Alþýðublaðið - 04.03.1989, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.03.1989, Síða 7
Laugardagur 4. mars 1989 7 ÚTLÖND Milljarðasvindl Talið er, að um fimmti hluti þeirra verðmæta, sem Ewr- ópubandalagið hefur yfir að ráða — hverfi ofan í vasa al- þjóðlegra glæpasamtaka og óprúttinna manna. þeir nýta sér hvað löggjöf bandalagsins er götótt, og sinnuleysi rik- isstjórna aðildarrikjanna, við að gæta aðhalds í eyðslu fjármuna bandalagsins. Talið er að verðmætin sem hverfa, séu notuð í verslunarviðskiptum með vopn og eiturlyf. Hundruö milljarða íslenskra króna, hverfa á ári hverju úr peningahirslum Evrópubandalagsins - ofan í vasa útsmoginna svindlara. Interpol ætlar nú að fara ofan í saumana á þessu. Nú nýverið bauð Interpol (Al- þjóðalögreglan) samstarf við þá sem eiga að fylgjast með fjármál- um bandalagsins. Þetta gerðist eftir að flett hafði verið ofan af þessu svindli á þingi Evrópu- bandalagsins. R.E. Kendal aðalritari, sagði við þessar umræður, að samvinna við Interpol yrði að fara frant, með virðingu fyrir réttindum hvers ríkis. Formaður rannsókn- arnefndarinnar, Jacques Delors, sagði ríkisstjórnir aðildarríkj- anna ekki vera nægilega sam- vinnuþýðar, þegar um væri að ræða mál sem þetta „svindl á heimsmælikvarða“. Það væri engu líkara en þær vildu fela ósómann. Ef ekki yrði barist gegn þessu á öflugri hátt, sagði Delors að setja ætti saman, sérstakar lögreglu- deildir á vegum bandalagsins, sem hefði leyfi til að fara yfir landa- mæri og ákæra borgara í ríki, sem væri aðili að Evrópubandalaginu, án þess að stjórnvöld í þessu sama ríki, væru að skipta sér að aðgerð- unum. Rannsóknarnefndin hefur stofnað deild, sérfræðjnga í fjár- svindli, „því þettaerekki verk fyr- ir frístunda-löggur“ eins og Del- fors orðaði það. Stórsvindl Menn eru hér ekki að ræða um smábóndann, sem reynir að verða sér úti um eina til þrjár plöntur af olífutrám ókeypis. Þessir stór- svindlarar eru skipulagðir alþjóð- legir bófaflokkar — af Mafiu- stærðargráðu. Það er einmitt Mafían, sem tal- in er eiga stærstan hlut að máli í þessu svindli. í bók sinni, „Hin heilaga kýr“, skrifar Richard Cortrell, að í aðeins Napoli „varð bræðralag (Mafian) borgarinnar, sér úti um eina milljón sterlings- punda, með því að falsa pappíra um tómata, sem átti síðan að taka af markaðinum og eyðileggja, til að halda verðinu háu“. Cotrell segir einnig, að Mafian græði milljarða á olífuökrum sem séu ekki tii, með styrkjum, vegna olífuolíu sem auðvitað er heldur ekki til! Fleiri leiðir eru til þess að svindla, og ítalir eru langt frá því að vera þeir einu, sem komið hafa auga á möguleikana til að græða. Stuðningur við útflutning, er ein greinin, sem gefur góða mögu- leika á svindli. Útflutningur á Það er i birgðageymslum Evrópubandalagsins, sem m.a. virðist auövelt að svindla ríflega í sambandi við aðstoð við landbúnað, án þess að yfir- stjórn hafi nokkra yfirsýn yfir það sem gerist. matvælum fær styrk, til þess að jafna upp muninn á háa verðinu á bandalagsmarkaðnum og lága verðsins á frjálsu mörkuðunum utan bandalagsins. Þá er um að gera að flytja inn fyrsta flokks nautakjöt frá Argentínu og kalla það úrgangskjöt, síðan flytja menn úrgangskjötið út, sent fínt nautakjöt og fá í vasann útflutn- ingsstyrk! Eitt dæmi um aðgæslu- leysi er, þegar útflutningsaðili flutti kjúklingaúrgangskjöt sem nautakjöt og fékk 12 millj. danskra króna fyrir frumkvæði sitt! Vandamálið virðist vera, að að- ildarríki Evrópubandalagsins, fari of mjúkum höndurn um stjórn á útflutningi. Það sama gildir um birgðastöðvarnar, þar sem bandalagið geymir offrarn- leiðsluna — hin svokölluðu vínút- höf og smjörfjöll! Yfirsýn og stjórn á þeim er allt frá þvi að vera mjög máttlaus og engin. Sem dæmi má nefna, að Bretland og Frakkland láta viðkomandi birgðastjóra og þá sem framleiða, um að hafa yfirstjórn á gæðum og rnagni birgðanna. Ef nú birgða- stjóri og sá sem framleiðir vöruna er einn og hinn sami, er t.d. mjög auðvelt að safna birgðum af víni sem hefur sömu gæði og edik, sem úrgangsvín eða kaupa birgðir á spottprísum. „Menn geta ekki treyst opinber- um yfirlýsingum um gæði og - rnagn þessara framleiðsluvara . . . sem settar eru í birgðageymslurn- ar“, varð niðurstaða nefndar sem rannsakaði þessi mál. (Det fri Aktuelt.) SMÁFRÉTTIR Finnsk bókakynning Rithöfundurinn og mynd- listarmaöurinn Rosa Liksom veröur gestur á finnskri bóka- kynningu, sem fer fram I Norræna húsinu í dag laugar- daginn 4. mars kl. 16. Timo Karlsson sendikenn- ari segir frá þv( markveröasta I finnskri bókaútgáfu frá 1988 og Rosa Liksom les úr verk- um sínum. Bókakynningin fer fram á dönsku og Islensku. Sama dag kl. 15 verður opnuð sýning á teikningum hennar I anddyri Norræna hússins. ímynd víkingsins A morgun, sunnudag 5. mars kl. 17, flytur Christine Fell, prófessor viö háskólann í Nottingham fyrirlestur í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn, sem haldinn er í tengslum viö Víkingasýn- inguna sem nú stendur yfir í Norræna húsinu og Þjóö- minjasafninu, fjallar um (mynd víkinga. Hann veröur haldinn á ensku og heitir „The Viking lmage“. Christine Fell er prófessor í fornenskum fræöum viö há- skólann I Nottingham og for- seti breska vlkingafélagsins. Dýrin í Hálsa- skógi komin til Hveragerðis Leikfélag Hverageröis frumsýnir I dag, laugardaginn 4. mars hiö sígilda og geysi- vinsæla barnaleikrit Dýrin I Hálsaskógi, eftir Thorbjörn Egner. Sýnt veröur I nýrri stór- glæsilegri aðstööu til leik- sýninga I nýbyggingu Grunn- skólans í Hverageröi, en Leik- félagið hefur fengiö aðstööu fyrir slna starfsemi þar. Alls taka á milli 30-35 manns þátt í sýningunni þar af fjöldi unglinga. 18 leikarar fara með 20 hlutverk og einnig eru notaöar leikbrúö- ur. Leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, söng- stjórn, útsetningar og undir- leik annast Anna Jórunn Stefánsdóttir. Sjálfan Mikka ref leikur Hjörtur Már Benediktsson en hinn söngelska og lífsglaða Lilla klifurmús leikur Stein- dór Gestsson. Vatnslita- myndir í Safni Ásgríms I Safni Ásgrlms Jónssonar hefur verið opnuö sýning á vatnslitamyndum Ásgrlms og stendur hún til 28. mal. Á sýningunni eru 27 myndir frá ýmsum skeiðum á hinum langa listferli Ásgríms, en hann vann jöfnum höndum meö vatnslitum og ollulitum og er án efa fremsti vatnslita- málari okkar. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá þvl I byrjun aldar, en Ásgrlmur fór að fást viö vatnsliti að ráði áriö 1904. Sýningin er opin þriöju- daga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30 til 16 I mars og aprll, en í maf alla daga nema mánudaga á sama tlma. Verkstjórafélag Reykjavíkur 70 ára Verkstjórafélag Reykjavíkur var 70 ára í gær, föstudaginn 3. mars. Verkstjórafélagið var stofn- aö 3. mars 1919 og hefur starfað óslitið sem öflugt stéttarfélag frá þeim tfma. Starfrækir félagið nú skrif- stofu I eigin húsnæöi aö Skipholti 3, Reykjavík. Enn- fremur á félagiö fjóra sumar- bústaöi, tvo I Skorradal og tvo I Borgarholti, Stokkseyr- arhreppi. Á fyrstu starfsárum félags- ins var unniö höröum hönd- um aö bættum aðbúnaði fé- lagsmanna svo sem sam- ræmdum matar- og kaffitím- um og byggingu skýlis viö Reykjavíkurhöfn til afnota fyr- ir verkafólk og félagsmenn. Verkstjórafélags Reykjavíkur. Nú seinni árin er félags- menn búa við allt aðrar og betri aöstæður, er meira unn- ið aö því aö félagsmenn haldi þeim réttindum sem þeir hafa þegar áunniö sér, og mikil áhersla lögð á réttindi þeirra til bóta úr Sjúkrasjóöi Verkstjóra sem er geysilega öflugur sjóöur. Viö stofnun félagsins voru félagar 27, en nú 70 árum slöar eru þeir um 650. Stjórn félagsins skipa nú: Högni Jónsson verkstj. hjá Mjólkursamsölunni, formað- ur. Jörgen Már Berndsen verkstj. hjá Slippfélaginu, gjaldkeri. Höröur Már verkstj. hjá Reykjavlkurborg, ritari. Anna M. Jónsdóttir verkstj. hjá Tinnu bf„ varaformaöur. * Krossgátan □ 1 2 3 r 4 5 6 □ 7 s 9 10 □ 11 □ 12 t 13 □ Lárétt: 1 mikið, 5 sníkjur, 6 kropp, 7 bardagi, 8 bátar, 10 til, 11 þjóta, 12 boröandi, 13 nem- ur. Lóðrétt: 1 fátæk, 2 stertur, 3 kall, 4 skelfur, 5 hæfur, 7 fjár- munir, 9 hamagangur, 12 kind. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 smekk, 5 slök, 6 kór, 7 út, 8 orkaði, 10 Ra, 11 lin, 12 sinu, 13 asinn. Lóðrétt: 1 slóra, 2 mörk, 3 ek, 4 kotinu, 5 skorpa, 7 úöinn, 9 al- in, 12 Si. • Gengií Gengisskráning nr. 43 — 2 !. mars 1989 Kaup Sala Bandarikjadollar 51,900 52,040 Slerlingspund 89,476 89,717 Kanadadollar- 43,342 43,459 Dónsk króna 7,2587 7,2783 Norsk króna 7,7135 7,7343 Sænsk króna' 8,2185 8,2407 Finnskt mark 12,0838 12,1164 Franskur franki 8,3060 8,3284 Belgiskur franki 1,3489 1,3526 Svissn. franki 33,0826 33,1719 Holl. gyllini 25,0452 25,1128 Vesturþýskt mark 28,2780 28,3543 ítölsk lira 0,03834 0,03844 Austurr. sch. 4,0187 4,0296 Portúg. escudo 0,3421 0,3430 Spánskur peseti 0,4514 0,4526 Japanskt yen 0,40531 0,40640 Irskt pund 75,320 75,523 SDR 68,3611 68,5455 Evrópumynt 58,6859 58,8442 IP Útboð Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í að fjarlægja 500 m af gömlum stokk og byggja nýj- an með tveimur 400 mm pípum. Stokkurinn liggur frá Öskjuhlið að Miklatorfi, og leggja 1400 m af dreifikerfi og heimæðum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fri- kirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 16. mars 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 28500

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.