Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. febrúar 1989 . 5 VIÐTAUÐ Jón Baldvin eftir fundinn með James A. Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna IÓK VELI FRUMKVÆÐI UM KJARNORKUAFVOPNUN i HÖFUNUM ,,Það sem mestum tíðindum sætti í viðræðum við utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, var hvernig hann svaraði spurning- um mínum um afstöðu Bandaríkjastjórnar tii kjarnorkuaf- vopnunar í höfunum,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utan- rikisráðherra um viðræður sem hann átti við James A. Baker utanrikisráðherra Bandarikjanna í Flugstöð Leifs Eiriksson- ar á laugardag. ísland var fyrsti viðkomustaður nýja bandaríska utanríkisráðherr- ans á ferð hans til fjórtán ríkja Atl- antshafsbandalagsins í Evrópu. Eftir tveggja stunda viðdvöl í Leifs- stöð hélt ráðherrann og frú áfram til London. Frumkvæði að afvopnum i og á höfunum_________________. „Ég skýrði honum frá því, að á Alþingi íslendinga hefðu verið fluttar tillögur um afvopnun á og í höfunum og í umræðum hér á landi um afvopnunarmál kæmu oft fram óskir um að ísland tæki sérstakt frumkvæði í þessum málum. í framhaldi af því spurði ég hann hver væri afstaða Bandaríkja- stjórnar til þess, að taka frumkvæði af viðræðum milli stórveldanna eða af hálfu bandalagsþjóðanna um af- vopnun í höfunum. Þá sérstaklega hvað varðaði fjölgun kjarnorku- kafbáta og kafbáta búnum kjarn- orkuvopnum í höfunum. Svar Bakers var á þá leið, að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu, að bandalagsþjóðirnar beindu sér að þessu verkefni og þá sérstaklega að því er varðaði stýriflaugar á sjó. Hanntók það fram að viðræður um afvopnun á höfunum væru partur af START viðræðunum í Genf, þótt þeim væri samkvæmt samkomulagi NATO og Varsjárbandalagsins haldið utan við Vínarviðræðurnar sem snérust eingöngu um hefð- bundin vopn á landi. Jafnframt sagði hann að Banda- ríkin sem flotaveldi og Atlantshafs- bandalagið sem byggði líflínu sína á greiðum samgöngum milli megin- landa Evrópu og Ameríku, teldu það ekki samræma hagsmunum sínum að takmarka uppbyggingu flotans almennt, enda hefði hann miklu hlutverki að gegna vítt og breitt um heiminn. Öðru máli gegndi um kjarnavopn og þá sér- staklega stýriflaugarnar. Þessi jákvæðu viðbrögð mega þykja nokkrum tíðindum sæta, því þau eru nýstárleg og sérstakt ánægjuefni fyrir okkur íslendinga að þau skyldu hafa komið fram á þessum fundi. Stuðningur við umbætur Gorbastjovs Við ræddum sérstaklega hvernig bæri að meta vonina um áfram- haldandi góð samskipti við Sovét- ríkin í ljósi þess hvert horfði um framgang Perestrojku Gorbastjov. Það var sameiginlegt mat okkar, að það væri lýðræðisríkjunum og heimfriðnum í hag, að hin nýja stefna Gorbastjov næði fram að ganga, en jafnframt er margt sem bendir til þess, að hún sé miklum erfiðleikum bundin. Andstaða inn- an Sovétríkjanna er veruleg og auk þess ljóst að jafnvel þótt Gorba- stjov treysti sig í sessi og fái meiri tíma til að hrinda umbótum i fram- kvæmd, muni árangur ekki fara að koma í ljós fyrr en að löngum tíma liðnum. Það er því viss hætta á að væntingar almennings í Sovétríkj- unum geti leitt til vonbrigða og auk- ið hættu á afturhvarfi til fyrri stjórnarhátta. í ljósi þess að væru sameiginlegir hagsmunir Vestur- landa, að gera það sem unnt er til að greiða fyrir þessum umbótum. Það kallar á endurskoðun á ýmsum þáttum er varða samskipti við Sov- étríkin á sviðum efnahags, við- skipta, vísinda o.s.frv.. Því næst ræddum við ýmis mál- efni Atlantshafsbandalagsins og þá sérstaklega afvopnunartillögur þær sem samþykktar voru á ráðherra- fundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun desember og eru þær rót- tækustu sem hafa verið settar um stöðugleika og jafnvægi í álfunni á grundvelli mun minni vígbúnaðar en nú er. Stefna Atlantshafsbandalagsins hefur verið mörkuð í þessum skref- um: l)Að ná allsherjarsamkomu- lagi um helmingsniðurskurð á lang- drægum kjarnaflaugum í afvopn- unarviðræðum í Genf. 2)Að tryggja framkvæmd á allsherjarbanni við framleiðslu, birgðasöfnun og notk- un á efnavopnum og alþjóðlegt ör- yggiskerfi við að framfylgja því. 3) Samningar um risavaxna fækkun í herjum og venjulegum vopnabún- aði á meginlandi Evrópu. 4)Sam- komulag um gagnkvæm efri mörk svokallaðra skammdrægra kjarna- vopna. 11 mllljarðar tilbúnir_________ i varaflugvöll_________________ Meðal þeirra mála sem við rædd- um um og varða Atlantshafsbanda- lagið var spurningin um varaflug- völl sem byggður yrði með fjárhags- legum stuðningi Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins. Ég skýrði utanríkisráðherranum frá viðræð- um mínum við framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins um það mál. Jafnframt að ég ætti von á yfirlýsingu frá honum sem stað- festi, að af hálfu Atlantshafs- bandalagsins og mannvirkjasjóðs- ins væru engar sérstakar kröfur gerðar til þess mannvirkis umfram þær sem gilda um venjulega far- þegaflugvelli á friðartímum. Jafn- framt að ég gerði mér vonir um að samkomulag gæti tekist hér innan- lands um heimild til þess að for- könnun færi fram á þessu máli, enda væri fjárheimild upp á sirka 11 milljarða íslenskra króna á yfir- standandi fjárhagsáætlun Atlants- hafsbandalagsins. í annan stað ræddum við ný við- horf í Evrópu og alþjóðaviðskipt- um vegna samrunaþróunar Efna- hagsbandalagsins fyrir 1992. Það var sameiginleg skoðun okkar, að brýnustu hagsmunir þeirra ríkja sem utan Efnahagsbandalagsins standa væru þeir að Efnahags- bandalagið einangraði ekki önnur ríki frá eðlilegum fríverslunarsam- skiptum við bandalagið, með því að koma upp innri verndartollum. Óskað eftir viðraeðum um friverslunarsamning____________ Að því er varðar viðskipti við Bandaríkin lýsti ég þeirri afstöðu okkar, að við vildum mjög gjarnan hefja undirbúning að sérstökum fríverslunarsamningi við Bandarík- in, sem við gerðum okkur grein fyr- ir að tæki alllangan tíma, enda vild- um við vinna að því máli samtímis því sem reyndum að ná samkomu- lagi við Efnahagsbandalagið. Viðskiptum við Bandaríkin hef- ur hlutfallslega farið mjög hnign- andi á undanförnum árum. Fyrir 4-5 árum var um 25-30% af okkar útlfutningi í verðmætum talið til Bandaríkjanna. 1987varþettahlut- fall komið niður i 18% og í ár er jafnvel tálið að það geti farið ofan í 12%. Innflutningur til íslands frá Bandaríkjunum er kominn niður 7% af heildarinnflutningi. Þannig að viðskipti við Bandaríkin hafa farið minnkandi og það væri þróun sem við myndum gjarnan geta snú- ið við. Nú væru umkvörtunarefni okkar við Bandaríkin fá. Við njót- um tollfrelsis fyrir meginið af okk- ar fiskút flutningi, en meðaltollur væri ekki hærri en 1,25%, undan- tekningin væri ullarvörur, sem lenda í hærri tolli vegna verndunar- stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart textílinnflutningi láglaunalanda í Asíu. Fríverslunarsamningur út af fyrir sig, myndi því ekki síður kalla á að íslendingar lækkuðu ytri tolla sína, sem eru oft á bilinu 18-30% á inn- flutningi frá Bandaríkjunum til ís- lands, sem væri að vísu vaxandi. Jókst um 38% á milli áranna '87-88. Þessum erindum var vel tekið og heitið að skoða þau nákvæmlega og höfð uppi svipuð orð og af hálfu forvera hans, George P.Shultz, um að ekkert sérstakt væri því til fyrir- stöðu að slík mál væru könnuð, en á það lögð áhersla að ásókn ýmissa ríkja um slíkt fríverslunarsam- komulag og þau þyrftu langan'tíma til undirbúnings. Endurnýjun vatnsbóla og óbreytt hwalapólitik Við höfðum gert okkur vonir um að hægt yrði að útkljá mál varðandi vatnsbólin á Suðurnesjum á þess- ,um fundi. Það gat ekki orðið af þeirri ástæðu, að skýrslu um málið sem fram fer á vegum bandarískra aðila var ekki lokið. Frágangi hafði seinkað, en niðurstöðu er að vænta í þessari viku. Það sem utanríkis- ráðherrann sagði var hins vegar, að þeir væru tilbúnir að setjast niður um leið og niðurstaðan lægi fyrir og ganga frá samkomulagi um hönn- um og byggingu nýrra vatnsbóla og vatnsveitu, enda var honum gerð grein fyrir að málið væri brýnt og framkvæmdir yrðu að hefjast í vor og verða lokið í haust. Ég gerði grein fyrir aðalatriðum í afstöðu okkar íslendinga varðandi hvalveiðar og benti á að málið væri mjög viðkvæmt og upp hefðu kom- ið vandamál, sem hefðu getað spillt samskiptum ríkjanna. Menn yrðu að átta sig á því. Ég minnti á það samkomulag sem gert hefði verið milli landanna í tvigang, bæði um Jón Baldvin: Lýsti þslrri skoðun að vlð vildum hefja undirbúning að sérstökum fríverslunarsamningi við Bandarikin. framkvæmd vísindaáætlunarinnar og heimild okkar til þess að selja hvalaafurðir umfram það sem inn- anlandsmarkaður neytti til Japan. Baker staðfesti að Bandaríkjamenn myndu standa við þessar skuld- bindingar sínar og verjast þeirri staðfestingarákæru, sem þrýst er á um fyrir bandarískum dómstólum vegna hvalveiðanna. Hann hafði sjálfur orð á því að það færi greinilega í vöxt, að fela fyrrverandi fjármálaráðherrum að fara með stjórn utanríkismála. Sagði það góðan undirbúning og vera sammála mér og Gefforey Ho- we með það. Hann var vel undirbú- inn. Skýr i sínum málfutningi og vafningalaus í svörum við spurn- ingum,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. KRISTJAN ÞORVALDSSON EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR U ISSSSí- opinberra i Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum11, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreíðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.