Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.02.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. febrúar 1989 7 ÚTLÖND UMSJÓN: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR Á UPPLEIÐ Susan Sontag er 55 ára og hefur í meira en tvo áratugi verið einn frægasti rithöfundur Bandaríkjanna. í nóvem- ber sl. var hún í fyrirlestrarferð um Norðurlönd, þar sem hún hélt meðal annars fyrirlestur á Louisiana-safninu. Húsfyllir var. Hún virtist vel upplögð og glæsileg og hvíti lokkurinn á sínum stað, þó hún skammist sin ekki fyrir að segja frá þvi að dökki liturinn sé óekta! Susan Sontag vill helst vera eingöngu rithöfundur, en finnst hún alltaf verða að skrifa eina ritgerð i viðbót — sem betur fer... Bandaríski rithöfundurinn og menningar- rýnirinn er ekki síður þekktur fyrir ritgerðir (essays) sínar, sem þykja með afbrigðum góðar. Spakur maður hefur sagt að Sontag sé einn af gáfuðustu samtíðarrithöfundum í Bandaríkjunum. Það kom áheyrendum á óvart að hún talaði ekki um pólitísk sjónarmið sín eða nýjustu verk sín. Það sem hún talaði um voru andstæðurnar og erfiðleikarnir við að vera bæði rithöfundur og menningarrýnir. Sem hið síðar- nefnda skrifar hún ritgerðir en sem rithöfundur skáldskap. HÚn sagðist vera komin á þá skoðun að hún muni einbeita sér að skáld- skapnum, vegna þess að þá hafi hún frjálsari hendur og sé ekki ábyrg gagnvart neinu öðru en skáldverkinu. Hún sagði ritgerð- irnar vera um líðandi stundu og þá væri hún ábyrg gagnvart ýms- um og ýmsu. Þetta tvennt hefur lengi togast á í vinnu hennar. „Síðasta ritgerð mín er kannski í ætt við síðustu sígarettuna,“ sagði hún einu sinni, en tvö ár eru síðan hún hætti að reykja. Ennþá segist hún eiga eftir að skrifa síð- ustu ritgerðina. Það er einkennandi fyrir Susan Sontag að hún nýtir sér persónu- lega reynslu sína sem ástæðu til að velta fyrir sér hinum ýmsu hliðum á því sem gerist í henni veröld. Það var megn óbeit, en ekki gert í pólitískum tilgangi, sem varð til þess að hún skrifaði „Ferðina til Hanoi“. Hún hafði andstyggð á stríðinu í Víetnam og bandarískri heimsveldisstefnu. Susan Sontag varð fyrir því að fá krabbamein í brjóst, og var í lyfja- og geislameðferð þegar hún skrifaði ritgerðasafnið „Illness as Metaphor". Hún las upp í Louisianasafninu skemmtilega lýsingu á því þegar hún var fjórtán ára gagnfræða- skólanemi og hitti Thomas Mann, sem í lok fimmta áratugarins bjó um tíma í Hollywood. Fram að sex ára aldri bjó Susan Sontag, ásamt yngri systur sinni, að mestu leyti hjá frænkum í ná- grenni New York. Foreldrar henn- ar voru pólskir gyðingar sem komu til Bandaríkjanna á unga aldri. Faðir Susan var loðskinna- sali og hann ásamt móður Susan dvöldu langdvölum í Kína, þar sem hann stundaði viðskiptin. Faðirinn lést af völdum berkla- veiki og þá flutti móðirin aftur til Bandaríkjanna og giftist fljótlega aftur. Þegar Susan var 14 ára flutti fjölskyldan til Los Angeles. Susan varð snemma mjög bók- hneigð og aðeins 15 ára settist hún í háskólann í Chicago. þegar hún var 17 ára giftist hún Philip Rieff, 28 ára ára. Þau höfðu aðeins þekkst í 10 daga! Þetta var eina hjónaband hennar og það entist í 7 ár. Hún eignaðist David son sinn í hjónabandinu. Hann er nú rit- stjóri hjá virtu bókaforlagi „Farr- er, Straus & Giroux", sem gefur einmitt út ritverk Susan Sontag. Susan Sontag dvaldi langdvöl- um í Evrópu á árunum áður og sagði í viðtali sem danska blaðið „Information" átti við hana fyrir tveimur árum: „Á margan hátt standa evrópsk menning og hugs- unarháttur mér nær en banda- rísk. Mér finnst Evrópa vera heimurinn. Ég hef einnig dvalið í Asíu og hún heillar mig. Frá því ég fór til Hanoi árið 1968 hef ég ferð- ast nokkrum sinnum til Kína og fimm sinnum til Japan. Ein af rit- gerðunum sem ég á eftir að skrifa á einmitt að vera 100 blaðsíðna verk urn Japan. Það er mín skoð- un að rithöfundur verði að vera athugull og kynna sér bæði tung- ur annarra landa og menningu. Það er þetta sem gerir mér erfitt fyrir að vera Bandaríkjamaður. Það er ekki til Bandarikjann sem ég sæki efnivið minn sem rithöf- undur.“ Af öðru tilefni hefur Susan Sontag sagt að vegna farand- verkamanna og útflytjenda muni Evrópa taka stórfelldum breyting- um á næstu áratugum. „Evrópa er á leið inn í framtíð, sem mun ein- kennast af mörgum trúarbrögð- um og mörgum þjóðflokkum. Evrópa mun breytast, þjóðar- remba verður minni en áður, þjóðrækni verður frjálsari — Evr- ópa verður kannski eins og risa- stór New York . . .“ Um leið ótt- ast Sontag það sem hún kallar auglýsingaskrumaðan kapítal- isma, sem hún telur hættulegri menningunni en jafnvel ritskoðun kommúnistaríkja. „Menningin kann að fara í út- legð. Rithöfundur getur yfirgefið land sitt, eða a.m.k. komið hand- riti úr landi. Vandamálið er að þar sem peningar stýra menningunni er hætt við að útgáfustarfsemi miðist við það sem hægt er að græða á. Það er ekkert sem rétt- lætir harðstjórn, en ég segi að harðstjórn hafi hingað til ekki komið í veg fyrir að menn skrif- uðu góðar bókmenntir." Þrátt fyrir að Susan Sontag sé einn af fáum bandarískum rithöf- undum sem eru heimsfrægir er rétt svo að endar nái saman hjá henni, en hún heldur sig við að skrifa aðeins það sem hún verður að skrifa. Um þetta úthald sitt hefur hún sagt: „Ég er eins og þyngdarlögmálið. Eg fer upp, rúlla síðan niður, stend aftur upp, fer upp á við og rúlla svo niður o.s.frv. Ekkert getur fengið mig til að gefast upp.“ (Det fri Aktuelt) SJONVARP Stöð 2 sýnir myndina Maðurinn frá Fanná síðdegis i dag: Heill- andi og wel gerð mynd. Stöð 2 KL. 16:30 Maðurinn frá Fanná ★ ★ ★ Áslrölsk 1982. Leikstjórn: George Miller. Aðalhlulverk: Kirk Doug- las, Tom Burlinson, Sigrid Thorn- lon, Jack Thompson, Lorraine Bayly o. fl. Þegar sígild kvikmynd frá Ástralíu byggð á göinlum áströlskum ljóða- bálki. Myndin sem er í gömlum vestrastíl af stærri gerðinni, segir frá ungum manni sem hefur störf hjá nautgripagreifa. Ungi maður- inn verður ástfanginn af dóttur hans og lætur ekki segjast þótt á móti blási. Stórkostlegar tökur af hestum og náttúru. Afþreyinga- ntynd í besta stíl. Sjónvarp kl. 20.35. Hörpuskel- fiskur frá Stykkishólmi Rúmlega hálfniu í kvöld verður Sig- mar B. Hauksson á skerminum í Ríkissjónvarpinu með nýjar matar- uppskriftir til að gleðja skynfærin. í þetta skipti bregður Sigmar sér vestur í Stykkishólm þar sem hann mun glugga í spennandi matarrétt sem byggist á hörpuskelfisk. „Á hinum merka, kaþólska stað Stykkishólmi gera menn út á hörpuskelfisk,“ segir Sigmar B. Hauksson við Alþýðublaðið. „Við lítum inn á hótelið á staðnum og fá- um matreiðslumeistarann til að elda bragðgóðan rétt úr hörpu- skelfiski. “ Aðspurður varðist Sigmar allra frétta af matargerð kvöldsins, en sagði að sósan byggðist á romm- líkjör. „Hins vegar mun matgerðar- meistarinn hafa aðra uppskrift tiltæka fyrir þá sem ekki hafa eða kæra sig um að hafa rommlíkjör við hendina, og er sú uppskrift eft- irfarandi: Mysuostur, sítrónusafi og Seven-Up.“ Þá er bara að sleikja út um og ná Sigmar B. kynnir lostæta rétti úr hörpuskelfiski frá Stykkishólmi i kvöld. sér í blað og blýant fyrir framan Matarlist í umsjón Sigmars B. Haukssonar kl. 20.35 í kvöld. Stöð 2 KL. 23:20 Þráhyggja ★ ★ ★ Bandarísk 1959. Leikstjórn: Rich- ard Fleischer. Aðalhlutverk: Or- son Weltes, Diane Varsi, Dean Stockwell, Bradford Dillman og fl. Nokkrir yfirstéttardrengir í Chi- cago 1924 hafa greindarvísitölu langt yfir meðallag. Þeir ákveða að nota gáfur sínar til þess að drýgja hinn fullkomna glæp með því að myrða ungan pilt. En drengirnir eru grunaðir um glæp- inn og fjölskyldur þeirra ráða þekktasta lögmann Bandaríkj- anna til að verja þá. Kvikmyndin er byggð á hinu fræga Leopold- Loeb máli og endursegir á raun- sæjan og miskunnarlausan hátt frá þessum óhugnanlegu og sér- kennilegu atburðum. Góður per- sónuleikur, tíðarandinn vel endurgerður og réttarsalssenurn- ar trúverðugar. Afbragðsmynd. H STOÐ2 15.45 Santa Barbara. Bandariskur fram- haldsþáttur. 16.30 Maðurinn frá Fanná. The Man from Snowy River. 1800 18.00 Veist þú hvar hún Angela er? (Vet du hvem Angela er?) 2. þáttur. Angela er lítil stúlka sem býr í Noregi en foreldrar hennar fluttu þang- að frá Chile. 18.20 Gullregn. Fimmti þáttur. Danskur iramhaldsmynda- flokkur fyrir börn í sex þáttum. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.20 Feldur. Teiknimynd með islensku tali um helmilislausa en fjöruga hunda og ketti. 18.45 Ævintýramaður. Adventurer. Spenn- andi framhalds- myndaflokkur I ævintýralegum stil. Áttundi þáttur. Aðalhlutverk: Oliver Tobias, Peter Hambleton og Paul Gittins. 1900 19.00 Poppkorn 19.25 Smellir — Peter Gabriel II. Endur- sýndir þættir frá í haust. 19.54 Ævintýri Tinna. Ferðin til tunglsins (20). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauks- son. 20.50 Sæluriki i suðurhöf- um. (Tierparadies im Ewigen Eis). 21.35 Leyndardómar Sahara (Secret of the Sahara). Fimmti þáttur. 22.25 Umræðuþáttur á vegum fréttastofu Sjónvarps. 19.19 19.19. Heil klukku- stund af fréttafiutn- ingi ásamt frétta- tengdu efni. 20.30 Leiðarinn. Umsjón: Jón Óttar Ragnars- son. 20.45 íþróttir á þriðju- degi. Blandaöur þáttur. Umsjón: Heimir Karlsson. 21.40 Hunter. Vinsæll bandariskur spennumyndaflokk- ur. 22.30 Rumpole gamli. 23.20 Þráhyggja. Comp- ulsion. Unglings- drenglr úr yfirstétt eiga það sameigin- legt aö hafa greind- arvlsitölu langt fyrir ofan meðallag. Þeir gera sér vel greln fyrir yfirburöarhæfi- 2330 23.00 Seinni fréttir. leikum slnum og af- ráða að ræna og drepa ungan dreng i þeim tilgangi að drýgja hinn full- komna glæp. Aðal- hlutverk: Orson Wells, Diane Varsi, Dean Stockwell og Bradford Dillman. 01.00 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.