Alþýðublaðið - 20.01.1989, Side 7

Alþýðublaðið - 20.01.1989, Side 7
Föstudagur 2CL janúar 1989 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Arnadóttir „Syngdu söng þinn fyrir heiminn — og þú munt breyta honum, svo allt hið illa veröi að engu...“. Poppsöngvarinn Michael Jackson, er eitt af viðundrum níunda áratugarins. Nú leikur hann aðalhlut- verk í kvikmynd, sem af mörgum er talin stórmerkileg og ber nafnið „Moonwalker“. Hún er sérkennileg blanda af raunveruleika og óraunveru- leika eins og reyndar Michael Jackson er sjálfur í hugum milljóna aðdáenda. Hvar eru takmörkin? Hvað eru barnalegir draumar Jack- son og hvað er vel úthugsuð og skipulögð ímynd hans? Til að skapa þetta gráa svæði milli svífandi óraun- veruleika og barnaskapar annars vegar og byrsts veru- leika hinsvegar, hafa fram- leiðendur „Moonwalker", skapað kvikmyndaverk, sem hefur verið kallað tæknilegt meistarastykki. Heimur Michael Jackson líkist barnaleik, þar sem bangsar, sirkusapar og kynja- verur virðast vera búnar til úr mótunarleir, en eru raunveru- lega allt annað en leirmyndir. „Mooowalker", er gerð í þessum „Jacksonska" stíl, og I tónlistarstríði sínu gegn hinu illa í heiminum, notar Jackson allskonar töfrabrögð, sem hafa ekki sést áður á kvikmyndatjaldi. Meðal þeirra, sem unnu að sögunni um Michael i Ævin- týralandi er Oscars-verð- launahafinn Rick Baker. Hann hefur skapað þvílík töfrabrögð á hvita tjaldinu, að Jackson meðal annars, breyt- ist fyrir augum áhorfenda úr manneskju í vélmenni. Gífur- legur fjöldi vinnustunda fór í þessa kvikmynd en þeir sem unnu að kvikmyndinni út- skýra þennan langa tima, með því að segja að Michael Jackson vilji aðeins það besta, láti sér hreint ekki nægja það næstbesta. Þeir segja hann vera miklu ákveðnari en menn hafa hald- ið. Rokkstjörnur eiga aö vera klæddar furðufötum — það tilheyrir. Þær eiga einnig að haga sér sérvitringslega, og flestar þeirra verða að sætta sig viö að vera einskonar kyntákn í heimintjm. Michadel Jackson er öfga- fullur á öllum sviðum — sem rokkstjarna meðal rokk- stjarna. Klæðnaður hans er þeirrar gerðar, aö áhorfendur undr- ast að hann skuli geta hreyft sig, og „stælar“ hans nálgast það óhugnanlega. KYNTÁKN? Kyntákn er Michael Jack- son ekki — nema fyrir þá sem eru í hópi þeirra, sem laðast kynferðislega að börn- um. Hann virðist ætla að vera í útliti sem barn að eilífu, hefur þó breyst mikið frá ári til árs, vegna þess að hann er sí og æ að láta fara fram aö- gerðir á nefi sínu, kinnum, augnaumbúnaði og yfir höf- uð öllu — sem mögulegt er að breyta. Þegar Jackson sveigir sig í mjöðmunum og leggur jafn- vel hendina á nafnlausan stað milli fóta sinna, virðist hann einkennilega kynlaus og barnalegur og kannski er það einmitt það sem hann vill. ILLGJÖRN PRESSA Meðal þess illa í heimin- um, er fjölmiðlaheimurinn, sem gegnum tímans rás, hef- ur sagt frá hinum furðuleg- ustu sögum um líf Jackson. Eins og það, að hann ætlaði að kvænast Brooke Shields (kvikmyndaleikkonunni) og frá öllum andlitslyftingunum o.s.frv. í „Moonwalker", hæðist Michael Jackson að sinni eigin ímynd — en byggir hana svo upp einu sinni enn. í kvikmyndinni berst hann sinu eigin „stjörnustriði“ gegn hinni miskunnarlausu veröld hinna fullorðnu. Mönn- um finnst það ótrúlegt, en Michael er orðinn þrítugur! LEIKSKÓLASÖNGVARI ' Michael Jackson fæddist árið 1958 og stóð í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur og söng árið 1963 — í leik- skólanum í Indiana. Þar skemmti hann hinum börnun- um með lögum eins og „Climb Every Mountain". Ári seinna var söngkvint- ettinn „The Jackson Five“, komin á laggirnar og Michael og fjórir bræður hans fóru að vinna sér inn peninga fyrir söng sinn og tónlist. Fram til ársins 1968 var fjölskyldan á sífelldum ferða- lögum, sungu í litlum hljóm- leikasölum vitt og breitt um Bandaríkin. Áriö 1968 unnu „Jackson Five“, söngkeppni áhugamanna í hinu fræga „Apollo Theatre" í Harlem og þá fóru hjólin heldur betur að snúast! Michael var 11 ára þegar hann varð frægur og vinsæll sem söngvari fyrir lög eins og „ABC“, „The love you save“ o.s.frv. Frá árinu 1979, hefur hann gert hverja gullplötuna á fæt- ur annarri, samiö og framleitt metsölulög eins og Diana Ross lagið „Muscles" samið tónlist fyrir kvikmyndir svo sem „E.T.“, sungið með Paul McCartney „The girl is mine“. Þeir eru trúlega fáir, sem hafa komið inn á diskótek, án þess að heyra Jackson lögin „Billie Jean“ „Beat lt“ eða „Human Nature". Allur heimurinn söng lagið „We are The World", sem Jackson samdi ásamt Lionel Richie. Michael Jackson hefur samið tónlist fyrir heiminn, heim, sem hann virðist eiga erfitt með að lifa í. í „Moonwalker" likist hann litlum dreng, sem hefur tap- að bangsanum sínum í grimmri veröld. Litlum dreng sem hefur yfirfullt af tækni- útbúnaði — og yfirfullt af hæfileikum. (Det fri Aktuelt.) í „Moon- walker## hæð- ist Michael Jackson að sinni eigin ímynd — en byggir hana upp afftur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.