Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. febrúar 1989 3 FRÉTTASKÝRING Rafmagnsleysið DYRKEYPT SELTA Tengistöðin að Geithálsi bilaði og allt landið varð rafmagnslaust. Höfuðborgarsvæðið i fimm tíma. Var möguleiki að beita slökkvibíl á seltuna á Geithálsi? EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Rafmagn fór af öllu landinu á sunnudag. Ástæðan er fyrst og fremst talin selta sem settist á ein- angrun og postulín í tengi- stöðvum í gríðarlega miklu vestanroki sem bar salt ut- an af hafi og langt inn á land. Rafveitumenn hafa barist við þetta vandamál á annan sólarhring, sleitu- laust, margir hverjir og segja að þetta sé eitt það versta sem þeir geta lent í. Menn um allt land hafa verið önnum kafnir við að hreinsa einangrun og postulín með þvottatusk- um og spritti og gengið mjög þokkalega. Ástandið var verst á Vestfjörðum, Vesturlandi og síðan á höf- uðborgarsvæðinu, en þar fór rafmagn af í allt að fimm stundir þar sem verst lét. Á Hólmavík töldu heimamenn að rafmagn hefði farið af og komið á yfir 50 sinnum á einum degi, sunnudag. Vestanvert landið varð verst úti Vandræðin byrjuðu á Vesturlandi, einkum í Borgarfirði, enda seltan mest á þeim slóðum og menn í Stykkishólmi sögðu í samtali við Alþýðublaðið í dag að ekki sæist þar út úr húsum fyrir seltu á rúðun- um. Um fimm-leytið fór rafmagn af öllu höfuð- borgarsvæðinu þegar tengistöðin á Geithálsi þoldi ekki seltuna sem þar hafði sest. Við álagið sem verður þegar Geitháls dett- ur út fer rafmagn af öllu landinu þar sem stöðin miðlar rafmagni norður um til Vestfjárða og austur um sömuleiðis. Að sögn Erlings Garðars Jóhanns- sonar, rafveitustjóra á Austurlandi gekk tiltölu- lega hratt fyrir sig hjá þeim að koma byggðalínu í sam- band í gegnum Hornafjörð og norður eftir þannig að ástandið varð aldrei lang- varandi á Austur- og Norð- urlandi. Ingólfur Árnason hjá Rafmagnsveitum Rík- isins á Akureyri sagði að á Norðurlandi eystra hefðu ekki orðið verulegar trufl- anir, aðeins rafmagnslaust í u.þ.b. eina klukkustund en að vísu hefðu minni- háttar truflanir verið að- faranótt sunnudagsins og einnig á sunnudaginn. A Norðurlandi-vestra voru hinsvegar meiri erfiðleikar og þar voru allar línur í Vestur-Húnavatnssýslu meira og minna straum- lausar á sunnudag og raf- magnsleysi teygði reyndar anga sína um allt svæðið, þó mismikið og því minna sem austar dró. Asgeir Þór Ólafsson, rafveitustjóri á Vesturlandi sagði að seltu- vandamálið væri viðvar- andi, það versta sem gerst gæti væri að blotaði eins og málum væri komið. Menn óskuðu þess að kólnaði því þá fengi mann- skapurinn þá hvíld sem hann þyrfti áað halda. Síð- an vonuðust menn eftir góðri rigningu þannig að saltið færi af einangrun- inni og ekki væri hætta á rafmagnsleysi að nýju. Ekki varð nema ein bilun á Vesturlandi að sögn Ás- geirs, öll önnur vandræði voru seltuvandræði. Óverjandi að byggja yfir Geitháls Það olli óneitanlega straumhvörfum þegar tengistöðin að Geithálsi sló út og þar með allt höfuð- borgarsvæðið, Austur og Norðurland. Rafveitu- menn telja aðekki hafi ver- ið unnt að verja tengistöð- ina seltunni og því fór sem fór. Óhemju fé myndi kosta að byggja utan um tengistöðina að Geithálsi þannig að seltuvandamál væru úr sögunni. Erling Garðar, rafveitu'stjóri Austurlands, sagði þó í samtali við Alþýðublaðið að best hefði líklegast verið að ráðast strax á seltuna að Geithálsi með slökkvibíl, það hefðu þeir áður gert á Austfjörðum og það var gert á Vesturlandi með góðum árangri. Slökkvibíll gerir þó ekkert gagn ef svo kalt er að vatnið frýs eins og gefur að skilja. Hvort hægt er að beita honum ræðst því af aðstæðum á hverjum stað en hinsvegar eru kostir hans augljósir vegna þess krafts sem á vatninu er og að auki kemst það í allar skorur og horn. Ef að möguleiki hefði verið á slíku má ætla að rafmagn hefði komist fyrr á en ella. Að sögn Sig- urðar Eymundssonar raf- veitustjóra á Norðurlandi vestra er þetta seltuvanda- mál þó mjög erfitt við að eiga, en á sér stað afar Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri Austur- lands telur að möguleiki hafi verið að beita slökkvibil á seltuna á Geithálsi. sjaldan og því lítið við því að gera án þess að leggja út í umfangsmikinn kostnað. Og Erling Garðar bætti við að fólk yrði fyrst og fremst að sætta sig við að búa hér á þessu landi- ef farið yrði út í dýrar varnaraðgerðir gegn sjávarseltunni þá myndi það aðeins hækka raforkuverðið. FRÉTTIM BAK VID FRÉTTINA HÆSTIRETTUR VINS EÐA MANNRÉTTINDA Framdi Hæstiréttur lögbrot þegar Magnús Thoroddsen hæstaréttardómari neitaði Þor- geiri Þorgeirssyni rithöfundi aðflytja mál sitt fyrir Hæstarétti? Það vakti mikla athygli er Magnús Thoroddsen þá- verandi forseti Hæstaréttar varð uppvís að hafa fyllt bílskúrinn hjá sér af ódýru brennivíni á nýliðnu ári. Fjölmiðlafólk og annað fólk fylltist heilagri reiði yfir því að maðurinn skyldi voga sér að nota réttindi sín sem einn af handhöfum forsetavalds með þessum hætti. Ekki er ólíklegt að þessi reiði hafi í sumum til- fellum verið sprottin af öf- und, enda fáir sem slá hendinni á móti ódýru brennivíni ef út í það er far- ið. Vínkaup hæstaréttar- dómarans fóru ekki bara hátt hérlendis heldur birtu erlendir fjölmiðlar fréttir af málinu. Nú er það svo, að þessi viðskipti varða vart við Iög og meiddu eng- an á nokkurn hátt nema þá þann er varð það á að not- færa sér heimildir í svolítið meira mæli en aðrir. Þarna var ekki um það að ræða að réttindi væru brotin á neinum, heldur hitt, að einn maður notfærði sér réttindi sín út í ystu æsar og kannski gott betur. En svo einkennilega vill tii, að þegar sami maður kom fram í embætti hæstarétt- ardómara og braut jafnvel lög og réttindi á ákærðum manni þótti það iítil frétt og olli engum geðshrær- ingum hjá þjóðinni. þorgeir og kerfið Á dögunum var ég að gramsa í bókum í Borgar- bókasafninu og rakst þar á bók eftir Þorgeir Þorgeirs- son sem ber titilinn „Að gefnu tilefni — deilurit". Þar eru rakin samskipti Þorgeirs við réttvísina frá því hann árið 1983 skrifaði tvær greinar í Moggann um lögregluofbeldi og allt þar til hæstiréttur felldi dóm í málinu sem ákæru- valdið höfðaði á hendur Þorgeiri fyrir Moggagrein- arnar, en dómur Hæsta- réttar féll í október árið 1987. Þar var dómur Saka- dóms staðfestur og Þorgeir dæmdur í 10 þúsund króna sekt fyrir meiðandi um- mæli um opinbera starfs- menn. Nú er ekki ætlunin að ræða sakarefnið sjálft, það er að segja óviðurkvæmi- leg ummæli um lögregluna í Reykjavík sem Þorgeir raunar bendir á aö hafi ver- ið slitin úr samhengi. En í bók Þorgeirs var einkum tvennt sem vakti athygli mína þótt bókin í heild sé athygliverð. í fyrsta lagi er verið að yfirheyra Þorgeir í Sakadómi án þess að ákæruvaldið hafi nennu í sér til að mæta og saka- dómari tekur þá að sér að vera ákærandi í leiðinni. Mér er það með öllu óskilj- anlegt að sakadómarar láti setja sig í slíka aðstöðu því með því eru þeir að gefa höggstað á sér sem ástæðu- laust er að ætla að þeir kæri sig um. Hitt þykir mér þó engu betra og heldur verra að Þorgeiri var mein- að að halda uppi vörnum í eigin persónu þá málið kom fyrir Hæstarétt. Heggursá er____________ hlífa skyldi___________ Er Þorgeirsmáli var áfrýjað til Hæstaréttar tók hann þá ákvörðun að flytja vörn sína sjálfur fyrir hin- um háa rétti. Telur Þorgeir sig hafa fullan rétt til þess samkvæmt lögum um starfsemi Hæstaréttar auk- in heldur ákvæða í Mann- réttindasáttmála Evrópu sem ísland hefur skrifað undir. Þáverandi forseti Hæstaréttar, Magnús Thoroddsen, neitar að samþykkja þessa ákvörðun Þorgeirs og skipar honum verjanda. Þessu vildi Þor- geir ekki una og frábað sér forsjá Hæstaréttar en án árangurs. Löglærðan verj- anda skyldi hann hafa og gekk svo eftir. Ég hef alltaf álitið að starfsemi Hæstaréttar fæl- ist meðal annars í því að sjá til þess að hinir seku fengju dóm og fría þá sem rang- lega eru ákærðir. Dómur- inn stæði vörð um þau mannréttindi sem við hefð- um ákveðið að hér giltu. Því blöskraði mér að lesa frásögn Þorgeirs af því er honum var bannað að verja mál sitt sjálfur. Vissi ekki betur en mannrétt- indabrot ættu að enda þar sem Hæstiréttur tæki við. Þarna þótti mér sá höggva er hlífa skyldi. En þar sem ég er ekki lögmenntaður sló ég á þráðinn til nokk- urra valinkunnra sóma- manna í stétt hæstaréttar- lögmanna og spurði hvort ég hefði rétt til þess að mæta hjá Hæstarétti og flytja sjálfur mitt mál ef til þess kæmi, eða hvort þeirra stétt hefði einkaleyfi á slíkum verkum. Þessir lögspekingar fullvissuðu mig allir um að ég hefði fullan rétt á að tala mínu máli fyrir jafnt Sakadómi sem Hæstarétti og mér bæri engin skylda til að láta lögmenntaðan mann koma á vettvang. Orðum sínum til áréttingar slógu þeir upp í lagabókum og höfðu yfir mér ýmsar laga- greinar og sumir flettu meira að segja upp í Mann- réttindasáttmála Evrópu og lásu uppúr honum jafnt á ensku sem í islenskri þýð- ingu. Allt bar þetta að porgeir: Fjölmiðlar sýndu þvi engan áhuga að honum var neitað að halda uppi vörnum i eig- in persónu. sama brunni: Þeir sem vildu verja mál sitt sjálfir fyrir dómstólum höfðu til þess fulla heimild. Mér varð á að spyrja hvort þessi lög giltu fyrir alla, eða hvort lágvaxinn, skeggjað- ur rithöfundur sem byggi í miðbænum væri undan- tekning. Lögmenn fullviss- uðu mig um að allir ættu að vera jafnir fyrir lögum og þar væri ekki farið í manngreinarálit. Ég spurði þá á móti hvort þeir könn- uðust við mál Þorgeirs Þorgeirssonar. Þeir játtu því allir sem einn og sögðu að þetta væri bara rugl úr Hæstarétti. Ef Þorgeir hefði viljað verja sig sjálf- ur hefði hann til þess fulla heimild. í bókurn sínum fundu þeir ekkert ákvæði þess efnis að allir íslend- ingar nema Þorgeir mættu sjálfir um sín mál fjalla fyrir dómstólum. Hins veg- ar væri það skylda að hafa verjenda í málum sem þess- um, en því aðeins að við- komandi neitaði að benda á verjanda ætti Hæstirétt- ur að skipa honum slíkan. En vildi sakborningur verja sig sjálfur þá væri það hans mál. Skamma stund verður hönd höggi fegin Eftir þessar upplýsingar sat ég uppi með þá vitn- eskju að Hæstiréttur hefði framið lögbrot, eða alla vega fyrrverandi forseti réttarins. Mér er nákvæm- lega .sama þótt sá maður hefði leigt sér bílskúra út um allan bæ til að koma þar fyrir brennivíni sem hann hefði keypt á forseta- verði. En ég get ómögulega kyngt því að hann hafi gengist fyrir því í sínu fyrra starfi að lög væru brotin á manni. Virðing mín gagn- vart Hæstarétti hvorki óx né minnkaði við vínmálið. En með Þorgeirsmáli hvarf mér öll virðing fyrir þess- um rétti. Þorgeir hefur kært mál sitt fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu sem hefur aðsetur í Strass- burg. Sá dómur á eftir að kveða upp sinn úrskurð. En mikið skelfing er það einkennilegt, að lögleg en siðlaus brennivínskaup forseta Hæstaréttar skuli fá svona mikla umfjöllun í fjöimiðlum meðan ætluð lögbrot hans í starfi eru þöguð í hel. Eru réttindi einstaklingsins ekki einu sinni nokkurra vodkakassa virði? SÆMUNDUR GUÐVINSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.