðsson varaforseti Iþróttasam- bands íslands, Þórunn Pétursdóttir úrTrimmnefnd, Sigurður Ásgrímsson frá Trimmklúbbnum, Margrét Jóns- dóttir frá Trimmblúbbnum, Magnús Pálsson framkvaemdastjóri, Guðmundur Sigurðsson úr Trimmnefnd, Geirlaug Karlsdóttir úr Trimmnefnd og Stefán Konráðsson starfsmaður ÍSÍ. Trimmnefnd ÍSÍ veitir viðurkenningar Nýlega veitti Trimmnefnd ÍSÍ viðurkenningar fyrir góð störf á sviði almennings- iþrótta. Þeirsem hlutu viður- kenningu að þessu sinni voru: Magnús Pálsson íþrótta- kennari og viðskiptafræðing- ur fyrir að standa að og skipuleggja „Heilsumánuð í Kringlunni" í janúar 1988. Það átak heppnaðist frábær- lega vel og var i alla staði mjög vel skipulagt. Alla daga mánaðarins voru ákveðin prógröm í gangi og má segja að flestar þær stéttir sem vinna aó heilbrigðismálum á íslandi hafi komið við sögu. Hugmynd Magnúsar að heilsumánuði sem þessum hefur þannig haft mótandi og hvetjandi áhrif á almenning í að stunda íþróttir sér til heilsubótar og ánægju. Trimmklúbbur Seltjarnar- ness fyrir frábært trimmstarf á undanförnum árum. Mar- grét Jónsdóttir iþróttakennari og prímusmótor í klúbbnum tók á móti viðurkenningunni fyrir þeirra hönd. Trimm- klúbbur Seltjarnarness var stofnaður eftir Trimmdag sem haldinn var á Seltjarnar- nesi árið 1984. 20-30 manns stunda reglulegar æfingar sér til heilsubótar og ánægju þrisvar sinnum í viku. I hófi sem Trimmnefnd ÍSÍ hélt til heiðurs þessara aðila, sagði Ástbjörg Gunnarsdóttir formaður Trimmnefndar ÍSÍ að þessir aðilar hefðu með áhuga sínum og framtaks- semi gefið öðrum gott for- dæmi og hvatningu. Hannes Þ. Sigurðsson varaforseti ÍSÍ hélt ræðu þar sem hann þakkaði viðurkenn- ingarhöfum fyrir frábært starf í þágu almenningsíþrótta og hvatti þátil áframhaldandi af- reka. Verðkönnun á leikföngum og spilum Nú þegar jólahátíöin nálg- ast, er kominn sá tími þegar sala á leikföngum og ýmsum öðrum gjafavörum er hvað mest. Á þessum árstima mun um það bil helmingur allra leikfangasölu eiga sér stað. Dagana 5. og 6. desember sl. kannaði Verðlagsstofnun verð á 54 leikföngum og 14 spilum í 35 verslunum og eru niðurstöður birtar í 26. tbl. Verðkönnunar Verðlagsstofn- unar. Helstu niðurstöður eru eft- irfarandi: Mestur verðmunur var á leikföngum í Snákahöll- inni á leikfangaseríunni „Masters of the universe" sem kostaði 2.869,- kr. i þeirri verslun þar sem hún var ódýrust, en 4.900,- kr. þar sem hún var dýrust, eða rúm- lega 2.000,- kr. meira (70% munur). í átta tilvikum var munur á lægsta og hæsta verði á bilinu 40-50% og í fimm tilvikum á bilinu 30-40%. I átta tilvikum var lægsta verð i Hagkaupum og Kaup- stað og í sex tilvikum í leik- fangaversluninni Fídó og Smáfólk. Hæsta verð reyndist oftast í leikfangaversluninni Liver- pool, í 15 tilvikum af 46. Einn- ig reyndist vera hátt verð í Hólasporti og Bókabúð Foss- vogs, en í þessum verslunum voru tiltölulega fá leikföng til. Mestur verðmunur á spil- um var á Útvegsspilinu, en það kostaði 900,- kr. í þeirri verslun þar sem það var ódýr- ast, en 1.560,- kr. þar sem þaó var dýrast, sem er 73% LOÐAUTHLUTUN Til úthlutunareru 34 lóöir fyrir einbýlishús viö Aust- urfold og Vesturfold og 14 lóöir fyrir raöhús við Fannafold á svæöi sem nefnt er Fagrabrekka, norö- an Foldahverfis í Grafarvogi. Gert er ráó fyrir aö lóö- irnar verói byggingarhæfar sumariö 1989. Nánari upplýsingarverðaveittaráskrifstofu borgar- verkfræöings, Skúlatúni 2, 3. hæö, sími 18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyöublöö og skipulags- skilmálar. Tekiö veröur viö lóðarumsóknum frá og meö 19. desember 1988 á skrifstofu borgarverkfræðings. Athygli er vakin á því, aö endurnýja þarf eldri lóðar- umsóknir. Borgarstjórinn i Reykjavik KRATAKOMPAN Alþýöuflokksmenn Jólafundur í dag, föstudag, kl. 21.00 á Hverfisgötu 8-10. Allir velkomnir, óbreyttir og háttsettir. FUJ Reykjavík FUJ Reykjavík Almennur félagsfundur verður haldinn á Hverfis- götu 8-10 i dag, föstudag 16. des. kl. 19.30. Stjórnin ÍSLENSKRA STJORfÍHÁLA Kf.VfAK'SKC^Nf>t;R M'Sm.CUSUK fJM ftX rriSK vkwrxu ÖKN OC» ff ORl'AOUK Undirheimar íslenskra stjórnmála „í kjölfar „hallarbyltingar" Hannibals Valdimarssonar í Alþýðuflokknum 1952 hófust einstæð pólitísk vígaferli með margvíslegum og oft á tíðum nýstárlegum vopna- burði. Alþýðuflokkurinn hafði um árabil flotið á fjárhagsað- stoð norrænu bræðraflokk- anna en við yfirtöku Hanni- bals sá Stefán Jóhann Stef- ánsson til þess að skrúfað var fyrir alla slíka fyrir- greiðslu til flokksins". Þannig hefst kynning á baksíðu hinnar nýju bókar sem Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur hefur gefið út en samin er af Þorleifi Friðrikssyni sagnfræðingi, en hann hefur um margra ára skeið kynnt sér þessi mál og kannað mik- inn fjölda gagna, hérlendis sem erlendis. Ekki er að efa að bók þessi mun vekja mikla athygli og tæpast munu allir vera sammála því sem þar er sagt. í bókarkynn- ingu á kápu segir ennfremur: „Launráð að tjaldbaki." Átökin innan Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar náðu hámarki á árunum 1953-1956, en nú voru þaö ekki bara norrænir skoðana- bræður sem seildust til áhrifa í skjóli fjármálafyrir- greiðslu. Erlendis andstæð- ingar hins ógnvænlega „hannibalisma“, bæði austan hafs og vestan, tóku höndum saman við hægri krata hér heima og beittu gjarnan fyrir sig næsta reyfarakenndum aðferðum. Slík leynd lá yfir aðgerðunum að sumir þeirra sem stóðu mitt I hringiðunni höfðu í raun ekki hugmynd um hvað átti sér stað; hvaða launráð voru brugguð að tjaldabaki. Þeim kemur þess vegna sumt af því sem segir frá í þessari bók á óvart. hærra verð. í tveimur tilvikum var verömunur á bilinu 30-40%. í fjórum tilvikum var lægsta verð í Bókabúðinni Æskunni og I þremur tilvik- um I Máli og menningu. í fjórum tilvikum var hæsta verð í bókaversluninni Ástund og I þremur tilvikum í Kaupstað, Miklagarði, Penn- anum og Bókaversluninni Vedu. Ýmsar skýringar eru á þeim verðmun sem fram kemur I könnuninni. Má þar nefna m.a. mismunandi aldur birgða og mismunandi smá- söluálagningu. í könnuninni var borið saman verð á ná- kvæmlega sömu vörutegund- um og vörumerkjum, þannig gæðamunur skýrir ekki þenn- an mismun. □ 1 2 ij 4 5 □ V 6 □ 7 Ó 9 10 □ 11 □ 12 13 □ Lárétt: 1 búfé, 5 högg, 6 ætt, 7 kvæði, 8 gátu, 10 eins, 11 lækk- un, 12 aukast, 13 stækkuð. Lóðrétt: 1 aðstoð, 2 bróður, 3 til, 4 fjáða, 5 brokka, 7 guð, 9 tjón, 12 keyri. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 svola, 2 5 stig, 6 kál, 7 ól, 8 öldina, 10 ps, 11 lýs, 12 eitt, 13 norna. Lóðrétt: 1 stáls, 2 vild, 3 og, 4 aflast, 5 sköpun, 7ónýta, 9 ilin, 12 er. • Gengii Gengisskráning 237 - 12. des. 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 45,450 45,570 Sterlingspund 83,798 84,020 Kanadadollar 37,891 38,991 Dönsk króna 6,7684 6,7863 Norsk króna 7,0307 7,0493 Sænsk króna 7,5273 7,5472 Finnskl mark 11,0638 11,0930 Franskur franki 7,6367 7,6569 Belgiskur franki 1,2456 1,2489 Svissn. franki 30,9922 31,0740 Holl. gyllini 23,1204 23,1814 Vesturþýskt mark 26,0974 26,1663 ítölsk líra 0,03536 0,03545 Austurr. sch. 3,7094 3,7192 Portúg. escudo 0,3151 0,3159 Spánskur peseti 0,4018 0,4028 Japanskt yen 0,36951 0,37049 írskt pund 69,886 70,071 SDR 61,9111 62,0745 ECU • Evrópumynt 54,2423 54,3855 • Ljósvakapunktar • RUV 23.10 I dauðafæri. Bandarisk. Þessi með Lee Marvin i aðal- hlutverki. Gerð 1967 af John Boorman og þykir býsna lunk- in sem spennumynd. • StöS 2 18.20 Pepsi auglýsing með myndböndum. Róttækt fram- lag til menningarframvindu á sjónvarpsöld. • Sky Channel 2.00 Jazz. • Rás 1 10.30 Maðurinn á bak við bæj- arfulltrúann. Inga Rósa á Egilsstöðum flettir ofan af sveitarstjórnarmönnum. 20.15 Þeirsegjaaö hljómplötu- rabb Þorsteins Hannessonar sé áheyrilegt og fróðlegt I alla staði. Þettaereinn af klassísk- um gufubólstrum gufunnar. • Rás 2 16.03 Dægurmálaútvarp hefst með hátíðlegum inngangsorð- um stjórnenda. Mikil er mælska Stefáns J. Hafstein.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.