Alþýðublaðið - 04.03.1989, Page 1

Alþýðublaðið - 04.03.1989, Page 1
Páll Halldórsson formaður BHMR: YFIRGNÆFANDI LIKUR Á VERKFALLSBOÐUN Litið á félagsmálapakkana þegar komist verður að niðurstöðu um kaupmáttinn. Páll Halldórsson for- maóur Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfs- manna segir yfirgnæfandi líkur á að mörg félög innan BHMR samþykki að fara í verkfall. Þegar hafa 8-10 félög innan BHMR ákveð- ið að fara út í atkvæða- greiðslu um verkfall. Fé- lögin stefna að óbreyttu að verkfalli þann 6. apríl. Páll segir að umræðu- grundvöllur sá er Ólafur Ragnar fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins boðaði í gær liðki ekki til varðandi mál er við blasi. Páll segir aðspurður að ekki sé ástæða til að ræða félagsmálapakka fyrr en náð hafi verið fram leið- réttingu á kaupmáttar- skgrðingu. Fjármálaráðherra boð- aði fulltrúa samtaka ríkis- starfsmanna á sinn fund í gær og dreifði plaggi undir yfirskriftinni „Efnisatriði um launamál og nýja kjarasamninga", eins og nánar er greint frá í frétt í Alþýðublaðinu í dag. „í raun og veru leysir þetta ekki nokkurn skapað hlut,“ segir Páll. Innan BHMR hafa 8-10 félög þegar ákveðið að greiða atkvæði unr verk- fa.ll. Þetta þýðir að félögin hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Sú krafa er gerð til atkvæðagreiðsl- unnar að helmingur félags- manna taki þátt í henni og a.m.k. helmingur þeirra samþykki. Verkfall getur síðan hafist hið minnsta 15 sólarhringum eftir að úrslit atkvæðugreiðslunnar ligg- ur fyrir. Sú dagsetning sem félögin stefnaað er 6. apríl. „Eg tel yfirgnæfandi lík- ur á að þetta verði sam- þykkt i mörgum félögun- um,“ sagði Páll Halldórs- son, „en þeirri spurningu er ósvarað hvað þetta ýtir á eftir samningaviðræðun- um. Viðræður hafa í raun veriðsteindauðar. Svar rík- isins er efnisyfirlit. Það sem við viljum, er að skrifa bókina.“ Páll segir BHMR varða mestu að tekið verði á gif- urlegu kaupmáttartapi sem verið hafi á síðasta ári. „Það er ekki tekið á þessu máli. Frájúni 1988hrapaði kaupmátturinn og stefnir í að hrapið haldi áfram ef ekkert verður að gert. Út úr þessu plaggi les ég enga til- lögu sem breytir þessu. Auk þess er þetta órafjarri því, að koma til móts við þá kröfu okkar, að há- skólamenn hjá ríkinu fái greidd sambærileg laun og á almennum markaði. — Við skulum líta á félgs- málapakkana þegar kom- ist er að niðurstöðu um kaupmáttinn.“ Alþjóða vinnumálastofnunin afgreiðir kœru ASI vegna bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar: Ríkisstjórnin fékk milda meðferð Bifreiðatryggingar: 25% hækkun umfram verðbólgu Miðað við ineðalhækkun ábyrgðartryggingar öku- tækja um síðustu mánaða- mót eru þær nú fjórðungi hærri að raungildi en þær voru fyrir sjö árum eða 25,4% hærri. Þegar tillit er tekið til húftryggingar, fram- rúðutryggingar og nýjasta liðarins, slysatryggingar ökumanns, er nú 27,3% dýr- ara fyrir ökutækjaeigendur að tryggja farkosti sina en ár- ið 1982. Miklar sveiflur hafa átt sér stað milli ára í bifreiðatrygg- ingunum. Árið 1983 hækk- uðu ábyrgðartryggingar öku- tækja um 95% á sama tíma og framfærsluvísitalan hækkaði um 67,7%. 1984 hækkuðu ábyrgðartrygging- arnar um aðeins 10% á sama tíma og verðbólgan mældist 65,8%. Tryggingafélögin fengu þetta bætt upp árið eftir þegar hækkunin varð 68% á sama tíma og verð- bólgan mældist 27,8%. Næsta ár, 1986, hækkuðu tryggingarnar um „aðeins“ 19% meðan verðbólgan mældist 28%. 1987 varð hækkun ábyrgðartrygging- arinnar einnig 19%, en verð- bólgan var 15,4%. I fyrra gerðist það síðan að bifreiðatryggingafélögin fengu 60% hækkun á ábyrgðartryggingunni. Auk húftryggingar og framrúðu- tryggingar bættist við nýr liður, slysatrygging öku- manns upp á 4.000 krónur og má því heita að hækkunin milli ára í heild hafi numið allt að 65%. Á sama tíma mældist verðbólgan sam- kvæmt framfærsluvísitöl- unni 24,7%. í ár hækkaði ábyrgðartryggingin um 20% og heildartryggingarnar að meðaltali um 23%, á sama tíma og verðbólgan mældist rúmlega 19%. í heildina hefur fram- færsluvísitalan hækkað úr 100 stigum í tæp 782 stig frá því í mars 1982 en ábyrgðar- tryggingin í 980 stig á sama tíma. Munurinn að raungildi er því rúmlega 25%. Á hitt er að benda að tryggingarnar hafa tekið nokkrum breyt- ingum. Þannig hefur slysa- trygging ökumanns bæst við en sjálfsáhættan hefur fallið niður. Fjöldi ökutækja og þar með tjóna hefur aukist talsvert og loks er að nefna að hámarks upphæð greiðslna vegna muna- og slysatjóna hefur hækkað á tveimur árum úr 19,4 millj- ónum í 382 milljónir króna. Fyrir þorra ökutækjaeig- enda stendur hitt þó eftir að nú er fjórðungi dýrara að tryggja bílinn en fyrir 7 árum síðan. 30 þúsund króna af- borgun ætti því að vera tæp- Iega 24 þúsund krónur ef ið- gjöldin hefðu fylgt fram- færslunni. Alþýðusambandi íslands hefur borist svar frá Alþjóða Vinnumálastofnunni, við kæru þeirri sem hún lagði fram á hendur Ríkisstjórn- inni vegna setningu bráða- birgðalaganna þar sem verk- falls og samningsréttur var afnumin í maí síðastliðnum. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ráðstöfunin stríði gegn meginreglum um telagafrelsi en sé hins vegar skiljanleg í Ijósi þeirra efnahagsað- stæðna sem ríktu í landinu þegar bráðabirgðalögin voru sett. Alþýðusambandið sendi kæru sína í júní síðastliðn- um, mótrök ríkisstjórnar- innar bárust ekki fyrr en í nóvember. Það var ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar sem setti bráðabirgðalögin en ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar varði málið. í niðurstöðum Alþjóða- vinnumálastofnunar kemur fram að bráðabirgðalögin takmarki augljóslega rétt til frjálsra kjarasamninga, verkfalla og samúðarverk- falla og annars sem geti haft áhrif á þróun kjaramála, meðan þau voru í gildi. Hinsvegar bendir nefnd sú er fjallaði um málið á að þeg- ar brýnna aðgerða sé þörf í efnahagsmálum þá geti slík lagasetning verið réttlætan- leg. Ríkisstjórnin hafi gert nefndinni grein fyrir þessu, Alþýðusambandið hafi ekki mótmælt því að ástandið hafi verið afar bágborið, þó sambandið hafi mótmælt fullyrðingu stjórnvalda urn að samráð hafi verið haft við ASÍ, við setningu laganna og umræðu um efnahagsráð- stafanir. Ásmundur Stefáns- son telur Alþjóðavinnumála- stofnunina hafa tekið álit Samninganefnd rikisins hcfur lagt fram umræðu- grundvöll fyrir komandi kjarasamninga. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, sagði að lögð væri áhcrsla á af hálfu ríkisins að hækka lægstu launin, bæta kjör kvenna hjá hinu opin- bera og fjölga konum í ábyrgðarstöðum. Umræðu- grundvöllur ríkisins er mjög viðamikill, nánast verið að boða til almennrar þjóð- málaumræðu sem gæti tekið óratíma. Aðspurður um þá kaup- máttaraukningu sem ríkið væri tilbúið að semja um í komandi samningum sagði Ólafur Ragnar að fyrst og fremst væri stefnt að því að verja kaupmátt fyrsta árs- fjórðungs þessa árs. Hann bætti við að hann teldi það reyndar ærið verkefni miðað við þau skilyrði sem ríktu í þjóðarbúskapnum um þess- ar mundir. Ríkið hefur eins og áður er ríkisstjórnarinnar um efna- hagsástandið hrátt upp og sakar að auki ríkisstjórnina um rangfærslur þegar hún segir frekara samráð um efnahagsráðstafanir hafa verið ómögulegt vegna af- sagt lagt fram umræðu- grundvöll. í honum er tiltek- in sex meginatriði þar sem komið er inn á kaupmátt, tekjuskiptingu, kjarajöfnun, lífeyrismál, atvinnuöryggi, og dagvistunarmál svo fátt eittsé nefnt. Aðaukierstefnt af sérstakri athugun á kjör- um kvenna, sérstakri athug- un á kjörum launafólks á vinnumarkaði þar sem eink- um á að fjalla um ráðstöfun- artekjur, vinnutíma heima og að heiman og félagslegar aðstæður fjölskyldna með börn á framfæri. Einnig um ábyrgð starfsfólks, lýðræðis- leg áhrif þess og endur- menntun. Ólafur Ragnar vildi ekki kannast við að með þessu plaggi væri einfaldlega verið að draga kjarasamninga á langinn, hann sagði að þarna væri verið að fara inn á atriði til langs tíma. Atriði sem ekki hefði gefist tími til að fara inn á í fyrri samningum en hefðu þá oft verið nefnd. stöðu ASl. Fram kemur að þetta er í lOda sinn sem ríkisstjórn ís- lands hefur beitt lögum til að koma í veg fyrir frjálsa samninga á vinnumarkaði og lítur Alþjóða vinnumála- Ríkið er opið fyrir samnings- tíman'um, aðsögnólafs og sömuleiðis kemur til greina af hálfu þess að ræða við öll sambandið svo á að löggjaf- inn hafi of ríka tilhneigingu til að grípa inn í kjarasamn- inga. Ekki verður annað sagt en að ríkisstjórnin hafi fengið frekar milda meðferð, að vísu er ljóst að lögin brjóta i bága við félagafrelsi, hins- vegar hafi aðstæður réttlætt setningu þeirra. Málinu er þó ekki lokið, það fer fyrir sér- fræðinganefnd og ef til vill lengra á þessum vettvangi. eða mörg samtök launa- manna í einu, eða taka tillit til krafna eins félags í samn- ingum við annað. Olafur Ragnar Grimsson brosir sínu bliðasta til Winciar Jóhannsdóttur, formanns HÍK. Hætt er við aö brosin stirðni í samningslotunni sem framundan er. Ríkið leggur fram umrœðugrundvöll fyrir samningana Áhersla á félagslegar umbætur fyrst og fremst

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.