Alþýðublaðið - 10.01.1989, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1989, Síða 1
^TOFMAn v Þriöjudagur 10. janúar 1989 1919 1 . • 1 ÍH 5. tbl. 70. árg. Ingi Björn til Selfoss? Bruninn að Réttarhálsi 2 Félagsmálaráðherra óskar eftir greinargerð frá Brunamálastofnun Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmáiaráðherra hefur ósk- að eftir greinargerð frá Brunamálastofnun rikisins vegna brunans að Réttarhálsi 2. þann 4. janúar. Að sögn Rannveigar Guð- mundsdóttur aðstoðarmanns ráðherra óskar ráðherra m.a. eftir svari við því hvort Bruna- málastofnun hafi látið gera úttekt á brunvörnum í meiri- háttar byggingum eða stofn- unum á höfuðborgarsvæðinu. í framhaldi að þvi spyr ráð- herra hvort málum hafi verið fylgt eftir í þeim tilfellum sem úrbóta hefur verið talin þörf. Varaformannskandídat Borgaraflokksins Ingi Björn Albertsson þing- maður Borgaraflokksins mun liklega leika með knatt- spyrnufélagi Selfoss næsta keppnistímabil. í samtali við Alþýðublaðið sagði hann þetta ekki enn ákveðið mál, en heimildir blaðsins á Sel- fossi töldu málið svo gott sem frágengið, en að horfið hafi verið frá því að hann tæki aö sér þjálfun eins og rætt var um í upphafi. „Ég hef ekki enn tekið ákvörðun í málinu, en það er fyrir mig vissulega mjög freistandi, enda hefur knatt- spyrnan verið mitt helsta áhugamál frá því ég var 5 ára. Maður verður jú að geta átt sínar tómstundir, en það er mikið að gera i stjórnmálun- um og starfið gengur auð- vitað fyrir. Fleira blandast inn í þetta eins og að þaö tekur sinn tíma að komast í viðun- andi form, en ég hef ekki keppt á íslandsmóti undan- farin tvö keppnistímabil." Ingi Björn sagði að vissu- lega gæti það sett strik í reikninginn ef varafor- mennska Borgaraflokksins kæmi i sinn hlut. „Hvað knattspyrnuna varðar er ég að hugleiða málið þessar stundirnar. Það liggur ekkert fyrir á þessari stundu að ég verði varaformaður flokksins. Það býður sig enginn fram í það embætti, heldur er nú beöið eftir tilnefningu for- manns flokksins á næsta aðalstjórnarfundi, sem verður í lok janúar. Ég ætla ekkert að fara að giska á hvern for- maðurinn kemur til með að tilnefna" sagði Ingi Björn. Valur Arnþórsson stjórnarformaður og Guöjon B. Olafsson forstjóri, fulltrúar tveggja mismunandi sjónarmiða um uppstokkun SIS, við upphaf stjórnarfundarins i gær. Sambandið í sundur? A-mynd/Magnus Reynir. Stjórn SIS meltir tillögurnar 800 milljóna króna tap á síðasta ári Stjórn Sambands islenskra samvinnufélaga kom saman i gær til að fjalla um tillögur meirihluta skipulagsnefndar, sem greint var frá i Alþýðu- blaðinu um helgina. Stjórnin mun halda áfram að fjalla um málið i dag. Á fundinum lagði Guöjón B. Ólafsson for- stjóri fram sértillögur, en hann var andvígur hugmynd skipulagsnefndarinnar um sundurlimun Sambandsins. Þrátt fyrir að talið sé að til- lögur skipulagsnefndar, sem starfaði undir forsæti Vals Arnþórssonar stjórnarfor- manns, njóti stuðnings meirihluta stjórn- arinnar er ekki búist við af- greiðslu þeirra í dag. Á fundinum í gær var upp- lýst að tap Sambandsins hafi numið 775 milljónir fyrstu 11 mánuði ársins. Heildartap á síðasta ári er talið geta orðið yfir 800 milljónur króna. Frétt Alþýðublaðsins um helgina, sem greindi frá til- lögum meirihluta skipulags- nefndar virtist koma ýmsum stjórnarmönnum Sambands- ins í opna skjöldu. Nokkrir þeirra töldu að trúnaðarbrest- ur hefði átt sér stað, þar sem innihald hennar hefði verið upplýst i fjölmiólum áður en málið kom formlega fyrir stjórnina. j Verkamannasambandið RADHERRAR KALLADIR TIL VIÐRÆÐNA Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands Islands boðar þrjá ráðherra til fundar við sig í dag í húsi Dagsbrún- ar að Lindargötu 9. „Við mun- um óska eftir að þeir skýri frá hvaða plön þeir séu með á prjónunum. Jafnframt verða þeir ábyggilega spurðir um ráðstafanir gegn atvinnuleys- ishættunni. Þá hljóta vextirn- ir og verðlagsmálin að koma til umræðu. Það kæmi mér ákaflega mikið á óvart ef ekki yrðu harðorð mótmæli gegn vaxtahækkunum,“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- Umrœður innan BSRB son formaöur Verkamanna- sambandsins við Alþýðu- blaðið i gær. Fleiri launþega- samtök hugsa sér til hreyf- ings þvi formenn aðildarfé- laga BRSB hafa beint því til félagsmanna að hafnar verði umræöur um mótun kröfu- gerðar í komandi samning- um. „Við teljum þetta nokkuð frjálsa leiö,“ sagði Guðmund- ur.“ Það eru ekki tveir eða þrír menn aö ganga á ráð- herrafund, heldurer ráðherr- um boðið á breiðan stjórnar- fund hjá sambandinu, — um mótun kröfugerðar enda tóku ráðherrarnir þessu ákaflega Ijúflega." Ráðherr- arnir þrír eru Jón Sigurðsson, Halldór Ásgrímsson og Ólaf- ur Ragnar Grímsson, en bæði Jón Baldvin Hannibals- son og Steingrímur Her- mannsson eru erlendis. Guðmundur sagði mál opinberra starfsmanna og Verkamannasambandsins væru ekki sambærileg. „Þeir eru að ræða sínar kröfur. Ekki lái ég þeim það, en við i Verkmannasambandinu erum með mikiö af atvinnulausu fólki. Þetta er spurning um vinnu eða ekki vinnu. Viö höf- um við margháttaðri hluti aö glíma en æviráðnir menn. Þetta er auðvitað gerólík þjóðfélagsleg staða.“ Verkamannasambandið, Landssamband iðnverkafólks og verslunarmenn eru með bundna samninga ýmist til 1. eða 10 apríl. „Það er stór misskilningur að um leið og lögin renni úr gildi 15. febrúar séu samningar þess- * ara stóru starfsstétta lausir. — Það eru fleiri í Verka- mannasambandinu heldur en í BSRB,“ sagði Guðmundur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.