Alþýðublaðið - 04.03.1989, Page 8

Alþýðublaðið - 04.03.1989, Page 8
MMÐUieiB Laugardagur 4. mars 1989 Jóhanna Sigurðardóttir á Norðurlandaráðsþingi Jafnréttislögin ekki virt sem skyldi Jóhanna SiguróardóUir félagsmálaráðherra fagnaði framlagningu fimm ára jafn- réttisáætlunar Norðurlanda- ráðs í ræðu sem hún hélt á yfirstandandi þingi ráðsins i Stokkhólmi. Sagði hún Norðurlöndin standa í farar- broddi um margt í jafnréttis- málum og gætu orðið öðruni þjóðum til fyrirmyndar i markvissri og árangursríkri samvinnu. Hún sagði liins vegar að stjórnvöld á Norð- urlöndunum yrðu að ganga á undan með góðu fordæmi og virða þau lög sem sett hafa verió í jafnréttismálum og þær samþykktir sem löndin eru aðilar að. „Á þetta hefur skort og þaö ber okkur að viðurkenna." Jóhanna sagði að á íslandi hefði áhersla verið lögð á til- tekin atriði. í fyrsta lagi að framkvæmdaáætlun sé markviss og taki fyrst og fremst til framkvæmda ákveðinna og vel skilgreindra verkefna. í öðru lagi að end- urmetin séu hefðbundin kvennastörf á vinnumarkað- inum þannig að þau fái eðli- legan hlut í tekjuskipting- unni. í þriðja lagi að tryggja að reynsla heimavinnandi verði metin með sama hætti og starfsreynsla á vinnu- markaðinum. í fjórða lagi að tekið verði upp í fram- k væmdaáætlun athugun sem lýtur að ýmsum auka- og hlunnindagreiðslum sem renna frekar til karla en kvenna. í fimmta lagi að átak verði gert til að styðja við bakið á konum i kjarabar- áttu og loks að foreldrum verði sköpuð skilyrði til að vera á vinnumarkaði. Jóhanna minntist á kvennanefnd ECOSOC í Vínarborg, hvers aðbúnaður og fjárhagur hefur frá upp- hafi verið mjög slæmur. Taldi hún hugsanlegt að Norðurlöndin ykju framlög sín til nefndarinnar þannig að hún gæti gegnt hlutverki sínu af myndarskap. „Með þessum hætti gæti kvenna- nefndin þróast i að verða sér- stök stofnun innan Samein- uðu þjóðanna sem eingöngu sinnti jafnréttismálum.“ Tilboð í Blönduvirkjun „Auðvitað er þessi sýning glapræði“, segir Guðmundur en hellir sér engu að siður út í hana. Jazzinn dunar á veggjunum. Afmælisgjöf frá mér til mín Niðurstaða um miðjan mánuð Landsvirkjun vinnur enn að þvi að skoða þati lilboð sem bárusl i verkhluta Blönduvirk junar. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en um miðjan mánuðinn að sögn Páls Ól- afssonar hjá Landsvirkjun. Fjögur fyrirtæki koma enn til greina að sögn Páls. Þau eru Hagvirki, Fossvirki, Suð- urverk og norska fyrirtækið Veidekk. Þrjú fyrsttöldu fyrirtækin eiga öll tilboð í báða þá verk- hluta sem boðnir voru út. Norska fyrirtækið kemurað- eins til greina í annan verk- hlutann. Hagvirki og Foss- virki eiga lægstu boðin en hér er um að ræða einhvern stærsta verktakasamning sem gerður hefur verið á ís- landi. Fossvirki bauð á sín- um tíma 1.6 milljarð en Hag- virki 1.9 milljarð. Gríðarlegir fjármunir eru því í húfi. Kaupleiguíbúðir Lánum hefur ekki verið úthlutað segir Guðmundur Ingólfsson um sína fyrstu myndlistarsýningu í Djúpinu en Guðmundur verður fimmtugur í júní komandi. Húsnæðisstofnun hefur enn ekki úthlutað lánum vegna bygginga kaupleigu- íbúða á þessu ári. I frétt í Alþýðublaðinu í vikunni kom m.a. fram að Kópa- vogsbær hefur þegar út- hlutað lóðum til Bygginga- samvinnufélagsins Búseta VEÐRIÐ ÍDAG Vaxandi austanátt, viöa skafrenningur og snjókoma um landið suð-vestanvert og einnig Norðanlands annað kvöld. Syðst á landinu hægir vind undir k völdið og hlýnar liklegast yfir frost- mark. Í öðrum lands- hlutum dregur úr frosti. og til kaupleiguíbúða á vegum bæjarfélagsins. Þrátt fyrir lóðaúthlutanir í Kópavogi og víðar, hafa bæjarfélögin ekki fengið lánsloforð frá Húsnæðis- stjórn vegna kaupleigu- íbúða. Guðmundur Ingólfsson er einn okkar fremsti jazz- leikari um þessar mundir. Ótrúlega fingrafimur á pí- anóið og öðrum mönnum fremri hér á landi í þjóð- lagajazzinum. Hann vend- ir sínu kvæði í kross, a.m.k. opinberlega, þegar hann heldur sína fyrstu mynd- listarsýningu í Djúpinu við Hafnarstræti. Guðmundur opnar á laugardaginn, 4. mars og sýningin stendur fram yfir miðjan mánuð. Guðmundur telur sig ex- pressjónískan málara og segist jafnvel ætla að mála meira en spila í framtíð- inni, ef vel gengur að þessu sinni. „Enauðvitaðerþessi sýning glapræði“ bætir hann við. „Þetta er mín fyrsta sýn- ing og um leið afmælisgjöf frá mér til mín. Ég verð nefnilega fimmtugur á þessu ári, 5ta júní. Mig hef- ur lengi langað til að sýna myndverk sem endurspegla það sem ég hef ekki komið á framfæri með píanóinu. Það er höfuðpunkturinn í málinu.“ — Hefurðu málaö lengi? „Já, frá blautu barns- beini hef ég verið að dútla við það en svo tók ég stökk núna eftir áramótin og málaði 10 myndir.“ — Hvað hefurðu um myndefnin að segja? „Þetta eru fantasíur — náttúrufantasíur og ég kem viða við, Afríka, Asía, Noregur og svo erutvær myndir frá Vestmannaeyj- um. lnnhverfar myndir ef svo má segja. Ég held að ég sé expressjónískur í mínum myndum.“ — Og hvernig leggst sýningarhaldið í þig? „Það leggst illa í mig.“ — Já, afhverju? „Af því ég hef engan skóla að baki og af því ég er búinn að bjóða þarna helstu listráðanautum fjöl- miðlanna og divers...“ — Heldurðu að þeir verði grimmir við þig? „Ég vona það vegna þess að slæm krítík er betri en góð.“ — Er jazz í þessum myndum þínum? „Já, það er það absólútt. Það er jazz í öllum mynd- unum og hann kannski gæti farið út í að mynda einhverskonar heild í kringum þetta. Hann er allsráðandi, þetta er im- próvisasjón. Ég mála bara eftir stemmningu hverju sinni. Ég held að heildin, ég vona það a.m.k., beri uppi sýninguna. Heimur jazzleikara er heimur myndlistar." — Ætlarðu að spila eitt- hvað fyrir gestina í leið- inni? „Nei, hinsvegar hef ég frétt af því að Guðmundur vinur minn Steingrímsson sé búinn að hóa saman ein- hverri jazzgrúbbu. Ég kem þar hvergi nærri, ég þarf að skála við gestina. Að sjálf- sögðu.“ — Hvað er annars að frétta úr músíkinni? „Ég er núna á leiðinni upp í útvarp að taka upp tónlist fyrir þáttinn Góð- vinafund hjá Ríkisútvarp- inu. Svo helli ég mér eftir helgina út í kvikmyndatón- list fyrir Þráinn Berthels- son.“ — Það er eitthvaö alveg nýtt fyrir þig. „Já, það er alveg nýtt. Ég renni blint í sjóinn með þetta. Ég er enn ekki búinn að sjá eitt einasta skot, myndin er enn í klippingu í Kaupmannahöfn og ég veit ekki hvað ég þarf að semja mikið, eða hvort ég nota gamlar upptökur eða hvað. Það verður bara að koma í Ijós. Þetta kemur allt heim og saman eftir helgi. Mér skilst reyndar að myndin sé tragí-kómísk þannig að ég verð að vera breiður, bæði lýrísk og absúrddjazz eiga þarna heima. — Aftur í myndlistina, ætlarðu að halda málun- i inni áfram af krafti? „Já, ég býst við því, kannski fer ég bara meira út í að mála en spila, það bara fer eftir hvernig geng- ur. Mér finnst expressjóns- imanum ekki nógu góð skil gerð hér á landi og ég væri til í að reyna mig áfram í þessu ef vel gengur, ef ég sel myndir og þessháttar. A einhverju verða menn að lifa. “

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.