Alþýðublaðið - 04.03.1989, Síða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1989, Síða 3
Laugaidagur 4. mars 1989 3 FRÉTTASKÝRING Starfshópur um starfsmenntun VERKAFOLK STENDUR HÖLLUM FÆTI Starfshópur á vegum félagsmálaráð- herra leggur fil að löggjöf verði seft um skipulagoa starfsmenntun þannig að launafólk geti fylgt eftir tæknivæðing- unni i atvinnulifinu, þannig að ekki taki við atvinnuleysi og einangrun. Fyrir- sjáanlegt er að að öllu óbrey ttu mun ófag- lært verkafólk sitja eftir ef það nær ekíci að tileinka sér nyjungarnar. Fulltrúi at- vinnurekenda telur þá ganga út frá starf s- menntun til að auka hæfni einstaklinga innan ákveðinna fyrirtækja, að almenna skólakerfið verði að sjá um endurmennt- un til nýrra starfa og að of mikil miðstýr- ing dragi úr árangrinum. Sérstakur starfshópur á vegum félagsmálaráðu- neytisins hefur komist að þeirri niðurstöðu að setja skuli sérstaka löggjöf um starfsmenntun í atvinnulíf- inu undir yfirumsjóna ráðuneytisins. Starfshóp- urinn hefur unnið í rúmt ár að þvi að setja fram val- kosti um starfsmenntun í atvinnulífinu. Meðal þeirra sjónarmiða sem koma fram hjá starfshópn- um eru að starfsmenntun sé ein forsenda atvinnuör- yggis og þess að hagnýta megi breytingar í stað þess að þær valdi atvinnuleysi og einangrun. Að með skipulegri starfsmenntun geti launafólk tileinkað sér nýja tækni og verið fært um að mæta örri þróun í atvinnulífinu. Starfshópur þessi var skipaður í janúar á síðasta ári og mynda hann þau: Magnús H. Berg's, þáver- andi starfsmaður VSI, Þrá- inn Hallgrímsson, þá starfsmaður MFA, nú skrifstofustjóri ASÍ, Þur- íður Magnúsdóttir for- stöðumaður Fræðslumið- stöðvar iðnaðarins og Gylfi Kristinsson deildar- stjóri í félagsmálaráðu- neytinu, formaður hóps- ins. Hópurinn leitaði álits hjá 35 aðilum er fjalla að einhverju leyti um starfs- menntun í atvinnulífinu. 20°/o i starfstengda símenntun Starfsmenntun í þessum skilningi er ekki síst hugs- uð sem leið til þess að lág- launahópar samfélagsins geti haldið í við hina öru tækniþróun og tileinkað sér hana, þannig að ekki taki við atvinnuleysi og kaupmáttarhrun. Um er að ræða gamalt baráttumál Alþýðuflokksins á stjórn- málavettvanginum og ekki síst talaði Jóhanna Sigurð- ardóttir fyrir þessum mál- um sem óbreyttur þing- maður og flutti þingmál. Helstu samkeppnis- og viðskiptalönd okkar leggja stóraukna áherslu á starfs- tengda menntun, verja til þess miklu fjármagni og hafa sérstaka löggjöf um þessi mál. í Danmörku hafði sérstakur starfs- menntunarsjóður um 7 milljarða króna til ráðstöf- unar 1986. Hugsunin er skýr: Það fjármagn sem varið er i starfsmenntun skilar sér margfalt aftur í aukinni færni starfsfólks og þar með aukinni fram- leiðni. Hér á landi hefur fram- boð í starfsmenntunarmál- um aukist talsvert á undan- förnum árum, t.d. er talið að skólaárið 1986-1987 hafi 25-30 þúsund manns eða vel yfir 20% fólks á vinnumarkaöi sótt „starfs- tengda símenntun". Talið er einnig að námsskeiðs- stundir á árinu 1987 hafi verið tæplega 600 þúsund og heildarkostnaður þjóð- félagsins við þessa fræðslu er metinn á tæplega 500 milljónir króna. Um er að ræða nám- skeið að frumkvæði sam- taka vinnumarkaðarins, námskeið sem fyrirtæki og stofnanir halda sjálf fyrir starfsmenn sína, námskeið á frjálsum markaði haldin af einkaaðilum og fræðslu- stofnunum og starfsskóla og skyldunám einstakra stétta. Verkafólk stendur höllum faeti Þrátt fyrir þetta hefur skort á allt heildarskipulag og samræmingu. Er ástæða til að ætla að það sé eink- um ófaglært verkafólk sem stendur höllum fæti á vinnumarkaðinum, en það er að mati starfshópsins einmitt störf ófaglærðra sem eru í hætti vegna auk- innar tæknivæðingar í at- vinnulífinu. Störfum ófag- lærðra mun að öllum lík- indum fækka verulega en ýmsum störfum er krefjast sérþekkingar og sérþjálf- unar fjölgar trúlega að sama skapi. Ýmislegt takmarkar möguleika starfsfólks til að öðlast sérhæfða endur- menntun. Skólakerfið hef- ur ekki verið í stakk búið til að mæta þessum þörfum. Langur vinnudagur og framfærslubyrði leiða til þess að þörf er á tveimur fyrirvinnum og lítill tími aflögu til hluta sem leiða af sér tekjumissi. Of lítið framboð er á námsskeið- um og þau eru mörg hver of dýr. Yfirleitt vantar alla hvatningu í þessa veru. Engin skipulögð eða sam- ræmd stefna er í endur- menntunarmálum og starfsfólki reynist erfitt að skipuleggja slíkt nám á eig- in spýtur. Og fyrirtækin sjálf hafa of lítið gert að því að undirbúa starfsfólk undir tæknibreytingar með því að gefa því kost á starfs- eða endurmenntun. Starfshópurinn lagði til að löggjöf yrði sett með til- tekin markmið í huga. Lagt er til að fyrirliggjandi starfsemi verði efld, að rík- ið gangist við ábyrgð sinni og marki opinbera stefnu um stuðning, eftirlit og tengingu við menntakerfið að öðru leyti,’að í löggjöf verði kveðið á um rétt ein- staklinga í þessum efnum. Náms- og kennslugögn verði samnýtt og að gerð verði langtímaáætlun um starfsfræðslu í fiskvinnslu. Fjármögnun átaks á þessu sviði hlýtur auðvitað að skipta öllu máli. Fjár- magn hefur vissulega stór- aukist til þessara hluta á undanförnum árum og er áætlað að kostnaður vegna starfsmenntunar á árinu 1987 hafi numið um hálf- um milljarði króna, en áætlað er að heildarkostn- aður vegna starfsmenntun- ar muni aukast um 300 milljónir á ári fram til árs- ins 2010. Líklegt er að ein- hver tekjuöflun verði að koma hér á móti. Skilyrði fulltrúa_____ atvinnurekenda Meðal leiða sem starfs- hópurinn sér er, að ákveðið starfsmenntagjald verði inni í verði á tiltekinni vöru eða þjónustu sem renni í starfsmenntunarsjóð, að aðilar vinnumarkaðarins skattleggi sig til að standa undir kostnaðinum við starfsmenntun, að fyrir- tækjum verði veittar skattaívilnanir gegn slíkum útgjöldum og stofnun starfsmenntunarsjóðs sem fjármagnaður yrði að þriðjungi hluta af ríkis- valdinu á móti framlögum atvinnurekenda og launa- fólks. Starfshópurinn skilaði skýrslu eftir viðræður við 35 aðila sem fyrr segir. Flestir talsmenn þessara samtaka höfðu ómótaðar hugmyndir um skipulag starfsmenntunar hér á landi. Enn fremur er á það að benda að fulltrúi vinnu- veitenda í hópnum, Magn- ús H. Bergs, var ósammála öðrum í hópnum í ýmsum atriðum. Varar hann við hvers kyns miðstýringu í þessum efnum, hún dragi úr árangri og telur hann vart þörf á löggjöf vegna þessa málefnis. Segir hann ísland hafa fylgt þróuninni í þessum málum, án form- legrar stefnumótunar eða miðstýringar opinberra að- ila og að með starfsmennt- un sé einkum stefnt að „aukinni hæfni viðkom- andi einstaklings til að vinna tiltekið starf í ákveðnu fyrirtæki“. hvað varðar aukna menntun starfsfólks til nýrra starfa hlýtur „hið almenna skóla- kerfi að verða að svara þeim þörfum“, þarfir þessa fólks verði ekki leystar af atvinnulífinu. Með öðrum orðum: atvinnurekendur vilja stuðla að hreyfanleika fólks innan sinna fyrir- tækja, en ekki að fólkið komist í ný störf utan þeirra. Jóhanna Sigurðardóttir á þingi norðurlandaráðs í Stokkhólmi VINNUVERND VERÐI EKKI LAKARI EN Á HINUM NORÐURLÖNDUNUM EB-löndin gera minni kröfur á vinnuverndarsviði Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráöherra sagði víð lok Norðurlandaráðsþings I gær, að íslendingar stefndu eindregið að því að vinnu- vernd, aðbúnaður og hollustuhættir verði ekki lakari en á hinum Norðurlöndunum. Jafnframt sagði hún augljóst, að önnur lönd, eins og t.d. EB-löndin, gerðu minni kröfur á vinnuverndar- sviðinu. Alþýðublaðið birtir hér úrdrátt úr ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur: Norræni vinnumarkað- urinn er einn af hornstein- um norrænnar samvinnu. Island gerðist aðili að sam- eiginlegum norrænum vinnumarkaði árið 1982 og hefur mikill fjöldi íslend- inga notfært sér að búa og starfa í nágrannalöndun- um. íbúar frá hinum Norð- urlöndunum hafa einnig í æ ríkara mæli sótt til starfa á íslandi. Atvinnuástand á íslandi hefur til skamms tíma verið það besta á - Norðurlöndum og atvinnu- leysi nánast ekkert. Aðgerðir gegn________ atvinnuleysi Gjörbreytt ástand ríkir nú á vinnumarkaðinum miðað við undanfarin ár. Nú er merkjanlegt at- vinnuleysi sem ekki hefur verið lengi. Ríkisstjórnin hefur orðið að grípa til margháttaðra aðgerða til að hamla gegn frekara at- vinnuleysi. Orsakir vand- ans eru margþættar og má stofa sveitarfélaga. Er já- kvætt að horfa til reynslu hinna Norðurlandanna af starfi slíkra stofnana. Jóhanna Sigurðardóttir þar nefna að sjávarafli hef- ur dregist saman og sam- tímis hefur orðið verðfall á sjávarafurðum á helstu mörkuðum íslendinga. Hin breytta staða krefst aðgerða stjórnvalda, m.a. er ljóst að efla verður starf- semi vinnumiðlunarskrif- Vinnuvernd til______ samræmis við________ Norðurlönd Vinnuverndarmál eru nátengd vinnumarkaðs- málum og þar höfum við íslendingar notið góðs af hinu mikla brautryðjenda- starfi sem unnið hefur ver- ið á hinum Norðurlöndun- um. Við stefnum eindregið að því að vinnuvernd og aðbúnaður og hollustu- hættir verði ekki lakari á íslandi en á hinum Norður- löndunum. Norræni samningurinn um vinnuvernd sem liggur fyrir þessu þingi undir- strikar enn frekari sam- vinnu Norðurlandanna á sviði vinnuverndar. Hann er til þess fallinn að efla vinnuvernd og með sam- vinnu landanna á þessu sviði erum við betur í stakk búin til að stuðla að þróun vinnuverndarmála í heim- inum. Samningurinn mun stuðla að samræmingu og hagkvæmni í prófunum og rannsóknum. Samstarfs- áætlanir sem byggja á þess- um samningi eiga síðan að stuðla að eflingu starfs að vinnuverndarmálum jafnt í hverju landi fyrir sig sem og á norrænum vettvangi. Það hefur verið mjög já- kvætt í sambandi við „und- irbúningsstarfið hversu sammála ríkisstjórnir hafa verið um að ná góðum árangri í vinnuverndarmál- um. Frumkvæði Svia________ Ég vil hér færa fram sér- stakar þakkir til sænska vinnumálaráðherrans Ing- ela Thaláen fyrir frum- kvæði og leiðandi hlutverk í að gera miklar kröfur í vinnuverndarmálum og að við höfum fengið vinnu- verndarsamning, sem byggir á miklum kröfum á þessu sviði. Þess vegna er samningurinn svo mikil- vægur, þar sem önnur lönd, eins og t.d. EB-lönd- in gera minni kröfur á vinnuverndarsviði. Hér er staðfesting þess að Norð- urlönd gera meiri kröfur í vinnuvernd en önnur lönd. Rétturinn til vinnu og góðs aðbúnaðar á vinnu- stað eru grundvallarrétt- indi hvers einstaklings. Það er von mín að Norðurlönd- in beri gæfu til að eyða at- vinnuleysi og efla enn frek- ar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.