Alþýðublaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1989, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 4. mars 1989 iTOUBLMll Lltgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Aúgiysingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. NORRÆNI KVIK- MYNDASJÓÐURINN OG MENNINGARPÓLITÍK Þær ánægjulegu fréttir hafa borist af þingi Norðurlanda- ráðs, að samstarfsnefnd menningar- og menntamálaráð- herra Norðurlanda hefur samþykkt að stofna norrænan kvik- myndasjóð. Sjóðurinn opnar nýja og kærkomna möguleika fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn til að fjármagna kvik- myndaframleiðslu en ennfremurtil að nýtaerlenda þekkingu og reynslu á sviði kvikmyndagerðar. Það ber að þakka þeim þingmönnum sem barist hafa fyrir tilkomu Norræna kvik- myndasjóðsins en þó sér í lagi Eiði Guðnasyni alþingis- manni, sem var fyrsti flutningsmaður tillögu að stofnun sjóðsins. Eiður flutti tillögu sína árið 1985 á þingi Norður- landaráðs og samþykti ráðið tillöguna árið eftir. Vandi íslenskrakvikmyndaframleiðendaog leikstjóra hefur farið vaxandi með ári hverju allt frá því að kvikmyndaævintýr- ið íslenska hófst fyrir áratug. Fljótlega fór nýjabrumið af ís- lenskum kvikmyndum og áhugi íslenskra kvikmyndagesta dvínaði. En samtímis óx framleiðslukostnaður og vandi fjár- mögnunar. Stórefling Kvikmyndasjóðs íslands fleytti mörg- um verkefnum áleiðis en ýtti sumum framleiðendum úr vör til þess eins að þeirfærust áhafi úti. Stefna kvikmyndasjóðs í úthlutunarmálum hefur því verið til umræðu allt frá upphafi og um það deilt hvernig standa beri sem best að styrkveiting- um. Hingað til hefur verið valin sú leið að styrkja tvo eða þrjá styrkþega ríflega án þess þó að upphæðin hrökkvi til nema brots af öllum fjármögnunarkostnaði kvikmyndanna. Fjöldi umsækjendaerstyrkturlítillegaeðasem nemuragnarögn af framleiðslukostnaði. Það gefur auga leið að slik stefna við úthlutun erekki vænleg. Úthlutarpólitík Kvikmyndasjóðs er mjög í ætt við aðrar styrkveitingar hins opinbera til lista í gegnum tíðina. Tekið er mið af því að friðþægja sem flesta umsækjendur en styrkja í raun engan. Kvikmyndasjóður ís- lands þarf líkt og aðrar úthlutunarstofnanir í íslensku listalífi að setja sér strangar úthlutunarreglur. í fyrsta lagi verður að gera listrænar gæðakröfur til þeirra umsækjenda sem til greina koma við úthlutun. I öðru lagi verður að gera þær kröf- ur til sjóðsins að hann úthluti upphæðum sem duga fyrir framleiðslu, en hjálpi ekki einstaklingum og fyrirtækjum að fara á hausinn. Með öðrum orðum þarf að styrkja færri um- sækjendur en veita þeim veglegri upphæðir. Það er fráleitt að álíta, að íslenska ríkið geti haldið uppi allri hugsanlegri kvikmyndagerð í landinu. Rfkið þarf að setja sér ramma hvers konarframleisðlu kvikmyndaþaðvill og áaðstyrkja. Þettaer spurning um menningarpólitík. íslenska ríkinu ber fyrst og fremst að strykja kvikmyndagerð sem gæðalist og útflutn- ingsgrein. Það gerir íslenska ríkið best með því að úthluta styrkjum til þeirra kvikmyndagerðarmanna sem leggja áherslur á séreinkenni okkar og menningu. Vilji íslenskir kvikmyndagerðarmenn framleiða grínmyndir og alþjóðlega tískuvöru er það að sjálfsögðu þeirra mál. En það er engin ástæða fyrir íslenska ríkið að leggja peninga í slíkt púkk. Norræni kvikmyndasjóðurinn opnar að sjálfsögðu nýja möguleika fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn. Einkum opnast gáttirtil samstarfs með norrænum kvikmyndagerðar- mönnum en einnig til fjármögnunar á viðameiri verkefnum en fslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa getað gert sér vonir um hingað til. Jafnframt hlýtur tilkoma norræna kvikmynda- sjóðsins að breyta úthlutunarstefnu eða stefnuleysi Kvik- myndasjóðs íslands. Norræni kvikmyndasjóðurinn er fagn- aðarefni, ekki síst vegna þess að hann hlúir að íslenskri list og Islenskri menningarpólitik. ÖNNUR SJÓNARNIIÐ ÞJÓÐVILJAMENN virðast hafa hómor fyrir sjálfum sér — og óförum sínum. Alþýðublaðið greindi frá því um daginn, að mál- gagn sósíalisma væri í alvarlegum rekstrarerfiðleikum og að halla- rekstur síðasta árs hafi numið a.m.k. 16 milljónum króna. Þjóð- viljinn fjallaði í gær um skuldir og rekstrarerfiðleika Arnarflugs og því slegið fram að ein lausnin hafi verið að verktakafyrirtækið Hagvirki legði vegi upp í skuld við ríkið og allir yrðu sáttir. Þetta kallaði Þjóð- viljinn að malbika upp í skuldirnar. En sama dag birti Þjóðviljinn myndasögu sína Skúm framar í blaðinu og hún hljóðaði svo: Þjóðviljinn er tii húsa að Síðumúla6. STEINUNN Sigurðardóttir rit- höfundur skrifar ádrepu í Þjóðvilj- ann í gær og gerir stéttamun á ís- landi að umræðuefni. Steinunn skrifar: „Ég vil leyfa mér að halda því fram að íslendingar séu fáfróðir um lifnaðarhætti og lífsskilyrði sinna fáu samlanda, annarra en þeirra sem lifa nákvæmlega eins lífi og sá hópur sem viðkomandi til- heyrir. Þeir sem halda því fram að Island sé stéttlaust land eru gott dæmi um það nærsýna fólk sem sér ekki lengra en fram á sinn eigin nef- brodd. Þegar þeir nefna svo til sam- anburðar að í öðrum löndum sé raunverulegur stéttamunur, sem ekki sé fyrir hendi á íslandi, þá fara þeir villir vegar. Stéttaskipting á ís- landi er að vísu annars konar en sú hefðbundna og aldagamla stétta- skipting, sem ríkir á Englandi til dæmis, en það er stéttaskipting á ís- landi engu að síður. Sá er munur- inn, að hún er islenskrar ættar, til- tölulega ný af nálinni í flestum greinum, og er enn í mótun.“ Skrifar sem sagt forsetaritarinn Steinunn. SIGRÚN Jónsdóttir Halliwell heitir ung fiskvinnslukona á Akra- nesi. Hún skrifar fróðlega kjallara- grein í DV í gær þar sem hún gagn- rýnir svonefnt flæðilínukerfi í fisk- vinnslu. Sigrún segir: „Og þegar fram líða stundir get- um við einnig átt á hættu að Islend- ingar tapi mörkuðum vegna illa unninnar vöru. Áður en flæðilínu- kerfið var tekið í notkun var hver starfsmaður ábyrgur fyrir gæðum eigin framleiðslu en í flæðilínukerfi er enginn gerður ábyrgur. Flæði- línukerfið býður að mínu mati upp á skjótfenginn en illa fcnginn gróða fyrir fiskvinnslufyrirtækin. Sá gæðastimpill, sem íslensk fiskframleiðsla liefur á sér vegna strangs gæðaeftirlits, kemur til með að hverfa, því nú er það magnið sem skiptir máli en ekki gæðin. Hvernig væri nú, fiskframleið- endur góðir, að þið settust niður og rædduð málin í einlægni við ykkar fólk. Það væri kannski hægt að bjóða starfsfólkinu upp á réttiát hlutaskipti án þess að Víglundur Þorsteinsson, Þórarinn Vaff eða Ásmundur Stefánsson kæmu þar nálægt, enda ekki þeirra hagsmun- ir.“ Sjónarmið sem vert er að huga að. EINN MEÐ KAFFINU Tækifærissinninn frétti af andláti bílstjóra ráð- herrans. Tækifærissinn- inn hringdi í ráðherrann og sagði: „Er ekki alveg upplagt að ég komi í stað bílstjórans?11 Ráðherrann svaraði: „Jú, jú. Ef útfararstjóranum er sama.“ DAGATAL Starf metið samkvœmt ábyrgð Um leið og ég opnaði fyrir úl- varpið í morgun voru þeir að lesa upp nýjustu verðhækkanirnar. Ég skrúfaði fyrir aftur og hugsaði sem svo: Ætli maður byrji ekki sparnaðinn á því að segja upp áskriftinni að útvarpinu. Auðvitað var mér ekki svefn- rótt eftir þessar fréttir. Ég fór í inniskóna og sloppinn og rölti fram í eldhús. Hellti upp á kaffið og horfði hálftómur út um glugg- ann. Þá skall í útidyrarlúgunni og Alþýðublað dagsins skall á gólfið. Ég á nú kannski ekki að segja „skall" um Alþýðublaðið. Það réttara sagt „sveif“ inn á gólfið. Blaðið er jú bara átta síður. En á móti verð ég að segja að það eru efnismestu átta síður blaðaheims- ins. Eiginlega er Alþýðublaðið eins konar súputeningur. Sam- þjöppuð orka. Eigum við þá ekki að segja að Alþýðublaðið hafi „brotist" inn um lúguna hjá mér þennan morgun. (Þennan for- mála skrifa ég auðvitað til að hressa upp á ritstjórann áður en ég fer fram á kauphækkun fyrir þessa pistla.) Ég náði í blaðið og smurði mér brauðsneið. Á forsíðunni var frétt af kennurum og þeirri kröfu þeirra að kennarastarfið verði metið samkvæmt ábyrgð og menntun með hliðsjón af jafn- gildu starfi á almennum markaði. Þetta þýðir að kennarar vilja hækka í launum um 70%. Ja- hérna. Það þýðir verkfall fyrir vorpróf. Eg sagði ósjálfrátt: Nú var Svenni próflausi heppinn. Svenni er bróðursonur minn sem hefur verið undanfarin ár að reyna að komast á milli bekkja í gagn- fræðiskólanum. Það heitir víst fjölbrautaskóli núna. Hann hefur bara aldrei náð prófi. Það er að segja, hann hefur aldrei komist í próf. Ástæðan er sú, að kennarar hafa alltaf farið í verkfalll þegar Svenni ætlaði í prófið. Ég hef nú ekki fylgst alveg náið með þessu streði Svenna. En það byrjaði einhvern veginn þannig, að fyrir nokkrum árum komu for- eldrar hans frá Svíþjóð og Svenni hálfsvekktur að vera skipta um skóla og vini. En þetta gekk allt vel þangað til kom að vorprófum. Þá fóru kennarar í verkfall vegna þess að þeir vildu að kennara- starfið væri metið samkvæmt ábyrgð. Svenni missti af prófunum. Næsta vor ætlaði Svenni að ná sér upp og var búinn að sitja allan veturinn í annað skipti í sama bekknum. En um vorið fóru kennarar í verkfall, af því að þeir vildu að kennarastarfið væri met- ið samkvæmt ábyrgð eins og í fyrra skiptið. Nú var Svenni alveg æfur og strauk til Svíþjóðar þar sem hann sagði að kennarar héldu þó próf. Ég hafði nú alltaf haldið að kennarar í Svíþjóð gerðu allt annað en að halda próf. En það er nú kannski af því að mér hefur alltaf verið illa við Svía eins og Indriða ritstjóra og Magnúsi borgarlögmanni. Foreldrum Svenna tókst að lokka hann heim um sumarið með því að íofa að kaupa handa hon- um skellinöðru og videóupptöku- vél. Síðan settist Svenni á skólabekk eina ferðina enn í sama bekknum. Einhverjir krakkar höfðu með herkjum komist áfram en þarna voru enn nokkrir frá fyrri tveimur árum. Og svo kom vorið. Og viti menn! Kennararnir fóru enn einu sinni í verkfall vegna þess að þeir vildu að kennarastarfið væri metið samkvæmt ábyrgð. Nú varð uppreisn á heimilinu. Svenni brenndi allar skólabæk- urnar úti í garði og fór á sjóinn. Pabbi hans varð alveg sturlaður og hringdi í skólastjórann og yfir- kennarann og spurði hvers konar rumpulýður þessir kennarar væru eiginlega; að leggja menntun son- arins í rúst. Honum var svarað með því, að kennarar væru illa launaðir og væru í réttmætri kröfugerð, enda höfðu þeir dreg- ist aftur úr árum saman. Pabbi Svenna sagði að hann skyldi syngja með þeim Nallann upp á kennarastofu ef þeir vildu hvenær sem væri sólarhrings, en þeir yrðu að koma Svenna gengum próf — for helvede. Yfirkennarinn sem er víst dálítið seinheppinn, sagði bara: Engin kauphækkun — ekk- ert próf! Og pabbi Svenna æpti á móti í símtólið: Ekkert próf — engin þjóð! Mamma Svenna var flutt með nervössammen á taugadeild Landspítalans. En hún er nú búin að ná sér núna. Svenni hélt hins vegar áfram á sjónum og líkaði vel. Hann var orðinn fullorðinn maður hvort sem var og skólinn því að baki. Hann græðir nú á tá og fingri og segir að próflausu kennararnir hafi verið sín Iukka. En ég frétti af því að pabbi hans Svenna hafði lofað stráknum að kaupa handa honum trillu, ef hann settist á skólabekk og tæki gagnfræðiprófið í vor. En Svenni er forsjálli en kall- inn. Hann sagði pent nei takk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.