Alþýðublaðið - 04.03.1989, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 04.03.1989, Qupperneq 5
Laugardagur 4. mars 1989 5 FRÉTTASKÝRING Breskir binsmenn ráðast gegn síðdegispressunni: VERÐA HNEYKSLISSKRIF BÖNNUÐ MEÐ LÖGUM? Bresk síðdegispressa á nú í vök að verjast. Stjórnmála- menn allra flokka halda uppi harðri gagnrýni á skrif síð- degisblaðanna- eða ‘gulu pressunnar.11 „Þessi blöð eru þjóðarskömm sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir. Árum saman höfum við leyft síðdegispressunni að ráðast inn í einkalíf manna og leggja æru og mannorð ein- staklinga og fjölskyldna í rúst,“ segir Bryan Gould þing- maður og einn forystumanna Verkamannaflokksins í Bret- landi. Og nú hefur einn þingmaður íhaldsflokksins lagt fram lagafrumvarp sem gera mun útgáfu bresku hneyklis- blaðanna erfiðari. Frumvarpið hefur þegar farið í gegnum fyrstu hindranir breska þingsins. Bresku síðdegisblöðin eins og The Sun hafa hingað til malað gull á því að velta sér upp úr einkalífi manna. Mun ný löggjöf sem nú er til umræðu á breska þinginu stöðva útgáfu slikra dagblaða? Til verndar einkalifinu Ummæli breskra þingmanna um síðdegispressuna hafa verið óvenju harðorð að undanförnu. David Steel, fyrrum leiðtogi Frjálslynda flokksins sagði nýver- ið: „Sem kjörnir fulltrúar þjóðar- innar getum við ekki lengur setið með hendur í skauti og horft upp á dagblöðin rífa niður mannorð borgaranna." John Browne frá Winchester, þingmaður íhaldsflokksins í neðri deild breska þingsins, hefur þegar gert eitthvað í málinu. Browne hetur samið lagafrum- varp sem hann nefnir „The Protection of Privacy Bill“ eða lagafrumvarp um verndun einka- lífsins. Frumvarpið hefur verið lagt fram á þinginu og hefur þegar fengið jákvæðar undirtektir í um- ræðu. Réttur fjölmiðla_______________ Lagafrumvarp Brownes gerir ráð fyrir að fulltrúar almennings geti krafist skaðabóta gegnum dómskerfið við meintum árásum fjölmiðla á einkalíf manna. Frumvarpið er sérstakt að því leyt- inu til, að nái það fram að ganga, getur almenningur krafist skaða- bóta vegna meiðandi skrifa dag- blaða og tímarita, hvort sem fjöl- miðlarnir skýri rétt frá eða ekki. Það er því ekki deilt um rétt inni- hald fréttaskrifa heldur rétt fjöl- miðla að fjalla um einkalíf manna. Orðrétt skilgreinir lagafrum- varp Brownes hugtakið „einkalíf“ á eftirfarandi hátt: „Sérhvert mál sem tengist persónulegum sam- skiptum einstaklingsins, persónu- lega hegðun, persónulega heilsu, eða persónuleg fjármál hvers ein- staklings." Með öðrum orðum: Friða ber einstaklinginn gegn op- inberri umfjöllun. Lagafrumvarp Brownes gerir aðeins ráð fyrir einni glufu; birta má fyrrgreindar upplýsingar um einstakling ef al- menningsheill krefst þess. Sorpblöð mala gull Að mati flestra útgefenda og blaðamanna er vegið alvarlega að tjáningar- og prentfrelsinu með þessu lagafrumvarpi. En útgef- endur geta í raun sjálfum sér um kennt hvernig komið er, og hvers vegna slíkt lagafrumvarp virðist fá byr undir báða vængi á breska þinginu. Breska síðdegispressan hefur farið æ neðar í holræsið i efnisleit á undanförnum árum. Gula pressan á Bretlandi veltir sér upp úr kynlífi og veikindum ein- staklinga, býr til hneyklismál og atar einstkalinga, fjölskyldur og fyrirtæki auri og óhróðri. Til- gangurinn: Að selja og græða peninga. Það er einnig óhugnanleg þró- un, að þvi neðar sem bresku síð- degisblöðin sökkva, því meira selst af þeim. Sorpblaðamennska síðdegispressunnar virðist mala gull meðan að virðuleg árdegis- blöð berjast í bökkum. Þáttur Murdochs Stærsti holræsisriddari breskr- ar pressu er Rupert Murdoch fjöl- þjóðajöfur fjölmiðlanna. Hann er fæddur í Ástralíu, býr mest- megnis á Bretlandi en er banda- rískur í hugsun. Velta fjölmiðla- veidis Murdochs í Bretlandi nem- ur rúmlega 210 milljörðum króna íslenskra á ári og hann er eigandi stærstu bresku dagbiaðanna. Murdoch á ekki aðeins sorpblöð, heldur einnig virðulegsustu blöð Breta, eins og The Times og The Sunday Times, og á þar að auki stóran hlut í Financial Times. En það eru ekki þessi blöð sem velta milljörðum í vasa Murdochs. Stóru gróðablöðin eru The Sun og News of the World- stærstu dag- og helgarblöð heimsins. Skrif þessara tveggja blaða eru á svo lágu plani að íslenskir blaðales- endur eiga erfitt með að skilja, að blöðin gefi af sér stjarnfræðileg- an gróða. Murdoch hefur einnig snúið sér að léttmeti í sjónvarpsefni. Hann er aðaleigandi SKY CHANNEL stöðvarinnar og hefur nýverið opnað sex nýjar rásir sem allar senda út létt efni. Margir telja að þar hafi blaðakóngnum skjátlast í fjárfestingu, en Murdoch yppir öxlum yfir ótrúlegum taprekstri í byrjun og segist ná gervihnatta- stöðinni vel á strik eftir nokkur ár. Og sennilega þolir hann tapið. Sorpblöðin hans sjá til þess. Stórskaðar löggjöfin__________ lýðræðið______________________ Síðdegispressan misnotar í raun prentfrelsið. Undir vernd stjórnarskrárákvæðis um tjáning- ar- og prentfrelsi hefur gula press- an á Bretlandi og einnig í Banda- ríkjunum miskunnarlaust vaðið inn í einkahagi manna og velt sér upp úr sorg og áföllum svo eitt- hvað sé nefnt. Skrif þessara miðla eru svo ævintýraleg að íslenskur blaðalesandi á erfitt með að gera sér þau í hugarlund. En nú virðast sorpblöðin á Bretlandi hafa gengið einum langt. Þolinmæði stjórnmála- manna er á þrotum. Hingað og ekki lengra, segja þeir. Og stjórn- málamennirnir hafa almenning með sér. Nýlegar skoðanakann- anir sýna að yfir 70 % Breta „fyll- ast klígju og viðbjóði" yfir blaða- skrifum síðdegisblaðanna. En á sama tíma er það umhugsunar- efni að sömu 70 prósent kaupa síðdegisblöðin daglega! Blaðaútgefendur og blaða- menn hafa mótmælt lagafrum- varpi Brownes og benda réttilega á, að þótt slík lög myndu stemma stigu við verstu sorpskrifum síð- degisblaðanna, þá myndi löggjöf- in eyðileggja alla alvarlega upp- lýsingaskyldu fjölmiðla við al- menning. Þess vegna mun slík löggjöf stórskaða lýðræðið. Og sum blöðin eru farin að setja spurningarmerki við gjörðir Brownes þingmanns í þessum til- gangi. Hið virta vikublað The Obser- ver dró fram í dagsljósið óþægi- legar upplýsingar um Browne þingmann fyrir nokkru. M.a. benti blaðið á að þingmaðurinn hefði ekki gefið upp viðskipta- hagsmuni og eignaraðild að fyrir- tækjum þegar hann gerðist þing- maður. Ennfremur að þingmað- urinn hafði ekki talið rétt fram til skatts og að hann hefði ekki gefið upp eignarhlut sinn í erlendum sjónvarpsstöðvum þegar hann hélt ræðu þ. 8. febrúar sl. í neðri málstofu þingsins um að stórbæta aðstöðu sömu stöðva á Bretlandi. Rétturinn að svara fyrir sig En hvort sem Browne þingmað- ur er að hugsa um að verja sjálfan sig eða ekki með nýja lagafrum- varpinu um friðhelgi einkalífsins, þá á hann margra stuðningsmenn í þessu máli á þinginu. Tony Worthington, þingmaður Verka- mannaflokksins hefur lagt frarn lagafrumvarp sem nefnist „The Right of Reply Bill“ eða laga- frumvarp um réttinn að svara. Frumvarpið felur í sér, að allir sem telja sig verða fyrir árásum fjölmiðla, hafi rétt á að svara fyrir sig og að viðkomandi fjölmiðill verði að birta svarið á ákveðinn hátt. í raun þýða þessi lög í fram- kvæmd að hvert einasta blað fyll- ist af svörum venjulegra manna og sérvitringa, sem þýðir náttúr- lega dauða blaðsins. Hver kaupir grátmúr? En blöðin eru farin að taka við sér. Breska blaðamannasamband- ið hefur nú skipað nýja siðanefnd og krafist strangara aðhalds í skrifum. Blaðamannasambandið vill nánari samvinnu siðanefndar og ritstjóra til að koma í veg fyrir svæsin sorpskrif og lofar stjórn- málamönnum betra aðhaldi í framtíðinni. „Því miður, of seint,“ segja stjórnmálamennirnir. Og nú er að sjá hvort að hresku síðdegisblöðin verða jörðuð af breska þinginu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.