Alþýðublaðið - 10.01.1989, Qupperneq 5
Þriójudagur 10. janúar 1989
5
UMRÆÐA
Bjarni Sigtryggsson
skrifar
Manna-
breytingar í
menntamála-
ráðuneytinu
Nú um áramótin létu af
störfum í menntamálaráðu-
neytinu þrír starfsmenn. Þeir
eru: Sigurður Briem, deildar-
stjóri, sem hóf störf í stjórn-
arráðinu árið 1943. Runólfur
Þórarinsson, deildarstjóri,
sem hóf störf á fræðslumála-
skrifstofunni árið 1956 og
kom til menntamálaráðuneyt-
isins árið 1969 er fræðslu-
skrifstofan var lögð niður og
Sigríður Þórðardóttir, fulltrúi,
sem hóf störf árið 1968.
Tveir starfsmenn ráðuneyt-
isins voru gerðir að deildar-
stjórum nú um áramótin, þær
Þórveig Þormóðsdóttir og
Svandís Skúladóttir.
Ný fórnarlömb
umhverfissinna
Loðdýrabændur
og feldskerar
í útrýmingahættu!
Þaö á ekki af íslenskri loð-
dýrarækt að ganga. Dýravinir
í heiminum eru ekki aðeins
þeir vinir sjávarspendýra,
sem hafa bundist samtökum
innan Greenpeace samtak-
anna um aðgerðir til að
hjálpa hvölum í lífsbarátt-
unni, heldur hafa nú risið
upp víða um heim samtök
dýravina, sem berjast al-
mennt fyrir vellíðan og vel-
ferð allra spendýra, og jafn-
vel skorkvikinda.
Nýjasta tískan sem breið-
ist sem eldur í sinu út vest-
anhafs sú, að nofa ekki
pelsa, að minnsta kosti ekki
úr ekta skinnum, og hvetja
aðra til að gera slíkt hið
sama. Fyrir ármót var farin
ganga fólks af þessu tagi um
Manhattan-eyju, miðborg
New York, og til göngunnar
valinn pelslaus-föstudagur,
25. nóvember síðastliðinn,
eða „Fur-Free-Friday“ eins og
það hét í auglýsingum þar
vestra.
FREKARI AÐGERÐIR
Á DÖFINNI
120 samtök dýravina vest-
anhafs skipuleggja nú svip-'
aða göngu í 68 borgum til að
fylgja eftir fordæminu frá
New York.' Til að gera göngu
af þessu tagi táknræna er fal-
ast eftir því að göngufólk
gefi pelsa slna og annan
skinnfatnað, sem hlýtur við-
eigandi greftrun í göngulok.
Haldið er á lofti áróðurs-
spjöldum gegn skinnaiðnað-
inum og minnt á grimmilega
fengelsun og sálardrepandi
lifnaðarhætti refa og minka.
Og í ræðu, sem haldin var við
þetta tilefni, skýrði forvígs-
maður göngumanna, Bob
Berker, frá því aö á Norður-
löndunum væri baráttan
gegn fangelsun dýra lengst
komin, og þar væri litið niöur
á fólk, sem iklæddist dýra-
skinnum. Jafnvel hrækt á
það á götu.
Eitthvað virðist hér vera
frjálslega farið með frásögn
af baráttu sænska rithöfund-
arins Astrid Lindgren gegn
ómannúölegri meðferð ali-
dýra, en hvað gera menn ekki
ef það þjónar málstaðnum?
Forvígsmenn þessarar bar- '
áttu benda hinum ríku, sem
nota dýra pelsa til að sýna
þjóðfélagslega stöðu sina, að
velja heldur eðalsteina til
slíks.
ROKKAÐ GEGN REFABÆNDUM
Það er fleira í gangi en
þessr göngur vestanhafs. 18.
febrúar verður rokkhátíð
gegn pelsum í New York á
vegum samtaka sem berjast
fyrir mannúðlegri meðferð
dýra. „Grimmd er úr tísku, —
gangið ekki í loðpelsum." er
eitt af kjörorðum samtak-
anna. Samtök sem nefna sig
„The Humane Society of the
United States" er einnig á
ferðinni og hengja upp vegg-
spjöld og skilti um öll Banda
ríkin, þar sem þeim er sagt
að skammast sín, sem ganga
í skinnfatnaði.
Formælandi þessara sam-
taka er hollensk fyrirsæta,
Jolanda Boot, sem orðin er
fræg fyrir það að hafna til-
boðum um háar fjárhæðir fyr-
ir það að sýna sig ( loöpels-
um. Það er yfirleitt þekkt fólk
úr heimi sjónvarps og kvik-
mynda, svo og fyrirsætur,
listafólk og nafntogaðir
menn í heimi vísinda og við-
skipta, sem eru í forsvari fyrir
samtökum af þessu tagi. Þau
telja sig þegar vera farin að
ná árangri eftir tólf ára bar-
áttu.
ÓBREYTT SALA ENNÞÁ
Sala á skinnum stóð í stað
( Bandaríkjunum áriö 1987 frá
árinu 1986, en þá voru seld
skinn fyrir sem nemur 86
milljörðum íslenskra króna.
Kannski svo fari að frægt og
ríkt fólk vestanhafs neiti
næst að kaupa íslenskar af-
urðir eða nota íslenska ferða-
þjónustu nema hætt verði að
flá minka og refi hér á landi.
En hafa þessar fyrstu aö-
gerðir haft áhrif? Sölutölur
frá þvi ( desember benda til
þess að aðgerðir hópanna
hafi enn ekki haft nein veru-
leg áhrif, enn sem komiö er
að minnsta kosti, þvi sala á
pelsum virðist hafa aukist í
desember frá því fyrir ári, um
þetta frá 10 af hundraði upp í
25%. Og þá er átt við brúttó-
sölu, sem hefur aukist, þrátt
fyrir verðlækkun á minka-
pelsum.
ÓTTAST FREKARI AÐGERÐIR
í heildina virðist sala frá
framleiðendum til verslana
hafa verið óbreytt frá því fyrir
ári, samkvæmt upplýsingum
fyrirtækisins American Fur
Industry Inc. Feldskerar hafa
þó haft hljótt um sig og aug-
lýst minna nú en áður, til að
vekja síður athygli háværra
hópa, sem hafa hópast að
þeim verslunum, sem um-
svifamestar hafa verið í
skinnasölu í mörgum borgum
Bandaríkjanna.
En feldskerar eru samt
sem áður áhyggjufullir, þótt
jólasalan hafi gengið að ósk-
um. Samkvæmt upplýsingum
Upplýsingastofnunar skinna-
iðnaðarins bandaríska, þá
berast á hverjum degi sím-
hringingar frá andstæðingum
þessarar iðngreinar og menn
óttast nýjar og harkalegri að-
gerðir síðar í vetur.
SKATTLAGNING
ANNARRA
TEKNA
EN LAUNATEKNA
AÐRAR TEKJUR EN LAUNATEKJUR
VERÐA SKATTLAGÐAR MEÐ
VERÐBÓTUM VÐ ÁLAGNINGU
Skattlagning annarra tekna en launatekna sem einstaklingar
höfðu á árinu 1988 fer fram við álagningu opinberra gjalda á miðju
ári 1989. Hér er um að ræða söluhagnað, hreinar tekjur af at-
vinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi, leigutekjur, tekjur utan stað-
greiðslu skv. 2. gr. reglug. nr. 591/1987, o.fl.
Álagðir skattar á aðrar tekjur ársins 1988 en launatekjur
koma til innheimtu haustið 1989 að viðbættum verðbótum. Verð-
bætur eru reiknaðar í samræmi við breytingar á lánskjaravísitölu
frá 1. júlí 1988 til 1. júlí 1989.
HÆGT ER AÐ KOMAST HJÁ
VERÐBÓTUM VÐ ÁLAGNINGU MEÐ ÞVÍ
AÐ GERA SKIL FYRIR 31. JANÚAR 1989
Samkvæmt 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda má
komast hjá greiðslu verðbóta á álagða skatta af öðrum tekjum
ársins 1988 en launatekjum með því að greiða eigi síðar en
31. janúar 1989 fjárhæð sem ætla má að samsvari sköttum af
tekjum þessum.
Greiðslu skal inna af hendi hjá gjaldheimtum og innheimtu-
mönnum ríkissjóðs. Henni skal fylgja útfyllt eyðublað, “Skilagrein
vegna 38. greinar", merkt RSK 5.22.
Eyðublað þetta fæst hjá skattstjórum, gjaldheimtum, inn-
heimtumönnum ríkissjóðs og ríkisskattstjóra.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI