Alþýðublaðið - 01.03.1989, Side 3

Alþýðublaðið - 01.03.1989, Side 3
Miðvikudagur 1. mars 1989 3 FRÉTTASKÝBIHG Bjórinn kemur í dag RÍKIÐ ÆTLAR AÐ GRÆÐA MILLJARÐ EN SMÁAURAR SETTIR í FORVARNARSTARF Hiö opinbera gengur i raun þvert á eigin áfeng- isstefnu sem felst i þvi að takmarka aðgang að áfengi. Hverjar verða daglegar umgengnis- venjur við bjórinn. Mun þykja eðlilegt að vinn- andi fólk fái sér sterkan bjór í hádeginu. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON í dag kemur bjórinn. Hið opinbera ætlar sér að græða einn lítinn milljarð á sölu hans. Veitir á meðan smá upphæðum til áfengis- varna. Áfengissölum og veitingastöðum fjölgar títt. Sem er óneitanlega þver- sögn miðað við opinbera stefnu í áfengismálum ís- lendinga til þessa. Hún hefur, eins og öllum ætti að vera kunnugt, falist í því að takmarka aðgang að áfengi. Ekki verður séð að hið opinbera fylgi sérlega fast eftir þeirri stefnu. Ef það er einhver stefna. Eng- in stefna er auðvitað stefna líka í sjálfu sér. Á undangengnum árum hefur aðgangur að áfengi mjög verið auðveldaður. Veitingastöðum, með fullu eða takmörkuðu vínleyfi, hefur fjölgað gífurlega. í raun stríðir þetta gegn opinberri áfengisstefnu, þ.e. að takmarka aðgang að áfengi. Á sama tíma hefur litlu fé verið varið til forvarnarstarfs í áfengis- málum. Ólafur Haukur Arnason, áfengisvarna- ráðunautur, sagðist halda að það væri líklegast á fimmtu milljón í ár. Hann sagði að frekar hefði dreg- ið úr fjárframlögum til þessa á síðari árum. Að vísu hefði verið veitt til áfengisvarna fimmtán ntilljónum á þessu ári, sér- staklega^ vegna bjórsins. „Það dugar hinsvegar lítið“, sagði Ólafur. Ekkert af því fé hefur hinsvegar farið til áfengisvarnarráðs, upplýsti Ólafur. „Við fáunt tæpast sinnt þeim beiðnum sem okkur berast“, sagði Ólafur, „og við þurfum ntun meira fé til að gefa út nægilegt prentað mál. Það er langt því frá nóg sé að gert í þess- um málum. Annars er best að segja sem minnst um komu bjórsins senr stend- ur, best að bíða og sjá.“ Hverjar eiga____________ reglurnar að vera? Bjór er auðvitað ekki slæmur í sjálfu sér. En á komu hans eru og verða margar hliðar. Þórarinn Tyrfingsson, læknir og for- maður SÁÁ: „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að ekkert korni á móti bjórn- um, að þegar hann bætist hér við þá komi hvorki aukið forvarnarstarf né upplýsingar. Okkur í SÁÁ hefur fundist að vinnustaðir og fullorðna fólkið hafi orðið útundan í bjórumræðunni. Við erum á því að það gagni litið að segja börnum og unglingum fyrir verkum í þessu, þau fara auðvitað með bjórinn nákvæmlega eins og fullorðna fólkið gerir. Af þessum sökum held ég að það sé tímabært að konra af stað untræðum á meðal fullorðins vinn- andi fólks. Við höfunt ákveðið hjá SÁÁ að hafa námskeið í hverri viku fyrir verkstjóra og aðra þá sem hafa mannaforráð á vinnustöð- um og í framhaldi af því munum við verða tilbúnir að koma á vinnustaði. Megininntakið í þessari umræðu verður að menn átti sig á því hvað er eðlilegt í þessum málum. Hverjar eru reglurnar, hverjar eiga þær að vera. Það þarf að ákveöa áður en rnenn fara að benda á það sem er óeðlilegt. Hvenær óeðli- lega er farið með bjór á vinnustöðum. Og lika hvernig liægt er að taka á þvi þegar það óeðlilega kenrur fram. Fá bankamenn bjór i hádeginu?____________ Menn hafa ekki verið nógu vakandi og þá á ég ekki við opinbera aðila. Ég held að margir afgreiði kontu bjórsins með því að segja; Ja, er þetta nokkuð vandamál, það verður bara ekki drukkinn bjór á vinnustaðnunt. En þessu er hægt að svara nteð mörg- um spurningum. Hvað með sjóménn? Mega þeir fara með bjór út á sín fiski- skip. Nú eru þeir á frívökt- unr. Mega þeir þá drekka bjór. Á það að vera reglan? Hvað með aila banka- starfsmenn i miðbænum. Mega þeir fara út á veit- ingastað í hádeginu og fá sér bjór? Hvað á að gera ef þú kemur að starfsmanni sem hefur unnið 10 ár hjá sama fyrirtæki og hann er með sterkan bjór í hend- inni. Reka hann á staðn- unt? Það finnst mér ólík- legt en það eru ntargar spurningar al' þessu tagi sem vakna. Ég held að það sé Ijóst að neyslan mun breytast. Bæði hjá þeim sem eiga í vandræðum nteð áfengisneyslu og hinum. Það er vonandi að engar stökkbreytingar verði í þá átt að við förum að þjóra brennivín allan daginn en neyslan mun breytast. Það getur varla orðið öðru- vísi.“ FRÉTTIN BAK VIÐ FBÉTTIHA A Iþýðusambandið SAMSTAÐA UM GRUNNKRÖFUR Innan ASÍ myndast breið samstaða um sam- flot, 10% kaupmáttaraukningu, lífskjarajöfn- un, hækkun skattleysismarka, verðstöðvun, atvinnuöryggi, kaupmáttartryggingu, lækkun vaxta og ýmis félagsleg réttindi. Helst er tekist á um lengd komandi samnings — og auðvitað er eftir að útfæra kröfurnar svo öllum líki. Launþegahreyfingin ætlar sér að standa ein- huga saman í kontandi kjaraviðræðum. Ekki bara stóru samböndin innbyrð- is, heidur þau sín á milli. Án efa myndar þessi breiða samstaða verulegan þrýst- ing á vinnuveitendur og ríkisvald og ekki við því að búast að launafólk semji um óbreytt kjör. I lok janúar komu grunnkröfurnar frá Al- þýðusambandinu og Verkamannasambandinu. Hvatt var til breiðrar sam- stöðu um tryggingu fullrar atvinnu, lífskjarajöfnunar og að verðbólgu yrði hald- ið niðri. 10% kaupmáttar- aukning Viku síðar hélt Stein- grímur Hermannsson stefnuræðu sína og sagði við það tækifæri að vegna 2-3% rýrnunar þjóðar- tekna yrði ekki hægt að auka kaupmáttinn, en ríkisstjórnin bauðst til að liðka fyrir komandi kjara- viðræðum með lækkun á verði nauðsynjavara, auknu atvinnuöryggi, lækkun fjármagnskostn- aðar og kjarajöfnun. Ályktanir fjölmargra sambanda og félaga innan ASÍ benda til þess að breið samstaða ríki um grund- vallarkröfur. Allir virðast sammála um að samfylk- ing gefi undir núverandi kringumstæðum bestan árangurinn. Markmiðið er að ná kaupmættinum upp eins og hann varð bestur í kjöl- far Akureyrarsamning- anna, eins og hann var apr- íl-maí í fyrra. Þetta þýðir að minnsta kosti 10% aukningu kaupmáttar. Til samanburðar má nefna að BSRB telur kaupmátt sinna umbjóðenda hafa minnkað um 12% frá því síðasta sumar. Stjórn og trúnaðarmannaráð Árvak- urs á Eskifirði samþykkti hins vegar að þessu mark- miði skuli ná með sem minnstum beinum kaup- hækkunum, með vísun til stóraukinna áhrifa Iauna í lánskjaravísitölunni og er lagt til að möguleg leið sé að láta vinnuveitendur greiða að fullu iðgjald til lífeyrissjóðanna. Og Verkalýðsfélag Húsavíkur lætur nægja að laun undir 70 þúsundum á mánuði nái þessum kaupmætti að nýju. Kjarajöfnun og__________ atvinnuöryggi Kjarajöfnun eða sérstök kaupmáttaraukning til hinna lægst launuðu er ein meginkrafan. Er þá gjarn- an miðað við 70 þúsund- irnar áðurnefndu. í þessu samhengi er einnig rætt um hækkun skattleysismarka, en þá er miðað við 60 þús- und krónur á mánuði og telur t.d. Hlíf í Hafnarfirði og Árvakur að neikvæður tekjuskattur renni til þeirra sem eru undir þessum mörkum. í sambandi við skatta almennt leggur Fé- lag byggingariðnaðar- manna í Árnessýslu til að horfið verði frá æ aukinni áherslu á óbeina skatta, heldur áherslan aukin á beinu skattana, með hækkun skattleysismarka og tveimur eða fleiri skatt- þrepum. Nær allar ályktanirnar að undanförnu koma inn á minnkandi atvinnuöryggi með kröfum um að full at- vinna verði tryggð. Sam- fara beinni kjaraskerðingu hefur orðið verulegur sam- dráttur í tekjum vegna minnkandi atvinnu og víða blásir umtalsvert atvinnu- leysi við, enda nú rætt um að takmarka aðgang út- lendinga að vinnumarkað- inum. Verkamannasam- bandið segir að full at- vinna verði ekki að veru- leika nema „atvinnufyrir- tækjum séu sköpuð skil- yrði til eðlilegrar afkomu og tryggt sé að fjármagn það sem fyrir hendi er í þjóðfélaginu nýtist fram- leiðslugreinunum". Árvak- ur hvetur til þess að at- vinnulífið í byggðarlögun- um verði reist við og til þess notaður hlutafjársjóður með þátttöku lífeyrissjóð- anna. Þennan sjóð vill fé- lagið og nota til að auka ítök launafólks í atvinnu- lífinu. Kaupmáttartrygging og verðstöðvun Fjórða „háværasta“ krafan er kaupmáttar- trygging, þ.e. verðtrygging launa. Þessi krafa er yfir- leitt ekki útfærð nánar, ut- an hvað Árvakur nefnir rauð strik sérstaklega. Og Félag starfsfólks i hús- gagnaiðnaði segir: „Til þess að jafn lífskjörin í landinu þarf að tryggja að kaupmáttur umsaminna launataxta félaga í ASÍ haldi sér en ekki kaupmátt- ur launa hátekjumanna og/eða ýmissa yfirborgana og yfirboða á launamark- aði“ og hvetur til breyttra kaupmáttarviðmiðana. Nokkur áhersla er lögð á að verðbólgu verði haldið í skefjum og unt leið er höfð uppi krafa um verðstöðv- un/strangt verðlagseftirlit. Félag starfsfólks í hús- gagnaiðnaði leggur sér- staklega til að verðlag á nauðþurftum „almenns launafólks er starfar eftir umsömdum launatöxtum" verði lækkað og bendir í því sambandi á afnám söluskatts á matvæli sem bestu kjarabótina sam- hliða breyttri kaupmáttar- viðmiðun. Öðrum félögum virðist hins vegar ekki tíð- rætt um matarskattinn svokallaða. Vextirnir eiga___________ að lækka Verkalýðshreyfingin leggur að þessu sinni mikið upp úr lækkun vaxta. „Raunvextir verði lækkað- ir með öllum tiltækum ráð- um og að því stefnt að þeir verði ekki hærri en 3,5%“ segir í ályktun fram- kvæmdastjórnar VMSÍ og formanna svæðasam- banda og formannafundur ASÍ í fyrradag samþykkti sérstaka ályktun um vexti og tryggingu lífeyrissjóða. Þar eru lífeyrissjóðirnir hvattir til að setja ríkis- stjórninni sjálfdæmi úm vaxtakjör sjóðanna í sant- skiptum þeirra og húsnæð- iskerfisins, enda tryggi rík- issjóður lífeyris- og bóta- greiðslur sjóðanna á sama hátt og hann tryggir lifeyr- issjóði opinberra starfs- manna. „Verkalýðshreyf- ingin hefur í öllum mál- flutningi sinum lagt megin- áherslu á mikilvægi þess að vextir lækki. Háir vextir koma illa niður á einstakl- ingum og fyrirtækjum“. Staða margra lífeyrissjóða er mjög slæm og óttast að sumir þeirra tæmist fyrr eða síðar. Meðal atriða í ályktun Félags byggingar- iðnaðarntanna í Árnes- svslu er að barnabætur, eftirlaun og annar lífeyrir skerðist þegar ákveðnum tekjum er náð. Loks er rætt um ýmis fé- lagsleg réttindamál, sem ekki verður farið út í hér. Það er á einu sviði sem samstaðan virðist helst brotna. Það er lengd vænt- anlegs samningstíma. VMSÍ og Verkalýðsfélag Húsavíkur eru meðal þeirra sem vilja samning til eins árs eða jafnvel lengur, en Hlíf og Árvakur eru meðal þeirra sem vilja samning út september eða hugsanlega október. Einn- ig virðist ljóst að félögin úti á landi leggja áherslu á ýmsar aðgerðir vegna vanda landsbyggðarinnar. FRIORIKÞÓR \ GUOMUNDSSON.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.